Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
Dr. Gísli Guðjónsson
eftir Pétur Gunnarsson
Mynd: Þorkell Þorkelsson
I LOK nýliðins árs voru lífstíðar
fangelsisdómar yfir þremur ung-
um mönnum sem sem setið höfðu
í fangelsi í 6 ár fyrir morð á
breskum lögregluþjóni felldir úr
gildi af æðsta dómstóli þar í landi.
Fyrir einn þremenninganna réði
það úrslitum að Dr. Gísli Guðjóns-
son, yfirréttarsálfræðingur við
Lundúnaháskóla, rannsakaði
manninn og lagði fram álitsgerð.
I henni sýndi hann fram á að
þótt sakborningurinn væri ekki
geðveikur eða vangefinn í hinum
hefðbundna skilningi hefði hann
ekki aðeins mjög litla greind til
að bera heldur væri hann einnig
sérlega viðkvæmur fyrir þrýst-
ingi eins og þeim sem sannað
þótti að hann hefði verið beittur
við rannsókn málsins. Því væri
ekki unnt að taka mark á atriðum
í framburði hans fyrir lögreglu
en skýrslur, sem túlkaðar voru
sem óbeinar játningar mannsins
fyrir lögreglu, höfðu verið einu
sönnunargögn málsins. Áður en
þessi maður var upphaflega
dæmdur árið 1986 hafði hann
verið rannsakaður bæði af geð-
lækni og sálfræðingi, tilkvöddum
af verjendum hans, og höfðu þeir
komist að þeirri niðurstöðu að
maðurinn væri lesblindur en hefði
líklega eðlilega greind. Eftir að
þessum sérfræðingum hafði verið
kynnt skýrsla Gísla um málið
drógu þeir fyrri framburð til baka
og í kjölfar sjónvarpsþáttar þar
sem málið var reifað fékkst það
endurupptekið að frumkvæði
innanríkisráðherra landsins. Fyrr
hafði breski háyfirdómarinn Lord
Lane synjað beiðni þar um og
sagst taka mark á fyrri álitsgerð-
um. í nýja dóminum er hann
gagnrýndur fyrir það.
ísli Guð-
jónsson
hefur búið
og starfað
í London í
rúm 14 ár
og hefur á
þeim tíma
rutt braut
fyrir nýja fræðigréin, réttarsálfræði,
sem nú hefur hlotið opinbera viður-
kenningu æðsta dómstóls Bretlands.
Gísli vinnur við rannsóknir á fram-
burði sakaðra manna og aðallega
við að meta hvort játningar sem
menn gefa eftir langar og ítrekaðar
yfirheyrslur og jafnvel einangrun
séu marktækar að hluta eða öllu
leyti eða hvort eitthvað í fari sak-
borningsins geri líklegt að hann sé
vís til að játa á sig afbrot sem hann
hefur ekki framið. Gísli segist vinna
að um 100 sakamálum á ári hveiju,
um helmingur þeirra eru mann-
drápsmál. Lögregla og verjendur
leita til hans í umfangsmestu og
erfíðustu sakamálum sem upp koma
og til marks um það starfaði hann
bæði við mál sexmenninganna í
Birmingham og fjórmenninganna
frá Guildford, sem dæmdir voru að
ósekju fyrir hryðjuverk á vegum
IRA, en ásamt því máli sem fyrr var
vitnað til og nokkrum öðrum, hafa
þau skekið undirstöður bresks saka-
málaréttarfars svo hriktir í. Við und-
irbúning endurskoðunar réttarfars-
ins sem nú stendur yfir er Gísli
Guðjónsson ráðgjafi sérlegrar kon-
unglegrar nefndar.
Gísli er nú staddur í leyfí hér á
landi og hitti blaðamann að máli.
Fyrst barst talið að þeim dómi sem
fyrr var vitnað til. Málið hefur í
Bretlandi verið kennt við nafn lög-
reglumannsins Blakelocks, sem var
drepinn af múgi í óreiðum sem urðu
í Tottenham í London árið 1985. í
kjölfar þess fór fram umfangsmikil
lögreglurannsókn, Að meðtöldum
þeim þremur sem dæmdir voru fyrir
morðið á lögreglumanninum voru
um 70 manns ákærðir fyrir alvarleg
brot í tengslum við óeirðirnar. Af
þeim hópi rannsakaði Gísli 8 manns
og bar vitni í málum fjögurra, sem
allir voru sýknaðir. Af hinum fjórum
voru þrír sakfelldir. Á þeim tíma kom
hann hins vegar ekki að máli þess
manns sem var ásamt tveimur öðr-
um dæmdur fyrir morðið á lögreglu-
þjóninum, en hvernig bar afskipti
hans af því máli til?
„Árið 1988 báðu lögfræðingar
þessa manns, sem heitir Engin Rag-
hip, mig um að líta á málið en Rag-
hip hélt því alltaf fram að hann hefði
ekkert verið viðriðinn morðið á lög-
reglumanninum. Ég hitti hann tvi-
svar í fangelsi og þar kom margt
fram sem hinir sérfræðingarnir, sem
einnig voru tilkvaddir af veijendum,
höfðu ekki farið nógu djúpt ofan í.
Þeir höfðu gert þá vitleysu að telja
■ Dr. Gísli Guðjónsson
yfirréttarsálfræðingur
við Lundúnaháskóla
vann að Guildford og
Birmingham málunum.
I síðasta mánuði réð
vitnisburður hans úrslit-
um í sögulegu dómsmáli
■ Það sem skiptir
mestu máli er að farið
sé rétt að málinu, ég
er ekki í því að hjálpa
mönnum að sleppa við
refsingu sem þeir hafa
unnið til heldur stuðlar
mín vinna alltaf að því
að allar upplýsingar,
sem skipta máli varð-
andi sakfellingu, komi
fram.
að maðurinn væri mjög eðlilegur og
að ekkert benti til að hann hefði
veikleika sem gerðu að verkum að
ekki væri hægt að reiða sig á hans
framburð við lögregluyfirheyrslur.
Hann hafði verið yfirheyrður 10
sinnum í samtals 15 tíma án þess
að lögfræðingur væri viðstaddur.
Sálfræðingurinn sem hafði prófað
hann áður fékk út greindarvísitöluna
73, sem þýðir að maður nálgist það
að vera vangefínn, en af ástæðum
sem ekki eru ljósar taldi hann að
ekki væri hægt að reiða sig á gáfna-
farsprófíð og taldi að Raghip væri
miklu greindari en prófíð segði til
um og gaf í skyn í sinni greinargerð
að hann væri með látalæti. Geðlækn-
ir taldi líka að maðurinn væri með
eðlilega greind en væri lesblindur.
Vegna þessa töldu verjendurnir ekki
ástæðu til að nota skýrslur þeirra
fyrir dómi.
Framburðurinn var marklaus
Raghip er snyrtilega klæddur og
kemur mjög vel fyrir ef menn tala
við hann í skamman tíma og hans
veikleikar komu ekki í ljós í stuttu
viðtali. Ég gerði próf á greindarfari
hans og það var enginn vafí á að
hann var mjög treggefinn og að töl-
urnar um greindarvísitöluna voru
réttar. í öðru lagi hafði hann verið
mjög tortrygginn og úrillur í garð
hins sálfræðingsins, sem hafði mis-
túlkað þá afstöðu þannig að maður-
inn væri að fela eitthvað.
Það kom líka á daginn hjá mér
að þessi maður var mjög viðkvæmur
fyrir þvingun en það hafði farið fram
hjá hinum sálfræðingnum, meðal
annars vegna toitryggninnar. Hinn
sálfræðingurinn hafði hins vegar
ekkert getið um hegðun og afstöðu
mannsins í sinni skýrslu. Einnig kom
margt annað inn í málið, meðal ann-
ars það að þegar ég skoðaði bak-
grunn mannsins ofan í kjölinn komu
í ljós að hann hafði áður gengist
undir greindarpróf sem staðfestu
lága greindarvísitölu en hinn sál-
fræðingurinn hafði ekki aflað sér
þeirra gagna. Ég gerði um þetta
allt ítarlega skýrslu og komst að
þeirri niðurstöðu þegar málið var
virt í heild að ekki væri hægt að
reiða sig á frambúrð mannsins, með-
al annars vegna þess hvemig við-
brögð hann sýndi við þvingunum,
sem ég hafði sýnt nákvæmlega fram
á.
Hinir sérfræðingarnir drógu
framburð sinn til baka
Skýrsla mín var send háyfirdóm-
aranum, Lord Lane, með beiðni um
að málið yrði tekið fyrir að nýju, en
hann neitaði og kvaðst frekar vilja
reiða sig á fyrri skýrslumar. Áð
mínu mati gerði hann sig sekan um
hlutdrægni eins og í máli sex-
menninganna frá Birmingham, sem
hann hefur verið mikið gagnrýndur
fyrir.
í framhaldi af þessu bað ég um
að skýrsla tnín yrði send þessum
sálfræðingi og geðlækni sem áður
höfðu skoðað Raghip og einnig fleiri
sérfræðingum og þá gerist það að