Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 30

Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 30
... ...................... - / ■ • 30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 ÆSKUMYNDIN .. . ERAFBIRNIGRÉTARJ SVEINSSYNI, FORMANNI VERKAMANNASAMBANDS ÍSLANDS. Hugsjónamaö- urmeðfin- an „húmor“ „MÉR FANNST hann strax dálítið áber- andi. Það fór töluvert mikið fyrir honum án þess þó að hann væri með læti og yfir- gang og það var eins og eitthvert foringja- efni væri í honum,“ segir Sigurður Ingvars- son, forseti Alþýðusambands Austurlands og æskufélagi Bjöms Grétars Sveinssonar, formanns Verkamannasambands fslands. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Flogið fyrirMoggann Ekki fylgir það sögunni hvort Björn Grétar hafi verið líf- hræddur í gamla daga, en hann stígur nú helst ekki upp í flugvél ef hann mögulega kemst hjá því. Hann lætur sig hafa það að keyra frá Höfn til Reykjavíkur í hvert skipti sem hann þarf að skreppa til borgarinnar, sem er ekki ósjald- an. Og þegar hann fer í sumarfrí til útlanda, finnst honum „sérstak- lega þægilegt" að ferðast með Norrænu. Björn Grétar fæddist 19. janúar árið 1944 í heimahúsi, á Hánefs- staðareyrum við Seyðisfjörð sem var vísir af útgerðar- og landbún- aðarþorpi í þá daga. Móðir hans hét Guðbjörg Björnsdóttir, sem nú er látin, og fósturfaðir heitir Sveinn Sörensen. Bjöm Grétar á tvo hálfbræður, Magnús og Skúla Unnar. Þriggja ára gamall fluttist piltur til Eskifjarðar þar sem hann átti heima nánast til þrítugs. Eftir gagnfræðapróf hugði hann að sjálfsögðu á meiri menntun, en lenti því miður á sjó sem var meira gaman, segir hann sjálfur, en upp úr tvítugu fór hann að læra húsa- smíði og er nú menntaður sem slík- ur, starfaði m.a. um fjögurra ára skeið í Vestmannaeyjum við upp- byggingu eftir gos. „Eg held að ég hafi verið ósköp venjulegt barn, þægur og góður. Það var að mörgu leyti gaman að alast upp þama fyrir austan. Ég var oft á sumrin hjá afa og ömmu úti á Hánefsstaðareyrum og það var auðvitað alveg geysilega gam- an í sveitinni. Og svo var þetta hefðbundna. Maður byijaði snemma að vinna í físki, þetta tíu eða ellefu ára gamall. Ég held að ég hafi ekki borið neinn skaða af því að byija að vinna svona snemma, allavega ekki sem ég sé sjálfur. En kannski er það þess vegna sem ég er eins og ég er. Maður varð jú heltekinn af þessari bakteríu — þessari lífsbaráttu,“ segir Björn Grétar. „Þetta var alveg ljómandi piltur, ákaflega glaðlyndur, hlýr og góð- ur,“ segir Guðjón Bjömsson, kenn- ari á Eskifirði og móðurbróðir Bjöms Grétars. „Hann var félags- lyndur og átti marga kunningja. Við vomm mikið í fótbolta og svo var hann harður í pólitíkinni hérna fyrir austan þegar hann fór að komast til vits og ára. Hann fór snemma að vinna enda var það tíðarandinn þá. Þá var nóg um fisk og síld.“ „Ég man fyrst eftir bróður mín- um þegar hann var komin vel á unglingsárin, enda er þrettán ára aldursmunur á okkur. Hann var ákaflega vinamargur, félagslyndur og skapgóður. Hann var og er mikill hugsjónamaður og hefur mjög fínan húmor,“ segir Skúli Unnar. „Knattspyrna var mikið áhugamál hjá honum. Hann keppti með Austra á Eskifirði og var orð- inn töluvert „fullorðinn“ í fótbolt- anum þegar hann lagði skóna á hilluna." Myndirnar í myndasafninu að þessu sinni eru af tveimur vélum _sem mörkuðu spor í flug- sögu íslands eftir seinni heims- styijöldina auk þess sem þær tengjast með skemmtilegum hætti sögu Morgunblaðsins og þá einkum ljós- myndara blaðsins, 01- afí K. Magnússyni. Staðreyndin er nefni- lega sú, að Ólafur var fyrstur fjölmiðlamanna á íslandi til að nýta sér flugtæknina í sínu starfi, og hann var um skeið eig- andi annarrar þeirra véla sem hér má sjá, og flaug henni þá sjálfur. Það var TF-KZA, sem smíðuð var í Danmörku og kom til íslands 1947, og var fyrsta sjúkravél Björns Pálssonar. Ólafur keypti vélina af Birni árið 1953 og notaði hana til myndatöku vítt og breitt um landið. Flughæfni vélarinnar var með ólíkindum og var jafnvel hægt að fljúga henni afturábak í 35 til 40 mílna mótvindi. Hin vélin var TF-TAB, sem köll- uð var Sea-Bee. Hún hafði ótrúlega gott flugþol, tók fjóra far- þega og gat lent bæði á sjó og landi. Ólafur K. Magnússon notaði þessa vél mikið til ljós- myndunar yfir Reykja- vík og nágrenni, en flugmaður var þá jafnan Niels Nielsen. Hann var einn af fyrstu kaupendum einka- flugvélar á íslandi, en sú vél var TF-LÓA, og á þeirri vél tók Björn Pálsson flugprófið sitt. SVEITINMÍN... LAUGARÍ ÞINGEYJARSÝSLU Laugar í Þingeyjarsýslu Heimir Pálsson Sveitin mín er Laugar í Þing- eyjarsýslu segir Heimir Pálsson cand mag.„Sveitin min frá lýð- veldisstofnun til 1960 - Reykja- dalur í Suður-Þingeyjarsýslu - hvernig var hún? Hver getur svarað því í fáum línum? Geta fáeinar línur gert nokkuð annað en afskræma þá mynd sem barnsminnið og táningsárin smíðuðu mér? Fjarri því að vera dæmigerð sveit. Það gerði skólasetrið í miðjum dal. Þar með varð mannlíf- ið sumpart skyldara sveitaþorpi en landbúnaðarhéraði. Vissulega kom fyrir að okkur sem áttum heima í skólahverfinu fyndist að litið væri á okkur sem aðskotahluti í friðsæl- um dal á móbergssvæði. Lágar heiðar á þijár hendur, skyggt fyrir í norður, kliðandi bergvatnsá eftir miðjum dal. En við vorum löngu orðin partur af sveitinni og hún varð partur af okkur. „Það fær enginn sigrað sinn fæðingarhrepp" - eða hvað? Viðkvæmar bemskumyndir. Skautasvell, skíðasnjór og svo eilíft sumar með nóttlausri veröld, volgr- ur í hlíðinni. Ónotalegar minningar löngu þurrkaðar út og eftir stendur glöð og nærandi tónlistin: karla- kór, kirkjukór, skólakórar, píanó. Þetta er landafræði minninganna og nostalgíunnar. En um leið myndin sem er gott að eiga, ekki síst þegar hún fyllist af glaðværum ljúfmennum. Miðaldra maður leyfir sér ekki að skemma hana. ÞANNIG... ÆFIR EINAR JÓHANNESSON SIGÁ KLARINETT Tilfinning- in ræöur Að baki glæsilegri frammi- stöðu hljómlistarmanns á tónleik- um liggur mikil vinna. Æfingar sem krefjast aga og úthalds, að ógleymdum brennandi áhuga á viðfangsefninu. Sumir tónlistar- menn gera sér æfingaáætlun sem þeir halda sig við en hjá Einari Jóhannessyni klarinettleikara er æfingunum ákaflega misjafnlega háttað. Eg læt tilfinninguna ráða því hvernig ég æfi, reyni að finna hvort og hvers konar æfingu ég þurfi á að halda. Ég hef hreinlega ekki skap til þess að halda mig við reglubundið æfíngakerfi og er farinn að treysta meira á þá reynslu sem ég bý að,“ segir Einar. „Eg tala við hljóðfærið nánast daglega. Það kemur þó fyrir að mér finnst við þurfa hvíld hvort frá öðru, jafnvel 1-2 vikur. Þá kem ég endur- nærður að hljóðfærinu á nýjan leik og tónninn verður sannari fyrir vik- ið, vona ég.“ Þegar Einar kemur fram með öðrum nýtir hann sér skipulegar samæfingar, sem geta verið langar og strangar, jafnvel varað frá morgni og fram á kvöld. „En svo koma auðvitað tímabil inn á milli þar sem ég get hugleitt það sem ég Einar Jóhannesson æfir sig ekki eftir æfingakerfi, heldur lætur hann tilfinninguna ráða. er að gera,“ segir Einar. Á verkefnaskrá hljóðfæraleikara koma ákveðin verk fyrir aftur og aftur. Einar segir það þó ekki þýða að hann geti æft þau í eitt skipti fyrir öll. Taka þurfi tillit til að- stæðna hveiju sinni og hljóðfæra- leikari verði að vera reiðubúinn að byija frá grunni við túlkun verks sem hann hafi leikið áður. Þegar Einar býr sig undir nýtt verk felst undirbúningurinn í fyrstu í því að átta sig á verkinu; hugblæ þess og stemmningu. „Fyrst reyni ég að finna lykilinn að verkinu, síðan að átta mig á úrlausnunum. Ég tek mér ekki mikinn tíma í tæknilegar úrlausnir, þegar að er gáð reynast þær oft einfaldari en maður hyggur. Þá kemur fyrir að ég hlusta á túlkan- ir annarra, ég tel enga skömm að því. Hafi ég eitthvað að segja með túlkun minni er ekki hætta á því að ég stæli aðra.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.