Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Uttekt OECD á stöðu umhverfis- mála á Islandi AÐILDARRÍKI OECD hafa ákveðið að ráðast í reglubundið mat á framkvæmd og stöðu umhverfismála. Akveðið var á fundi umhverfisnefndar stofnunarinnar þann 5. og 6. desemb- er sl. að stefna að mati eða úttekt (Country Environmental Performance Review) á 4-6 ára fresti í hverju aðildarríki. Uttektin, sem mun taka til allra þátta umhverfismála, hefur það að markmiði að bæta framkvæmd og stjórnun umhverfis- mála. Stuðst verður við staðlaða aðferð en þó tekið tillit til sérkenna hvers lands. Arangur á sviði umhverfismála verður metinn með tilliti til þeirra markmiða sem hvert land hefur sett sér og þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem það hefur gengist undir. Á fundinum var jafnframt ákveðið að gera þegar á þessu ári tilraunaúttekt í tveimur OECD- löndum til að leggja grunn að þessu starfi. Átta lönd lýstu áhuga á þessu tilraunaverkefni og urðu dNNLENT Ísland og Þýskaland fyrir valinu. Framkvæmd verkefnisins mun byggja á gagnaöflun hér heima skv. fyrirmælum OECD og heim- sókn matsnefndar hingað til lands í vor eða snemma sumars. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir fund sérfræðinganefndar OECD 12.-14. október 1992 þar sem gengið verður frá endanlegum niðurstöðum og skýrslu um málið. Umhverfisráðuneytið mun hafa umsjón með þeim þætti verksins sem snýr að íslenskum stjórnvöld- um. (F réttatilkynning) Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir Laxaseiði bólusett 15 þúsund laxaseiði hjá ísnó i Kelduhverfi voru nýlega bólusett gegn kýlaveiki. Um er að ræða tilraun til að vinna bug á þessum sjúkdómi sem valdið hefur talsverðum afföllum og kostnaðar- samri lyfjagjöf, sem rýrir gæði fisks sem slátrað er of fljótt. Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma á Keldum fór norður og stjóm- aði bólusetningunni og flutti einnig erindi fyrir starfsmenn fyrir- tækisins um fisksjúkdóma, smithættu og varnir gegn sjúkdómum. Frumvarp um greiðslukortastarfsemi: Verð á vörum hækkí ekki vegna kostnaðar af kortum SAMKVÆMT frumvarpi því um greiðslukort frá Jóni Sigurðs- syni viðskiptaráðherra, sem nú er til skoðunar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna, er gert ráð fyrir því að kostnaður af greiðslukortum falli undir venjulegt verðlagseftirlit, jafnframt því sem kveðið er á um að eldd megi hækka vöruverð vegna þessa kostnaðar. „Frumvarp um greiðslukort er nú til skoðunar hjá þingflokkum stjómarflokkanna. Meðal nýmæla í því fmmvarpi er tillaga um hvemig fara skuli með kostnað af greiðslukortum," sagði viðskipt- aráðherra í samtali við Morg- unblaðið. 12. grein fmmvarps til laga um greiðslukortastarfsemi er svo- hljóðandi: „Greiðslumiðlun með greiðslukortum skal eigi valda al- mennri hækkun á vömverði. Verð- lagsráð getur ákveðið hámarks- þóknun sem kortaútgefanda er heimilt að krefja greiðsluviðtak- anda um en kostnaður skal að öðru leyti greiðast af korthöfum. Ákvörðun um hámarksþóknun skv. 1. mgr. verðurekki beitt nema að notkun greiðslumiðlunar af þessu tagi hækki sannanlega kostnað greiðsluviðtakanda miðað við fyrri viðskiptahætti og að ekki tíðkist í viðkomandi grein að veita þeim viðskiptavinum sem ekki notfæra sér greiðslumiðlunina, sérstakan afslátt af verði vöm eða þjónustu. Kortaútgefendur skulu birta opinberlega gjaldskrár sínar ef Verðlagsstofnun krefst þess.“ Viðskiptaráðherra sagði að þvælt hefði verið með þetta mál í langan tíma, en hann taldi líklegt að framvarpið yrði lagt fram á þessu þingi. „Sjónarmið greiðslukortafyrir- tækja, neytenda, smákaupmanna og stórkaupmanna hafa togast á í umræðum um hvert fyrirkomulag skuli haft í þessum efnum. Hug- myndin um hina almennu reglu sem höfð skuli að leiðarljósi er sú að ekki megi leggja kostnað af greiðslukortum á hinn almenna viðskiptavin, hvort sem hann notar kort eður ei. Fyrst og fremst á kostnaðurinn að leggjast á þá sem nota kortin — korthafana. Upphaflega var það minnihluti, sem nú er orðinn meiri- hluti. Það er auðvitað ekkert ann- að en sjálfsagt sanngirnismál að þeir sem hafa hagræði af notkun kortanna, borgi fyrir það,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. Dansleikjum framhaldsskóla ljúki fyrr - óánægja nemenda DANSLEIKJUM framhaldsskóla í Reykjavík skal framvegis lokið klukkan eitt eftir miðnætti nema í undantekningartilfell- um, í samræmi við reglugerð um skemmtanahald. Áður stóðu dansleikir almennt til klukkan tvö. í reglugerðinni er lögreglu- stjóra heimilað að veita undanþágu til klukkan tvö, en hin síð- ari ár hefur það þróast svo að undanþágan var orðin að reglu, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. „Þetta hefur einfaldlega venð öfugþróun sem við viljum snúa við,“ sagði Ómar. „Reglurnar em skýrar, og þetta er aðeins átak í að framfylgja þeim.“ Hann sagði að áfram yrðu veittar undanþágur, en aðeins ef um væri að ræða árs- eða afmælis- hátíðir. „Það má sjálfsagt rökræða endalaust hvað vinnst með einum klukkutíma," sagði Ómar. „Við gemm okkur hins vegar vonir um að þetta muni stuðla að því að fólk mæti fyrr, hætti fyrr, skemmtanimar fari betur fram, það dragi úr áfenglsneyslu og fólk sé almennt betur fyrir kallað daginn eftir, en flest böllin em á virkum dögum og skóli daginn eftir,“ sagði hann. Forsvarsmenn tveggja nem- endafélaga voru inntir álits á til- höguninni. Dagur Eggertsson, inspector scolae Menntaskólans í Reykjavík, varð fyrstur fyrir svömm. „Á fundi sem ég og konrektor Menntaskólans áttum með Ómari Smára á miðvikudag var hljóðið þannig að mér skild- ist að ekki yrði tekið mjög stíft á þessum reglum, svo fremi sem engin sérstök efni væm til,“ sagði hann. „Síðan virðist hafa komið fram stífara viðhorf, og ef sú verður raunin þykir mér þetta bæði skrýtið og alvarlegt mál. Þessu má líkja við að stytta útsendingartíma sjónvarps um klukkustund á kvöldin og bera því við að hann hafi lengst á daginn." Dagur segir að illkleift verði að standa fyrir dansleikjum ef þeir megi aðeins standa til klukkan eitt eftir miðnætti. Húsaleiga skemmtistaða væri því sem næst sú sama, en tekjur af miðasölu myndu stórminnka. Hann benti einnig á að tilhögun- in myndi stuðla að því að skemmtanir menntaskólanema færðust í auknum mæli yfir á helgar, ef böllin, sem haldin eru á virkum dögum, legðust af. Það ylli yæntanlega tilheyrandi álagi á löggæslustörf í miðbænum. Benedikt Hjartarson, formaður Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, tók í sama streng. „Fyrirsjáanlegar afleiðingar af þessu verða fyrst og fremst að það verður erfiðara að fá fólk til að koma á dansleikina," sagði hann. „Þetta er eiginlega alveg út í hött, því ég efa að það muni hafa nein áhrif á hvernig skemmtanimar fara fram að öðm leyti.“ * EFNI Heilbrigðiskerfið und- ir hnífnum ► Sjúklingar spara ríkinu milljarða með því að greiða hærri gjöld fyr- ir lyf, læknisþjónustu og sitthvað fleira varðandi heilsugæsluna. 10 Skuggi Stalíns ►í þessum þætti greinaflokksins um hrun Sovétríkjanna segir frá ógnarstjóm Stalíns og hreinsunun- um á fjórða áratugnum. /12 Af hverju játar sak- laust fólk á sig glæpi? ►Dr. Gísli Guðjónsson yfirréttar- sálfræðingur við Lundúnaháskóla vann að Guildford og Birmingham málunum. í síðasta mánuði réð vitnisburður hans úrslitum í sögu- legu dómsmáli. /16 Á raunvísindastofnun er NMR tæki sem er ómissandi rannsókna- tæki í efnafræði í dag ►Um Nóbelsverðlaunin í efna- fræði 1991 eftir Sigríði Jónsdótt- ur. /18 Unglingar - þunglyndi og sjálfsmorðstil- hneigingar ►Nokkur atriði sem geta bent til þess að unglingur þjáist af þung- lyndi, eftirKolbrúnu Baldursdótt- ur. /18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-24 Fateignamarkaðurinn í byrjun árs ►Rætt við fasteignasala á höfuð- borgarsvæðinu. /12 Þeir elskuðu að hata hann ►Forpokaður íhaldsmaður og ba- neitraður penni, segja menn um Indriða G. Þorsteinsson rithöfund og fyrrverandi ritstjóra Tímans. 1 Blóðsugur, hellelúja og amen ►Þegar gengi íslensku krónunnar forðaði líkamsárás á Jamaica. /8 Hvað segja stjörnurn- ar ►Stjömuspádómurársins 1992. /10 JFK - Hver myrti Kennedy forseta ►Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá morðinu á John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta. í kvikmynd sinni JFK fjallar leik- stjórinn Oliver Stone um morðið og hefur myndin vakið umtal og deilur./8 Sveiflan er kjarninn ►- segir Stefán S. Stefánsson, höfundur fyrsta íslenska stórsveit- arverksins á erlendum hljómdiski. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dagbók 8 Hugvekja 9 Leiðari 20 Helgispjall 20 Reykjavíkurbréf 20 Minningar 22-23-24 Fólk í fréttum 34 Útvarp/sjónvarp 36 Mannlífsstr. 6c Fjölmiðlar 18c Kvikmyndir 20c Dægurtónlist 22c Myndasögur 24c Brids 24c Stjömuspá 24c Skák 24c Bíó/dans 25c-26c-27c A fömum vegi 28c Velvakandi 28c Samsafnið 30c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.