Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Utilokar ekki veiðileyfagj ald Fyrir nokkru birtist í tímárit- inu Sjávarfréttir viðtal við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Granda hf. í viðtali þessu segir hann m.a.: „Deilan um veiði- leyfagjald er ekkert óeðlileg. Þetta er hagfræðilegt atriði, sem snýr að samkeppnisstöðu milli atvinnugreina. Eg tel hins vegar ekki eðlilegt að setja slíkt gjald á sjávarútveginn eins og er. Ef einhver ofsagróði myndast í þessari atvinnugrein mun hann koma fram í greiðslu tekjuskatts eins og gerist í öðrum atvinnu- greinum. Ég tel jafnvel koma til greina, að þessi fyrirtæki greiði hærri tekjuskatta en almennt tíðkast, ef það er mat manna, að óþolandi ágóði verði af starf- seminni, eftir að tekið hefur ver- ið tillit til réttlátra arðsemis- greiðslna til hluthafa. Ég er al- gjörlega ósammála þeim mönn- um, sem telja, að hagkvæmni náist fram með því að setja á veiðigjald í dag. Hagkvæmnin mun þvert á móti nást fram með frjálsu framsali á kvótum. Sjáv- arútvegsfyrirtæki hafa fjárfest í fiskiskipum og fyrirtækjum í þeirri góðu trú, að þau yrðu ekki skattlögð sérstaklega. Þess- ir aðilar þurfa að fá arð af fjár- festingum sínum á næstu árum, áður en til greina kæmi að leggja á sérstakt veiðileyfagjald, ef það yrði talin rétta aðferðin til þess að ná fram jöfnum starfsskilyrð- um milli atvinnugreina." Tímaritið beinir síðan þeirri spumingu til forstjóra Granda, hvort hann útiloki ekki álagn- ingu veiðileyfagjalds sem aðferð í framtíðinni og hann svarar: „Nei, það geri ég ekki.“ BREZKI • menningar- vitinn og marxistinn Victor Gollancz, sem Paul Johnson fjallar um í fyrrnefndri bók sinni, minnir að mörgu leyti á galiharða hugsjóna- menn íslenzkra marxista einsog Kristin E. Andrésson. Gollancz gerðist marxisti af lífi og sál og hélt trú sinni til streitu framyfir stríð, en þá tók hann að efast. Að því leyti var hann ólíkur Kristni og gamalgrónum íslenzkum menning- arvitum á vinstra væng. Gollancz gaf út mörg rit og skrifaði bækur sem ég kann ekki skil á. Hann þoldi ekki heiðarleika Orwells og hund- elti hann alla ævi, að því er Paul Johnson fullyrðir; reyndi ekkisízt að varpa rýrð á heiðarleika hans; gera hann tortryggilegan. Gollancz stjórnaði bókaklúbb vinstri manna í Bretlandi. Á þeim bæ var aldrei dregið í efa að hreins- anir Stalíns ættu rétt á sér. Sömu afstöðu höfðu forsvarsmenn Rauðra penna og Máls og menningar hér heima. En þeir báru ekki ábyrgð á neinum óhæfuverkum. Þeir voru einungis afvegaleiddir og ofstækis- fullir hugsjónamenn og reyndu að framfylgja þeirri kenningu sem þeir trúðu á. Hún hefur nú reynzt hel- stefna í verki. Rauði djákninn í Kantaraborg sagði, Guð blessi bókaútgáfu vinstri manna(!) Ég hef þekkt klerka hér heima af svipuðum toga sem lengi hafa verið ótrúlega hallir undir helstefnuna, þótt þeir hafi ekki beðið opinberlega fyrir áróðursvélum hennar. Gollancz afskrifaði Spánarrit Orwells og síðar Dýrabæ, eða Fé- laga Napóleon, einsog sagan hét fyrst þegar hún kom út á íslenzku 1944. Að öðru leyti hagar hann sér einnig einsog talsmenn bolsévika hér heima og er fróðlegt að bera saman aðferðir hans og þeirra, svo líkar sem þær eru. Það er hryllilegt að svona óupplýst fólk skuli hafa öll þessi áhrif, sagði George Orwell. Við erum víst fleiri sem höfum hugsað eitthvað svipað. Mér er til efs að klíkuskapurinn hafi eitthvað skánað við kollrak kommúnismans. Borgaralegir höfundar eru a.m.k. engir aufúsugestir við veizluborð hinna útvöldu. Þeir eru miklu frek- ar einsog hverjir aðrir andófsmenn og verða það enn um sinn. Hinir útvöldu bera svo víurnar í Havel sem félagsbræðurnir austan tjalds ofsóttu meðan þeir höfðu bolmagn til. Farsinn er með ólíkindum. En nú er hann ekki lengur lífshættuleg- ur, heldur dálítið fyndinn og misk- unnarlaus. En við ættum að lifa hann af úr því sem komið er. Svo er hitt auðvitað hafið yfir allan efa að lýðræðissinnað fólk, sem telur sig vinstri sinnað, hefur fulla heim- ild til að fagna með Havel. í því þarf ekki að felast neinn tvískinn- ungur. Og það eru sjálfsögð mann- réttindi einsog borgaraleg þjóðfélög bjóða uppá. SÉR TIL AFSÖKUNAR • benda marxistar stundum á að kristindómur sé að áliti kirkjunn- ar jafn góður þótt jesúítar og aðrir kaþólskir hryðjuverkamenn miðalda hafi komið óorði á hann. Þannig standi hinn eini sanni sósíalisti af sér alla glæpi Stalíns og Sjáseskj- ús, því þeir komi kenningunni ekk- ert við. Slíkir hryðjuverkamenn hafi komið óorði á marxismann einsog rónamir á brennivínið, en hann sé jafn merkileg efnahags- kenning og þjóðfélagsheimspeki eftirsem áður. Því sé engin ástæða fyrir marxista að örvænta eða yfir- gefa stefnu sína, ekki frekar en HELGI spjall Það eru auðvitað mikil tíð- indi, að einn helzti forystumaður í íslenzkum sjávarútvegi talar á þennan veg. Sennilega er þetta í fyrsta sinn, sem stjórnandi eins af stærstu útgerðarfyrirtækjum í landinu útilokar ekki gjaldtöku af útgerðinni sem framtíðar- stefnu í sjávarútvegsmálum. í þessu sambandi er ástæða til að undirstrika, að í þeim umræðum, sem Morgunblaðið hefur staðið fyrir um þessi málefni, hefur aldrei verið sagt, að gjaldtaka ætti að koma til nú þegar. Þvert á móti hefur Morgunblaðið margsinnis ítrekað í forystu- greinum, Reykjavíkurbréfi og Helgispjalli, að eðlilegt sé að veita útgerðinni nokkurn aðlög- unartíma áður en gjaldtaka hefst. Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur tekið gjaldtöku af útgerð í stefnuskrá sína, þótt flokkurinn hafí að vísu sett þau sjónarmið fram með öðrum hætti en t.d. Morgunblaðið. En í þessu sam- bandi er ástæða til að minna á, að Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, lýsti þeirri skoðun í grein hér í blaðinu á sl. ári, að veita ætti útgerðinni nokkurra ára aðlögunartíma áður en gjaldtaka hæfist. Menn geta deilt um það sjón- armið Brynjólfs Bjarnasonar, að útgerðin hafi fjárfest í góðri trú um núverandi fiskveiðistefnu. Staðreyndin er auðvitað sú, að hún hefur alltaf verið svo tíma- bundin, að bæði tímamörkin og umræður í þjóðfélaginu gátu gefið útgerðaraðilum til kynna, að þeir gætu ekki byggt lang- tímaákvarðanir á núverandi löggjöf. Það er hins vegar ekki aðalatriði málsins heldur hitt, hvort hægt er að ná sátt í samfé- laginu um nýja og sanngjarna fiskveiðistefnu. Fylgi aðrir for- ystumenn útgerðarinnar í kjölfar Brynjólfs Bjarnasonar er kominn grundvöllur til viðræðna. kristið fólk hafi átt að hlaupa frá kenningu sinni þegar kvisaðist um mannúðarleysi kaþólska rannsókn- arréttarins. Hann hafí verið eitt, en kristindómur annað. Þannig sé einnig marxismi og sósíalismi eitt, en stalínismi annað. Þetta mætti svosem til sanns vegar færa að lítt eða óathuguðu máli. En þegar við skoðum þetta betur kemur í Ijós að marxistar hafa lagt alla áherzlu á kenning- una, allt frá dögum Marx sjálfs, að hún sé mikilvægari og meira virði en manneskjan, einstaklingur- inn. Og þeir hafa einfaldlega haldið fast við hana í tilraunum sínum með þjóðfélagið. Nú er þetta til- raunaleikhús orðið harmsögulegasti farsi samtímalífs í mörgum löndum. En farsinn hefur átt sér marga við- hlæjendur, þótt nú vilji þeir ekki við það kannast. Dúbcek gerði til- raun með „mannlegan sósíalisma", en hann dugar ekki þarsem lýðræði krefst lýðréttinda; tilaðmynda frjálsra kosninga. Því var stefna / Dúbceks úrelt þegar sú þjóðfélags- alda reis sem skolaði fyrrum fanga, Havel, inní forsetahöllina. Þá krafð- ist fólkið ekki „sóstalisma með mannlegt andlit"; það vildi ekki sjá neinn sósíalisma; krafðist einfald- lega frelsis og engar refjar(!) Meira að segja frelsis í viðskiptum eða markaðskerfís. Slíkt frelsi er önd- vert marxisma. En sumir eru víst farnir að rugla því saman við sósíal- isma, sýnist mér. M„BYLTINGIN BEINIST • ekki gegn Sjáseskjú," segir einn af forystumönnum byltingar- innar í Rúmeníu, „hún beinist gegn kommúnismanum." Þetta kom fram í frétt frá Timisoara. Og það er kjami málsins. M. (meira næsta sunnudag.) SL. MIÐVIKUDAG TIL- kynntu Bush, Bandaríkja- forseti og Miyazawa, for- sætisráðherra Japans, að þeir hefðu komið sér sam- an um aðgerðir til þess að _ hleypa nýju lífi í efnahags- líf iðnríkja heims og hvöttu önnur ríki í þeim hópi til að fylgja í kjölfar- ið. Eitt helzta markmið þeirra er að tryggja lækkun raunvaxta, en vextir voru nýlega lækkaðir í Bandaríkjunum um eitt pró- sentustig og vaxtalækkun varð einnig í Japan. Á sama tíma hafa Þjóðveijar hins vegar hækkað vexti og neytt flest önnur Evrópuríki til að gera slíkt hið sama, sem er fyrst og fremst staðfesting á því, að þau ríki eru nú á efnahagslegu yfirráða- svæði þýzka marksins. Ferð Bush til Japans var fyrst og fremst farin til að tryggja aðstoð Japana við að rífa Bandaríkin upp úr þeim efnahagslega öldudal, sem þau hafa verið í um skeið og veldur því, að endurkjör Bush síðar á þessu ári er alls ekki talið öruggt. Tilkynn- ing bandaríska forsetans og japanska for- sætisráðherrans er til marks um, að sú efnahagskreppa, sem við íslendingar erum í er ekkert einangrað fyrirbæri, heldur endurspeglar hún efnahagsástand helztu iðnríkja heims. Við höfum of ríka tilhneigingu til að fjalla um efnahagsvandamál okkar án samhengis við það, sem er að gerast í nágrannaríkjum og helztu viðskiptalönd- um okkar. Þegar hins vegar hoift er til baka verður ljóst, að tímabil efnahagssam- dráttar á Islandi fer nánast alltaf saman við kreppur í efnahags- og atvinnumálum í nálægum löndum. Það hefur verið að gerast síðustu misserin, það gerðist snemma á síðasta áratug, einnig um miðj- an áttunda áratuginn og líka undir lok viðreisnartímabilsins. Skömmu fyrir jól kom Alan Greenspan, aðalbankastjóri bandaríska Seðlabankans, á fund þingnefndar Bandaríkjaþings í Washington. Umfjöllun hans þar um efna- hagsþróun í Bandaríkjunum á sfðasta ára- t'ug var nákvæm Iýsing á efnahagsþróun á Islandi á sama tíma. Hann benti á, að á síðasta áratug hefðu bæði fyrirtæki og heimili sáfnað miklum skuldum, of miklum skuldum, og nauðsynlegt væri að þessum aðilum gæfist færi á að grynnka á þeim. Hann benti á óhóflegar byggingar fast- eigna, bæði atvinnuhúsnæðis og íbúðar- húsnæðis, sem stæðu nú tómar og ónotað- ar og hefði leitt til verðhruns á fasteigna- markaði og varaði við því, að endurtekning yrði á byggingaræði á nýju vaxtarskeiði. Hann fjallaði um háa raunvexti og halla- rekstur á bandaríska ríkissjóðnum og var- aði við því, að gripið yrði til þess ráðs að auka þann hallarekstur. Nákvæmlega hið sama gerðist hér á íslandi á síðasta áratug. Menn töldu sér alla vegi færa í atvinnulífinu og söfnuðu skuldum og hið sama gerðu heimilin. Þessi mikla skuldasöfnun veldur nú stórkostleg- um vandamálum, ekki sízt þegar háir raun- vextir hafa fylgt í kjölfarið. Hér hefur hallarekstur ríkissjóðs verið stöðugt vandamál. Hér hefur verið byggt alltof mikið af húsnæði, sem stendur ónotað, selzt ekki og hefur valdið verulegri verð- lækkun á fasteignum og þá ekki sízt á atvinnuhúsnæði. Þessi verðlækkun fast- eigna leiðir svo til þess, að í sumum tilvik- um standa veð banka ekki lengur fyrir skuldum, eins og gerzt hefur á Norðurlönd- um og í Bandaríkjunum og afleiðingin verður stórfelld vandamál í rekstri bank- anna. Hér ræða menn um nauðsyn þess að rífa efnahagslífið upp úr öldudal og leita leiða til þess. í sjálfu sér er eðlilegt, að efnahagssveifl- ur í helztu viðskiptalöndum okkar segi til sín hér. Við erum þjóð, sem lifir á útflutn- ingi og auðvitað hefur það mikil áhrif á efnahagsstöðu okkar, ef helztu viðskipta- aðilar lenda í erfiðleikum, sbr. t.d. vanda síldarsaltenda vegna upplausnar í Rúss- landi. Verzlunarfyrirtæki hér, sem byggist á nokkrum stórum viðskiptaaðilum, lendir auðvitað í erfiðleikum, ef samdráttur verð- ur í umsvifum viðskiptaaðilanna. Höfum við hugað nægilega að þessum utanaðkom- andi áhrifum á efnahagslíf okkar? Öllu heldur má kannski spyrja, hvort þjóðinni hafi verið gerð nægilega mikil grein fyrir þessu samhengi. í því felst m.a., að vel má vera, að við eigum býsna mikið undir því, hvaða ákvarðanir voru teknar í Japan á dögunum vegna þess að leiði þær til efnahagslegrar uppsveiflu hjá hinum iðnv- æddu ríkjum heims getum við búizt við því, að áhrifin komi fyrr eða síðar fram í okkar efnahagslífi. Mistakist Bandaríkja- mönnum og Japönum hins vegar að knýja fram samstöðu um aðgerðir til efnahags- legrar endurreisnar getur það haft áfram- haldandi neikvæð áhrif á efnahagsstöðu okkar. Á hinn bóginn er ljóst, að sveiflumar verða meiri hér, bæði lægðir og hæðir, sem stafar auðvitað af einhæfu atvinnulífi og því, að svo örsmátt efnahagskerfi sem okkar þolir einfaldlega verr þau utanað- komandi högg, sem það verður fyrir. Það er áreiðanlega einhver misskilningur á ferðinni í umræðum hér, þegar dregin hefur verið upp sú mynd, að allt sé í blóma í nálægum löndum, en allt í svartnætti hér. Svo er ekki. í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur ríkt efnahagssamdráttur um nokkurt skeið. Hans er nú byijað að gæta í Japan og Þýzkalandi og menn eru ekki á einu máli um hvert framhaldið verð- ur. Hins vegar standa eitt og eitt ríki upp úr. Þýzkaland hefur verið í þeim hópi þar til nú, svo og Danir, sem hafa náð sér verulega á strik á seinni árum. Efnahags- þróun ann- ars staðar HJA NAGRANNA- þjóðum okkar ræða menn nú um hætt- una á því, að að- gerðir til þess að koma í veg fyrir meiri kreppu leiði til nýrrar verðbólguöldu. Sumir eru þeirrar skoðunar, að hættan á nýrri verðbólguöldu sé meiri en hættan á aukinni kreppu. Á síðasta áratug var skuldasöfnun í Bandaríkjunum mjög al- menn. Hún varð hjá fyrirtækjum, heimilum og ríkisstjórninni í Washington. Skulda- söfnunin á þeim tíma varð meiri en hún hefur nokkru sinni orðið frá því á þriðja áratugnum þar í landi. I Bretlandi var skuldasöfnun heimilanna mest áberandi á síðasta áratug og hið sama gerðist í Japan en hins vegar ekki meðal annarra helztu iðnríkja heims, að því er fram kom í grein í Financial Times fyrir skömmu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess, að í umræðum hér hefur komið fram, að skuldasöfnun heimilanna hafi verið mikil á síðasta áratug og raunar einnig á síðasta ári. Á árunum 1982 til 1988 juk- ust skuldir um 57,3% í Bandaríkjunum á sama tíma og þjóðarframleiðsla þar jókst um 26,9%. í Japan jókst skuldasöfnun um 55,9% á sama tíma og þjóðarframleiðsla jókst um 28,3% og í Bretlandi jukust útlán banka og byggingalánafélaga um 117,4% á sama tíma og þjóðarframleiðslan jókst um 24,1%. Financial Times spyr, hvort nokkuð sé athugavert við slíka skuldasöfnun og blað- ið svarar því til að svo sé, ef lántökur og lánveitingar hafi byggzt á of bjartsýnum og óraunsæjum áætlunum. Kannast menn nokkuð við þetta vandamál?! í þessu sam- hengi íjallar blaðið nokkuð um vaxtamál og segir, að háir nafnvextir dragi úr skuldasöfnun vegna mikils kostnaðar við hana. Síðan segir blaðið: „Fyrir lántakend- ur geta háir nafnvextir ásamt háum raun- vöxtum verið það versta af öllu, eins og lántakendur uppgötvuðu í mörgum ríkjum rómönsku Ameríku á níunda áratugnum." Kannast nokkur við þetta?! Til þess að mæta þeirri efnahags- kreppu, sem leitt hefur af mikilli skulda- söfnun, versnandi samkeppnisstöðu iðnfyr- irtækja, ekki sízt bílaframleiðenda, hruni fasteignamarkaðar o.s.frv. hafa Banda- ríkjamenn gripið til verulegrar vaxtalækk- unar. Sumir telja, að of langt hafi verið gengið í þeim efnum. Fyrri hluta .síðasta árs virtist mönnum, sem efnahagsleg upp- sveifla væri komin af stað þar, eins og við íslendingar héldum líka og kom raunar REYKJAVIKURBREF Laugardagur 11. janúar Morgunblaðið/RAX fram á þessum vettvangi á sl. vetri. Þessi uppsveifla fjaraði hins vegar út bæði í Bandaríkjunum og hér. Vestan hafs gætir nú vaxandi gagnrýni á efnahagsstefnu Reagans og þá ekki síður meðal repúblik- ana en demókrata. Menn draga jafnvel í efa, að hin mikla vaxtalækkun muni duga til og ræða um skattalækkun til viðbótar. Þýzkt efnahagslíf hefur verið mjög sterkt fram til þessa. Nú er rætt um, að samdráttarskeið sé að hefjast í Þýzka- landi. Wall Street Journal segir kreppu- ástand komið í þýzku efnahagslífi, minni eftirspurn sé eftir þýzkum framleiðsluvör- um en áður, óseldar birgðir hlaðist upp hjá fyrirtækjum og verkalýðsfélögin hafa uppi kröfur um launahækkanir. Þýzki Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu vexti, eins og að framan var getið og hefur þar með sett verkalýðsfélögin upp að vegg. Þessi vaxtahækkun í Þýzkalandi hefur mjög verið gagnrýnd af öðrum aðildarríkj- um Evrópubandalagsins, sem töldu sig ekki eiga annarra kosta völ en fylgja í kjölfarið. Vaxtahækkunin hefur verið gagnrýnd á þeirri forsendu, að hún bygg- ist á þröngum eiginhagsmunasjónarmiðum Þjóðveija og taki ekkert tillit til aðstæðna í efnahagslífi nágrannaríkja. Eina ríkið í Evrópu, sem máli skiptir, sem hefur ekki fylgt fordæmi þýzka Seðlabankans, er Bretland. Hvaða afleiðingar hefur það haft? Afleiðingamar eru þær, að í Bretlandi er nú mjög rætt um hugsanlega gengisfell- ingu pundsins. Bretar gerðust aðilar að gjaldeyrissamstarfi Evrópuþjóða fyrir u.þ.b. 15 mánuðum. Sagt er að sá agi, sem fylgt hafi þeirri aðild, hafi auðveldað þeim að lækka verðbólgu úr 11% í 5%. Hins vegar verða þær raddir nú háværari í Bretlandi, sem segja, að það hafi verið mistök að gerast aðilar að þessu sam- starfi, meðan Bretar voru í efnahagslegri lægð, þar sem afleiðingin geti orðið sú, að auka enn á efnahagskreppuna í Bret- landi. Raunar er því bætt við, að afleiðing- 'in geti einnig orðið sú, að íhaldsflokkurinn missi völdin vegna þess, að hann ráði ekki við efnahagskreppuna. Brezka ríkisstjórnin hefur ekki fylgt fordæmi Þjóðveija um vaxtahækkun og raunar má segja, að Bretar séu á milli steins og sleggju, þar sem Þjóðveijar hækkuðu vexti en Bandaríkjamenn lækk- uðu þá. En umræðumar í Bretlandi snú- ast m.a. um það, hvort Bretar verði að velja á milli vaxtahækkunar, sem gæti útilokað möguleika Majors á því að ná endurkjöri í vor eða sumar, eða gengis- lækkunar. En það er óneitanlega býsna langt gengið, þegar Financial Times segir: „Það er augljóst, að heilbrigð peninga- stefna má ekki kosta hvað sem er ; eins og t.d. , að Bretland verði varanlegt kreppusvæði". íslenzk efnahags- mál í alþjóð- legu sam- hengi VIÐ VERÐUM AÐ sjá efnahagsvanda- mál okkar í alþjóð- legu samhengi. Við erum að fást við nákvæmlega sömu vandamálin og flestar þjóðir 5 ná- grenni okkar. Skuldasöfnun hefur verið mikil hér eins og í nokkrum öðrum löndum, bæði hjá fyrirtækjum, heimilum og ríkisvaldi. Það er nauðsyn á róttækri endurskipulagningu í atvinnulífi okkar, ekki sízt undirstöðuat- vinnuveginum, alveg eins og t.d. í Banda- ríkjunum, þar sem bílaiðnaðurinn er í al- varlegri kreppu. Við erum ekki eina þjóðin í heimi, þar sem ríkisvald hefur dælt pen- ingum í atvinnufyrirtæki og þá ekki sízt í dreifbýli. Stærsta stálfyrirtæki Bretlands var fyrir nokkrum dögum að taka ákvörð- un um að loka verksmiðjum í Skotlandi og sagt er, að í þeirri ákvörðun sé m.a. fólgin viðleitni fyrirtækisins til að losa sig undan afskiptum stjórnmálamanna af rekstrinum! Hér hefur verið byggt of mik- ið, sérstaklega af atvinnuhúsnæði, sem leitt hefur til verðfalls, alveg eins og gerzt hefur á fasteignamörkuðum í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og sjálfsagt víðar. Við eigum í stórdeilum um vaxta- stefnuna,- alveg eins og gerist hjá öðrum þjóðum. Við erum að kljást við hallarekst- ur ríkissjóðs alveg eins og Bandaríkja- menn. Vandamálin eru þau sömu hér og ann- ars staðar vegna þess að okkar iitla efna- hagskerfi er hluti af efnahagskerfi hins vestræna heims og endurspeglar hinar stærri heildir. Af þessu leiðir, að við þurf- um ekki að vera þrúgaðir af þeirri minni- máttarkennd, að okkur einum hafi mistek- izt. Við getum líka lært margt af viðbrögð- um og aðgerðum annarra þjóða. En það er orðið mjög brýnt, að sérfræðingar okk- ar og stjórnmálamenn geri þjóðinni grein fyrir þessu samhengi. í umræðum um samskipti okkar við Evrópubandalagið hefur stundum verið um það rætt, að menn vilji ekki flytja ákvörð- unarvald í einstökum málum til Brussel og ekki skal úr því dregið hér. Á hinn bóginn er alveg ljóst, að við ráðum ekki ferðinni í efnahagsmálum okkar einir. Það getur skipt jafn miklu máli, ef ekki meira máli, hvaða ákvarðanir eru teknar á fund- um leiðtoga Bandaríkjanna, Japans og Þýzkalands um efnahagsmál, en hvaða ákvarðanir eru teknar á fundum ríkis- stjórnar íslands eða á Alþingi. Uppsveifla úti í heimi þýðir uppsveiflu hér. Samdrátt- ur úti í heimi þýðir samdrátt hér. Vanda- mál okkar er hins vegar að samdrátturinn verður stundum margfalt meiri hér. Það er stundum sagt, að forystumenn þjóðarinnar þurfi að hafa yfirsýn yfir málefni hennar til þess að taka réttar ákvarðanir. Sennilega hefur veröldin breytzt svo mjög, að nú dugar ekki að hafa yfirsýn yfir málefni íslenzku þjóðar- innar eingöngu, heldur þurfa þeir, sem við stjórnvölinn standa, að hafa yfirsýn yfir efnahags- og atvinnuþróun í öllum hinum vestræna heimi til þess að taka réttar ákvarðanir hér heima fyrir. „ ... velmávera, að við eigum býsna mikið undir því, hvaða ákvarðanir voru teknar í Japaná dögunum vegna þess að leiði þær til efnahagslegr- ar uppsveiflu hjá hinum iðnvæddu ríkjum heims get- um við búizt við því, að áhrifin komi fyrr eða síð- ar fram í okkar efnahagslífi. Mis- takist Banda- ríkjamönnum og Japönum hins vegar að knýja fram samstöðu um aðgerðir til efnahagslegrar endurreisnar get- ur það haft áframhaldandi neikvæð áhrif á efnahagsstöðu okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.