Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 27
C V,.. o r nW,, . AR«5»\rtAn\Aim/HlfTA .r „-vrm. MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 27 ATVIN N AMAUGL YSINGAR Sölumaður Okkur vantar duglegan og kraftmikinn sölu- mann til starfa við heildsölu í örum vexti. Starfið felst í sölu á sportvörum og skyldum vörum, innkaupum og samskiptum við er- lenda viðskiptamenn, m.a. ferðir á vörusýn- ingar erlendis. Enskukunnátta áskilin. Þarf að geta starfað sjálfstætt. Upplýsingar veitir Stefán B. Jónsson, G.Á. Péturssyni hf., Faxafeni 14, ekki í síma. G.A.Pétursson hf Fjallahjólabúðin, Faxafeni 14, slmi 68 55 80 Afgreiðslustjóri Öflugt fyrirtæki í matvælaframleiðslu vill ráða snyrtilegan og reglusaman afgreiðslu- stjóra til starfa sem fyrst. Starfssvið: Daglegt eftirlit og umsjón með afgreiðslu pantana af lager en þar starfa 5 starfsmenn. Vinnutími frá kl. 04.45 til 12.45 alla virka daga. Leitað er að aðila á aldrinum 33-50 ára. Reynsla í verkstjórn er skilyrði. Þarf að hafa eigin bifreið. Reykingafólk kem- ur ekki til greina. Gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar til 18. janúar nk. GijðntTónsson RAÐCJQF & RAÐN1NCARhJON Ll5TA TjARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Löglærður fulltrúi Laust er starf löglærðs fulltrúa við embætt- ið. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmann. Æskilegt er að væntanlegur fulltrúi geti haf- ið störf 1. febrúar nk. Embættið hefur yfir að ráða íbúð til afnota fyrir fulltrúa. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður í síma 94-3733 á skrifstofutíma. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Ólafur Helgi Kjartansson. Unglingaheimili ríkis- ins, vímuefnadeild Tindar auglýsa eftir starfsmanni í þrif og afleysingar í eldhúsi. Um er að ræða 80% starf. Mikilvægt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við deildar- stjóra í síma 666029. Garðabær Heimilishjálp Starfskrafta vantar í heimilishjálp í Garðabæ. Um er að ræða heils- eða hálfsdagsstörf svo og tímavinnu. Fastráðning kemur til greina. Allar nánari upplýsingar veitir Hjördís á félags- málaskrifstofu Garðabæjar, Kirkjuhvoli við Kirkjulund, í síma 656622 eða 656653. Ellimálafulltrúi Garðabæjar. Atvinnurekendur! Viðskiptafræðingur tekur að sér tölvubók- hald, VSK-uppgjör, launabókhald o.fl. Reynsla af fjármálaráðgjöf, áætlanagerð og rekstrarbókhaldi. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. febrúar merkt: „Meðmæli - 9643“. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar og fólk með uppeld- ismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Garðaborg v/Bústaðaveg 2, s. 39680. Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 813560. Grænaborg v/Eiríksgötu, 2. 14470. Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351. Hlíðarborg v/Eskihlið, s. 20096. Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727. Upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Laus staða gjaldheimtustjóra Staða forstöðumanns Gjaldheimtunnar í Reykjavík er laus til umsóknar. Borgarstjórn Reykjavíkur skipar í stöðuna. Forstöðumaður skal vera embættisgengur lögfræðingur. Staðan veitist frá 1. mars 1992 og ber að skila umsóknum til borgarstjórans í Reykjavík eigi síðar en 30. janúar nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, 9. janúar 1992. Borgarskipulag Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann sem fyrst. Starfssvið: Umsjón með teikninga- og skjala- safni stofnunarinnar og aðstoð við undir- búning funda skipulagsnefndar. Leitað er eftir manni með þekkingu á skjala- vörslu og tölvuvinnslu og áhuga á skipulags- fræðum og arkitektúr. Umsóknum skal skila til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 25. jan. nk. Leikskólinn í Sandgerði auglýsir til umsóknar hlutastarf Þroskaþjálfi eða annar starfskraftur óskast í hálfa stöðu við Leikskóíann í Sandgerði. Um er að ræða tímabundið starf í 6-7 mán- uði. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjar- skrifstofunni, Tjarnargötu 4, Sandgerði. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1992. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, vinnusími 92-37620 og heimasími 92-37551. Bæjarstjórinn í Sandgerði. Starfsfólk Okkur vantar morgunhresst fólk í tiltekt á pöntunum. Vinnutími ca. kl. 5—8 eða 5—10. Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra. Brauð hf., Skeifunni 19. „Amma“ óskast Góð barnfóstra óskast 2-3 daga í viku eftir hádegi fyrir dreng á fyrsta ári. Erum búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Góð laun. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir nk. fimmtudag 16. jan. merktar: „Barngóð - 12930“. 50% starf - Dyngjan Áfangaheimili fyrir konur, sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð, vantar starfs- kraft frá kl. 9 00-13.00 virka daga sem allra fyrst. Einungis kemur til greina manneskja sem hefur áhuga, þekkingu og/eða reynslu af alkóhólisma. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. janúar ’92 merktar: „Dyngjan - 14860“. Unglingaheimili ríkisins Skrifstofa Óskum eftir að ráða sem fyrst fulltrúa á skrif- stofu Unglingaheimili ríkisins í 50% starf. Starfið felst í símavörslu, afgreiðslu, ritarastörf- um og öðrum almennum skrifstofustörfum. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Síðumúla 13, sími 689270. Forstjóri. Informix/Unix Við leitum að starfsmanni við hönnun, forrit- un og þjónustu í gagnagrunns- og þróunar- umhverfinu Informix. Æskilegt er að viðkom- andi hafi þekkingu og/eða reynslu í UNIX stýrikerfinu og SQL-uppbyggðum gagna- safnskerfum. Strengur, verk- og kerfisfræðistofa, Stórhöfða 15, 112 Reykjavík, sími 685130, fax 680628. Stöðvarstjóri íseiðaeldi Óskum eftir að ráða forstöðumann í seiða- eldisstöð okkar á Stað við Grindavík. Upplýsingar um reynslu og menntun óskast sendar skriflega til okkar. Pharmaco hf., íslandslax. Pósthólf55, 240 Grindavík. Viltu starfa hjá vaxandi fyrirtæki? Viljum fá dugmikið fók til starfa við ýmiskon- ar spyrlastörf. í boði er kvöld- og helgar- vinna. Nauðsynlegt er að viðkomandi tali góða íslensku og hafi góða framkomu. Umsóknir sendist til Morgunblaðsins merkt- ar: „IM - 192“ fyrir 21. janúar. íslenskar markaðsrannsóknir hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.