Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
19
Kolbrún Baldursdóttir
„Sýnt hefur verið fram
á að tengsl eru á milli
þunglyndis og sjálfs-
morðstilraunar. Hvern-
ig getur foreldri eða
aðstandandi unglings
merkt að unglingurinn
er hugsanlega í sjálfs-
morðshugleiðingum?“
við með hneykslun, ásökunum,
skömmum eða gagnrýni. Markmið
áheyranda í þessu tilviki, hvort sem
um er að ræða foreldra eða aðra
aðstandendur, ætti að vera að fá
unglinginn til að treysta sér, hleypa
sér inn í hugarheim sinn svo hægt
sé að hjálpa honum að vinna á því
vonleysi sem gripið hefur um sig.
Ef upp kemur hvað hijáir ungling-
inn verður hlustandinn að meta al-
varleika ástandsins og taka ákvörð-
un samkvæmt því.
Ástæður fyrir sjálfsmorðstilraun-
um geta verið margvíslegar. Öðrum
en unglingnum getur þótt ástæð-
urnar af léttvægum og skammvinn-
um toga en í augum unglingsins
geta þær verið fullgildar ástæður
til að stytta sér aldur. Unglingur
sem ákveðið hefur að fyrirfara sér
þarf ekki endilega að eiga við geð-
ræn vandamál að stríða. Hér getur
verið um að ræða langvarandi
óhamingju og vonleysi sem rekja
má til ýmissa persónulegra eða fé-
lagslegra ástæðna. Algengt er að-
unglingur sem fremur sjálfsmorð
hafi um lengri eða skemmri tíma
verið að velta fyrir sér ýmsum leið-
um út úr óhamingju sinni en að
lokum komist að þeirri niðurstöðu
að sjálfsmorð sé sú eina. Það sem
síðan verður til þess að unglingur-
inn framkvæmir verknaðinn getur
verið allt frá höfnun í fótboltafélag
til alvarlegra geðsjúkdóma. Sum
vandamál má ætla að leysist af
sjálfu sér ef viðkomandi vill gefa
þeim tíma og þar af leiðandi mun
sjálfsmorðshættan hverfa. Önnur
vandamál eru erfiðari viðfangs sem
veldur því að sjálfsmorðshugleið-
ingar geta verið viðloðandi um
ókominn tíma. í slíkum tilvikum
þarf sá sem veit um sjálfsmorðs-
hugleiðingar unglingsins að vera á
varðbergi og gera viðeigandi ráð-
stafanir. í vesta falli getur þurft
að fá aðstoð neyðarþjónustu og fá
einstaklinginn lagðan inn. Hér er
um að ræða persónu sem hefur
ótvírætt gefið í skyn að hann eða
hún ætli að stytta sér aldur og er
ekki tilbúinn að þiggja aðstoð af
neinu tagi. Viðkomandi getur einnig
tailið öðrum trú um að hættan sé
ekki lengur fyrir hendi jafnvel þótt
hann sé ennþá ákveðinn í að gera
tilraun. í slíkum tilvikum er erfitt
að meta hættuna en ef talið er að
hún sé ennþá fyrir hendi getur ver-
ið ráðlegt að vera í sambandi við
geðlækni eða annað fagfólk sem
getur síðan reynt að fylgjast með
hegðunarmynstri og hegðunar-
breytingum einstaklingsins eins
náið og hægt er.
Fáeinar staðreyndir um
sjálfsmorð
Ein af megin ástæðum fyrir því
að einstaklingur gerir tilraun til
sjálfsmorðs felur í mörgum tilvikum
í sér aðra mikilvæga persónu í lífi
einstaklingsins. Hér getur verið um
að ræða rof á ástarsambandi, erfið-
leika í samskiptum við foreldra,
os.frv.
Flestir þeir sem gera sjálfs-
morðstilraun eru í vafa hvort þeir
vilja lifa eða deyja. I mörgum tilvik-
um reynir viðkomandi að kalla á
hjálp strax eftir að sjálfsmorðstil-
rauninni hefur verið hrint í fram-
kvæmd. Þetta á auðvitað einungis
við í þeim tilvikum þegar einstakl-
ingurinn missir ekki meðvitund
strax eftir að tilraun hefur verið
gerð til sjálfsvígsins, heldur fær
einhvern umhugsunarfrest. Hér
getur verið um að ræða tilfelli þeg-
ar viðkomandi hefur tekið of stóran
skammt af lyfjum eða skorið á slag-
æð.
Jafnvel þótt þunglyndi sé oft
tengt sjálfsmorðshugleiðingum
hafa ekki allir þeir sem fremja
sjálfsmorð þunglyndistilhneigingar.
Sumir eru kvíðafullir, hræddir, lík-
amlega fatlaðir eða vilja einfaldlega
flýja þann veruleika sem þeir lifa í.
Alkóhólismi/fíkniefnaneysla og
sjálfsmorð haldast oft í hendur, þ.e.
þeir sem fremja sjálfsmorð hafa oft
einnig átt við áfengis/fíkniefna-
vandamál að stríða.
Margir þeir sem fremja sjálfs-
morð hafa aldrei verið sjúkdóms-
greindir með geðræn vandamál.
Með því að spyija einstakling
sem er að hugleiða sjálfsmorð beint
að því hvort hann sé í sjálfsmorðs-
hugleiðingum minnkar oft kvíði og
streita sem viðkomandi hefur þróað
með sér samfara áætlun um að
framkvæma sjálfsvígið.
Sjálfsmorð eiga sér stað í öllum
aldurshópum, stéttum og kynþátt-
um.
Ef rannsóknir á sjálfsmorðum
eru skoðaðar, kemur í ljós að meiri
en helmingur úrtaksins hafði gert
tilraun til að leita sálfræðilegrar
aðstoðar einhvern tímann síðustu 6
mánuði áður en hann gerði tilraun
til sjálfsmorðs.
í mörgum tilvikum hefur sá ein-
staklingur sem tekst að fremja
sjálfsmorð gert misheppnaða til-
raun(ir) áður á lífsferli sínum.
Þeir sem hafa gert tilraun(ir) til
sjálfsmorðs en mistekist eru í þeim
hóp einstaklinga sem eru í hvað
mestri hættu á að endurtaka til-
raunina.
Höfundur erfélags- og
sálfræðiráðgjnfi hjá
Fangelsismálastofnun ríkisins og
námsráðgjafi í Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
„Grunnrannsóknir í
raunvísindum kosta
mikla fjármuni o g
hagnýt sjónarmið eru
ekki höfð að leiðar-
ljósi heldur þekking-
arleit og þörf á aukn-
um skilningi á um-
hverf inu og tilver-
unni. Hitt er svo annað
mál að stundum er
hægt að gera niður-
stöður rannsóknanna
að söluvarningi þ.e.
nota þær í þágu al-
mennings.“
andi gengi og var greitt á þremur
árum. Að fjármögnun stóðu Há-
skóli Islands, Vísindasjóður og sjóð-
ur Rannsóknaráðs ríkisins. Undir-
rituð, sem er ráðin sérfræðingur á
Raunvísindastofnun, fékk það verk-
efni að hafa umsjón með þessu
nýja og dýra tæki, sjá um allar
mælingar og daglegan rekstur. Til
að svo mætti verða voru nokkurra
vikna þjálfunarnámskeið erlendis
nauðsynleg.
Tækið er mikilvægur, hlekkur í
uppbyggingu á aðstöðu til rann-
sókna í efnafræði hér á landi. Áður
en tækið var tekið í notkun voru
algengar utanferðir kennara til er-
lendra háskóla í þeim tilgangi að
Sigríður Jónsdóttir
mæla NMR róf efna sem þeir feng-
ust við smíðar á.
Samstarf við erlenda háskóla er
nauðsynlegt. Hins vegar eru NMR-
tæki víðast hvar svo umsetin að
biðtími til að fá mælingu getur ver-
ið nokkrir mánuðir. Erlendir háskól-
ar sem við gjarnan berum okkur
saman við (bæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum) eru flestir vel búnir
NMR-tækjum. Samt sem áður rétt
anna þeir eigin eftirspum eftir
mælingum, hvað þá að geta orðið
við utanaðkomandi óskum. Þar
kemur m.a. til að flóknar NMR-til-
raunir geta tekið hálfan sólarhring.
Með tilkomu tækisins skapaðist
einnig grúndvöllur fyrir efnafræði-
skor Raunvísindadeildar Háskóla
íslands að mennta nemendur til
MS-prófs í efnafræði.
Grunnrannsóknir í raunvísindum
krefjast flókinna mælitækja. Þau
duga samt lítið ef enginn kann að
stjórna þeim. Tækjabúnaður í
grunnrannsóknum raunvísinda er
orðinn svo flókinn að oft er sér-
menntunar þörf til stjórnunar þeirra
ef þau eiga ekki að standa og ryk-
falla. Þetta á ekki aðeins við ofan-
greint tæki, heldur einnig önnur
mælitæki sem notuð eru í grunn-
rannsóknum innan Háskólans.
Grunnrannsóknir í raunvísindum
kosta mikla fjármuni og hagnýt
sjónarmið eru ekki höfð að leiðar-
ljósi heldur þekkingarleit og þörf á
auknum skilningi á umhverfinu og
tilverunni. Hitt er svo annað mál
að stundum er hægt að gera niður-
stöður rannsóknanna að söluvarn-
ingi þ.e. nota þær í þágu almenn-
ings. í þessu sambandi má nefna
að sem bein afleiðing af grunnrann-
sóknum á Raunvísindastofnun hafa
verið stofnuð fyrirtæki á sviði raf-
eindatækni sem í dag afla þjóðarbú-
inu gjaldeyristekna upp á um 400
milljónir króna árlega.
Islensk stjórnvöld bera vonandi
gæfu til að grípa ekki til rauða
pennans gagnvart uppbyggingu
grunnrannsókna í raunvísindum hér
á landi nú á tímum niðurskurðar í
ríkisfjármálum. Okkur ber að efla
og tryggja framtíð rannsókna innan
æðstu menntastofnunar landsins,
Háskóla íslands.
Höfundur cr sérfræðingur á
efnafræðistofu
Raunvísindastofnunar HÍ og
stundakennari við HL
Styrkir úr
Minningarsjóði
Theódórs Johnsons
í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theó-
dórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að
úthluta 5 styrkjum, að upphæð kr. 125 þús. hver.
í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim
tekjum, sem ekki skal leggja við við höfuðstól, sbr.
3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla
stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla ís-
lands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi
við Háskóla íslands.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu skólans.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1992.
Skylmingafélag Reykjavíkur
auglýsir!
Námskeið fyrir börn á aldrinum 10-15 ára
í fyrsta sinn í Reykjavík.
Einnig eru námskeiðfyrirfullorðna.
Kennari verður búlgarski skylmingameistarinn Nikolay
Mateev.
Undanfarin 10 ár hefur Nikolay verið meðal 5 bestu manna
í heiminum í skylmingum.
Þetta er því einstakt tækifæri til að læra þessa fögru íþrótt.
Upplýsingar gefur formaðurfélagsins, Örn Leifsson, í síma
74985 og Geir Gunnlaugsson í síma 40742.
1
Ný sending af hofnsófum klæddir mínu frábæra leðurlíki.
Verð: 2ja + horn + 2ja aðeins kr. 84.400 stgr.-
Verð: 2ja + horn + 3ja aðeins kr. 93.000 stgr.-
Litir: Brúnt og svart...
Hagstæð greiðslukjör
VISA
raðgreiðslur
Ármúla8, sími 812275.
TILBOÐ
ÓSKAST
í MMC L-300 Mini Bus 4 W/D, árg. ’88, GMC
Jimmy S-15 Sierra Classic 4x4, árg. ’86, MMC
L-300 Mini Bus 2 W/D, árg. '88 og aðrar bifreið-
ar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudag-
inn 14. janúar kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA