Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 35 Ævar Pedersen ásamt kunningja sínum. FUGLAR Övenjulega mikið um krákur á landinu Strax upp úr áramótum ár hvert fer fram árleg fuglataln- ing hér á landi og reyndar víða um heim allan. Þetta er fast- ur ákveðinn dagur. Hér á landi fer talningin þannig fram, að glöggir menn vopnaðir sjónauk- um og minnisblokkum ganga strandlengjuna. Þéttast er talið á Suðvesturhorni landsins, en engu að síður koma 60 prósent af skýrl- unum frá athugunarmönnum víða um land. Sums staðar er einnig talið inn til landsins, eins og t.d. með Soginu, við vötnin fyrir ofan Reykjavík, við Mývatn og víðar. Morgunblaðið ræddi við Ævar Pedersen fuglafræðing og spurði hann um niðurstöður talningar- innar að þessu sinni. Ævar sagði fýrst af öllu: „Það eru ekki allar skýrslur komnar í hús, mest þessar frá Suðvesturlandinu, en hinar eru að reytast inn. Þó höfum við á Náttúrufræðistofnuninni rætt við ýmsa af talningarmönnunum í síma og fengið pata af því helsta sem þeir urðu varir við. Það kom sitthvað athyglsivert í ljós að þessu sinni. Til dæmis er óvenju- lega mikið um krákur á landinu núna, dvergkrákur og bláhrafna. Þetta eru margir fuglar og þeir eru víða, til dæmis á Eskifirði, á Höfn, í Öræfum, suður með sjó og meira að segja í Reykjavík. Þá sást örn við Sogið. nokkrir æðarkóngar og bókfinka á Sel- fossi svo eitthvað sé nefnt. Aust- ur í höfn sást einnig nauðafágæt- ur fugl, það var blikandarkolla. Þetta er síberískur fugl og ör- sjaldan hafa steggir villst hingað, en þetta er í fyrsta sinn sem kolla sést. Á Stokkseyri- og Eyrar- bakkasvæðinu sást einnig föru- fálki sem er mjög sjaldgæfur flækingur hér á landi.“ En ef við lítum aðeins á algeng- ari fugla, var eitthvað sem mönn- um þótti sláandi? „Við verðum að líta á margra ára gögn til þess að sjá hvort að breytingar verði á einstökum stofnum, slíkt verður ekki ráðið af einum taln- ingardegi sem var auk þess óhag- stæður að þessu sinni sökum veð- urs. En eitt og annað var þó at- hyglisvert. Til dæmis vantaði stokkendur og rauðhöfða nær al- gerlega á viss svæði þar sem þær tegundir hafa verið fastagestir í gegn um árin. Á móti kom að þeir fuglar sáust í ríkari mæli en fyrr á öðrum stöðum, til dæmis á vötnunum fyrir ofan Reykjavík. Orsakanna er líklega að leita til veðurfarslegra atriða, en veður hefur verið mjög hagstætt fyrir fugla í vetur. Slíkt veldur annarri dreifingu. Veðurfarslegar ástæð- ur valda því sennilega líka, að það vantaði toppskarfa í talning- una við utanvert Reykjanes. Þær sárafáu duggendur og skúfendur sem hafa hér vetursetu höfðu nú meiri drefingu en fyrr og fleiri talningarmenn töldu fleiri sílam- áfa en nokkru sinni fyrr. Sílamáf- urinn er að lang mestu leyti far- fugl, en menn hafa séð einn og einn flæking á vetrum. Nú hefur þessum fugli fjölgað svo mikið, að einstaklingum fjölgar sem þrauka veturinn," sagði Ævar. Sérfræðingurinn var í lokin spurður hvort að miklum kráku- göngum gæti fylgt landnám nýrr- ar tegundar varpfugla á íslandi, sérstaklega hvað varðaði dverg- kráku? „Dvergkrákur hafa gert tilíaunir til varps hér á landi áð- ur, en ekki heppnast. Kvenfugl einn var tvö ár í Vestmannaeyjum og reyndi varp og fyrir um 15 árum síðan var mikið af dverg- krákum í Reykjavík og nágrenni. Um vorið var eitthvað um varptil- raunir í Þingholtunum, en ekkert kom út úr því. Mér frnnst þó lík- legt að dvergkrákan gæti lifað hér. Það sýnir sig að þær þrauka veturinn hér. Þetta er spurning um varpskilyrði. Þær verpa gjarn- an í tijám eða í klettaveggjum. Ég hygg að fæðunnar vegna yrðu þær að vera nokkurs konar borg- arfuglar á íslandi og ef þær yrpu í greinlundum þeim sem eru að spretta upp vítt og breytt tel ég að þær gætu náð fótfestu. Slíkt gæti einmitt gerst við þær kring- umstæður sem nú eru, þ.e.a.s. þegar margir fuglar flækjast saman til landsins," svaraði Ævar Pedersen. Morgunblaðið/fréttar. Nikólína situr við borðendann, en fyrir sftan standa Ingvar Sigurðs- son, Birkir Elmarsson og Óskar Finnsson. UPPSKRIFTIR Tóku hós á verðlauna- hafa með 50 kg- af mat Argentína steikhús og Rás 2 gengust fyrir uppskrifta- keppni í desember og verðlaunin voru fremur óvenjuleg. Verðlauna- hafinn fékk í heimsókn tvo kokka Argentínu og þjón, með 8 rétti fyr- ir 6 manns í farteskinu. Kokkar og þjónn af Argentínu stigu í fullum skrúða um borð í Fokker frá Flug- leiðum, enda var vinningshafinn, Nikólína Halldórsdóttir, til húsa á Neskaupsstað. Verðlaunauppskrift- in var fyrir „Frystiköku" og förum við nánar út í það síðar í textanum. Tæplega 200 uppskriftir bárust í keppnina og sagði Óskar Finnsson matreiðslumeistari á Argentínu að þar hefði kennt ótrúlegra grasa, slík hafi verið fjölbreytnin. „Þetta voru ekki bara einhvers konar upp- skirftir, þvert á móti, þær áttu að ná rétti sem hægt væri að setjast niður með síðla á aðfangadags- kvöldi, eftir allt átið, og hressa sig með svona er kvöldið væri orðið rólegt, börnin sofnuð og svo í'ram- vegis. Frystikakan hennar Nikólínu er ótrúleg, axlirnar fara að hreyf- ast er hún er snædd,“ bætti Óskar við._ Óskar sagði að þeir félagar hefðu farið austur með hafurstask upp á 50 kílógrömm. Auk matarins höfðu þeir með sér hnífa, bretti, potta og pönnur, en sjálf hafði Nikólína viðað að sér miklu að aukaleirtaui, hnífapörum og þess háttar. „Þetta vakti greinilega mikla athygli í bænum, því við fengum lögreglu- fylgd er við gengum í kokkaskrúð- anum frá húsi Nikólínu og til hótels- ins að veislu lokinni og það var þar að auki öllum snjó rutt frá húsinu í tilefni dagsins,“ sagði Óskar. Veislan var vegleg. Hún hófst á fordrykk, en síðan var borinn fram grafinn nautavöðvi. Þá fylltur smokkfiskur með laxafrauði og því næst kjúklingaseiði með melónum. Þá kom hangikjötspate með dijon- sósu og síðan skötuselur í rauð- vínssósu. Ristaðar nautalundir komu þar á eftir og síðan kalúa- ostatoppur, loks gljáðir ávextir. Á eftir var svo kaffi og gátu menn valið sér með konfekt, líkkjör eða konjak. Með réttunum var ýmist dreypt á rauð- eða hvítvíni, allt eft- ir því hvað við átti hveiju sinni. Verðlaunahafinn Nikólína Hall- dórsdóttir sagði að þátttaka hennar hefði meira verið upp á grín en nokkuð annað, hún hefði aldrei tek- ið þátt í neinum getraunum eða leikjum af neinu tagi fyrr. En nú væru vinkonurnar að spyija hvort hún ætlaði ekki að senda frá sér kokkabók! „Ég var undrandi á því að sigi-a í þessu og veislan var virki- lega glæsileg og skemmtileg," sagði Nikólína. Nikólína sagði enn frem- ur, að uppskriftin að frystikökunni hefði fyrst rekið á ijöru sína fyrir mörgum árum, en hún hefði breytt henni mikið og gerði hana jafnan eftir minni. „Neðst raða ég makkar- ónukökum og ofan á saxa ég tvo banana, tvö epli, eina appelsínu og eina dós af blönduðum kokteiÞ ávöxtum með safanum. Síðan strái ég yfir söxuðum möndlum og 100 grömmum af rifnu súkkulaði. Þetta er fryst og síðan látið þiðna í um fimm klukkustundir uns það er bor- ið fram með þeyttum ijóma. Þetta er mjög frískandi réttur eins og flestir sem gerðir eru með ferskum ávöxtum. Gamla uppskriftin var m.a. þannig að nota átti sérrí og döðlur og meira af eplum og appels- ínum en ég nota, auk þess ekki gert ráð fyrir kokteilávöxtunum. Ég breytti þessu eins og mér datt í hug,“ sagði Nikólína. uTfnia Hefst í fyrramálið - meiriháttar verðlækkun BANKASTRÆTI 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.