Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 7
__________________MORGUNBLAÐIÐ MAMIMUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR
LÖGFRÆDI///<vad verbur um EES-dómstólinn? Hi
12. JANÚAR 1992
C 7
DómstóU EB og EES-
samningurinn
í DESEMBER sl. sendi dómstóll Evrópubandalagsins frá sér álit þar
sem tiltekin ákvæði samnings um Evrópskt efnahagssvæði (EES),
sem varða dómstól efnahagssvæðisins, voru lýst andstæð Rómarsátt-
málanum. Á næstu vikum mun skýrast hvort þetta álit dómstólsins
kemur til með að breyta áformum um gildistöku samnings um Evr-
ópskt efnahagssvæði. í þessum pistli Verður reynt að skýra meginatr-
iðin í áliti dómstólsins. Fyrst verður fjallað í örstuttu máli um dóm-
stól Evrópubandalagsins, þá dómstól EES, eins og ráðgert er að
hann verði samkvæmt samningi um Evrópskt efnahagssvæði, og að
lokum verður vikið að áliti dómstóls Evrópubandalagsins.
Dómstólarnir. . . skulu taka fullt tillit til þeirra meginreglna er fram
koma í úrlausnum annarra dómstóla í sambærilegum málum ...
Evrópudómstóllinn
A
1164.-188. gr. Rómarsáttmálans
er fjallað um dómstól Evrópu-
bandalagsins, eða Evrópudómstól-
inn, eins og hann hefur verið kallað-
ur á íslensku. Meginhlutverk dóm-
stólsins er að sjá
til þess að aðrar
stofnanir banda-
lagsins og einstök
ríki þess fari að
lögum. Þá er hlut-
verk hans að
tryggja að fullt
samræmi sé í rétt-
arframkvæmd ein-
stakra ríkja. Dómstólinn dæmir í
ágreiningsmálum sem rísa milli
aðildarríkja bandalagsins, deilum
milli Evrópubandalagsins sjálfs og
einstakra ríkja og að lokum í
ágreiningsmálum milli einstakra
stofnana bandalagsins. Dómsvald
hans takmarkast við tiltekna mála-
flokka sem nánar eru greindir í
Rómarsáttmálanum. Almennt er lit-
ið svo á að dómstóllinn gegni mjög
mikilvægu hlutverki á vettvangi
bandalagsins. í dóminum sitja
þrettán dómarar, einn frá hveiju
aðildarríki, auk eins viðbótardóm-
ara.
Eitt af hlutverkum dómstólsins
er að kveða upp svokallaða forúr-
skurði. Þegar mál er til meðferðar
fyrir dómstólum í einhveiju aðildar-
ríkja bandalagsins og talið er að
réttur bandalagsins geti haft þýð-
ingu fyrir málsúrslit í því máli er
ýmist heimilt eða skylt að skjóta
vafaatriðum um túlkun réttarreglna
til Evrópudómstólsins. Heimadóm-
stóllinn bíður síðan eftir úrskurði
Evrópudómstólsins. Forúrskurðir
dómstólsins eru bindandi fyrir
heimadómstóllinn.
Það er ótvíræður skilningur á
ákvæðum Rómarsáttmálans að
dómstóllinn fer með æðsta dóms-
vald innan bandalagsins í þeim
málaflokkum sem sáttmálinn mælir
nánar fyrir um. Úrlausnir hans
geta ýmist verið í formi dóma, álita
eða annarra ákvarðana.
Samkvæmt 1. mgr. 228. gr.
Rómarsáttmálans getur ráðherra-
ráðið gert samninga fyrir hönd
Evrópubandalagsins við einstök ríki
utan bandalagsins, eða aðrar fjöl-
þjóðlegar stofnanir. Samkvæmt 2.
mgr. sömu greinar geta ráðherrar-
áðið, framkvæmdastjórnin eða ein-
stök aðildarríki Evrópubandalags-
ins beðið um álit dómstólsins á því
hvort fyrirhugaður samningur er
samrýmanlegur Rómarsáttmálan-
um. Ekki er skylt að leita álit dóm-
stólsins, en sé það gert og niður-
staðan verður sú að hinn væntan-
legi samningur sé andstæður Róm-
arsáttmálanum öðlast hann ekki
gildi nema sjálfum Rómarsáttmál-
anum sé breytt eftir þeim reglum
sem mælt er fyrir um í honum.
Álit Evrópudómstólsins er m.ö.o.
bindandi. Það var þessi heimild til
að leita álits dómstólsins sem notuð
var í tengslum við samning um
Evrópskt efnahagssvæði.
EES-dómstóllinn
í 95.-104. gr. samnings um
Evrópskt efnahagssvæði er fjallað
um dómstól EES. Með samningnum
var ætlunin að koma á fót óháðum
EES-dómstól sem starfa skyldi í
tengslum við dómstól Evrópubanda-
lagsins. Dómstóllinn skyldi fullskip-
aður með 5 dómurum úr dómstól
Evrópubandalagsins og þremur
dómurum tilnefndum af EFTA-ríkj-
unum. Samkvæmt 97. gr. samn-
ingsins skyldu dómar dómstólsins
vera bindandi fyrir samningsaðila
og eftirlitsstofnun EFTA. í tengsl-
um við þennan dómstól skyldi starfa
annar dómstóll á fyrsta dómstigi.
Vissulega má um það deila hversu
„óháður" þessi dómstóll er þegar
til þess er litið hvernig hann er
mannaður, en út' í þá sálma verður
ekki farið hér.
Álit Evrópudómstólsins
Það er einkum 104. gr. samn-
ingsins um Evrópskt efnahagssvæði
sem dómarar Evrópudómstólsins
hafa mestar áhyggjur af. í álitinu
var ijallað um nokkur önnur atriði
sem verða ekki rakin hér. Fyrri
hluti 1. mgr. 104. gr. hljóðar svo í
lauslegri þýðingu:
„1. Til þess að tryggja sem mest
samræmi í túlkun samnings þessa,
að virtu sjálfstæði dómstólanna,
skulu EES-dómstóllinn, EES-dóm-
stóllinn á fyrsta stigi og Evrópu-
dómstóllinn, dómstóll EB á fyrsta
dómstigi og dómstólar einstakra
ríkja taka fullt tillit til þeirra
meginreglna sem fram koma í
úrlausnum annarra dómstóla í
sambærilegum málum þegar beita
á og túlka ákvæði samnings þess
eða ákvæði stofnsáttmála Evrópu-
bandalagsins, með áorðnum breyt-
ingum og viðbótum, eða ákvæði
annarra þeirra réttarheimilda sem
samþykktar hafa verið i samræmi
við þá og eru samhljóða ákvæðum
samningsins."
í 2. mgr. 104. gr. kemur síðan
fram að ætlunin er að gefa EFTA-
ríkjunum kost á að heimila dóm-
stóli eða rétti í heimalandinu að
biðja dómstól Evrópubandalagsins
um að láta í ljós álit sitt á túlkun
reglna EES. Um þetta er nánar
mælt fyrir í sérstakri bókun.
Það eru einkum þau tvö ákvæði
sem vitnað er til hér, sem Evrópu-
dómstóllinn gerir athugasemdir við.
í 1. mgr. 104. gr. felst m.a., að
lagt er fyrir Evrópudómstólinn
sjálfan, sem samkvæmt Rómarsátt-
málanum fer með æðsta dómsvald
í málum er varða framkvæmd og
túlkun réttar bandalagsins, að taka
fullt tillit til úrlausna EES-dóm-
stólsins. Dómurinn telur að þetta
taki ekki aðeins til úrlausna sem
varða túlkun á ákvæðum sjálfs
samningsins um Evrópskt efna-
hagssvæði, heldur einnig til allar
þeirra réttarreglna sem EFTA-ríkin
þurfa að innleiða hjá sér vegna
samningsins og eru efnislega sam-
hljóða reglum Evrópubandalagsins,
og áður voru eingöngu bundnar við
Evrópubandalagið sjálft. Þetta
merkir m.ö.o. að Evrópudómstóllinn
verður að taka mið af úrlausnum
EES-dómstólsins varðandi túlkun á
sjálfum EB-réttinum. í áliti sínu
velta dómararnir því fyrir sér hvort
vegið sé að sjálfstæði Evrópubanda-
lagsins og hlutverki Evrópudóm-
stólsins með þessu fyrirkomulagi.
Kemst Evrópudómstóllinn að þeirri
niðurstöðu, að þetta fyrirkomulag
sé andstætt 164. gr. Rómarsáttmál-
ans og vegi raunar almennt að
grundvelli sjálfs bandalagsins og
sjálfstæði þess. í því sambandi var
m.a. bent á að ekki væri tryggt að
EES-dómstóllinn túlkaði einstakar
reglur bandalagsins í samræmi við
þær grundvallarhugmyndir sem
Evrópubandalagið er reist á og fram
koma í sjálfum Rómarsáttmálanum.
í því sambandi vekja dómaramir
athygli á að dómstóllinn telur að
hið Evrópska efnahagssvæði byggi
á annars konar hugmyndum en
Evrópubandalagið og feli ekki í sér
neitt framsal á fullveldi EFTA-ríkj-
anna til efnahagssvæðisins hlið-
stætt því sem gerist með aðildarríki
Evrópubandalagsins gagnvart
bandalaginu. Það sé því engin
trygging fyrir því að við túlkun
þeirra reglna sem eru efnislega
samhljóða reglum EB verði beitt
sömu aðferðum og grundvallarvið-
horfum og Evrópudómstóllinn beitir
sjálfur.
í athugasemdum sínum við 2.
mgr. 104. gr. benda dómararnir á
að ekkert liggi fyrir um að álit sem
dómstólar í EFTA-ríkjum kunna að
leita eftir við Evrópudómstólinn á
grundvelli ákvæðisins sé bindandi.
Þetta sé ólíkt því sem almennt ger-
ist um forúrskurði dómstólsins.
Telja dómararnir að með þessu sé
dómstólnum falið eins konar ráð-
gjafahlutverk sem ekki samiýmist
EB-réttinum, enda sé þar ekki gert
ráð fyrir öðru en að ákvarðanir
hans séu í öllum tilfellum bindandi.
Erfitt er að spá fyrir um hvemig
ganga muni í komandi samninga-
viðræðum að leysa úr þeim hnút
sem málið er óneitanlega komið í
vegna þessa álits Evrópudómstöls-
ins. Það er vissum vandkvæðum háð
að finna aðra lausn sem stuðlar að
jafnræði milli EFTA-ríkjanna og
Evrópubandalagsins við úrlausn
ágreiningsefna með þeim hætti sem
EES-dómstólnum var ætlað að
gera, án þess að vegið sé að sjálf-
stæði Evrópudómstólsins. Vera má
að þær þjóðir sem þegar hafa sótt
um inngöngu í Evrópubandalagið,
eða hafa gert sig líklegar til þess,
muni vera tilbúnar til að slaka nokk-
uð á kröfum um „óháðan" dómstól,
eða annars konar óháðan úr-
skurðaraðila, af því tagi sem samn-
ingur um Evrópskt efnahagssvæði
gerir ráð fyrir, þar sem þau hafí
hvort sem er tekið stefnuna á sjálft
bandalagið. Ekki er þó víst að slík
tilslökun sé ásættanleg fyrir íslend-
inga.
ehir Davíð Þór
Björgvinsson
40-50 sænga, fyrir hveijar er nægi-
legt pláss í húsinu.
Þessutan þarf að setja í stand
taisvert af herbergjum, sem nú eru
ónotuð vegna efnaleysis ... og með
tímanum þarf nýtt þak á húsið ...“
* * *
Þannig hljóða kvartanir frá frum-
býlingsárum heilbrigðisþjónustu í
þágu fátækrar þjóðar: Spítalastofur
ónotaðar sökum auraleysis, end-
urnýjun áhalda og húsbúnaðar að-
kallandi. — Höfum við ekki heyrt
eitthvað svipað að undanförnu? Get-
ur það verið að við þurfum að safna
í kaffisjóð?
r
Aramótaspilakvöld Varðar
Áramótaspilakvöld Landsmálafélagsins Varðar
verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, í dag,
sunnudaginn 12. janúar, kl. 20.30.
Stórglæsilegir vinningar:
r
- Urvals ferðavinningar
- Matarkörfur
- Bækur
- Vöruúttektir
- Búsáhöld og margt fleira
Ávarp flytur Markús Örn Antonsson, borgarstjóri.
Allir velkomnir! Spilanefnd.
p
Metsölublað á hverjum degi!