Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 31. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússland: Þingið vill ekki skipta Svarthafs- flotanum Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. RÚSSNESKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta, 160 atkvæðum gegn 3, ályktun þar sem þess er krafist að Svartahafs- flotinn verði áfram ein cining undir sameiginlegri stjórn þeirra lýðvelda sem mynda Samveldi sjálfstæðra ríkja. Úkraínumenn og Rússar hafa undanfamar vikur tekist hart á um stjórn Svartahafsflotans en Úkra- ínumenn hafa farið fram á að meiri- hluti hans verði undir þeirra stjórn. í ályktun þingsins er þess krafíst að ríkisstjóm Rússlands grípi til „allra þeirra aðgerða" sem nauð- synlegar kunni að vera til að halda flotanum saman til að „tryggja hagsmuni allra samveldisríkja á Miðjarðarhafí“. Úkraínumenn og Rússar deila einnig um yfirráð á Krímskaga og hefur sú deila, ásamt þeirri um Svartahafsflotann, stuðl- að að mjög kólnandi samskiptum lýðveldanna tveggja. Krímskagi var afhentur Úkraínu árið 1954 í tilefni af þijú hundruð ára afmæli sambands Ukraínu og Rússlands og hefur nú stöðu sjálf- stjórnarlýðveldis. Meðal íbúa Krím- skaga er sprottinn upp hreyfing sem krefst þess að haldin verði þjóð- aratkvæðagreiðsla um hvort lýð- veldið eigi að segja sig úr lögum við Úkraínu og sækja um fullgilda aðild að samveldinu. Ólympíueldurinn undirbúinn Reuter. Sextándu vetrarólympíuleikarnir verða settir í Al- bertville í Frakklandi á laugardaginn. Að mörgu er að huga fyrir viðburð af þessu tagi og er nú unnið hörðum höndum að öllum lokaundirbúningi fyrir leikana. Á myndinni má sjá tvo starfsmenn undirbúa kyndilinn þar sem ólympíueldurinn mun loga meðan á leikunum stendur en hann verður tendraður við hátíðlega athöfn á laugardag. Borís Jeltsín ómyrkur í máli í París: Suður-Afríka: Mandela boð- ar fráhvarf frá þjóðnýt- ingaústefnu Kaupmannahöfn. Reuter. NELSON Mandela, forseti Afr- íska þjóðarráðsins (ANC), sagði í gær að hann teldi rétt að endur- skoða þá stefnu ANC að stefna að þjóðnýtingu ef hreyfingin kemst til valda í Suður-Afríku. „Þjóðnýting er ennþá á okkar stefnuskrá en hugsunarháttur okk- ar er að breytast. Við höfum orðið varir við miklar áhyggjur og and- stöðu meðal manna í viðskiptalífínu gagnvart þjóðnýtingu og við getum ekki virt viðhorf þeirra að vettugi," sagði Mandela, sem nú er staddur í Danmörku. Sagðist hann hafa orðið fyrir sérstaklega miklum áhrifum af að hlusta á sjónarmið manna á dögunum á aíþjóðlegu ráðstefnunni um efnahagsmál sem haldin var í Davos í Sviss. „Við verðum að ákveða hvort við viljum erlenda fjárfestingu. Við verðum að gera upp hug okkar. Það er með því hugarfari sem ég held aftur til Suður-Afríku,“ sagði blökku- mannaleiðtoginn. Segir að tíminn fyrir aðstoð við Rússland sé að renna út Háttsett úkraínsk sendinefnd var send til Krímskaga til að reyna að setja niður ágreining þennan og var í gær undirritað samkomulag við stjórnvöld á Krímskaga um skipt- ingu valda milli heimamanna og stjórnarinnar í Kiev. Þá er íbúum Krímskaga einnig veittur réttur til að hafa áhrif á allar ákvarðanir um framtíð lýðveldisins. Yarar við því að fasismi eða kommúnismi kunni að taka við misheppnist umbæturnar og nýtt kalt stríð að hefjast París. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í tilfinningaþrunginni ræðu í París í gær að skammur tími væri til stefnu fyrir Vesturlönd til að koma Rússlandi til hjálpar Bretíi- drottning í 40 ár Fjörutíu ár voru í gær liðin frá því Elísabet Breta- drottning tók við embætti eftir að faðir hennar, Georg sjötti, lést úr lungnakrabba er hún var stödd í heimsókn í Kenýa. Að ósk drottningar- innar voru engin há- tíðahöld í tilefni dagsins. Breska sjónvarpið sýndi heimildarmynd um drottninguna í gær og skýrði hún þar frá því að hún hygðist gegna embætti sínu til æviloka. „Þetta er ævistarf,11 sagði Bretadrottning. og treysta lýðræðið þar í sessi. Hann varaði við því að tíminn væri að renna út og sagði mikla hættu á að komið yrði á fasisma eða kommúnisma undir stjórn hersins ef rússnesku stjórninni tækist ekki að koma á frjálsum markaðsbúskap á skömmum tíma. „Töfin á því að heimsbyggðin komi Rússlandi til hjálpar er að verða hættuleg," sagði Jeltsín í veislu sem haldin var í ráðhúsi Par- ísar í boði borgarstjórans, Jacques Chiracs. „Menn verða að átta sig á að misheppnist umbæturnar í Rúss- landi tekur einræði við.“ Jeltsín sagði að næstu þrír mán- uðir myndu ráða úrslitum. Hann gagnrýndi einnig franska fjármála- menn og sagði þá ekki hafa fjár- fest nægilega í Rússlandi. Margir þeirra hafa látið í ljós efasemdir um að möguleikar séu á arðvænleg- um fjárfestingum í landinu, að orkugeiranum undanskildum. Þjóð- verjar hafa látið langmest að sér kveða í efnahagslífi Rússlands til þessa og Frakkar eru eftirbátar nokkurra annarra Evrópuþjóða í þessum efnum. Forsetinn gaf ennfremur til kynna að hætta væri á að spenna skapaðist að nýju í samskiptum austurs og vesturs ef helstu iðnríki heims létu hjá líða að koma Rússum til aðstoðar. „Þið getið ef til vill sparað franka í dag, en ef kalda stríðið brýst út að nýju er viðbúið að það kosti ykkur þúsundfalt meira,“ sagði hann. Jeltsín sagði að Rússar hygðust fækka kjarnavopnum sínum eins mikið og hægt væri án þess að eyða fælingarmætti þeirra gagn- vart „hermdarverkamönnum og óábyrgum leiðtogum“. Hann kvaðst ekki ætlast til þess að Frakkar færu að dæmi Rússa en vonaðist til að þeir fjölguðu þeim ekki. Franska stjórnin hefur ítrekað hafnað því að fækka kjarnavopnum sínum og sagt að fjöldi þeirra sé í algjöru lágmarki. Edith Cresson, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í gær að franska stjórnin hygðist veita Rúss- um 1,5 milljarða franka lán (16 milljarða ÍSK) til kaupa á frönskum iðnvarningi. Grænland: Samið um kaup á þorski frá Rússlandi Kaupmannahöýn. Frá frcttaritara Morgunblaðsins, N.J. Uruun. LANDSSTJÓRNIN í Grænlandi hefur samið um kaup á 4.000 tonnum af rússneskum þorski til vinnslu í grænlenskum fiskiðjuverum en vegna aflaleysis og hráefnisskorts er mikið atvinnuleysi í landinu. Þorskinn afltenda Rússar á tíma- bilinu janúar og fram í apríl en þá verður hugað að framlengingú samningsins og kaupum á 6.000 tonnum til viðbótar. Kaj Egede, sem fer með sjávarútvegsmál í lands- stjórninni, segir, að fyrstu 500 tonnin séu nú á leið með flutninga- skipi frá Murmansk til fiskiðjuver- anna í Paamiut, Nuuk og Narsaq. Grænlendingar geta ekki flutt unninn þorsk, sem jieir kaupa af Rússum, tollfrjálsan á Evrópumark- að og þess vegna ætlar sjávarút- vegsfyrirtækið Royal Greenland að flytja hann á markað í Bandaríkjun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.