Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 9. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Bretar hlæja að lögregluprófi Brcska lögreglan, sera oft hefur sætt aðkasti að undanförnu, varð á nýjan leik að þola gagnrýni á föstudag og í það skiptið fyrir nýtt inntökupróf fyrir ný- liða. Það er sagt svo hlægilega létt að hvert 11 ára gamalt barn ætti að geta staðist það. Það var innanríkisráðuneytið sem sá um gerð prófsins og átti það að vera fyrsta landsprófið, þar sem kannað væri, hversu talnaglöggir og hraðlæsir umsækjendurnir væru. Kennslufræðing- ar, stjórnmálamenn, leiðtogar minni- hlutahópa og nokkrir starfandi Iögreglu- menn hafa gagnrýnt prófið harðlega. í prófinu er spurt spurninga eins og: „Ef 30 slys verða að meðaltali á mánuði, hversu mörg býstu við að þau verði á 12 mánuðum?" Próftakar eiga síðan að krossa við einn af nokkrum valkostum sem gefnir eru. Lögreglan í Mið-Eng- landi sagði að fjórir af átta umsækjend- um hefðu fallið á prófinu. Communitas Rer- um Publicarum Independentium Hrun Sovétríkjanna hefur haft ýmis flók- in úrlausnarefni og vandamál í för með sér. Það sem veldur starfsmönnum finnska útvarpsins mestum heilabrotum varðandi breytingarnar í austri er spurn- ingin: hvað nefnast Samveldi sjálfstæðra ríkja á latínu? Ástæða þess að þeir velta þessu svo mikið fyrir sér er að útvarpið sendir vikulega út fimm mínútna frétta- þátt á latínu út um allan heim, sem nefn- ist Nuntii Latini. Skásta þýðingin á nýja ríkjasambandinu sem þeir hafa fundið er Communitas Rerum Publicarum Inde- pendentium. Bandaríkin eru hins vegar Confoederatae Civitates Americae Sept- entrionalis. Nuntii Latini disseminantur diebus Saturni (kl. 7.40 og 15.25 á mið- bylgju, 963 kilórið). Okræsilegur morgunverður Þegar breski kennar- inn Michael Graham ætlaði að fá sér korn- meti í morgunverð nýlega fannst honum heilsufæðið líta harla annarlega út. Þegar hann hafði hellt mjólk í kornmetið og hugð- ist gæða sér á því tók hann eftir dauðri eðlu í skálinni. Eðlan reyndist ættuð frá Kaliforníu og voru framleiðendur og seljandi vörunnar sektaðir um 7.000 pund, rúmar 700.000 ÍSK. Yfirmaður sovéska hersins um deilu Rússa og Úkraínumanna: Seg'ir hættu á ringnlreið og átökum milli herdeilda Moskvu, Brussel, Washington. Reuter. VLADIMIR Tsjernavín, yfirmaður sovéska heraflans, hefur varað við því að tilraun- ir Ukraínumanna til að fá yfirráð yfir Svartahafsflotanum kynnu að hafa hörmu- legar afleiðingar. Hann segir að haldi þeir kröfu sinni til streitu skapist hætta á ringulreið innan hersins og jafnvel átökum milli herdeilda. Leiðtogar Rússlands og Úkraínu höfðu í gær, laugardag, ekki enn jafnað ágreining sinn um Svartahafsflotann og hersveitir í Úkraínu, sem Úkraínumenn hafa gert til- kall til. Tónninn í leiðtogunum var þó mild- ari á föstudagskvöld en undanfarandi daga. Anatolíj Zlenko, utanríkisráðherra Úkra- ínu, kvaðst fús til að gera sitt ýtrasta til að fínna lausn sem báðir aðilar gætu sætt sig við og Andrej Kozyrev, starfsbróðir hans í Rússlandi, reyndi að gera lítið úr ágreiningnum. Tsjernavín sagði að enn hefði enginn af 70.000 sjóliðum Svartahafsflotans svar- ið Úkraínu hollustueið þótt um 30% þeirra væru Ukraínumenn. Richard Boucher, talsmaður bandariska utanríkisráðuneytis- ins, kvaðst í gær von- góður um að deilan um Svartahafsflotann yrði leyst á friðsam- legan hátt. „Deila um þessi mál er engum í hag og verður aðeins til að spilla fyrir til- raunum til að koma á nauðsynlegum efnahags- og stjórnmálaum- bótum,“ sagði hann. Tsjemavín Boucher sagði að Bandaríkin hefðu nú tekið upp formlegt stjórnmálasamband við íjögur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna - Rússland, Úkraínu, Hvíta-Rússland og Armeníu. Búist væri við að einnig yrði komið á stjórnmálatengslum við Kazak- hstan og Kírgízístan á næstunni. Háttsett- ur embættismaður utanríkisráðuneytisins hefur farið í heimsókn til lýðveldanna til að ræða efnahagsumbætur. Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins ákváðu á föstudagskvöld að senda nefnd til fyrrverandi lýðvelda Sovétríkjanna til að ræða hvernig koma megi á nýjum við- skipta- og stjórnmálatengslum við þau. „Ætlun okkar er að skilja ekkert lýðveldi út undan,“ sagði Joao de Deus Pinheiro, utanríkisráðherra Portúgals, sem stjórnaði fundi ráðherranna. 10 HEILBRIGÐIS- KERFIIIUNDIR HNÍFNUM AFHVERJUJÁTAR SAKLAUSTFÓLK Á SIG GLÆPIl 16 ÞEIR ELSKUÐU INDRIÐI G. ÞORSTEINS- SON TEKINN TALI C AÐHATA HANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.