Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOINIVARP SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Sjónvarpið: Fjallað um hatta í Litrófi ■■■■ Það verður víða komið við í þætti Arthúrs Björgvins Bolla- O "I 30 sonar í kvöld. Fjallað verður um hatta og litið inn á sýn- £ ~ ingu Auðar Svanhvítar Sigurðardóttur, stallsystur hattar- ans í Lísu í Undralandi. Auður lærði hattagerð hjá hattameistara bresku drottningamóðurinnar. Fjögur ung ljóðskáld sem kalla sig Suttunga fengu það verkefni að flytja ljóð sín á þann hátt sem þau langaði til — afrakstur þeirr- ar uppákomu verður sýndur í þættinum, þar sem hópur drauga kem- ur við sögu. Flutt verður brot úr sýningu leikhópsins Snúður og Snælda sem starfar á vegum Félags eldri borgara, en hópurinn sýnir um þessar mundir leikritið Fugl í búri eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Jafnframt verður rabbað við leikstjórann, Sigríði Eyþórsdóttur. Að þessu sinni er það Helgi Sæmundsson ritstjóri og skáld sem er í Málhorninu. Dagskrárgerð annaðist Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin. Þjóðfundur i beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein. *- 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur fréttimar sinar frá þvi fyrr um daginn. 19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út- varpað aðfaranótt laugardags kl. 02.00.) 21.00 Gullskifan. 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson. 0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikurIjúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00 NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 í dagsins önn. Landbúnaðarmál. Umsjón: Ásgeir Eggertsson. (Endurtekinn þáttur). 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallarvið hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. 19.00 Lunga unga fólksins. Böðvar Bergsson. 21.00 Undir yfirborðinu í umsjá Ingibjargar Gunn- arsdóttur. Opin lina í síma 626060. 22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. ALFA FM 102,9 7.00 Morgunþáttur. Tónlist, fréttir, veðurfréttir o.fl. 9.00 Jódis Konráðsdóttir. 9.30 Bænastund. 9.50 Fréttaspjall. 11.50 Fréttaspjall. 13.00 Kristþjörg Jónsdóttir. 13.30 Bænastund. 17.30 Bænastund. 18.00 Natan Harðarson. 20.05 Ævintýraferð í Ódyssey. 20.35 Vinsældalistinn, 20 efstu lögin. Umsjón: Jim Channell. 21.35 Bænastund með Richard Perinohief. 21.50 Vinsældalistinn ... framhald. 22.50 Þáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænalínan, s. 675320. BYLGJAN FM98.9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit kl. 7.30. 9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalína er 671111. Mannamál kl. 10 og 11, fréttapakki i umsjón Steingrims Ólafssonar og Eiriks Jónsson- ar. Fréttir kl. 12.00. 13.00 Sigurður Ragnarsson. Iþróttafr. kl. 13.00. Mannamál kl. 14 i umsjón Steingrims Ólafssonar. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thor- steinsson og Steingrimur Ólafsson. Fréttir kl. 17 og 18. 18.05 Landsíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræðir við hlustendur. 19.30 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. Óskalög í s. 671111, 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eiríkur Jónsson. 24.00 Nætun/aktin EFFEMM FM 95,7 7.00 Jóhann Jóhannsson í morgunsárið. 9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt. 12.00 Hádegisfréttir. 15.00 íþróttafréttir. 15.05 Ánna Björk Birgisdóttir. 19.00 Kvölddagskrá FM. 21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 21.15 Pepsí-kippa kvöldsins. 24.00 Haraldur Jóhannesson á næturvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með góðri tónlist. SÓLIN FM 100,6 8.00 Jón Atli Jónasson. 11.00 Ragnar Blöndal. 12.20 Fréttir. 15.00 Jóhann Jóhannesson, 16.20 Fréttir. 19.00 Ingólfur Arnarson. 21.00 Kari Lúðvíksson. 1.00 Nippon Gakki. STJARNAN FM 102/104 7.30 Amar Albertsson. 11.00 Siggi Hlö til tvö. 14.00 Ásgeir Páll Ágústsson. Hlustendasimi 679102. 18.00 Adam og Eva. 20.00 Magnús Magnússon. 24.00 Næturvakt. ÚTRÁS FM 104,8 16.00 FB. 18.00 Framhaldsskólafréttir. 18.15 IR. 20.00 Kvennó. 22.00 MR. 1.00 Dagskráriok. Aðalstöðin: Skilnaður og skilnaðarböm ■W Undir yfirborðinu, er ný þáttaröð þar sem fjaliað verður 91 00 um málefni, sem eru ekki alltaf rædd opinskátt. í fyrsta “ -l þættinum, sem verður á dagskrá í kvöld, mánudag, verður fjallað um skilnaði og skilnaðarbörn. Gestir þáttarins verða Húgó Þórisson sálfræðingur, Guðrún Alda Harðardóttir leikskólastjóri og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson Dóm- kirkjuprestur. Umsjónarmaður fyrsta þáttar er Ingibjörg Gunnars- dóttir. NÁMSAÐSTOÐ vid þá sem viQa ná Cengra í skóía - gnmnskóía -framfiaídsskóía - fiáshóía - FYRIR HVERIAÍ Námsaðstoð er t.d. fyrir • þá sem þuría að ná sér á strik í skólanámi • þá sem hafa skipt um skóla og þurfa að ná upp yfirferð í nýja skólanum • þá sem vilja rifja upp námsefni íyrir frekari skólagöngu. r.Rt INNSKÓLADEILD: Námsaðstoð í öllum námsgreinum 1.-10. bekkjargrunnskóla. FRAMHAlDSSKÓtADEILD: Við bjóðum nemendum framhaldsskóla námsaðstoð í flestum námsgreinum. HÁSKÓLADEIID: Námsaðstoð í raungreinum, viðskiptagreinum og lungumálum. VIÐ BIÓÐUM EINNIG: fi III ORPINSFRÆPSLU: Fyrir þá sem vilja rifja uppfyrir frekara námeða læra eitthvaðnýtt til nota í daglega lífinu. Starfsmenntunarsjóðir ýmissá félaga styrkja félagsmenn sína til þessa náms. • Stutl námskeið - misserisnámskeið. • Litlir hópar - einstaklingskennsla. • Reyndir kennarar • Mikið ítarefni UMSAGNIR NEMENDA: "Ég vildi að ég hefði byrjað fyrr" "Góður undirbúningur fyrir próf" "Besta kennsla sem að ég hef fengið" "Mjög góðir kennarar' "Ég lærði þriggja ára námsefni á einu ári" Undirbyggið nám ykkar í tíma. Géymiðþaðekki þartil þaðerorðiðofseint. Munið að nám tekur tíma. Upplýsingar og innritun kl. 14.30-18.30 virka daga f sfma 79233 og í sfmsvara allan sólarhringinn. Kennslustaður: Þangbakki 10, Mjódd ;il áhersla er lögð á námstækni! Nemendo^jónustan sf. eftir Elínu Pálmadóttur Feluleikur Sólin rara, silki spjara sú með ber augun. Hún ætlar að fara að fara að fara að fá sér gleraugun. Alltaf hefur mér þótt þessi vísa svo skemmtilega skondin. Nú er hún kannski ekkert fyndin lengur. Á nútímamáli eru allir að fara að gera eitthvað. Kannski hefur tungumálið bara lagað sig að tíðarandanum. Menn ætli að fara að fara að fara að gera eitt- hvað — án þess að gera það. Væri ekki ómerkilegra rannsókn- arefni en margt annað. Mætti taka tvö viðfangefni, kanna hve lengi þau hafa verið í umræðunni og hve lengi hefur átt að fara að fara að fara að fara að gera eitthvað í málinu. Um áramót er mikið spurt. Umræðan flæðir úr fjölmiðlunum um hvað þurfí að gera og ætti að fara að gera. Sama fólkið — eða svo gott sem — svarar þessu ár eftir ár á sama hátt. Enda yfírieitt sama fólkið spurt. Oftast sýn- ist lítill skoðanamunur á því hvar þurfi að taka til hendi, þurfí að fara að fara að fara að gera eitthvað. En ... en hvað? Eitt af þessum mál- um er launamunur karla og kvenna. Sannanlega voru konur á íslandi ekki með nema 49,1% af atvinnutekjum karla 1990. Ekki eru greidd sömu laun fyrir sömu vinnu í landinu. í lögum er þó að konum og körl- um skuli greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Um þetta er malað áratug eftir áratug. Löngu orðið ljóst af spjalli um orsakir og stað- reyndir að við það eitt breytist ekkert. Nema síður sé — launa- bilið lengist heldur. En ætla ekki allir að fara að fara að breyta þessu? Enginn hefur spurt Gáruhöf- und um þetta né neitt annað um áramótin. Veit þó eins og allir hinir upp á hár hvað gera þarf. Hér verður engin breyting á fyrr en duldu launin hverfa, hætt að greiða vinnu í fríðu. Kjörin verða gegnsæ. Hver ætti svo að ganga á undan og hætta að bijóta lögin um jafna greiðslu annar en lög- gjafinn og framkvæmdavald hans, Ríkið? Ef menn þar á bæ vilja fara að fara að gera eitt- hvað annað en að spjalla um þetta, þá er málið einfalt. Skera upp kerfið. Reikna út öll hlunnindi á því verði sem þau kosta ríkissjóð í útgjöldum. Ætti að vera einfalt á tölvuöld. Og borga svo þessi sömu laun í pen- ingum. Strika út allt annað. Þá er ekki verið að skerða kjör nokk- urs manns. Launin verða bara sýnileg og samanburðarhæf. Nú eru karlar með mun hærri laun. Það endurspeglast og margfaldast einfaldlega í hlunnindunum. Ef karl og kona fá bílastyrk er karlinn líklegast með hærri laun og hærri pró- sentu launa í bílastyrk, eins og bent var á hér í blaðinu nýlega. Hann hafi til dæmis 15% bíla- styrk af 150 þúsunda króna laun- um, en konan 7% bílastyrk af 100 þúsunda króna launum. Allt þetta möndl, sem búið er að koma upp, getur ekki annað en aukið og breikkað bilið. Þetta er alls staðar að fínna. Sjálf hefi ég á undanförnum árum tvisvar sinnum lent í að hindra slíkt, með því einu að vera þar af til- viljun. Opinberir starfsmenn í kjörinni nefnd héldu því fram við framkvæmdastjórann að greiða ætti nefndarmönnum mismikið fyrir fundarsetuna — í samræmi við þann launaflokk sem þeir væru í annars staðar. Nú var ég spurð í hvaða sambærilegum launaflokki við ríkislaunin ég væri á mínum vinnustað — svo hægt yrði að meta hvort mér skyldi greiða minna eða meira en þeim í sætinu við hliðina. Með launamismuninum í samfélaginu hefðu konurnar, sem væntanlega höfðu verið kosnar af því að þær voru hæfar til starfans, fengið lægri laun fyrir sömu vinnu. Rík- isstarfsmennirnir héldu því fram að þar væri víða stundað slíkt athæfi — að greiða eftir launum annars staðar. Síðan gerðist það fyrir rúmu ári að fréttir bárust inn í aðra opinbera nefnd að einhver í fjár- málaráðuneytinu hygðist greiða flokksstjórum með verkefni á vegum hennar á þennan hátt — mishátt eftir því hvar í launa- flokki þeir væru eða hefðu verið í öðrum störfum. Á augabragði sást að tvær konumar í hópnum, báðar menntaðar fagkonur á við- komandi sviði sem ekki lögðu minni vinnu fram en hinir flokks- stjórarnir á sínu sviði, fengju lægri greiðslu. Voru úr láglauna kvennastétt og með lág laun á sínum vinnustað. Var snarlega* lagst gegn þessu fyrirkomulagi. Ekki veit ég hve algengt þetta er en það býður upp á slíka mis- munun. Þama er meinið. Það vita allir sem skoðað hafa. En ætlar einhver að fara að fara að fara að gera eitthvað í því? Ætlar nokkur að beita sér fyr- ir uppskurði á þessu löngu úrelta kerfí? E.t.v. mætti ætla að kvennasamtök og kvennastjóm- málaflokkur hygðust fara að fara að fara að skera á kýlið. Kvenna- flokkurinn hefur að vísu aldrei tekið sér stöðu í skurðstofunni stjórnarheimilinu. Mundi samt ekki saka að benda á kýlið. Reyna að koma í löggjöf að laun skuli greiðast í peningum og engu öðru. Kýlið er þama, gam- alt og fúlt. Verður varla upprætt nema með uppskurði. Ætli nokk- ur þori svo mikið sem að orða það? Líklega öruggast að halda áfram að spjalla um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.