Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ
mannlíimamBŒ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
Byggðastofnun
Könnun á markaði fyrir
minjagripi og gjafavörur
Byggðastofnun og Útflutningsráð íslands hafa látið
gera ítarlega könnun meðal erlendra ferðamanna á
markaði fyrir minjagripi og gjafavörur. Könnunin leið-
ir meðal annars í Ijós hve miklu ferðamenn eyða,
hvað þeir kaupa og hvað þeir vilja kaupa. Úrtakinu
er skipt eftir þjóðernui, aldri og ferðamáta.
Könnunin getur orðið öllum sem starfa að ferðamál-
um að gagni, bæði þeim sem framleiða og selja
minjagripi og gjafavöru sem ætluð er ferðamönnum
og þeim sem reka eða skipuleggja ferðaþjónustu.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessar niðurstöð-
ur geta pantað eintak af könnuninni hjá Byggðastofn-
un í síma 605 400 og kostar það kr. 10.000,-
Við fögnum nýju ári með nýjum sólfasettum
frá Ítalíu úr úrvals leðri I mörgum litum:
Bleiku, bláu, grænu, svörtu og brúnu.
Sjón er sögu ríkari
Sófasett úr leðri 3+1 +1
Verð frá kr. 166.000 stgr.-
Hagstæð greiðslukjör
Verið velkomin
ÁRMÚLA 8 ■ SÍMI 812275
SPORT
Mörkin 8,
austast v/ Suðurlandsbraut,
s. 679400
KARATE
TAEKWON-DO
JUDÓ
AIKIDÓ
Fullkomin
líkamsræktartæki
á staðnum.
UMHVERFISinAL//;,// er hlutverk markabarins í
umhverfisvemdf
Orðstírog
hagnaður
í BÓRINNI „Grænn kapítalismi"
sem kom út í Bretlandi árið 1987
er fjallað um margháttuð tíma-
mót sem framundan eru í um-
fjöllun og athöfnum manna að
því er varðar umhverfisvernd.
Enda þótt nokkuð sé um liðið
síðan bókin kom út fyrst kemur
þar ýmislegt fram sem athyglis-
vert er og jafnvel má segja að
margt hafi gengið fram af því
sem þar er spáð. Höfundurinn
heitir John Ellington og er einn
þeirra sem fremstir standa í
flokki umhverfisverndarsinna í
blaðamannastétt. Hann hefur
skrifað fjölda bóka um um-
hverfismál sem hafa hlotið mikla
útbreiðslu og hefur verið ráð-
gjafi risafyrirtækja víða um
heim um bætta framleiðsluhætti.
Nú er hann forsljóri stofnunar
sem veitir ráðgjöf um rekstur
fyrirtækja með sjálfbæra þróun
að leiðarljósi.
Iþessarri bók bendir höfundurinn
á ný viðhorf og áhersluatriði í
umhverfisvernd og telur að nú sé
nóg af því gert að horfa til baka
og harma ástandið. Nú eigi menn
að horfa fram á
leið. Athafnamenn
bæði í opinbera
kerfínu og einka-
geiranum eigi nú
leikinn. Allt sé
undir því komið
eftir Huldu hvemig þeir
Voltýsdóttur bregðist við vand-
anum. Þeirra sé að
snúa þróuninni til betri vegar. Nú
verði ekki síst að ieggja áherslu á
framtíð komandi kynslóða. Ófæddir
geti hvorki notið kosningaréttar,
Iagt fram fjármagn eða gert kröfur
og því verði aðrir að tala þeirra máli.
Höfundur bendir líka á að for-
svarsmenn umhverfís og náttúm-
vemdarsamtaka eigi engan einka-
rétt á þessum málstað. Margar
greinar atvinnulífsins og hins
fijálsa markaðar hafí þegar unnið
þar umtalsvert til bóta og hann
nefnir þar til með dæmum mörg
stærstu iðnfyrirtæki hins vestræna
heims. Mörg þeirra hafí breytt
ímynd sinni í augum almenn-
ings til hins betra með bættum
framleiðsluháttum. Slíkt megi
flokka undir raunvemlegan
hagnað þegar til lengdar lætur.
Tæknin á líka sinn þróunar-
feril eins og líffræðileg heiid,
segir á einum stað. Hún er
undirorpin lögunum um
„náttúrulegt" val eins og segir
í kenningum Darwins. Sumar
framleiðsluvörur muni hverfa
af markaðinum og framleiðslu-
aðferðir leggjast af vegna úreltrar
tækni sem er umhverfínu skaðleg.
í þessarri bók gætir meiri bjart-
sýni um úrbætur í umhverfismálum
en við eigum að venjast í slíkri
umfjöllun þótt höfundur geri sér
grein fyrir þeim vandrataða vegi
sem framundan er. Einn kafli bók-
arinnar ber yfírskriftina Málamiðl-
un og verður hér vitnað í inngangs-
orð nokkurra undirkafla: „Fram-
Ieiðendur munu í ríkara mæli leggja
áherslu á umhverfisvænar vörur
allt frá niðursuðudósum upp í far-
þegaþotur. Á öld örtölvunnar fær
mannvit meira um ráðið hvernig
hagræða má framleiðslunni betur
en áður. Nýja tæknin sem höfundur
leggur mikla áherslu á og byggir á
örtölvutækni muni geta orðið
grundvöllur nýrrar framtíðar ef
menn ákveða að taka hana í þjón-
ustu sína.
Ef sjálfbær þróun á að geta orð-
ið annað og meira en loftkastalar
verða athafnamenn atvinnulífsins
skilyrðislaust að taka höndum sam-
an við náttúruverndarsamtök til að
fínna nýjar lausnir. Þá hafa einnig
komið til sérstakar stofnanir með
lærðu fagfólki sem vinnur að því
að koma á þessum tengslum, skapa
vettvang til umræðna og leiða til
samstarfs."
í síðasta kaflanum er fjallað um
hvernig markaðsöflin, forráðamenn
opinberra stofnana og einkafyrir-
tækja geti hafíst handa um aðgerð-
ir í umhverfísvernd. Þeirra hagnað-
ur sé tvöfaidur — bæði vegna þess
að afstaða almennings til fyrirtæk-
isins/stofnunarinnar muni verða
jákvæð um leið og það leggi fram
sinn skerf til umhverfisbóta, sem
síðan leiði tii hagnaðar:
„Það sem ber að gera: — móta
stefnu um hvernig fyrirtækið
hyggst beita sér fyrir umbótum, —
skipa stjórnendur og starfsfólk í
starfshópa þessu viðvíkjandi, —
tryggja hæfílegt fjárframlag, —
styðja með fjárframlögum afmörk-
uð verkefni þar sem unnið er að
umhverfísrannsóknum, nýtækni
eða úrbætur á einhveiju sviði, —
standa að fræðslu og endurmennt-
un starfsmanna þar að lútandi, —
annast eftirlit með því hvort áætlan-
ir standist, dæma um árangur og
kynna hann, — fylgjast grannt með
umræðum um umhverfísmál, —
leggja sitt af mörkum til að auka
tengsl milli ríkis- og einkafyrir-
tækja og umhverfisverndarsam-
taka.“
I þessum pistli er auðvitað aðeins
dregið fram lítið sýnishom af því
sem fjallað er um í þessari bók, en
lestur hennar gæti verið gott vega-
nesti inn í síðasta áratug aldarinn-
ar. (Þess má geta forstöðumönnum
og forstjómm til fróðleiks að bókin
er nýkomin út á dönsku hjá Höst
og Sön og heitir þá Grön Profil=
Profít.)
LÆKNISFR/EÐI 7 / þörfá kaffisjðði?
Fyrrognú
FJÓRUM árum eftir að Sjúkra-
hús Reykjavíkur og fyrsti spítali
landsins tók til starfa skrifaði
dr. Jón Hjaltalín landlæknir smá-
grein í tímarit sitt, Heilbrigðis-
tíðindi, undir fyrirsögninni Mikill
er nú munurinn. Þar segir:
ASkotlandi hafa menn reist árið
sem leið sjúkrahús fyrir allan
heim, það er að skilja sjúkrahús þar
sem allir þeir er koma til Edinborgar
geta komist inn borgunarlaust, þeg-
ar þeir þurfa lækn-
ishjálpar við. Hér á
íslandi getum við
ekki komið upp
sjúkrahúsi fyrir
þetta fámenna
land, nema því að-
eins að þeir borgi
fyrir sig og hafa
þó Reykvíkingar,
bæði æðri og lægri, lagt fram meira
en nokkur von var á og fyrir
eftir Þórarinn
Guónason
höfðingsskap þessara manna er
sjúkrahús stofnað hér í bænum og
svo úr garði gjört að það getur tek-
ið á móti 20 til 30 sjúklingum í einu.
Þetta kalla ég mikilsvert, en nú á
landslýðurinn allur eftir að styðja
þessa stofnun svo að sérhver sem
kæmi til bæjarins og yrði veikur
gæti legið ókeypis á þessum spítala.
Þetta yrði eigi svo örðugt sem menn
skyldu halda ef samtökin vantaði
ekki. Ég ímynda mér að ef hver ís-
lendingur vildi draga af sér kaffí-
nautn einn dag á ári og gefa andvirð-
ið fyrir það til spítalans, þá mundi
úr þessu mega búa til sjóð sem
hrykki langt til hins umgetna augn-
amiðs ...“ (8. nóv. 1870.)
Hálfu ári síðar ritaði stjórnar-
nefnd sjúkrahússins stiftsyfirvöldum
bréf um ástand þess og horfur. Þá
var að ljúka því fímm ára tímabili
er spítalanum hafði verið lofað 400
ríkisdala styrk til rekstrar á ári og
undanþágu frá vaxtagreiðslu af
1.000 rd. veðláni. Þessi fríðindi ætl-
aðist nefndin til að fá framlengd í
önnur fimm ár til viðbótar og er sú
umleitan vitaskuld meginástæða
þessa tilskrifs. í bréfínu segir m.a.
á þessa leið:
„Þegar nú litið er á það gagn er
sjúkrahúsið hefur unnið þá hefur
það, þar sem um alveg nýja stofnun
er að gjöra sem þarf að ryðja sér
rúms til þess að almenningur viður-
kenni nauðsyn hennar, áunnið mikið.
Fjöldi af sjúklingum víðsvegar úr
landinu, og eigi síður af sjófarend-
um, hefur komið þangað og þetta
fer einlægt vaxandi ár eftir ár, því
allir finna hversu góðrar aðbúðar
og meðferðar sjúklingarnir njóta þar
og hve mikil þörf er á sjúkrahúsi
þessu sem er hið einasta á öllu land-
inu. Héðan úr bænum hafur aðsókn-
in einnig verið talsverð, og það má
fullyrða að aðsókn af hinum fátæk-
ari bæjarbúum, sem hafa slæm og
óholl herbergi, hefur aukist stöðugt.
Stofnunin er því komin á fastan fjót,
orðin viðurkennd sem nytsamleg pg
þess vegna verður að tryggja fram-
gang hennar sem mest.
Eftir því sem sjúklingum fjölgar
verða ekki nægileg áhöld þau, sem
sjúkrahúsið nú hefur handa 14
manns, heldur verður að auka þau
og við bæta, eftir sem úr sér geng-
ur, því ’að ekki veitir af því að stofn-
unin smátt og smátt afli sér allt að