Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 17 báðir þeir sem skoðað höfðu mann- inn áður drógn niðurstöður sínar til baka og sögðust samþykkja mína skýrslu. Þá var málið tekið fyrir í sjónvarpsþættinum “Inside Story“ og eftir það kom innanríkisráðherra því til leiðar að mál Raghips yrði tekið fyrir áfrýjunarrétt að nýju á þessum grundvelli." Lögreglan falsaði skýrslur Nokkrum vikum áður mál Rag- hips kom fyrir dóm að nýju gat sér- fræðingur á vegum veijanda annars þremenninganna, Silcotts að nafni, sannað að þær skýrslur sem lögregl- an hafði lagt fram um yfírheyrslur yfir honum hefðu verið falsaðar og skráðar eftirá með tilbúnum óbein- um játningum, en Silcott hafði ávallt neitað að undirrita plögg lögreglunn- ar. í Bretlandi er algengt að menn sé ákærðir og dæmdir eingöngu á játningum. í framhaidi af því feng- ust mál hinna tveggja líka endurupp- tekin. Þótt með þessum hætti hefði verið kippt stoðum undan lögreg- lurannsókninni hvað Silcott varðar, Gísli var spurður með hvaða hætti hann hefði tengst rannsóknum á Guildford og Birmingham-málunum, þar sem tíu manns höfðu verið dæmdir í þunga fangelsisvist fyrir aðild að sprengjutilræðum sem IRA lýsti á hendur sér og kostuðu íjölda mannslífa. Á síðasta ári var þessu fólki sleppt úr haldi þar sem sannað þótti að lögregla hefði falsað þau „sönnunargögn" sem sakfelling var byggð á. Vann að Guildford- og Birmingham málun- „í Kuildford málinu höfðu veij- endur konu sem heitir Carol Rich- ardson beðið mig að kanna mál hennar og á grundvelli minnar skýrslu og skýrslu geðlæknis sem ég starfaði með, hafði verið -sam- þykkt að taka hennar mál fyrir að nýju en skömmu áður en að því kom gerðist það að upp komst að misfell- ur í rannsókninni og því kom ekki til þess að ég bæri vitni þegar málið var tekið fyrir að nýju. í Birmingham málinu ræddi ég við alla sex sak- borningana en fjórir þeirra höfðu játað aðild að sprengjutilræðum og íjöldamorðum. Það var mjög greini- legur munur á persónuleika þeirra sem ekki höfðu játað og hinna, sem höfðu staðið fast á sakleysi sínu. En einnig í því máli var það óheiðar- leg vinna lögreglunnar sem varð til þess að málið var tekið fyrir að nýju.“ Vinnur að um 100 málum á ári þar af um 50 morðmálum Hvernig hefur þú áunnið þér þá stöðu að vera kallaður til í viða- mestu og umtöluðustu sakamálum Bretlands? „Ég hef starfað við Lundúnahá- skóla frá 1980 og hef undanfarið verið að byggja upp þetta fag, sem heitir réttarsálfræði, með rannsókn- um og vinnu að sakamálum. Þetta er ný vísindagrein sem hefur fengið viðurkenningu með þessum dómi og þær greinar sem hafa verið skrifað- ar um þessi mál eru mínar greinar. í breskri réttarsálfræði er ég sá sem hefur komist lengst í sambandi við NEWS Portillo's fresh psychological evidence challenges Blakelock murder confession Minister’s doubts set off Broadwater Farm review DawVJ Ho» Homo Attairs Corrospondent TMH Uornc OfTice revhrw of Ihc PC Keilh Blakelock murder ca*e w»* prompted by nrpicscn- tations frotn Ihe linvironmenc Minisiej, Michacl Poriillo, inquirírs by Tkt Obstrvtr luvc diccloscd. Mr l’ortilio ia MF for Hnfield .Southgate, thc oonstituencv in wltkli liiiRÍn Raghip, ooe oí thc three men convicicd of Ihc kill- ing, livcd bcfore ha arrcst. Ii ia tlKiught to be the fini time a Miniatcr liu idcntificd liimaclf — evcn in private — with an allegtxl mtscarriage of jutticc, lel alone a case as controvertul asthis. Mr Porlillo’a submátion and e suhsequent report on the cas« now bcing considcrrd by the llome Secretary, David Waddmgton, raisc kcy issucs, incloding llie Ircaiment of sus- pccts by police and Ihc use of uncorrobtiralod confes&iont. Mr Waddington’s rcview wat announcvd last wcek in a parlia- mentary answcr, in whicb he said he would decide as toon as ptmible wliethcr to refer the caac to the Court of Appead. Raghip, Wimiou Silontt and Mark flraithwaite are tervjng life sentcmvs for PC Blakc- lock's murder duríng the riot at the Bruadwatcr Parm esnte, north Ltmlon, in I9R5. The only evklcnce ngaintt them w*» Ihcir Uiiputcd statcsncfils to polioe. Tbe Iloinc Ofifioc Itaa apcnt six mnnths invealiguting Mr Portillo’s submÍMÍoid, wliich indudc ncw paychnlogical evi- dcnce. Allcr fivc daya in cns- lody wíiIniuc kccm toa lawycr, Raghip ad/nhied heing preaent whcn PC niakclock waa killed . But occording to Mr PottiHo’s submcaion, he had a very low mcntal age and waa íllilcratc. Há confeKÍon cvNild tliercforc not he rclicil on. Tle 1987 triai did not hear Prakxlato naurtlen TTte 1880 •raatkratar Psmi evkVnce about Raghip’a menial atatc hccausu tlie psychologist coomiIiihI, l>r Eric Waid, said in u rcpoit fbr dcfcnce lawyera tliat bo wma oí avcrnge intrili- gcncc. Ilowcver, Mr Portillo's tubmiasion includcs a new rcport by anothcr cxpert, Dr (ficslj Gtidjonsson, aiui a stme- inciit l»y Dr War«l ib»t his lixst conduaions were mútakcti. lt ia undemood tlie liomc OfTke has had Ragliip cxain- incd in prison by a third pny- chologKt who lias supporteil thc <lcfcncc vicw. Thc Home Oflioe inquity dcals in dctail with tbu dcósion hy thc officer in diargc of the ca»e, Del Ch Su|»t Gra- hani Melvin, ro refuse acccsa to noliciturn iluring intcrTugations. Mr Mclvin waa found gyikv at a ilisciplinary tríbunal tksa ytair of u rongíully baning luv- ycn; from a juvcnile diargcd wiili ihc BUkelock killing. l’ait of tlie iru|uiry rcpoct consiats of iWtailoil cxaininalion of Ihc Police Coinplaints Atithorily doasier on the Melvin tríhunal. Tbc ofiiciah mponstble fbr tlic report are said to be deeply conccrned bccause the law diangctl aflcr the tríal, so tlic confcsMoiis wnuld now not be adinissibie as evidenoc. be jirovcd ____ _____ w_______al an intcr- tugation wouUl pcrvcit Ihc courocofjattkc. . Howcver, thc lcgat possibili- tvcs that usDuld allow Mr Wad- diogton to make a rcfcicncc to the Appeal Couit are liniitcd. According to the atrkt niles of evidcucc, Mr/Mdvin's disci- PC KeiUi Blekalock dled. plinary casc inay n»t be consiil crcd relcvant bccnusc inmic r tho Ihrve convicted mcn lu madc o uiiiipUi ut. Itagliip aml llraithwaiie liavi also ap|«ealcd to tlic Uunipcai Courl of lluman ItigliU, aiul i is uiidcralood that a dcchion b; llic Btmipcan Cosnmission : imniincat on wlwthcr to allo* tlic ctsc lo go ahcad. Aftcr long debys, thc Btitisl Govrrnmcnl has submilted ic rcsponsc to their appeal. I argues that thc court has m powcr io inicrvcne, or to onlc thc releasc of prisoners in li( tncniber Slatcs. Úrklippa í breska blaðinu The Observer frá því í nóvember meðan Blakelock málið var til endurskoðun- ar fyrir dómi. og rýrð varpað á hana hvað hina tvo varðar, voru það niðurstöður Gísla sem mest er vitnað í í dómi réttarins þegar það er rökstutt að fella beri dóminn yfir Raghip úr gildi. Tekið er fram að til að réttlát niðurstaða fengist hafí ekki dugað að leita til tveggja sérfræðinga heldur hafi álit þriðja mannsins þurft tií. Gísli segir að þessi dómur hafi héðan í frá for- dæmisgildi fyrir breska dómstóla um mat á sálfræðilegum vitnisburði og að dómurinn sé túlkaður á þann hátt að þörf sé á að efla rannsóknir og gefa réttarsálfræðilegnm vitn- isburði aukið vægi. „Eins og fram kemur í dóminum þá er ósennilegt að maðurinn hefði verið dæmdur ef minn framburður hefði verið til stað- ar í upphafi en ég hefði komist að alveg sömu niðurstöðu á þeim tíma sem fyrstu rannsóknir á Raghip voru gerðar," segir Gísli. EKki bara spurning um hvort menn séu geðveikir eða vangefnir „Til að sálfræðileg gögn séu tekin til greina í dómsmáli í Bretlandi hefur þurft að uppfylla ströng skil- yrði um það að viðkomandi einkenni séu það afbrigðileg að kalla megi geðveiki eða aðJim fullkomlega van- gefið fólk sé að ræða. Ég sagði fyr- ir dóminum sem svo að það væri ekki heppilegt að miða við vissa greindarvísitölu heldur þyrfti að líta á heildarmyndina og ekki bara á greind heldur persónuleikaeinkenni og persónuleika viðkomandi þannig að ekki mætti nota of þröngar skil- greiningar. Dómararnir samþykktu þetta og hafa með því gefið sálfræð- ingum betri aðstöðu en nokkru sinni áður því þetta er fyrsta málið þar sem tekið hefur verið mið að sál- fræðilegri niðurstöðu frekar en geð- læknisfræðilegri. Hér eftir gildir það að þótt menn séu ekki geðveikir eða vangefnir geti þeir verið viðkvæmir fyrir á þann hátt að taka þurfi tillit til þess.“ ■ Gísli segist vinna að um 100 sakamálum á ári hverju, um helmingur þeirra eru manndráps- mál. Lögregla og verj- endur leita til hans í umfangsmestu og erfiö- ustu sakamálum sem upp koma og til marks um það starfaði hann bæði við mál sexmenn- inganna í Birmingham og fjórmenninganna frá Guildford... ■ Ef maður gerir grein- argerð fyrir verjanda þar sem eitthvað kemur fram sem ekki hentar málstað hans þá þarf hann ekki að nota greiri- argerðina en ef ég vinn að máli fyrir lögreglu )á er skýrslan notuð íver sem niðurstaðan verður. rannsóknir og’’ það að gefa framburð fyrir dómi. Ég vinn að margfalt fleiri málum en nokkur annar; um 100 sakamálum á hveiju ári ýmist á vegum lögreglu eða veijenda og af því er um helmingurinn manndráps- mál. Annars staðar í heiminum hef- ur ekki verið unnið mikið að því að rannsaka játningar og áreiðanleika framburðar. í Svíþjóð og Þýskalandi hafa um árabil verið stundaðar rann- sóknir á framburði vitna í dómsmál- um, sérstaklega í kynferðisafbrota- málum, en ekki á játningum sak- borninga. í Bandaríkjunum — þar sem mikið -er um sálfræði- og geð- rannsóknir — hafa menn litla þekk- ingu á því sviði sem ég vinn að. Ég hef unnið að nokkrum málum í Ameríku, meðal annars einu árið 1990. Þar átti að taka mann af lífi, sem dæmdur hafði verið fyrir tvö morð árið 1979. Ég fór vestur til Virginíu ásamt geðlækni og við kom- umst að því að enginn vafi væri á því að játning þessa manns væri að minnsta kosti röng að hluta til og að greinilega væri ekki hægt að reiða sig á þær upplýsingar sem hann hafði gefið 'lögreglunni og átti að taka hann af lífi fyrir. Við gerðum greinargerð um þetta sem var send fylkisstjóra. Á síðasta ári, tveimur dögum áður en taka átti manninn af lífi, var dómurinn svo mildaður. Það var eina tilfellið þar sem þessi ríkisstjóri, Wilder, beitti valdi sínu til þess.“ Ekki spurning um að hjálpa mönnum að sleppa Við höfum rætt um mál þar sem þér hefur tekist að sýna fram á að saklausir menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg brot en hefur þinn framburður í einhveijum tilvikum orðið til þess að stuðla að sakfell- ingu? „Ég hef unnið að fjölmörgum málum með lögreglunni og hef gefið framburð af hálfu lögreglunnar í mörgum málum. Það sem skiptir mestu máli er að farið sé rétt að málinu, ég er ekki í því að hjálpa mönnum að sleppa við refsingu sem þeir hafa unnið til heldur stuðlar mín vinna alltaf að því að allar upp- lýsingar, sem skipta máli varðandi sakfellingu, komi fram. Dómarar eru oft mjög tortryggnir gagnvart sál- fræðingum og geðlæknum og það sem skiptir mestu máli er heiðarleiki og vandvirkni í vinnubrögðum. Mað- ur getur ekki gefið álit sem héntar einhverri einni hlið. Mörg af þessum málum eru mjög flókin og krefjast geysilega mikillar reynslu og vísind- alegrar hugsunar og það er auðvelt að villast ef menn athuga ekki vel bakgrunninn því þar kemur oft ýmis- legt í ljós. í Bretlandi eru ekki öll gögn sjálfkrafa veijanda og sækj- anda. Éf maður gerir greinargerð fyrir veijanda þar sem eitthvað kem- ur fram sem ekki hentar málstað hans þá þarf hann ekki að nota greinargerðina en ef ég vinn að máli fyrir lögreglu þá er skýrslan notuð hver sem niðurstaðan verður. Og hún leiðir oft ýmislegt í ljós. í einu máli hafði maður verið dæmdur fyrir morð og ég var beðinn um álitsgerð þar sem tveir sálfræð- ingar og geðlæknir héldu fram að hann væri vangefinn, sem var rétt, en spurningin var sú hvort maður sem er vangefinn gæti gefíð áreið- anlegan framburð ef hann er yfir- heyrður á réttan hátt. Ég sýndi fram á að þótt maðurinn væri vangefinn benti ekkert til þess að framburður hans væri óáreiðanlegur. í öðru máli hafði afbrotamaður mælst með mjög lága greindarvísitölu en sá hafði hafði verið með eðlilega greind þegar hann var í skóla. Prófanir sýndu að maðurinn var ekki með leikaraskap og það kom í ljós að hann var með heilaskemmd, sem ekki hafði uppgötvast, en kom með- al annars fram í hegðun hans og afbrotum. Upplýsingar um heila- skemmdina gerðu að verkum að maðurinn var dæmdur fyrir mann- dráp en ekki morð vegna skerts sak- hæfis. Ég hef unnið að fleiri ávipuð- um málum þar sem sálfræðirann- sóknir urðu til þess að komist var að heilaskemmdum sem ekki var vitað um áður.“ Hvers vegna játa menn á sig brot sem þeir hafa ekki framið? I kjölfar þeirra hneykslismála sem komið hafa upp í tengslum við lög- reglurannsóknir í Bretlandi undanf- arið hefur verið sett á fót sérstök nefnd, The Royal Commission on Criminal Justice, til að endurskoða sakamálaréttarfarið. Á vegum þeirr- ar nefndar vinnur Gísli nú að tveim- ur rannsóknum. „í fyrsta lagi er ég að athuga ásigkomulag einstaklinga sem yfir- heyrðir eru á lögreglustöð og hversu vel þeir skilja sinn rétt. í framhaldi af rannsókn sem ég hef áður gert á bæklingi sem handteknum mönnum er athentur til að útskýra réttindi þeirra — en sú rannsokn leiddi í.ljós að bæklingurinn væri á svo flóknu máli að jafnvel fólk með góða greind skildi ekki allt sem þar stóð — er ég að vinna að því að endurbæta þennan bækiing til að gera fólki auðveldara að skilja réttindi sín. Ég er líka í þessu sambandi að vinna að rannsóknum á mönnum sem sannað hefur verið að hafi játað á sig afbrot sem þeir frömdu ekki og athuga hvað gerir það að verkum að menn fara að játa. Sú vinna sýn- ir að menn þurfa ekki að vera geð- veikir eða vangefnir til að fara að játa á sig giæpi sem þeir hafa ekki framið. Það kemur fyrir þó að það sé sennilega ekki algengt í mjög alvarlegum sakamálum." Eins og fyrr sagði er Gísli yfirrétt- arsálfræðingur við Lundúnaháskóla og vinnur við öryggisstofnun þar sem unnið er að geðrannsóknum á afbrotamönnum og meðhöndlun geðveikra afbrotamanna. Sem slíkur kennir hann stúdentum í klínísku sálfræðinámi og doktorsnámi. „Sjúklingarnir eru aðallega af- brotamenn en ekki eingöngu. Til dæmis vinn ég með fólki sem orðið hefur fyrir áfalli í slysum eða hefur orðið fyrir árásum, til dæmis kyn- ferðislegu ofbeldi, og þjáist oft árum saman af þeim sökum. Núorðið er það bæði betur þekkt og viðurkennt en áður að fólk sem lendir í áföllum af þessu tagi þarf á aðstoð að halda vegna þeirra afleiðinga sem slíkt hefur, afleiðinga sem koma oft ekki fram fyrr en mörgum árum eftir atburðinn," segir Gísli. í marsmán- uði kemur út 1 London bók eftir Gísla Guðjónsson þar sem hann fjall- ar um mál sem hann hefur fengist við og varða lögregluyfirheyrslur og játningar. Hann kveðst engin áform hafa um að flytjast frá London enda næg verkefni og viðbúið, í kjölfar þeirrar viðurkenningar og þess um- tals sem störf hans hafa vakið ytra, að eftirspurn eftir réttarsálfræðing- um aukist enn og sömuleiðis ásókn í nám á því sviði. Ford 350 pickup 4x4,6,9 diesel, árg. '86,4ra dyra, 6 manna vsk. bíll. Fagur vagn. Hðfum einnig Ford 250 Super Cop 4x4, diesel, 5 manna vsk-bila árg. '84, '85, ’87 og '89. Ford Econoline 350 diesel, 15 monna, 4x4, árg. '85, '86, '88 og '89 og 12 manna árg.'87, auk fjöldo annorra Econoline og pickup bila. Bílasala Matthíasar v/Miklatarg. Símar 24540 og 19079. (Þor sem viískiptin gerosl). HANDMEN BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMÍ: 91/627644 Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1800 Islendingum bæði heima og erlendis á síðastliönum ellefu árum. Hjá okkur getur þú lært Teikningu, Lita- meðferð, Skrautskrift, Innanhússarkitektúr, Híbýlafræði og Garðhúsa- gerð - fyrir fullorðna - og Föndur og Teikningu fyrir börn í bréfaskóla- formi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með því að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 627644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. -Tfmalengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um fram- haldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhuga- svið á auðveldan og skemmtilegan hátt. - Nýtt hjá okkur: Listmálun. ÉG ÓSKA EFTIR AÐ FÁ SENT KYNNINGARRIT HNIÍ MÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU NAFN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.