Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 án þeirra tekjuhæstu 450 þúsund krónur á mánuði. Um 7.500 öryrkjar njóta örorku- bóta og þar af er talið að skerðingin bitni á 360 þeirra, þar af missi um 160 manns lífeyrinn að fullu. Með þessu móti á að spara ríkinu 260 milljóna króna útgjöld á þessu ári en alls eru greiddir um 14 millj- | arðar króna í lífeyristryggingar ár- lega. Sparnaðurinn kemur allur fram í skerðingu ellilífeyris, því sá örorku- ) lífeyrir sem sparast, um 32 milljónir, verður greiddur aftur til tekjulægri öryrkja með því að hækka svokallað | frítekjumark um 3.000 krónur, í 19.280 krónur. Það þýðir að tekju- trygging hækkar um 1.350 krónur á mánuði hjá þeim öryrkjum sem hafa nú tekjur á bilinu 16.280 krón- ur til 65.847 krónur á mánuði. „Okkur langaði til að endurskoða þetta kerfí í heild sinni því þetta er skóbótarkerfi. Það er búið að lappa upp á þessa lífeyristryggingarlöggjöf áratugum saman; hún hefur ekki farið í heildarhreingerningu í að minnsta kosti 20 ár,“ sagði Þorkell Helgason. „I raun er þetta ein skóbótin enn. Við hefðum viljað ganga lengra í hreingerningu kerfisins og tvinna það saman við skattkerfið því það I er að sumu leyti afkáralegt að tekju- tengja greiðslur úr almanna- tryggingakerfinu og skattleggja þær I síðan aftur, meðan betra væri að líta á þetta sem eitt tekjujöfnunarkerfí svipað og bamabótakerfíð. En til I þess vannst ekki tími að þessu sinni.“ Gagnrýnt hefur verið, að skerðing lífeyrisins sé miðuð við atvinnutekjur en ekki allar tekjur, svo sem fjár- magns- og eignatekjur. Þorkell sagði um þetta að í raun væri miðað við þær tekjur sem mynduðu tekjuskatt- stofn að frádregnum lífeyrissjóðs- tekjum og tekjum af almannatrygg- ingum. Eignatekjur innan tekju- skattstofnsins væru því auðvitað taldar með. Kannað hefði verið mjög ýtarlega hvort ekki mætti ganga lengra og ná til fjármagnstekna hvað þetta varðaði. En þótt slíkar tekjur séu framtalsskyldar væru þær væru ekki skattskyldar og því sjaldan tí- undaðar á skattframtölum. Því hefði ekki verið talið fært að refsa mönn- um fyrir að fylla út skattframtalið sitt í raun nákvæmar en skattyfír- völd krefðust. Skólatannlækningar boðnar út I bandorminum er einnig fyrirhug- að að lögfesta breytt fyrirkomulag ríkisins á þátttöku í tannlækningum barna og unglinga. Nú greiðir ríkið allan kostnað við tannlækningar 7-15 ára gamalla barna, og 75% af kostnaði við tannlækningar 0-6 ára barna. En hugmyndin er að beina tannlækningum þessara barna meira til skólatannlækna á höfuðborgar- svæðinu og einkavæða skólatann- lækningar annars staðar með útboð- um. Fyrirhugað er að ríkið greiði allan kostnað við tannvernd og fyrir- byggjandi aðgerðir hjá öllum börn- um, en 85% af kostnaði við tannvið- gerðir. Skólatannlæknar munu hafa forgang við forvarnarstarfíð, en hægt verður að láta aðra lækna gera við tennur barna áfram. Þessi breyting á að taka gildi 1. mars, en þá renna út samningar við tannlækna sem kveða á um að fyrr sé ekki heimilt að breyta reglum um tannlækningar barna. Með þessu móti er áætlað að ríkið spari um 280 milljónir króna á þessu ári. Ekki er ráðgerð breyting á þátttöku ríkisins í tannlæknakostnaði ellilífeyrisþega, en nú er sá kostnaður greiddur að fullu hjá þeim sem hafa fulla tekju- tryggingu en að hálfu hjá þeim sem enga tekjutryggingu hafa. Ymislegt fleira er á niðurskurðarl- istanum, svo sem skerðing á framlagi til Landakotsspítala vegna fyrirhug- aðs samruna hans við Borgarspítal- ann. Þá á að færa starfsemi Fæðing- arheimilisins við Þorfínnsgötu í Reykjavík undir Landspítala og skerða framlag til sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Og til viðbótar þessu á að skera reksturskostnað alls heil- brigðisgeirans niður um 5% eins og annarstaðar hjá ríkinu. Allt þetta mun koma niður á þeirri þjónustu sem sem sjúkrastofnanir landsins veita almenningi á næsta ári og þeg- ar eru farnar að berast fréttir af því að starfsfólki á sjúkrahúsum sé sagt upp og deildum lokað vegna þessa niðurskurðar. 11 Áætluð tekjutengd skerðing elli- og örorkulífeyris skv. tiiiögu ríkisstjómarinnar Einstaklingur Skerðing: 12.123 kr. Hjón, annað Skerðing: tekjulaust 10.911 kr. Einstaklingur Skerðing: og öryrki 12.123 kr. HEIMSKLUBBUR INGOLFS Svarió við vetrarþreytunni Skipulag og stjórnun: Ingólfur Guðbrandsson. Þarftu tilbreytingu, hressingu, hvíld og unað í jarðneskri paradís? Hvernig væri að láta eina hitabeltis-heimsreisu eftir sér um hávetur, þegar hún kostar lítið meira en Kanaríeyjaferð, en færir þér ævintýri, sem aldrei gleymist? Láttu ekki lífið ganga þér úr greipum. 2 nætur á einu vinsælasta hóteli Lundúna 2 vikur á best búna strandhóteli Asíu á drifhvítri pálmaströnd Síamsflóans í Thailandi 10.—26. febrúar. Fá sæti laus. Otrúlega lágt kynning-arverð, ef pantað er strax. Þú býrð eins og ambassa- dor á Ambassador City, Jomtien, og nýtur lysti- semdanna út í æsar, en kynnist j afnframt fegurð og töfrum heillandi lands, sem fáir íslendingar þekkja í sinni réttu mynd. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4.h. Pöntunarsímar: 626525/814610 Fax: 626564 • Lúxusgististaður alveg við ströndina. • 3 glæsilegar stórsundlaugar í fögrum garði. • Friðsæll staður, laus við skarkala. • Fullkomnasta aðstaða, sem um getur, til hvíldar, slökun- ar eða þjálfunar og heilsubótar, gufuböð, nudd, snyrtistof- ur, tennis, badminton, veggtennis, borðtennis, snooker, golf, líkamsrækt, o.m.fl. • 16 fjölþjóðlegir veitingasalir að velja sér gómsæta rétti á austurlenska og vestræna vísu á lágu verði, s.s. kínverskan, japanskan, thailenskan, ítalskan, franskan, o.s.frv. • Barir, Supper Club með dansi og frægum hljómsveitum. • Þjónusta í sérflokki. • Verslunarmiðstöðogherra- með vandaðan, ódýran fatnað og vöruúrval. • Kynnisferðir í boði til Bangkok, Chiang Mai og sigling um Siamsflóann. FERÐAKYNNING: Ingólfur Guðbrandsson kynnir ferðina með myndasýningu í Ársal Hótels Sögu kl. 16.00 Launatekjur 117.339 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.