Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM "SUNNITDAGUR 12. JANÚAR 1992 Þeir félagarnir, Torfi Karl og Hallgrímur. VEITINGAR Matsala í Skólabrúnni * Anæstu dögum bætist enn í matsöluflóru miðborgar Reykjavíkur, er þrír bjartsýnir náungar opna „Skólabrúnna" í ■ Pósthússtræti 17. Eigendur eru Bjarni Marteinsson arkítekt og eiginkona hans Guðborg Kristj- ánsdóttir, en þessir þrír sem um er rætt, leigja reksturinn. Þeir heita Karl Jensson þjónn, Torfi Axelsson matreiðslumeistari og Hallgrímur Ólafsson viðskipta-' og rekstrarráðgjafi. Matreiðslu- meistari staðarins verður Skúli Hansen auk Torfa. „Það er búið að leggja út í miklar breytingar á húsnæðinu, enda voru hér til húsa tannlækna- stofur og fleira. Þrátt fyrir það er reynt að halda sem mestu í sinni upprunalegu mynd. Innrétt- ingarnar hannað eigandi staðarins sjálfur, Bjarni Marteinsson,“ sagði Torfi Axelsson í samtali við Morgunblaðið. Torfí sagði enn fremur, að stefnt væri að því að um „fínan“ stað yrði að ræða þótt reynt yrði að stilla verði öllu í hóf. „Við verð- um bæði með fisk og kjöt og reyn- um að gera því jafn hátt undir höfði. Þó má segja að við munum gefa sauðkindinni gott svigrúm, enda er hún mjög skemmtilegt hráefni. Við verðum til að mynda með að minnsta kosti tvo rétti sem ég held að hafi aldrei fyrr verið boðnir á veitingahúsi hérlendis. Lambatungur í aðalrétt og hjörtu og nýru í forrétt,“ sagði Torfi. Skólabrú er „í minni kantinum“ eins og Torfi sagði, hvor hæð veitingastaðarins er um 150 fer- metrar. Aðalborðsalur er niðri og þar komast um 50 manns í sæti. Uppi í risinu verður setustofa sem gestir geta nýtt sér til fordrykkja og eftirrétta. LAX Ekki minni eftirspurn en við áttum von á Um þessar mundir situr stór hóp- ur áhugamanna um stanga- veiði og úthiutar á þríðja þúsund félagsmönnum Stangaveiðifélags Reykjavíkur veiðileyfum fyrir kom- andi vertíð. Úthlutunin er í höndum stjórnar félagsins og þeirra einstakl- inga sem skipa árnefndir auk nok- kurra sérstakra áhugamanna. Þetta er vanþakkað starf, því ævinlega eru einhvetjir sem ekki fá þá úthlutun sem þeir kjósa sér. Farið er eftir vægi umsókna og „starfsaldri" innan SVFR þegar úthlutað er á umsetna tíma á vinsælum svæðum og þegar menn fá ekki það sem þeir biðja um fer sá kvittur venjulega á kreik að stjórnin skammti fyrst sér og sínum gæðingum, síðan megi hinir óbreyttu hirða refjarnar. Þetta mun þó vera víðs fjarri sannleikanum og stórátak var gert í fyrra til að draga úr slíkri tortryggni er einn stjórnarmanna, Guðlaugur Bergmann stóð fyrir þeim vinnubrögðum að úthlutarar hringdu í menn út um allar jarðir til að ræða við þá vandamál úthlutunarinnar. Stóijók það mikið álag á umrædda kappa, en minna fór fyrir kvörtunum og illum tungum. Morgunblaðið sló á þráðinn á skrifstofu SVFR og hitti þar á Friðrik Þ. Stefánsson vara- formann félagsins. „Það er nú kannski svolítið snemmt að átta sig á ástandinu til fullnustu, við erum enn að ljósrita og raða niður og skipuleggja töm- ina, en mér sýnist þó í fljótu bragði að ekki sé minna sótt um nú en við vonuðumst til. Sum svæðin eru reyndar greinilega yfirfull, en önnur er þyngra að selja í eins og venju- lega. Af yfírfullum svæðum má nefna Brynjudalsá, Elliðaárnar, Stóru Laxá, Munaðarnesið, Alviðru, Syðri Brú, Laxá í Leirársveit og Tungu- fljót,“ sagði Friðrik. En stoltíð ykk- ar, Norðuráin? „Það er svipað sótt um hana og í fyrra, en útlendinga- tíminn í henni er samt svolítið í lausu lofti. Menn hafa verið að horfa til Rússlands, en' við höfum verið að kynna okkar Norðurárpakka og við erum mun ódýrari heldur en margar af hinum þekktari Iaxveiðiánum hér Formaður og varaformaður SVFR, Jón G. Baldvinsson t.v. og Friðrik Þ. Stefánsson t.h. virða fyrir sér fyrsta lax siðasta sumars úr Norðurá. á landi, eins og til dæmis Þverá og Víðidalsá. Við erum því hóflega bjartsýnir og svo hefur alltaf selst nokkuð af dýra tímanum í Norðurá á innlendum markaði. Við erum ekki ósáttir við þetta,“ sagði Friðrik. En miðað við almennt krepputal, má ekki búast við því að stór hluti af umsóknunum verði aldrei leystur út? „Það verður að koma í ljós. Við kvörtum ekki núna og erum hæfilega bjartsýnir. Það má svo sem vel vera að það verði annað hljóð í strokknum í vor. Lukkan hefur þó verið með okkur á ýmsan hátt í vetur, t.d. er bændur við Víðidalsá vildu ekki semja við okkur vegna þess að við höfum komið því orði á okkur síð- ustu árin að leitast við að lækka verð veiðileyfa. Þó vorum við með hæsta tilboðið í ána. Þar stýrði lukk- an okkur og við ætlum ekki að sleppa af henni hendinni alveg strax,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson að lokum. Hér er stærsta tækifærið til að vinna í stórhappdrætti UMBOÐSMENN SÍBS í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: AÐALUMBOÐ Suöurgötu 10, sími 23130 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 simi 13665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3, Grafarvogi, sími 67775^ SJÓBÚÐIN Grandagarði 7, sími 16814 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 813355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 Við drögum á þriðjudaginn SIBS-DEILDIN, REYKJALUNDI SÍmi 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, Mosfellsbæ, sími 666620 BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Hafnarfiröi, Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garöatorgi 3, Garöabæ, sími 656020 SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BORGARBÚÐIN Hófgerði 30, Kópavogi, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN Hamraborg 20A, Kópavogi, sími 46777 SPARISJOÐUR KÓPAVOGS Engihjalla 8, sími 44155 MIÐINN KOSTAR AÐEINS 500 KR. - MEÐ MESTU VINNINGSLÍKURNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.