Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 52
52
, MORGUNBLAÐID MIDVIKUDAGL.H U.. .DESEMBKH .,1,991
t
Astkær faðir okkar,
KRISTJÁN ÁRNASOIM,
lést í Perth, Ástralíu, 8. desember.
Kristbjörg Kristjánsdóttir, Hjördfs Kristjánsdóttir,
Árni Haukdal Kristjánsson, Ólafur Unnar Kristjánsson,
Theódóra Kristjánsdóttir, Elín Lóa Kristjánsdóttir,
Rut Skúladóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA BJARNADÓTTIR
fyrrverandi kennari og prófastsfrú
í Reykholti,
lést mánudaginn 9. desember.
Bjarni Einarsson, Gi'slína Friðbjörnsdóttir,
Steinunn Einarsdóttir, Heimir Þorleifsson,
Guðmundur Einarsson, Dóra Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SÆMUNDUR BJARNASON
pípulagningameistari,
Skúlagötu 40a,
áður Skipholti 49,
er látinn.
Kristín Grímsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Móðir mín og systir okkar,
HRAFNHILDUR (ABELLA) SNORRADÓTTIR
CHRISTOPHERSON,
dvalarheimilnu Stafholti, Blaine Wa.,
lést miðvikudaginn 4. desember.
Stefani Anne Christopherson,
Haukur Snorrason,
Jónína S. Snorradóttir,
Snorri Snorrason.
+
GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Barmahlíð 55,
Reykjavfk,
lést 29. nóvember sl. Útförin hefur farið fram.
Benedikt Kristjánsson,
Kristján Benediktsson,
Friðgerður S. Benediktsdóttir, Jón ísaksson,
Ársæll Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför
VILHELMS ANTONS SVEINBJÖRNSSONAR,
Vegamótum,
Dalvík.
Steinunn Sveinbjörnsdóttir, Steingri'mur Þorsteinsson.
+
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður, sonar og afa,
SIGURÐAR F. HARALDSSONAR
framreiðslumanns.
Sérstakar þakkir færum við Sigurði Björnssyni lækni og hjúkrun-
arfólki á deild 2A Landakótsspítala, Framsóknarflokknum, Búseta
og Handknattleikssambandi íslands.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hanna B. Jónsdóttir.
Lokað
Vegna jarðarfarar MARGRÉTAR GUÐMUNDS-
DÓTTUR, Skólavörðustíg 18, verða skrifstofur
okkar lokaðar miðvikudaginn 11. desember nk.
Lögmannsstofa Arnar Höskuldssonar hrl.
Lögmannsstofa Arnmundar Backman hrl.
Lagastoð hf. málflutningsskrifstofa:
Sigurmar Albertsson hrl.
Magnús H. Magnússon hdl.
Skúli E. Sigurz ftr.
Hallgrímur Jónasson
kennarí - Kveðjuorð
Hallgrímur Jónasson lifði nær-
fellt öld, aldamótamaður í bestu
merkingu. Það gefur augaleið að
spor hans liggja víða. Fáir munu
hafa þekkt betur óbyggðir landsins
og byggð ból. Hann braust til
mennta af litlum eða öngvum efn-
um. Ævistarfið hófst í Vestmanna-
eyjum þar sem hann var kennari
við bamaskólann 1921-1931 og að
hluta við unglingaskóla. 'Svo hafa
nemendur hans í Eyjum sagt mér,
að hann hafi verið frábær kennari.
Þegar Hallgrímur kom til Eyja
hafði bókasafnið verið lokað og
safnbækur umhirðulausar í barna-
skólanum. Hann tók að sér að
endurreisa safnið og hefja útlán
að nýju 1924, í tveim herbergjum
á lofti vörugeymsluhúss. Árið 1978
átti ég þess kost að sýna Hallgrími
bókasafnið í nýjum og glæsilegum
húsakynnum. Þótti honum ærin
umskipti hafa orðið enda mál til
komið. — Hallgrímur var bókavörð-
ur þar til hann og Elísabet kona
hans fluttu úr Eyjum 1931. í
Reykjavík var Hallgrímur kennari
við Kennaraskóla íslands frá 1931
til .1968. Hann starfaði við blaða-
mennsku nokkur ár fyrir 1940, þá
við Tímann og var meðritstjóri
Nýja Dagblaðsins 1934-1935.
Hallgrímur var mikill landkynn-
ingarmaður. Hann var í stjórn
Ferðafélag íslands 1944-1972 og
leiðsögumaður á vegum þess um
30 sumur. Var heiðursfélagi Ferða-
félagsins og Útivistar. Hann var
bæði fararstjóri og fræðari, ein-
stakur leiðsögumaður um landið.
Ég held, að harin hafi þekkt með
nafni flesta bæi landsins. Og „hver
einn bær á sína sögu“ sagði skáldið.
Sá sem hér skrifar fátækleg
kveðjuorð minnist Vestfjarðaferðar
1948 og Hallgrímur var farar-
stjóri. Sú ferð var um flest frá-
brugðin rútuferðum á malbiki. Frá
Eyjum flugferð til Hellu á Rangár-
völlum. Frá Reykjavík áætlunarbíll
til Stykkishólms, hægfara bátur til
Flateyjar, „þar sem öll mannaverk
höfðu yfirbragð fortíðarinnar, en
náttúran svip hinnar eilífu fegurð-
ar“ (HKL). í Svefneyjum sagði hún
Kristín okkur frá Nonna bróður
sínum og skemmtilegum bréfum
hans utan úr heimi.
í Oddbjarnarskeri voru skoðaðar
rústir sjóbúða hinna breiðfirsku
sægarpa. Þar þætti nú daufleg vist.
Frá Bijánslæk farið ríðandi yfír
Lækjarheiði í Trostansfjörð þar
sem lítill vélbátur beið okkar, geng-
ið á land í Geirþjófsfirði og Hall-
grímur sagði okkur frá Auði og
Gísla, sigling út Amarfjörð, fyrir
Kjartan Guðna-
son - Minning
Það kom mér á óvart er ég fletti
síðum blaðsins hinn 3. des. sl. að
þar gat að líta minningarorð um
Kjartan Guðnason, en ég hafði
ekki haft af því spurnir að hann
•væri allur. Það vár svo stutt síðan
hann lét af störfum hjá Trygginga-
stofnun ríkisins kominn hátt á átt-
ræðisaldur eftir langan og óvenju
heilladijúgan starfsferil hjá stofn-
uninni. Mér er ljúft og skylt að
minnast þessa látna öðlings með
nokkrum síðbúnum orðum.
Ég kynntist Kjartani fyrst fyrir
réttum 30 árum þegar þáverandi
bæjarfógeti á Akranesi, Þórhallur
Sæmundsson, réð mig á skrifstofu
embættisins til þess að annast um
tryggingaumboðið. Ég kom til
þessa starfs beint frá prófborði í
Samvinnuskólanum reynslulaus og
fákunnandi um innviði þessa marg-
þætta málalokks, sem ég átti að
sinna. Ekki var þá, fremur en nú,
völ á neinskonar undirbúningsnámi
fyrir störf á þessu sviði. Það kom
sér því vel fyrir nýgræðinginn að
geta leitað til manns eins og Kjart-
ans Guðnasonar, enda kom þar
maður ekki að tómum kofunum og
Ijúfmannlega brást hann ætíð við.
Um þær mundir var einmitt verið
að koma í kring meiriháttar breyt-
ingum í almannatryggingum,
, rýmka bótarétt og stórauka við
bóta- og lífeyrisgreiðslur.
Samskipti umboðsmanna út um
land við Tryggingastofnun ríkisins
og starfsfólkið þar eru mjög mikil
og getur þar reynt á ýmsa mann-
lega eiginleika. Ekki er ofsögum
sagt að í þeim efnum hafi Kjartan
verið réttur maður á réttum stað.
Mest voru samskiptin símleiðis og
með tímanum urðu þau að nánu
trúnaðarsambandi og vináttu og
veit ég fyrir víst að svo var einnig
um aðra, sem unnu við umboðin.
Fyrir okkur var ómetanlegt að hafa
sem tengilið hjá Tryggingastofnun-
inni mann á borð við Kjartan Guðn-
ason. Hugur starfsfólks umboð-
anna til Kjartans kom og vel fram
á einu af reglubundnum námskeið-
um á vegum Tryggingastofnunar
fyrir fáeinum árum er hann steig
í pontu, orðinn nokkuð ellilotinn
en glaðbeittur að vanda, til að
ávarpa viðstadda, og var hylltur
vel og innilega.
Kjartan var sérlega viðræðugóð-
ur maður, glaðvær og skilningsrík-
ur. Skopskynið var græskulaust,
leiftrandi og lýsti vel næmi og
nærfærni hans gagnvart þeim
mannlegu vandamálum, sem sífellt
eru viðfangsefni þeirra, sem við
almannatryggingarnar vinna.
„Kjartan hér“, heyrðist í símum
umboðanna og oft kvað við dillandi
hlátur og spurt var hvað væri að
frétta áður en komið var að alvöru
tilefnisins. En þá var iðulega verið
að fá skýringar eða upplýsingar til
glöggvunar við úrlausn á málefni
einhvers, sem leitað hafði til trygg-
inganna.
Þegar Kjartan Guðnason er fall-
inn frá minnumst við, sem höfum
starfað við tryggingaumboðin og
sjúkrasamlögin utan Reykjavíkur
góðs samstarfsmanns. Kjartan var
gæddur þeim persónulegu eigin-
leikum að ekki var annað unnt en
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
LÁRUSAR G. JÓNSSONAR
skókagpmanns.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki Umönnunar- og hjúkr-
unarheimilisins Skjóls fyrir frábæra hjúkrun og hlýju.
Anna K. Sveinbjörnsdóttir,
Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Ragnar Kvaran,
Anna Margrét Lárusdóttir, Jónas Hallgrímsson,
Jón Lárusson, Sigríður Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sléttanes og inn Dýrafjörð til Þing-
eyrar. Frá Þingeyri á trillu yfir
Dýrafjörð og bíll frá Núpi til Isa-
fjarðar. Sigling inn Djúp, stórveisla
í Vigur og skoðuð fuglaparadísin í
Æðey, loks ógleymanleg vornótt í
Reykjanesi sem Hallgrímur lýsti í
ljóði:
Djúpsins kyrrð er dul og stór,
daggarperlur glitra, skína,
landið, blærinn, sól og sjór
saman flétta töfra sína.
Nú hefur hinn aldni langferða-
maður og fræðaþulur lagt upp í
sína síðustu ferð. Veri hann kvadd-
ur með þökk og virðingu.
Haraldur Guðnason
að láta sér þykja vænt um mann-
inn. Hann átti að baki einn lengsta
starfsferil að almannatryggingum
hér á landi.
Er hann áreiðanlega í hópi þeirra
manna, sem einna mest hafa af
mörkum lagt í daglegri umsýslu til
þess að tryggja að sá hlutur, sem
almannatryggingunum heur verið
ætlaður til að létta byrðar þeirra,
sem minnst mega sín, kæmist rétt-
látlega í hendur þeirra.
Ég er forsjóninni þakklátur að
hafa fengið að kynnast Kjartani
Guðnasyni og njóta handleiðslu
hans og leiðbeininga, er ég var að
feta fyrstu skrefin á starfsbraut-
inni. Fjölmargir skjólstæðinga al-
mannatrygginganna áttu hauk í
horni, þar sem hann var, ávallt
reiðubúinn að líta til með fullri
velvild á hvert það vandamál, sem
til kasta hans kom. Þeir eru því
margir, sem eiga Kjartani þökk að
gjalda við leiðarlokin.
Ástvinum Kjartans Guðnasonar
færi ég samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning hans.
Guðmundur Vésteinsson
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
s^jórn blaðsins á 2. hæð i Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.