Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
ATVINNII
Hjúkrunarfræðingur
Fyrirtækið er rótgróið innflutningsfyrirtæki í
Reykjavík.
Starfið felst í kynningu og sölu á vörum til
heilbrigðisstofnana. Starfsmaður mun sækja
námskeið erlendis.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu
menntaðir BS-hjúkrunarfræðingar eða hafi
sambærilega menntun. Reynsla af sölustörf-
um æskileg. Góð kunnátta í ensku og einu
Norðurlandamáli skilyrði.
Umsóknarfrestur ertil og með 17. janúarnk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavörðustig la - 101 Reykjavlk - Sími 621355
FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Laus er staða
sérfræðings
við barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akreyri.
Staðan veitist frá 1. febrúar nk. í
6 mánuði.
Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra
sjúkrahússins fyrir 15. janúar nk.
Allar frekari upplýsingar veitir Baldur Jóns-
son, yfirlæknir, í síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Norræna mála- og
upplýsingamiðstöðin
f Helsinki
er samnorræn stofnun, sem heyrir undir nor-
rænu ráherranefndina.
Hlutverk hennar er að efla þekkingu og
fræðslu um tungumál, menningu og þjóðfé-
lagsaðstæður annarra Norðurlanda í Finn-
landi. Stofnunin skal einnig kynna öðrum
Norðurlandabúum tungu, mennningu og
þjóðfélag Finna.
Frá 1. ágúst er laus staða
forstjóra
Forstjórinn er yfirmaður stofnunarinnar og
hefur umsjón með þeirri kennslu, sem fram
fer á hennar vegum. Honum er ætlað að
treysta enn frekar tengsl Norðurlanda, flytja
mál fyrir stjórn stofnunarinnar, auk þess sem
hann skipuleggur starfsemi hennar og gerir
fjárhagsáætlanir.
Krafist er háskólaprófs, helst í norrænum
málum, og kunnáttu í finnsku. Einnig skal
viðkomandi hafa reynslu af stjórnunarstörf-
um, þekkingu á norrænu samstarfi og
kennslureynslu. Við stofnunina er að jafnaði
töluð sænska og finnska.
Ráðningartími er fjögur ár, með möguleika á
framlengingu.
Laun eru samkvæmt finnskum launaflokki A
28 (grunnlaun FIM 17.001, hámarkslaun með
starfsaldurshækkunum 21.713). Að auki
kemurtil útlendingaviðbót og flutningsstyrkur.
Nánari upplýsingar veitir Erlingur Sigurðs-
son, stjórnarmaður í Helsinki, í síma 358-0-
1913367 og Marja-Liisa Karppinen, forstjóri,
í síma 358-0-7062402.
Umsóknir sendist eigi síðar en 28. febrúar
1992, til:
Styrelsen för
Nordiska sprák- och informationscentret,
Hagnásgatan 2,
SF-00530 Helsingfors,
Finnland.
Framreiðslunemar
Stórt veitingahús í Reykjavík óskar eftir að
ráða framreiðslunema.
Upplýsingar um aldur og menntun sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. janúar merktar:
„Framreiðsla - 14864“.
Vera,
tímarit um konur og kvenfrelsi, leitar að
starfsveru í hálft starf til að annast ritstjórn
blaðsins í samvinnu við ritnefnd.
Ef þú ert vel ritfær, hugmyndarík og dugleg
kvenfrelsisvera, sendu þá umsókn til Veru,
Laugavegi 17,101 Reykjavík, fyrir27. janúar.
Rafmagnsverkfræð-
ingur/rafmagns-
tæknifræðingur
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða
rafmagnsverkfræðing eða rafmagnstækni-
fræðing til starfa við gagnakerfi og tölvusam-
skipti.
Rafeindavirki -
kerfisfræðingur
Sama fyrirtæki óskar eftir að ráða rafeinda-
virkja eða kerfisfræðing til sambærilegra
starfa.
Hæfniskröfur: í báðum tilfellum koma aðeins
til greina umsækjendur með ofangreinda
menntun sem hafa reynslu af tölvum og
tölvusamskiptum.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Skólavördustlg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355
Prentsmiðjustjóri
Óskum að ráða prentsmiðjustjóra til starfa
hjá lítilli prentsmiðju úti á landi.
Við leitum að prentara eða manni með þekk-
ingu og reynslu af prentvinnslu. Viðkomandi
sér um daglegan rekstur, skipulagningu og
vinnslu verkefna. Laust strax.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar:
„Prentsmiðja 821“ fyrir 18. janúar nk.
Hagv angur hf
Laus staða
sérfræðings við
barnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
Staða sérfræðings í barnalækningum við
barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
er laus til umsóknar.
Um er að ræða 90% starf.
Staðan veitist frá og með 1. apríl 1992.
Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum
um læknismenntun og læknisstörf, skal skila
fyrir 10. febrúar nk. til starfsmannastjóra, á
sérstökum eyðublöðum, sem fást
á Heilsuverndarstöðinni, Barónstíg 47,
Reykjavík.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
stjórnsýslusvið.
il
ST. JÓSEFSSPfTALI
LANDAKOTI
Ársstaða
aðstoðarlæknis
á barnadeild Landakotsspítala er laus til
umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1992.
Umsóknarfrestur er til 7. febrúar nk.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil
og fyrri störf, sendist til yfirlæknis barna-
deildar, sem veitir nánari upplýsingar.
Staða reynds
aðstoðarlæknis
á lyflækningadeild Landakotsspítala er laus
til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars 1992
allt að einu ári.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil
og fyrri störf, sendist til yfirlæknis lyflækn-
ingadeildar, sem veitir nánari upplýsingar.
Reykjavík, 7.janúar 1992.
St. Jósefsspítali,
Landakoti.
LANDSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
Lyflækningadeild 11-A
Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækninga-
deild 11-A. Ýmiskonar vaktafyrirkomulag
kemur til greina. Um er að ræða 18 rúma
lyflækningadeild með aðaláherslu á hjúkrun
sjúklinga með meltingarfæra-, lungna-, inn-
kirtla- og smitsjúkdóma.
Nánari upplýsingar gefur Halldóra Kristjáns-
dóttir, hjúkrunardeildarstjóri, s. 601230 og
Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 601290/601300.
Taugalækningadeild 32-A
Hjúkrunarfræðingur óskast á taugalækn-
ingadeild 32-A á allar vaktir eða eftir sam-
komulagi. Á deildinni eru 22 sjúkrarúm og
áherslan er á hjúkrun sjúklinga með vefræna
taugasjúkdóma. Ýmsar rannsóknir eru í
gangi á deildinni og starfsaðstaða mjög góð.
Upplýsingar gefur Jónína Hafliðadóttir, hjúkr-
unardeildarstjóri, í síma 601650 og Hrund
Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í síma 601290/601300.
Handlækningadeild 13-D
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga. Deild-
in er tvískipt með 25 rúm, almenn skurð-
og þvagfæralækningadeild. Góður aðlögun-
artími með vönum hjúkrunarfræðingum.
Boðið er upp á 12 tíma vaktir þriðju hverja
helgi. Ennfremureru lausar stöður sjúkraliða
á næturvaktir. Vinnuhlutfall 50 til 60%.
Nánari upplýsingar veita Hrafnhildur Bald-
ursdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma
601350 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, í síma 601366 eða
601300.