Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 19 Dan Quayle í Eistlandi Tallinn. Reuter. DAN Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, heimsækir þessa dagana Eystrasaltsríkin þijú. I gær kom hann til Eist- lands. Sagði hann að Bandaríkin hefðu ákveðið að auka aðstoð sína við ríkin þijú um 18 milljónir dala (1.026 milljón- ir ÍSK). Aður höfðu banda- rísk stjórnvöld heitið tækniaðstoð sem nemur 32 milljónum dala og komsend- ingum að verðmæti 36 milljónir dala. „Bandaríkjamenn standa með eistnesku þjóðinni," sagði Quayle við komuna til Tallinn í Dan Quayle gær. Georgíuher hrósar sigri Moskvu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Georgíu sögðu í gær að her landsins hefði náð á sitt vald bænum Sukhumi, síð- asta vígi Zvíads Gamsakhúrdía forseta landsins, sem hrakinn hefur verið frá völdum. Þar með hefði verið bundinn endi á blóð- uga andspyrnu stuðningsmanna forsetans. Óljóst hefur verið undanfarnar þijár vikur hvar Gamsakhúrdía er niðurkominn. Jaba Ioseliani, leiðtogi hersveita stjórnarinnar, segir að kröfu- göngur í höfuðborginni Tbilisi til stuðnings forsetanum hafi verið bannaðar. Rannsókn á kosningum Washington. Reuter. Fulltrúadeild Bandaríkja- þings samþykkti á miðvikudag að hefja rannsókn á því hvort skipuleggjendur kosningabar- áttu Ronalds Reagans árið 1980 hafi reynt að fresta laush bandarí- skra gísla í íran til að draga úr sigurlíkum Jimmy Carters þáverandi for- _ ,, „ seta og fram- Rona,d Reagan bjóðanda demðkrata. Tillagan um rannsókn var samþykkt með 217 atkvæðum gegn 192 sem samsvarar nokkurn veginn styrkleikahlutföllum flokkanna tveggja í þingdeildinni. I rann- sóknarnefndinni sem fjalla mun um málið verða átta demókratar og fimm repúblikanar. Utanrík- ismálanefnd öldungadeildarinn- ar hefur þegar falið undirnefnd sinni að rannsaka málið. Manntjón er flugrél ferst Evansville í Indiana. Reuter. C-130 herflutningavél brot- lenti í gær á veitingastað og gistiheimili í Evansville i Indi- ana-ríki í Bandaríkjunum. Talið er að níu manns a.m.k. hafi farist. Að sögn sjónarvotta var flugvélin að koma inn til lend- ingar á flugvelli í nágrenninu er slysið varð. E vrópubandalagið: Tillögnr um höfunda- réttarreglur boðaðar Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HÖFUNDARÉTTUR á hugverkum verður verndaður í sjötíu ár frá andláti höfunda og réttur flytjenda í fimmtíu ár samkvæmt nýjum tillögum framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB). Tillögurnar, sem eru væntanlegar, gera ráð fyrir samræmingu reglna um höfundarétt innan EB til að tryggja jafnan aðgang lista- manna að sameiginlegum markaði bandalagsins. Framkvæmdastjórnin birti vinnuáætlun um þessi efni í des- ember árið 1990 og á grundvelli hennar og náins samráðs við hags- munaðila innan EB eru boðaðar tillögur unnar. Mikið misræmi er í reglum um höfundarétt innan EB t.d. er réttur flytjenda vernd- aður allt frá 20 árum upp í 50 ár eins og gert er ráð fyrir í tillögun- um. Þessi mismunur hefur að mati framkvæmdastjórnarinnar hindrað frjálst flæði menningar- verka, skekkt samkeppni og skert rétt höfunda auk þess að valda fyrirtækjum í þessum iðnaði, neyt- endum og samfélaginu i heild viss- um óþægindum. Ljóst þykir að niðurstöður EB muni hafa mikil áhrif á samninga- viðræður um höfundarétt bæði innan GATT og Alþjóðasamataka höfundaréttarhafa. Með því að leggja til að innan EB verði réttur höfunda tryggður í sjötíu ár frá brotthvarfi þeirra úr þessum heimi og í fimmtíu ár hvað varðar rétt- indi t.d. flytjenda og fremleiðenda útvarpsefnis og hljómplatna hyggst EB stuðla að einum mark- aði í menningarmálum. Bandaríkin: Skaut Clint- on sér undan herþjónustu? New York. Reuter. BILL Clinton, ríkissljóri Arkans- as og frambjóðandi í prófkjöri demókrata fyrir forsetakosning- arnar í Baudaríkjunum, hefur nú verið sakaður um að hafa skotið sér undan því að gegna herþjónustu. I grein, sem birtist í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal í gær, segir að Clinton hafi árið 1969 lofað að gangast undir þjálfun fyrir liðsforingja í heimaliðinu til að sleppa við að gegna herþjónustu. Blaðið hefur þetta eftir Eugene Holmes höfuðsmanni, sem safnaði nýliðum í þjálfunina, og hann segir að Clinton hafi svikið þetta loforð þegar reglum um herkvaðningu var breytt. Bandaríkjamenn á her- skyldualdri fengu þá númer í nokk- urs konar happdrætti og númer Clintons var að sögn Holmes svo hátt að nánast engar líkur voru á að hann yrði kvaddur í herinn. Clinton hefur alltaf sagt að hann hafi verið andvígur Víetnam-stríð- inu en búast má við að greinin vekji deilur um hvort það hafi verið heið- arlegt af honum að gangast ekki undir heimaliðsþjálfunina. Hann hefur þegar átt í erfiðleikum í próf- kjörsbaráttunni vegna ásakana um framhjáhald. Samræmdar reglur muni koma í veg fyrir langan aðlögunartíma fyrir einstök aðildarríki og þannig tryggja rétt höfunda og flytjenda um bandalagið allt. Jafnframt er talið að aukin vernd muni stuðla að meiri útbreiðslu menningarefn- is um bandalagið sem og hvetja til nýsköpunar og kraftmikillar menningar í Evrópu. Með þessu móti verður höfundaréttur í bók- menntum, tónlist, kvikmyndun og öðrum listum tryggður meðan höf- undar eru á lífi og í sjötíu ár eftir það. Jafnframt muni menningar- iðnaðurinn njóta góðs af þeirri vernd sem honum verður tryggð. Reuter Sprengjutilræði í Madrid Öflug sprengja sprakk í bifreið í miðborg Madrid í gær með þeim afleiðingum að fimm menn biðu bana, þar af fjórir hermenn, auk þess sem sex manns urðu fyrir meiðslum. Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, stóð fyrir sprengjutilræðinu, sem er það mannskæðasta á Spáni í tæpt ár. Alls hafa tíu manns týnt lífi í sprengjuárásum ETA á fimm vikum og óttast er að þeim eigi eftir að fjölga fyrir Ólympíuleikana, sem verða haldnir í Barcelona í sumar, og heimssýninguna í Seville. Myndin er af flaki bifreiðarinnar sem sprakk í loft upp. Irland: Albert Reynolds leys- ir Haughey af hólmi Dyflinni. Reuter. ALBERT Reynolds, fyrrum fjármálaráðherra, var í gær kjörinn eftirmaður Charles Haughey, forsætisráðherra írlands, sem leið- togi stjórnarflokksins, Fianna Fail. Haughey, sem neyddist til að segja af sér vegna upplýsinga um ólöglegar símahleranir, rak Reynolds úr stjórninni í nóvember síðastliðnum fyrir samblástur gegn sér. Tekur Reynolds við forsætisráðherraembættinu í næstu viku. Á mánudag gengur Haughey á fund forseta Irlands, Mary Robin- son, þar sem hann leggur fram afsagnarbeiðni sína og á þriðjudag mun þingið kjósa Reynolds sem forsætisráðherra. í atkvæða- greiðslu innan þingflokksins fékk Reynolds 61 atkvæði af 77 en helsti andstæðingur hans, Bertie Ahern fjármálaráðherra, hætti við framboð og ákvað að styðja Reyn- olds. mikinn þátt í að koma verðbólg- unni í Irlandi niður fyrir 3% og hann ávann sér stuðning í fjár- málaheiminum með því að gera írska pundið sterkt í evrópska gjaldmiðilskerfinu. Albert Reynolds Reynolds tekur við á erfiðum tíma á Irlandi. Efnahagsástandið er afar slæmt, atvinnuleysið um 20%, og vegna samdráttarins í Bretlandi og Bandaríkjunum eru fólksflutningar þangað ekki leng- ur sá öryggisventill, sem áður var. Ástandið á Norður-írlandi ■ kallar á náið samband við bresku stjórn- ina og Reynolds biður þess líka að hressa upp á ímynd Fianna Fail. Samkvæmt skoðanakönnun- um nýtur flokkurinn lítillar hylli meðal kjósenda vegna efnahags- ástandsins og ýmissa hneykslis- mála. Albert Reynolds er 59 ára gam- all og á nokkuð litríkan feril að baki. Hann fékkst áður við að reka danshús og selja gæludýrafóður en hann var fyrst kjörinn á þing árið 1977. Hann var fjármálaráð- herra í tvö ár eða þar til Haughey rak hann sl. haust en í fjárlaga- frumvörpum tveimur, sem hann lagði fram, gerði hann hvort- tveggja að skera niður ríkisútgjöld og lækka tekjuskatt. Þá átti hann HRINGDU OG FAÐU SENT EINTAK. Pöntunarlistinn kostar 250 kr. + póstburðargjald. PÖNTUNARLÍNA 91-653900 BÆJARHRAUN114,220 HAFNARRRÐI Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 1 0-1 8 OG LAUGARDAGA FRÁ KL.1 0-1 6 ii i'it 'fyrvTyrv'vin'vnw f w1 »"«•»"■ iiirtiti ti,t w ■ » r« »i'r it ryct'f fi’rmttrnn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.