Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 40
MORGVNBLADID, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVtK
SÍMI 691100, FAX 091181, PÓSTHÓLF 1650 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
S UNNUDA G UR 12. JANUAR 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Fullbókað á
Loftleiðum
- næstu helgi
NORRÆNT Lionsþing verður
haldið hér um næstu helgi og
hafa 230 norrænir gestir upp-
pantað gistirými á Hótel Loft-
leiðum. Einar Sigurðsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða, segir afar já-
kvætt að fá erlenda gesti hingað
til landsins á þessum árstima þar
sem hótelnýting sé í lágmarki.
Jón Bjarni Þorsteinsson, for-
maður þingnefndarinnar, telur
að ríflega 20 milljóna króna
velta muni fylgja ráðstefnuhald-
inu. Samtals verða um 300 full-
trúar á ráðstefnunni.
► Jón Bjami sagði að regla væri
komin á að halda Lionsþing árlega
þriðju helgina í janúar til skiptis á
5 Norðurlöndum og væri sá tími
meðal annars valinn með tilliti til
þess að þá væri hægt að gera
hagstæða samninga um hótelverð
og reynt væri að spara í hreyfing-
unni eins og hægt væri þannig að
hinn almenni borgari gæti tekið
þátt í starfínu. Þá kvað hann komu
hina norrænu gesta jákvæða fyrir
verslun, hótel og flugfélög. Benti
---Jiann í því sambandi á að reiknað
væri með rúmri 20 milljóna króna
veltu í tengslum við ráðstefnuhald.
„Þessi viðskipti eru mjög jákvæð
ekki síst vegna þess að nú er sá
tími sem hvað minnst er að gera
í fluginu og öllu öðru í tengslum
við ferðaþjónustuna þannig að hver
fullnýtt nótt er dýrmæt og mikils
virði því hótelin eru með fastan
kostnað yfír veturinn sem breytist
ekki þó að farþegum fækki,“ sagði
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, þegar hann var inntur
eftir þýðingu þess að fá hingað
jafn stóran hóp.
-----» ♦ ♦----
Samstiga um
GATT-tilboð
FULLTRÚAR Norðurlandanna
sammæltust í gær um almenna
afstöðu til tilboðs framkvæmda-
stjóra GATT um tollamál fyrir
fund viðskiptasamninganefndar
GATT í Genf á mánudag.
Þar mun Kjartan Jóhannsson
sendiherra einnig kynna Arthur Dun-
kel, framkvæmdastjóra GATT, sam-
þykkt íslensku ríkisstjórnarinnar frá
því á föstudag.
Að sögn Jóns Sigurðssonar við-
v ikiptaráðherra hafa Ncrðurlöndin öll
“•ÍShuga á að ná fram niðurstöðu í
málinu, en á fundinum í gær var
ekki fjallað um afstöðu þeirra til ein-
stakra atriða.
' KOMIÐ URROÐRI
Morgunblaðið/Jón Páll Asgeirsson
Breytingar á kostnaðarhlutdeild almennings við lyfjakaup á síðasta ári:
Lyfjakostnaður ríkisins
lækkaði um 5-600 milljónir
Heilbrigðisráðuneyti segir aðalástæðuna samdrátt í lyfjaneyslu
KOSTNAÐUR ríkisins vegna lyfja sem greidd eru af sjúkratrygg-
ingum var 5-600 milljónum króna minni á síðasta ári en útlit var
fyrir áður en reglugerð um aukna hlutdeild sjúklinga í lyfjakostn-
aði var samþykkt á miðju árinu. Þetta er mun meiri sparnaður
en stjórnvöld reiknuðu með og stafar að sögn heilbrigðisráðuneyt-
is fyrst og fremst af því að lyfjaneysla hefur dregist saman.
gerðarbreytingunni næðist fram
350-400 milljóna króna sparnaður
á ársgrundvelli þannig að endan-
lega talan yrði um 2,8 milljarðar.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
greiðsludeildar Tryggingastofnun-
ar var lyfjakostnaður ríkisins tæp-
ir 2,3 milljarðar króna á síðasta
ári, að sögn Jóns Sæmundar, en
upp á þá tölu vantar hluta desem-
bermánaðar og hún mun því
Á fjárlögum síðasta árs var
gert ráð fyrir að sjúkratryggingar
greiddu um 2,3 milljarða króna
fyrir lyf. Byggðist sú tala á því
að fram næðist 500 milljóna króna
spamaður frá fyrra ári, en að
óbreyttu stefndu þessi útgjöld í 3
milljarða króna. Að sögn Jóns
Sæmundar Sigurjónssonar deild-
arstjóra í heilbrigðisráðuneytinu
var talið raunhæft að með reglu-
Tveimur mönnum bjarg-
að er trilla varð vélarvana
TVEIMUR mönnum var bjarg-
að heilum á húfi er tókst að
koma taug í vélarvana trillu,
Mána AK 37, um 100 metra
undan landi við Akranes um
klukkan hálfellefu í gærmorg-
Að sögn lögreglu á Akranesi
sást neyðarblys á lofti skammt frá
bænum skömmu fyrir klukkan 10
og fóru trillur, lóðsbátur og björg-
unarbátur lögreglunnar á staðinn,
auk þess sem Akraborgin sneri
af leið, setti út björgunarbát, og
hélt áleiðis á staðinn.
Mennirnir tveir á Mána vom
búnir að setja út björgunarbát og
gera sig klára til að fara í hann
þegar að var komið en þá tókst
að koma taug á milli Mána og
annarrar trillu, Munda Ak 37, og
draga bátinn með mönnunum inn
til hafnar.
Meðan Mána rak að landi fékk
hann tvisvar yfir sig ólag og
brotnuðu rúður, auk þess sem
rafmagn sló út og talstöð
skemmdist. Mennirnir voru heilir
á húfí að sögn lögreglunnar á
Akranesi og eftir að þeir fengu í
sig hita úr kaffikönnunni á lög-
reglustöðinni var þeim ekið heim.
hækka eitthvað. Samkvæmt
bráðabirgðatölum lyfjadeildar
Tryggingarstofnunar var lyfja-
kostnaðurinn 2,43 milljarðar, en
inni í þeirri tölu er kostnaður sem
tilheyrir árinu 1990. Jón Sæmund-
ur sagði að rétta talan væri því
einhverstaðar þama á milli.
„Það sem kom okkur mest á
óvart var að minnkun á umsetn-
ingu í apótekum er lang stærsti
spamaðarliðurinn, sem þýðir að
fólk kaupir ekki eins mikið þar.
Næst stærsti þátturinn var fyrir-
sjáanlegur, sá að læknar vísa nu
frekar á ódýrari lyf en dýrari. í
þriðja lagi kemur að sjúklingar
þurfa nú að greiða fyrir einhver
lyf fullu verði,“ sagði Jón Sæ-
mundur.
Hann sagðist því telja þetta
mjög vel heppnaða aðgerð, því þó
gefín hefðu verið út yfir 16 þús-
und lyfjakort fyrir sjúklinga á
ókeypis lyf við tilteknum langvar-
andi sjúklingum, og í þó nokkrum
mæli hefði verið bætt við lífeyris-
greiðslur vegna lyfjakaupa við-
komandi, hefði þessi sparnaður
samt náðst fram.
í fjárlögum fyrir þetta ár er
ráðgert að ríkið greiði 2,1 milljarð
króna vegna lyfjakostnaðar
sjúkratrygginga. Að sögn Þorkels
Helgasonar, aðstoðarmanns heil-
brigðisráðherra, á að ná fram við-
bótarsparnaðinum, miðað við síð-
ustu fjárlög, án þess að það komi
niður á sjúklingum, þá fyrst og
fremst með því að ná fram lækkun
á dreifingarkostnaði lyfja. Þó komi
einnig til greina að endurskoða
reglur um lyfjakort.
Sjá Heilbrigðiskerfi undir
hnífnum, bls. 10-11.
Aleinn heima
og „Dansar“
mest sóttu
myndimar
BANDARÍSKA gamanmyndin
Aleinn heima og vestrinn
Dansar við úlfa voru mest
sóttu bíómyndimar í kvik-
myndahúsunum í Reykjavík á
siðasta ári, fengu hvor um sig
53.000 manns í aðsókn sam-
kvæmt upplýsingum frá bíó-
unum.
Næstu rnyndir á eftir voru
gamanmyndin Beint á ská 2'h
og spennumyndin Lömbin þagna
með um 51.000 manns í aðsókn.
I fímmta sæti var ævintýra-
myndin Hrói höttur með 40.000
manns og í sjötta sæti Þrír menn
og lítil dama með 32.500 manns.
Alls fóru því fjórar myndir
yfir 50.000 manns i aðsókn á
síðasta ári en til samanburðar
má nefna að aðeins ein mynd,
Stórkostleg stúlka, náði því
marki árið 1990, fékk 51.000
áhorfendur.
Sjá nánar á síðu 20c