Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 ERLEIMT INNLENT Veröld gjaldþrota Forsvarsmenn Ferðamiðstöðvar- innar Veraldar hafa lýst fyrirtæk- ið gjaldþrota. Daginn eftir rekstr- arstöðvunina fluttu Flugleiðir 78 farþega til Kanaríeyja sem voru með farseðla frá Veröld. 120 far- þegar Veraldar voru á Kanaríeyjum fyrir, en fólkinu hafði hvorki verið tryggð heimferð né höfðu greiðslur fyrir gistinguna borist hótelum ytra. Eftir samninga var farþegun- um tryggð gisting án viðbótar- greiðslu og ákveðið að Flugleiðir önnuðust heimflutning sem kostað- ur yrði með rekstrartryggingu Ver- aldar hjá samgönguráðuneytinu. Vilja skerða loðnuheimildir Norðmannaog Grænlendinga Útvegsmenn vilja skera niður veiði- heimildir Norðmanna og Grænlend- inga samkvæmt samningi um skiptingu loðnustofnsins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að stjómvöld séu enn að leggja málið niður fyrir sér. 77 millj. viðbótaskattar á FF Ríkisskattstjóri hefur að lokinni skoðun á vegum embættisins á bókhaldi Frjáls Framtaks hf. frá 1985-1988 lagt um 77 millj. kr. áætluð viðbótargjöld á fyrirtækið. Magnús Hreggviðsson stjómar- formaður þess segir að málið snú- ist ekki um undanskot heldur sé um ágreining að ræða. Hann segir tölur í áætlun ríkisskattstjóra fjarri því að vera niðurstaða í málinu og kveðst ekki kvíða niðurstöðu ríkis- skattanefndar. Landsbanki ákveði hvort lána á Rússum vegna síldar Um það leyti sem Börkur NK kom að landi með stærsta síidarf- ERLENT Forseti Ge- orgíu hrak- inn á flótta Gamsakhúrdía Zvíad Gamsak- húrdía, forseti Georgíu, gafst upp fyrir upp- reisnarmönn- um og flýði í skjóli nætur úr þinghúsinu í Tbílísí, höfuð- borg landsins. Þar hafði hann varist með stuðningsmönnum sín- um um tveggja vikna skeið. Hélt hann fyrst til Azerbajdzhan en síðan tii Armeníu. Uppreisnar- menn hafa krafist þess, að Gams- akhúrdía verði framseldur en Armeníustjóm er ekki til viðtals um það fyrr en að loknum fijáls- um kosningum í Georgíu. Gams- akhúrdía var lýðræðislega kjörinn forseti en sjálfur beitti hann harla ólýðræðislegum aðferðum, kom á ritskoðun og fangelsaði andstæð- inga sína. Eftirlitsmenn EB felldir Fimm eftirlitsmenn Evrópubanda- lagsins biðu bana þegar orrustu- þota júgóslavneska sambands- hersins skaut niður þyrlu þeirra yfir Króatíu á þriðjudag. Varð önnur EB-þyrla einnig fyrir skot- um en flugmönnum hennar tókst þó að lenda heilu og höldnu. Ríkis- stjórnir EB-ríkjanna mótmæltu þessum atburði harðlega og kröfð- ust tafarlausrar skýringar. Stjómvöld í Serbíu viðurkenndu ábyrgð sína á atburðinum og kjölfarið sagði varnarmálaráð- herrann, Veljko Kadijevic, af sér embætti. Hafði það raunar staðið til áður. Var óttast, að þetta atvik arm íslandssögunnar, 1.100 tonn, var greint frá að samið hefði verið við Rússa um kaup á saltsíld fýrir 1.600 milljónir króna. Landsbank- inn óskaði eftir áliti ríkisstjórnar- innar á 800 millj. lánveitingu til Rússa til að greiða fyrir viðskiptun- um en ríkisstjórnin telur að bankinn verðia að ákveða það sjálfur. Akvörðun liggur ekki fyrir. Samdráttur í mannahaldi sjúkrahúsa Uppsagnir, aðhald í mannaráðn- ingum, niðurskurður yfirvinnu og ásframhaldandi lokanir deilda em framundan hjá sjúkrahúsunum vegna niðurskurðar á útgjöldum til þeirra á fjárlögum. Sjúkrahúsin vinna nú að gerð tillagna til heil- brigðisráðuneytis um það hvemig mæta megi 5% flötum niðurskurði. Heilbrigðisráðherra hefur hins veg- ar til ráðstöfunar um 500 milljónir á sérstökum fjárlagalið, sem nota má til að milda niðurskurðar- aðgerðir. Óhugsandi að standa utan GATT-samnings Ríkisstjórnin telur -óhugsandi að íslendingar kjósi að standa utan heildarsamkomulags um GATT- samninga ef slíkt samkomulag ná- ist og innan þess gæti samræmis milli þeirra sjónarmiða sem taka þurfi tillit til. Lögð verður áhersla á það af íslands hálfu að ná fram þriðjungs lækkun tolla á sjávaraf- urðum til samræmis við aðra vöm- flokka og að sambærilegar tillögur og fyrir liggja um lækkun ríkis- styrkja til landbúnaðar nái einnig til sjávarútvegs. spillti friðarumleitunum í Júgó- slavíu en hugsanlegt er, að það verði beinlínis til að greiða fyrir þeim. Bush veiktist í Japan GEORGE Bush, forseti Bandaríkj- anna, veiktist hastarlega í kvöldvérðar- boði hjá Kiichi Miyazawa, for- sætisráðherra Japans, á mið- vikudag og varð að yfirgefa veisluna. Var um að ræða heiftarlega magakveisu og ofþreytu en veikindin vörpuðu nokkrum skugga á Japansheim- sóknina og hafa vakið upp vanga- veltur um hvort Bush sé búinn undir það álag, sem fylgir barátt- unni fyrir forsetakosningamar næsta haust. Tilgangurinn með Japansheimsókninni var að semja um greiðari aðgang bandarískrar vöru að japanska markaðnum og koma þannig á meira jafnvægi í viðskiptum landanna. Er samveldið að riðlast? DEILUR Rússa og Úkraínu- manna um yfirráð yfir Svarta- hafsflotanum magnast stöðugt og eru jafnvel taldar geta splundrað hinu nýstofnaða samveldi sjálf- stæðra ríkja. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur ftrekað, að flot- inn sé og verði rússneskur en Úkraínumenn vilja slá eign sinni á hann allan, um 300 skip. Flagg- skipinu, flugmóðurskipinu Kúz- netsov, hafa Rússar þó komið undan til Múrmansk. Samkvæmt samkomulagi samveldisríkjanna verður „strategískur“ herafli und- ir sameiginlegri stjóm og vilja Rússar fella flotann undir þá skil- greiningu en Úkraínumenn ekki. British Medical Journal; Líkur á að hvítlaukur dragi úr hjarta- og æðasjúkdómum Andremman óleyst vandamál MARGT bendir til að neysla hvítlauks dragi úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum en frekari rannsókna er þörf til að ganga fylli- lega úr skugga um að svo sé. Engar leiðir eru þekktar til að draga úr andremmu neytenda án þess að minnka um leið virkni hvítlauks- ins. Kemur þetta fram í nýlegri grein í British Medical Journal. Helsta virka efnið í hvítlauk er allicin, efnasamband sem inniheldur brennistein. Þegar það leysist upp myndast hin einkennandi hvítlauks- lykt. Með hjálp hvata verður allicin til úr alliin sem er lyktarlaust og er fyrir hendi í hvítlauknum áður en hann er rifinn í sundur. Hvítlauk- ur hefur jákvæð áhrif á blóðstorkn- un, blóðflögusamsöfnun (sem er þáttur í blóðstorknun), útvíkkun æða og styrk blóðvatnslípíðs. Einn- ig hefur komið fram minnkun fíbrí- nógens (hvítuefni í blóði sem við blóðstorknun breytist í fíbrín) og aukin virkni ensíma sem leysa upp fíbrín. Hvítlaukur dregur úr mynd- un blóðtappa í stífluðum kransæð- um hunda og tilbúið allicin hefur á tilraunastofum komið í veg fyrir blóðflögusamsöfnun. Hvítlaukur víkkar æða í húð og æðar í slímhúð augans. Hvítlaukur dregur einnig úr blóðvökvaseigju og blóðþrýst- ingi. Styrkur þríglýseríðs minnkar og ákveðinna tegunda kólesteróls. Nýlegar rannsóknir bentu til að þótt mikið magn af ferskum hvít- lauk (7-28 rif á dag) drægi úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum þá væri erfiðara að draga slíkar ályktanir af rannsóknum á notkun tilbúinna hvítlauksefna. Ein af ástæðunum fyrir því að erfitt getur reynst að sýna fram á gagnsemi hvítlauks er að virk efni geta farið forgörðum í vinnslu hans. Rif sem skorin eru og þurrkuð af vandvirkni halda gildi sínu en unn- inn hvítlaukskjami eða olíur geta haft minna gildi. Þar að auki getur verið tífaldur munur á alliin-inni- haldi hvítlaukssýnishorna. Eftirvarandi voru niðurstöður nýlegrar þýskrar rannsóknar á 261 sjúklingi með of mikla fitu í blóði: Hjá þeim sem tóku 800 mg af hvít- lauksdufti á dag (Kwai sem inni- heldur 1,3% af allicin) féll magn kólesteróls úr 6,87 í 6,07 mmol/1 og af þríglýseríðum úr 2,25 í 2,12 mmmol/1. Önnur rannsókn þar sem sjúkl- ingar tóku svipað magn af hvítlauk í þijá mánuði leiddi í ljós að blóð- þrýstingur féll úr 171/102 í 152/89 hjá sjúklingum með of háan blóð- þrýsting. Helsti hængurinn á því að nota hvítlauk til lækninga er andremma neytenda. Til eru lyktarlausar hvít- laukstöflur en þá er annaðhvort um það að ræða að engin virk efni eru í töflunum eða þá að lyktin kemur ekki fram fyrr en eftir neyslu þeirra. Ekki er vitað um efni sem draga að gagni úr andremmunni. Aðrar aukaverkanir eru hins vegar óveru- legar. Simon syngur í Suður-Afríku Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), og bandaríski söngvarinn Paul Simon takast í hendur fyrir fyrstu tónleika Simons af fimm í Suður-Afríku á föstudagskvöld. Tónleikarnir voru haldnir í Jóhannesarborg og nokkrar blökkumannahreyfíngar, sem voru andvíg því að banni við menningarsamskiptum við Suður-Afríkumenn var aflétt, sögðust ætla að reyna að koma í veg fyrir að fólk kæmist á tónleikana. EB-ríki óttast stórveld- istilburði þýska risans Nú er rúmt ár liðið frá því 80 milljónir Þjóðverja sameinuðust í eitt ríki og embættismenn í ýmsum aðildarríkjum Evrópubanda- lagsins hafa að undanförnu greint merki þess að þýsk stjórnvöld séu að færa sig upp á skaftið og skirrist ekki lengur við að tryggja eigin hagsmuni eftir að hafa haldið aftur af sér í áratugi. Hrun Sovétríkjanna og efna- að því vísu að Þjóðveijar færi hagsvandinn í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að Þjóðveijar hafa losnað við þá pólitísku fjötra, sem kalda stríðið og eigin sektar- kennd vegna nasismans ■■^■■■■1 hnepptu þá í eftir síðari heims- styijöldina. Staða þeirra er einnig sterk vegna þess að nágrannaríkin í Vestur- og Austur-Evrópu eru svo háð öflugu fjármálagangvirki þeirra að lífskjör íbúanna ráðast að miklu leyti af ákvörðunum þýsku stjórnarinnar í efnahags- málum. Hingað til hefur verið litið svo á að forsenda þess að pólitískur og efnahagslegur samruni Evr- ópubandalagsins geti orðið að veruleika sé að Þjóðveijar haldi áfram að sýna fómfýsi. Flestir af leiðtogum bandalagsins gátu til að mynda hrósað sigri eftir fund þeirra í Maastricht í desemb- er vegna tilslakana af hálfu Þjóð- veija. Margir telja að síðan hafi ýmislegt gerst sem bendi til að EB-ríkin geti ekki lengur gengið BflKSVlÐ eftir Boga Arason fórnir og hafi hægt um sig. Til marks um þetta sé sú ákvörðun þýsku stjómarinnar að viður- kenna upp á eigin spýtur sjálf- stæði Króatíu og ■■■^■1 Slóveníu þótt EB-ríkin hafi náð samkom- ulagi um að móta sameigin- lega stefnu í utanríkismálum. A sama tíma ákvað þýski seðlabankinn að hækka vexti sína og þeir hafa aldrei verið jafn háir í 60 ár. Þar sem gjalmiðlar flestra annarra EB-ríkja eru tengdir markinu í evrópska myntkerfinu neyddust þau til að fara að dæmi bankans og hækka eigin vexti þótt þau hefðu stefnt að því að lækka þá til að stuðla að auknum hagvexti og stemma stigu við atvinnuleysi. Helmut Kohl kanslari og Hans- Dietrich Genscher utanríkisráð- herra hafa beitt sér mjög fyrir samruna Evrópuríkja en margir Þjóðveijar telja að þýska stjórnin hafi fórnað of miklu til að greiða fyrir þeirri þróun. Franskir emb- ættismenn hafa látið í ljós áhyggj- ur af því að þýsk stjórnvöld séu nú að komast á þá skoðun að þau geti ekki fómað meiru og verði að einbeita sér að því að tryggja eigin hagsmuni. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hrósaði sigri eftir Maastricht-fundinn þar sem hann fékk því framgengt að Bretum væri í sjálfsvald sett hvort þeir tækju upp sameiginlegan gjaldm- iðil Evrópubandalagsins eða fé- lagsmálalöggjöf þess. Embættis- menn bandalagsins hafa sagt að þessi niðurstaða skapi hættulegt fordæmi sem geti auðveldað áhrifamiklu ríki eins og Þýska- landi að knýja fram eigin stefnu. Aðildarríki Evrópubandalags- ins keppast nú við að búa sig sem best undir aukna samkeppni er innri markaður þess verður að veruleika um næstu áramót, með- al annars með sameiningu ríkis- fyrirtækja. Margir segja að þótt stjórnvöld í stærstu aðildarríkjun- um séu í orði kveðnu hlynnt samr- una Evrópuríkja einkennist verk þeirra æ meira af þjóðerniskennd og hagsmunagæslu. Þeir óttast að þessi tilhneiging eigi eftir að ágerast þar sem útlit er fyrir áframhaldandi efnahagslægð í heiminum. Heimild: International Her- ald Tribune.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.