Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 24 Minning: Magnús Helgason Fæddur 5. júlí 1917 Dáinn 2. janúar 1992 Mig langar að minnast afa míns hans Magnúsar Helgasonar sem er farinn frá okkur. Það var 3. janúar að ég sat með frændsystkinum mínum heima hjá afa í Grýtubakkanum og þau biðu eftir því að mamma þeirra myndi koma og fara með þau í bíó. Síminn hringdi og hún tilkynnti að henni myndi seinka og þau voru hrædd um að þau færu ekki í bíó. En stuttu seinna áttuðum við okkur á því að hann afi okkar væri dáinn og sú hugsun kom upp í huga mér að nú væri hann kominn til ömmu. Hann afi var okkur svo mikið, við gátum alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á, sama hvað var að, þá var hann alltaf til staðar. Hann var góður hlustandi og gaf góð ráð. Hann hafði gaman af því að lifa og naut þess vel. Á hveiju sumri var farið upp í Sauðhúsaskóg og þar var dvalið og látið sér líða vel. Ef maður sleppti því að fara í sumarfrí með afa var sumarið ónýtt. Afi hafði mjög gaman af því að vera úti og fannst gaman að veiða og það varð til þess að allir höfðu 'gaman af því að veiða með honum og njóta návistar hans í íslenskri náttúru. Það var farið árlega í Skaftána með pabba og fleiri vinum og oftast komu þeir til baka með góða veiði. í hans hús voru allir velkomnir og það var einstaklega gott að koma til hans og dveija hjá honum. Ég vil þakka fyrir þessar góðu stundir sem ég átti með afa mínum og það gleður mig að hafa fengið að vera í návist hans í þessi 16 ár. „ Bið ég Guð um að styrkja alla vini og vandamenn hans í þessari miklu sorg. Legg ég nú bæði líf og önd Ijúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H.P.) Anna Sigga. í endurminningunni eru sumar- dagar bernskunnar umvafðir birtu og hlýju. Mörg sumur var farið á Þingvöll í tjaldútilegu, stundum nokkra daga eða viku í senn. Þá var alltaf sól og gott veður, aðeins einu sinni komu þrumur og eldingar sVo við krakkamir urðum hrædd og leituðum skjóls og öryggis hjá þeim fullorðnu. Þessar ferðir eru ómetanlegar minningar um fallegt ^ Fallegar N útfarar- skreytingar OMtBÆJARÍl BLOM 0 Rofabæ 23, sími673111. Opið alla daga frákl. 10-22. V J og gott mannlíf, þar sem þeir eldri og þau yngri undu sér saman við veiðar, gönguferðir og aðra skemmtan. Þarna var aldrei um neitt kynslóðabil að ræða. í ferðunum var alltaf sama fólk- ið, upphaflegi kjaminn var böm Jóhönnu Ólafsdóttur, uppeldismóð- ur mömmu minnar sem við systkin- in kölluðum alltaf ömmu og var hjá okkur allan okkar uppvöxt. I hópn- um fom foreldrar mínir ásamt þremur börnum, Stína, Guðjón og dóttir þeirra Auður, svo og Maggi og Veiga með sínar tvær dætur, Helgu og Jóhönnu. Oftast voru Hanna frænka og Stjáni frændi einnig með í för. Hópurinn var mjög samheldinn og fór ótal ferðir í mörg ár vítt og breitt um landið, m.a. til Þingvalla. Þetta fólk allt hefur fylgst með okkur börnunum í gegnum tíðina og verið með okkur á öllum helstu hátíðum og tímamótum í okkar lífi, þó samskiptin hafi ekki verið eins mikil síðustu árin og þau voru í gamla daga. Það má rekja til þess að við andlát móður minnar árið 1985 urðu tengslin minni, en hún hafði alltaf ræktað þau eins og al- gengt er með konur. Nú hefur enn slegið eldingu niður í hópinn og hann farinn að þynnast verulega. Gengin eru á vit feðra sinna ijórir af burðarásum hópsins, þ. á m. Sólveig Þorleifsdóttir og nú síðast eiginmaður hennar Maggi, eða Magnús helgason, sem dó rétt eftir nýárið. Þar er genginn góður maður sem vildi allra hag sem best- an og var óhemju hjálpfús fyrir utan marga aðra mannkosti sem hann hafði. Maggi var þægilegur maður með góða nærveru og minn- ist ég hans hélst þegar ég fór með honum og pabba í veiðitúrana. Þá var hann á Willis-jeppanum sínum sem hann sneri í gang en stóð sig alltaf með prýði í öllum raunum eins og eigandinn. Með söknuði kveð ég Magga og Veigu og þakka þeim hjónum allar ánægjustundirnar. Dætrum, tengd- asonum og barnabörnunum fimm ásamt systkinum Veigu sendi ég kveðjur mínar og íjölskyldu minnar. Megi þau fínna huggun í sorginni með hjálp góðra og fallegra minn- inga sem við eigum öll sameigin- lega. Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir. Tuttugu ár eru ekki mörg ár í tímans rás, í mannsævinni eru þau all mörg, í mannlegum samskiptum geta þau verið sem þúsund verðmæt ár ef heppnin er með. Að kynnast Magnúsi Helgasyni og hafa átt hann að sem tengdaföður, vin og félaga yfír þennan tíma voru þannig ár, auðug ár, sem vekja hlýjar minning- ar. Hann var fæddur í Vestmanna- eyjum 5. júlí 1917 og voru foreldrar hans Helgi Hjálmarsson og Guð- björg Vigdís Guðmundsdóttir. Sjö ára gamall missti hann móður sína og var þá komið í fóstur undir Eyjaíjöllum, en mestan hluta æsku sinnar ólst hann upp hjá Jóhönnu Ketilsdóttur og Guðjóni Ólafssyni í Stórumörk. Lífsbaráttan var hörð, og fyrir óharðnaðan ungling á þess- um tíma hefur fátt dugað til nema vinnuharka og eljusemi. Magnús bjó yfír þessum kostum í ríkum mæli. Sextán ára gamall fór hann til Vest- mannaeyja á vertíð, en sjósókn stundáði hann nær samfellt í tutt- ugu ár eða fram til ársins 1952. Frá þeim tíma starfaði hann að mestu við fískimjölsverksmiðjuna á Kletti, eða í rösk þijátíu ár. Árið 1947 kvæntist hann Sól- veigu Þorleifsdóttur frá Selárdal í Dalasýslu og eignuðust þau þijár dætur, Jóhönnu Kolbrúnu, Guð- björgu Helgu og Jóhönnu Sigríði, en elstu dóttur sína, Jóhönnu Kol- brúnu, misstu þau rúmlega eins árs gamla. Þau Magnús og Sólveig voru hamingjufólk, fólk sem kunni að draga fram jákvæðu þættina í tilver- unni og njóta þeirra. Við fyrstu kynni skynjaði ég mjög þessa eigin- leika þeirra, frá þeim stafaði birtu og yl, í fari þeirra var eitthvað sem snart mann á annan hátt en gengur og gerist. Magnús var yfírlætislaus maður, fullur af kímni og glettni, átti oft erfítt með að stilla sig ef saklaus strákapör voru í færi, en fyrst og fremst var hann hinn gjöfuli maður á hlýju og vináttu þar sem hann átti fáa líka. Fjölskyldulífið var honum ein- staklega hugleikið. Þann tíma sem við höfum þekkst hefur hann verið óþreytandi við að rækta fjölskyldu- tengslin, með hjálpsemi og um- hyggju fyrir afkomendum og vinum, með heimboðum og heimsóknum, með þáttöku í útileguferðum og veiðiferðum, með dvöl í sumarhús- um og yfirleitt öllu því sem getur gert lífíð og tilveruna ánægjulega. Ég minnist með mikilli ánægju, veiðiferða okkar í gegnum tíðina og þá sér í lagi ferða í Skaftána, þang- að sem við fórum til veiða í nær fímmtán ár. Hann var óþreytandi að vaða álana, með bros á vör naut hann útiverunnar og spennu þess að fá þann stóra. Magnús missti Sólveigu konu sína árið 1989. Aldurinn var þá byijaður að gera vart við sig og slit erfíðis- vinnunnar farið að koma fram. And- inn var þó óbreyttur, mikilvægt var að njóta lífsins á meðan kostur var. Síðustu mánuðina vissi hann hvert stefndi, en það breytti engu. Um áramótin hélt hann ættingjum sín- um veislu, veislu þar sem gieðin var í fyrirrúmi, veislu sem átti að minn- ast með sama hugarfari, veislu sem átti að undirstrika ánægju lífsins. Þessi veisla var kveðjuveislan hans, hann var glaður, og ánægður með lífið, sáttur við sitt hlutskipti og ferðbúinn. Ég minnist hans með þakklæti í huga fyrir það sem hann gaf mér og fjölskyldu minni. Megi minning hans lifa og vera okkur gleðigjafí um ókomna framtíð. Björn Olafsson. Þegar ég hugsa um afa minn, sé ég hann brosandi fyrir mér, en þannig var hann oftast. Á gamlárs- kvöld var hann svo glaður yfir því að fjölskyldan gæti verið heima hjá honum og áttum við öll dásamlegt kvöld. Núna eigum við mjög erfitt með að trúa því að við eigum ekki eftir að sjá hann aftur. Hann var alltaf hress og kátur og mjög góður vinur okkar, alveg sama hvað á bjátaði, var hann til staðar. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast og eru þau mörg tjald- stæðin sem við höfum verið með afa á. Skemmtilegast fannst honum að fara að veiða og höfum við öll fengið áhugann frá honum. Hann var alltaf mjög spenntur þegar átti að fara eitthvað, hvort sem það var bara rétt út fyrir bæinn eða til að vera í viku í Sauðhúsaskógi, en þangað var reynt að fara á hveiju ári. Mest dálæti hafði hann á afkom- endum sínum og reyndi hann að eyða öllum þeim tíma sem hægt var með okkur, og gerði allt til að allir væru ánægðir og öllum liði vel. Við eigum eftir að sakna afa og allra þeirra ánægjulegu stunda sem við áttuin með honurn. Hann lifír áfram í huga okkar, við munum minnast hanns um framtíð alla og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Magnús. Enn man ég þegar faðir minn, Guðjón Ólafsson, bóndi í Stóru- mörk, kom eitt sinn heim úr ferð sem hann hafði farið austur með Fjöllunum. Þegar hann hafði heilsað mömmu og okkur fjórum dætrum sínum sagði hann: Jæja, nú er ég búinn að ráða til okkar vinnumann. Við settum upp undrunarsvip og einhver spurði hvað hann héti. Magnús Helgason, sagði pabbi, og mér líst vel á drenginn. Hann er sonur hans Helga Hjálmarssonar í Efri-Rotum, en hann er núna á Sauðhúsvelli. Ég sæki hann í næstu viku. Og að viku liðinni rann upp sú stóra stund að pabbi leiddi nýja vinnumanninn inn á baðstofugólf og sagði: Hérna kem ég nú með vinnumanninn okkar og ég er mjög ánægður með hann. Við heilsuðum vinnumanninum með handabandi en hugsuðum víst allar að undarlegt væri að kalla þennan litla strák vinnumann. Enn- þá man ég þennan litla dreng, 8 ára, með stóru, skírlegu augun sem nú störðu niður á gólfið. Seinna lærði ég að þekkja hvað í bijósti hans bjó þegar þessi svipur kom á andlitið. En það liðu ekki margir dagar áður en þessi litli strákur hafði unnið hug og hjörtu okkar allra með sínum dillandi hlátri og skemmtilegu framkomu. Hann varð strax góður félagi okkar í leik og starfi. Hann átti að vera snúninga- strákur sem kallað var. Nóg voru verkefnin, að stugga úr túni, reka kýr í haga og sækja þær aftur, sækja hross o.fl. Þegar Maggi var beðinn að gera eitthvað, var hann hlaupinn af stað áður en við var litið og leysti allt vel af hendi. Hann var snemma ötull, handlaginn og vandvirkur. Leti þekkti hann aldr- ei. Uppkominn var hann eftirsóttur í vinnu bæði til sjós og lands. Betri og skemmtilegri vinnu- mann var því ekki hægt að hugsa sér. Oft var Helga, litla systirin, með honum í störfum og leik, ald- ursmunur þeirra var ekki meiri en tæpt ár. Maggi var henni einstak- lega góður og hjálpaði henni ef eitt- hvað amaði að. Hún segir: Ég var alltaf örugg ef Maggi var með. Nóg var af leikfélögum því að í Stóru- mörk var þríbýli og fjöldi krakka á öllum aldri bæði í Vestur- og Aust- urbæ. Við áttum heima í Miðbænum sem alltaf var kallaður Hábær. Auðvitað lenti Maggi stundum í útistöðum og þrasi við leikfélagana og var þá enginn eftirbátur annarra í orðsins list og stóru orðin fuku á milli eins og eldibrandar. En börn hafa þann góða eiginleika að vera fljót að fyrirgefa hvert öðru og fara að leika sér saman eftir stutta stund þó að kastast hafí í kekki hjá þeim. Samvinna milli þessara bæja var mjög góð, enda varð að vera gott samkomulag um svo marga hluti, jafnvel var túnum og engjum skipt í skákir milli bæjanna. Frá fyrstu dögum sem Maggi var hjá okkur mátti segja að hann stæði vörð um hag hábæjarins og okkar sem þar áttum heima. þetta er okkar skák og þetta er okkar kálgarður, sagði hann, og hvorki mönnum né mál- leysingjum hefði hann leyft að hagga þessu óátalið. Mér kemur í hug minning sem ég aldrei gleymdi. Það bar við vetur- inn 1929 að kennara vantaði í minni heimasveit. Minn góði, fyrrverandi VANDAÐAR EIKARKISTUR Þ JÓNUSTA VIÐ ALLT LANDIÐ tÚtfararþjónustan Fjarðarási 25, R, sími 679110 - 672754 barnaskólakennari, Sigurður Vig- fússon, bað mig að taka þetta starf að mér. Ég var þá búin að vera í 1. og 2. bekk Kvennaskólans og því þótti sjálfsagt að ég gæti gert þetta. Mér sjálfri fannst nú allt annað. En þessi kennari minn, sem ég virti og þótti mjög vænt um, og faðir minn sem ég gat aldrei neitað um neitt iögðu svo fast að mér að gera þetta að ég gafst upp. Og lof- orð varð að efna. Þetta var far- skóli og hann átti að byija í Vestur- bænum, í Stórumörk. Ég hefði nú heldur kosið að byija kennsluna með öðrum krökkum en þeim sem ég var ennþá stundum að leika mér við í alls konar krakkaleikjum og bjóst við að erfitt yrði að halda aga í skólastofunni. Hvernig tæki Maggi því að ég yrði allt í einu orðin al- vörukennarinn hans? Eitthvað hafði verið kvartað yfir honum í skólan- um veturinn áður. Við vorum að vísu mjög góðir vinir, en í hans augum hlaut ég bara að vera ein stóra stelpan í Hábænum. En kvíði minn var ástæðulaus. Maggi var frá fyrsta skóladegi fyrirmyndar nem- andi, svo þrúður og elskulegur að á betra var ekki kosið og lærði all- ar sínar lexíur með miklum sóma. Þá fann ég að hann ætlaði að standa með mér, hvernig sem til tækist. Þetta var sannarlega mikil fórn af hans hendi, hann sem var svo mik- ill tjörkálfur að hann gat sjaldan verið kyrr nema stutta stund í einu. Á móti kom að hann átti mjög gott með að læra og var fljúgandi næm- ur, enda varð hann fljótt mikill bókaunnandi og las allt sem hann náði í. Mér leið vel og þótti svo gaman að vera með þessum ágætu krökkum sem ég kenndi í tvo vetur að ég dreif mig í Kennarskólann. Þökk sé Magga og þeim öllum. Hún kom fljótt í ljós hjá Magga þessi einstaka hjálpsemi. Alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að-halda. Því hefur hann haldið ævina út. Ég man þeg- ar þau komu síðast til mín, Maggi og Sólveig Þorleifsdóttir, kona hans. Þá var hún nokkuð farin að tapa sjón. Ég dáðist að því hvað hann hjálpaði henni vel á sinn hátt- vísa máta. Hún þurfti ekki að biðja hann um hjálp. Hann var hennar hægri hönd ef á þurfti að halda, án orða, Sólveig var áreiðanlega eins örugg og litla systir ef Maggi var með. Hann fór ekki varhluta af erfið- leikum í lífi sínu. Hann missti dótt- ur sína er hún var bam að aldri. Það gekk ákaflega nærri honum. Kona hans lést 1989. Hennar sakn- aði hann mikið. Sjálfur varð hann fyrir miklum veikindum af meiðsl- um og slysum. Því tók hann öllu með miklum hetjuskap og kvartaði aldrei, en reis upp aftur glaður og hress og sagði þá að þetta hefði ekkert verið. Hann var harður við sjálfan sig og kjarkurinn var alltaf óbilandi. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hann lét sig hafa það að stökkva yfir Bleiksárgljúfur í Fljóts- hlíð- á stað sem sagt var um að enginn hafí þorað að reyna við síð- an þar varð banaslys á 19. öld. En Magnús var hamingjumaður í einkalífí. Hann átti góða og mynd- arlega konu og dætur hans, Helga og Jóhanna, tengdasynir og bama- börn hafa verið honum einstaklega góð og hjálpsöm svo að betra gat það ekki verið. Og gaman var að fá að vera með honum á 70 ára afmælinu. Þá var hann svo innilega glaður og hamingjusamur með sín- um myndarlegu barnabörnum, sem sýnilega sóttu til hans, ættingjum, vinum og svo dætrum sínum og tengdasonum, sem með miklum ágætum gáfu honum sannarlega gleðilegan hátíðisdag. Magnús var hjá foreldrum okkar þar til þau brugðu búi og sýndi þeim einstaka ræktarsemi og vel- vild meðan þau lifðu. Fyrir það og hans einlægu vináttu við okkur systurnar, sem aldrei bar skugga á, viljum við allar þakka honum heilshugar að leiðarlokum, og vott- um dætrum hans, tengdasonum og barnabörnum innilega samúð í sár- um söknuði þeirra. En minningin um góðan dreng deyr aldrei. Hún ber birtu um ókomin ár. Guð blessi vin minn og bróður. Sigurbjörg Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.