Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR íl. DESEMBEÉ 1991 53 Guðný Pálsdóttir frá Nesi - Minning Fædd 1. apríl 1899 Dáin 1. desember 1991 Það var mikið ævintýri fyrir sjö ára stelpu úr Garðabæ að heim- sækja hana ömmu sína í Reykjavík fyrir þijátíu árum. Svoleiðis ferða- lag fór maður ekki í einn síns liðs fyrir minna en tvær nætur. Var þá tekið á móti manni á Hávallagöt- unni með pönnsum og malti. Þarna var eins og annar heimur með göml- um hefðarbrag, t.d. talaði hún amma mín alltaf um að píska tjóm- ann, fortó hét fortó og altan altan. Á Hávallagötunni var viss hefð á fimmtudagskvöldum. Þá var bara snarl í matinn, því leikritið í útvarp- inu lét ekki bíða eftir sér. Svo var. sest í kringum radíóið í andagt og ef til vill gripið í spil eða handa- vinnu, meðan hlustað var af áfergju. Hún amma mín hafði þann eigin- leika að vera jafningi, jafnaldra allra, sama hvort þeir voru sjö ára eða sjötugir. Færum við ammasam- an í bæinn og ung barnsaugu sáu einhvern, sem ekki var alveg eins og hinir, þá sagði hún amma mín: „Gefðu öllum eitt tækifæri, áður en þú dæmir.“ Slík var hennar heimspeki. Vaknaði maður snemma á sunnudagsmorgnum var gott að skríða upp í hjá ömmu og fá hana til að lesa fyrir sig úr dönsku viku- blöðunum. Hún fylgdist grannt með dönsku konungsfjölskyldunni í sorgum hennar og gleði. Ekki af því að hún öfundaðist út í þetta fólk af auðæfum þess eða ham- ingju, heldur af því að hún fann til samkenndar með því, eins og öllu öðru fólki, allt niður í minnstu smælingja. Þannig var hún amma mín. Ófá sumur vorum við amma að mestu tvær einar í sumarbústaðn- um austur í Laugardal. Hjá okkur var ekkert til, sem hét klukka, renn- andi vatn eða rafmagn. En dagarn- ir voru fullir af ævintýrum og spjalli og við höfðum nóg að bíta og brenna. Amma var snillingur í að búa til hluti úr nánast engu: matar- afgangar breyttust í veislukost, úr bandspottum voru pijónaðar eða heklaðar bestu flíkur eða sáumaður út púði. Við amma brölluðum margt sam- an, og hún kenndi mér ótrúlega margt. Hún var mín besta vinkona. Ég þakka fyrir öll góðu árin. Hrafnhildur Baldursdóttir Látin er í hárfi elli móðursystir mín, Guðný Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, og verður hún í dag til moldar borin. Lóa eins og hún var ávallt kölluð fæddist í Flóagafli 1. apríl 1899 og voru foreldrar hennar Páll Grímsson bóndi og formaður í Nesi í Selvogi og fyrsta kona hans af þremur, Jónína Margrét Gísla- dóttir frá Skúmsstöðum. Móðir hennar lést 20. maí 1900 frá fimm kornungum börnum, en þau voru: Gísli, f. 8. mars 1894, d. 4. febrúar 1922, Grímheiður Elín, f. 30. sept- ember 1895, dáin 1986, Sigurður, f. 3. maí 1897, d. 15. september 1925, Guðný, sem minnst er með þessum línum, og Bjarni, f. 12. maí 1900, d. 9. ágúst 1924. Onnur kona Páls var Valgerður Hinriksdóttir frá Ranakoti í Stokkseyrarhreppi og eignuðust þau fimm börn: Sigurþór, f. 21. desember 1904 og dó kom- unguf, Jónínu Margréti, f. 4. apríl 1906, d. 2. október 1936, Kristínu, eldri f. 29. júní 1908, d. 17. júlí 1984, Víglund Bjarna, f. 13. febrú- ar 1912, d. 12. nóvember 1,961 og Kristínu yngri, f. 1. desember 1913, d. 2. maí 1983. Páll missti aðra konu sína, Valgerði, 21. júní 1914. Þriðja kona Páls var Anna Sveins- dóttir á Ósi, og áttu þau tvö börn: Pál, f. 1. október 1922 og Valgerði Jónu, f. 5. maí 1926 og eru þau ein á lífi af hinum stóra systkinahópi frá Nesi. Páll bóndi féll frá 22. apríl 1928, en Anna kona hans lést 24. október 1967. Eftir lát móður sinnar var Guðný kornung látin í fóstur til sæmdar- hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Halldórs Gíslasonar snikkara frá Eyrarbakka, sem bjuggu á Njáls- götu 31 í Reykjavík. Þar ólst hún upp ásamt börnum þeirra hjóna, tveimur sonum og dótturinni Margréti, sem giftist Magnúsi Bergmann sjómanni og annarri fósturdóttur, Láru Jónsdóttur, sem giftist Gunnari Stefánssyni verk- stjóra hjá Agli Vilhjálmssyni. Hjá þessum hjónum naut hún góðs at- lætis og minntist þeirra ævinlega með hlýhug. Guðný giftist Eiríki S. Bech verk- smiðjustjóra 4. október 1920 og settu þau heimili að Laufásvegi 22 af myndarbrag, en slitu samvistir. Þau eignuðust tvö börn: Halldór, bifreiðastjóra, f. 9. júlí 1921, sem kvæntist Láru Þórarinsdóttur, og eru börn þeirra Þórarinn Páll og Guðný og barnabörn þijú, og Erla, f. 31. maí 1923, hjúkrunarfræðing- ur, sem er tvígift. Fyrri maður hennar var Haraldur Gunnlaugs- son, sem látinn er, og áttu þau einn son, Eirík Bech. Seinni maður henn- ar er Baldur Þórisson forstjóri og eru börn þeirra Hrafnhildur, Þórir og Óskar og barnabörnin átta. Guðný giftist öðru sinni Óskari Guðnasyni prentara frá Akureyri 16. ágúst 1942, sem síðast varverk- stjóri í Prentsmiðjunni Leiftri, en hann var fæddur 7. júlí 1906 og lést 13. mars 1976. Þau voru barn- laus, en ólu upp Eirík, dótturson Guðnýjar, sem hún bar mikla um- hyggju fyrir og hann reyndist þeim sem besti sonur. Guðný ól nær allan aldur sinn í Reykjavík og bar þess merki í allri framgöngu, að hún var bæjarbarn eða eins og sagt var í dægurlaga- textum Reykjavíkurmær. Hvar sem hún liélt heimili var allt strokið og snyrtilegt, og þangað var notalegt að sækja hana heim. Hún var fríð sýnum, félagslynd og glaðvær eins og þær systur allar frá Nesi, en skapmikil gat hún verið, ef henni mislíkaði. Hún var mjög raungóð, og þekki ég það af eigin reynslu, og átti það ekki síst þátt í að „bindá okkur böndum, þött aldursmunur- inn væri mikill, og ævinlega tók hún hlýlega á móti mér, þegar ég birtist í dyrunum. Eftir lát ■ manns síns og þegar aldur tók að færast - yfir, varð Guðnýju ýmislegt þungt undir fæti. Hún sá eftir mörgum vinum og kunningjum, en hún bjó mörg ár ein á Reynimel 92. Síðan átti hún athvarf hjá Erlu, dóttur sinni, og manni hennar, uns hún fékk vist á Skjóli fyrir tveimur árum, en þá var henni farið að daprast mjög minni. Banalega hennar varð skammvinn, þijár vikur, og hefur hún ugglaust verið fegin að fá hvíldina. Nú heyr- ast ekki lengur hlátrasköll hinna glaðværu systra frá Nesi. Guðný frænku minni færi ég að lokum hjartans þakkir fyrir allar velgerðir hennar og viðmót og óska afkom- endum hennar velfarnaðar. Þóra Guðnadóttir t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall JÓHANNS JÓNSSONAR, Hvammsgerði 1. Sérstakar þakkir til laekna og starfsfólks deildar A-6, Borgarspítala. Brynhildur Jónsdóttir, Björg Jóhannsdóttir, Ólöf Jóhannsdóttir. \ t Alúðarþakkir til allra, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug vegna andláts sonar okkar, bróður og mágs, JÓNS HALLDÓRS BRAGASONAR, Njarðvfkurbraut 13, innri-Njarðvík. Bragi Guðjónsson, Ásta Andersen, Kristján Bragason, Ágústa K. Bragadóttir, Björn Samúelsson, Margrét Bragadóttir Wiiliams, Róbert Williams, Einar B. Bragason, Elísa D. Bragadóttir. t SIGURÐUR JÓNSSON fyrrum bifreiðastjóri, Furugerði 1, áður til heimilis á Leifsgötu 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 12. des- ember kl. 13.30. Aðstandendur. t Elskuleg fóstra okkar og systir, JENNÝ JÓNASDÓTITR, Lönguhlíð 3, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Svava Sveinsdóttir, Níels Sveinsson, Hprður Jónasson. t Minningarathöfn föður okkar, JÓHANN ÞÓRÓLFSSON, fer fram frá Fossvogskapellu kl. 10.30 í dag, miðvikudaginn 11. desember. Útförin verður gerð frá Búðareyrarkirkju, Reyðarfirði, laugardaginn 14. desember kl. 14.00. Þórólfur Jóhannsson, Einar Ingi Jóhannsson. t Yndisleg dóttir okkar og barnabarn, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Skólavörðustig 18, verður jarðsett frá Lágafellskirkju i dag, miðvikudaginn 11. desem- ber, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Kristín I. Pálsdóttir, Guðmundur Karl Arnarson, Ragnheiður Jónsdóttir, Páll Halldórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Örn Höskuldsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR frá Borgarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Kári Sóimundarson, Elfn Sólmundardóttir, Þórdís Sólmundardóttir, Maríus Arthúrsson, Sigurður Sólmundarson, Auður Guðbrandsdóttir, Magnús Sólmundarson, Karen I. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir og mágur, PÁLL JÓHANNSSON frá Bolungarvík, Hrafnhólum 6, sem lést 5. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 12. desember kl. 10.30. Ragna Finnbogadóttir, * Jóhann Pálsson, Guðmundur Páisson, Steinar Jóhannsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Arnfríður Aradóttir, Haukur Matthíasson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN P. GUÐMUNDSSON, Vfðilundi 23, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. desem- ber kl. 13.30. Blóm eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Úrsula B. Guðmundsson Herta Kristjánsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Katrín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR J. LÍNDAL, Lækjamóti, Víðidal, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 14. des- ember kl. 14.00. Farið verður frá Hópferðamiðstöðinni, Bíldshöfða, kl. 9.00. Jónína M. Líndal, Elín R. Líndal, Anna Guðrún Líndal, Sonja Hólm, Grétar Ástvald Árnason, Guðmundur Pálmason, Þórir ísólfsson, MagnúsT. Guðmundsson, Sesselja Stefánsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI T. GUÐMUNDSSON póstmaður, Sólheimum 25, Reykjavfk, i/erður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 12. desem- ber kl. 15.00. Kristín S. Björnsdóttir, Kristín Gfsladóttir, Jakob L. Kristinsson, Örn Gíslason, Guðrún Áskelsdóttir, Björn Gíslason, Karólína Gunnarsdóttir og barnabörn. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.