Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. FEBRUAR 1992 Ný björgunaraðferð Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Landhelgisgæslan hefur undanfarið verið að æfa nýja aðferð við að hífa menn, sem lent hafa í sjávar- háska, úr sjó. Aðferðin felst í því að hífa þann sem bjargað er láréttan upp úr sjónum. Hingað til hafa menn í sjávarháska verið hífðir lóðréttir upp í björg- unarþyrlu en dæmi eru um að það hafí orðið bana- mein þeirra sem hafa ofkælst í sjónum. Að sögn Landhelgisgæslunnar hafa Bretar tekið upp þessa aðferð við björgun úr Norðursjó. Myndin var tekin við æfíngu á ytri höfninni í Reykjavík fyrir skemmstu. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Greiðslum til for- eldra var frestað VIÐ SÍÐARI umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í gærkvöldi komu fram breytingar á fyrri tillögum meirihlutans, sem meðal annars fela í sér, að framlag svonefndra foreldragreiðslna falli brott að sinni. Þegar frumvarpið var lagt fram 19. desember síðastliðinn var fyrirhugað að veija til þessa málaflokks 50 milljónum króna. í ræðu Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra kom fram að viðræður stæðu yfír milli fjármála- ráðuneytis og borgaryfirvalda um málið og hann sagðist binda vonir við að viðunandi lausn fengist á því, sem tengdist skattalegri með- ferð þess innan ársins. í framhaldi af því yrðu væntanlega teknar ákvarðanir um greiðslutilhögun. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn voru sammála um að fjárhagsáætlunin væri óraunhæf. Fulltrúar Nýs vettvangs sögðu hana bera vitni um óskhyggju fremur en veruleikaskyn. Rekstr- arútgjöldum væri alltof þrön'gur stakkur skorinn og tekjuaukning borgarsjóðs að öllum líkindum of- metin. Sigrún Magnúsdóttir sagði Dav- íð Oddsson skilja eftir sig þung- bæran fortíðarvanda sem í dag væri nútíðarvandi Reykjavíkur- borgar. Þetta sagði hún marka óhjákvæmilega fjárhagsáætlun- ina, þrengja svigrúm til fram- kvæmda og fjárfestinga og koma niður á nauðsynlegum viðhalds- verkefnum og þjónustu allri við borgarbúa. Siguijón Pétursson sagði fjár- hagsáætlunina ekki gera ráð fyrir að tekið- væri tillit til þess sam- dráttar sem ætti sér stað í þjóðfé- laginu. Reiknað væri með óbreyttu atvinnustigi þrátt fyrir að upp- sagnir lægju fyrir á sjúkrahúsum, í skólum og í byggingariðnaði. Elín G. Ólafsdóttir sagði meirihlut- ann í borgarstjóm ekki enn hafa borið gæfu til að setja mannleg gildi og félagslega velferð í fyrir- rúm. Meirihlutinn hefði á síðustu árum lagt megináherslu á umbúð- ir og ytra pijál í stað innihalds og betri lífsgæði fyrir alla. Sjá frásögn af ræðu borgar- stjóra á bls. 16. -------» ♦ ♦------- Þór Jakobsson veðurfræðingur: Spár um þynningu á óson- laginu eru stórlega ýktar FYRSTU rannsóknir bandarisku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa gefið til kynna að óvenju hátt hlutfall klórefna sé yfir norðurslóð- um jarðar, sem aukið gætu líkumar á eyðingu ósonlagsins. Einnig hafa rannsóknir geimvísindastofnunarinnar úr háloftaflugi gefið til kynna að gat gæti myndast á ósonlagið yfir norðurskautssvæðinu, þ.e. mjög mikil þynning ósonlagsins. I fréttabréfí bandarísku geimvís- indastofnunarinnar segir að ef hátt hlutfall klórefna haldist óbreytt séu meiri líkur á að gat myndist í óson- lagið. Stafar þetta m.a. vegna þess að gosefni frá Pinatobo eldfjallinu á Filippseyjum hafa borist til norður- Hæstiréttur: Gæsluvarð- hald staðfest HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær- kvöldi úrskurð sakadóms Reykjá- víkur um gæsluvarðhald yfir 47 ára manni sem rak knattborðs- stofu og skemmtistað í húsi Kiúbbsins við Borgartún og grun- aður er um að hafa lagt eld að staðnum aðfaranótt síðastliðins mánudags. Samkvæmt úrskurðinum er heim- ilt að hafa manninn í haldi til klukk- an 16 í dag en ekki tókst í gær afla upplýsinga um hvort farið yrði fram á framlengt varðhald fyrir sakadómi í dag. Morgunblaðið hefur fengið stað- fest að maður þessi hafí þann 17. janúar keypt bruna-, vatns-, innbús-, og rekstrarstöðvunartryggingu hjá VIS og sé tryggingaupphæðin 30 milljónir króna. Ekki lá fyrir í gær hjá VÍS mat á tjóni því sem varð í brunanum en talið var að það væri hátt á annan tug milljóna króna. hvels jarðar og þegar gosefnin bind- ast klórflúorefnum, sem borist hafa í heiðhvolfið af mannavöldum, getur efnablandan flýtt eyðingu ósonsins. Jafnframt hafa upplýsingar geim- vísindastofnunarinnar sýnt að erfíð- ara sé fyrir gufuhvolfíð að lagast aftur eftir ósoneyðingu og því gæti verið um varanleg áhrif að ræða. Þá segir að mikil eyðing ósonlags- ins fari eftir veðurfræðilegum að- stæðum, sérstaklega stærð og hversu lengi lofthringrás yfír norðurhvelinu standi yfír, en möguleikar á mikilli eyðingu séu mestir ef lofthringrásin helst óskert til enda febrúarmánað- ar. Reikningar stofnunarinnar sýni að hátt hlutfall klórefna í heiðhvolf- inu hafí verið nóg til að eyða ósoni um eitt til tvö prósent á dag um miðjan janúarmánuð á þeim tíma sem mjög lítið sólskin var. Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Islands, segir að sam- kvæmt fréttabréfi bandarísku geim- vísindastofnunarinnar, séu niður- stöður þessarar rannsóknar ekki ósvipaðar niðurstöðum rannsókna Evrópumanna, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag. Hann segir að þær spár sem fylgt hafí fréttum fjölmiðla séu stórlega ýktar þar sem ekki virðist vera um slíkt að ræða í fréttabréfínu. Veðurstofa íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. kemur fram að vegna frétta um eyð- ingu ósons hafí þeir fengið til liðs við sig dr. Javier Cacho, spánskan ósonsérfræðing, sem tekur þátt í evrópska rannsóknarverkefninu. Vafamál sé hvort óson muni eyðast verulega vegna mikils magns klór- sambanda á næstunni. Einnig kemur fram að mælingar hér á landi sýni engin merki um ósoneyðingu. Islend- ingar þurfi, ekki síður en aðrar þjóð- ir, að gera viðeigandi ráðstafanir gegn mengun andrúmsloftsins sem stuðli að eyðingu ósons. Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, segir engar ástæður vera fyrir því að gera einhveijar ráðstafanir vegna þessa þar sem ekki sé um að ræða svo slæmt ástand eins og komið hafí fram í fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir þó að hugsanlega verði sérfræðingur á þessu sviði kallaður á fund hjá almannavamanefnd á næstunni til svo að hægt verði að ganga úr skugga um við hveiju megi í raun búast. Fiskveiðasj óður: Vextir úr 9,5% í 8,95% MÁR Elísson framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs íslands sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stjórn Fiskveiðasjóðs hafi ákveðið að lækka vexti sína úr 9,5% í 8,95%. Lækkunin tók gildi þann 5. þessa mánaðar. Þetta er önnur vaxtalækkun Fiskveiða- sjóðs á árinu, en um áramót voru vextir sjóðsins færðir úr 10% niður í 9,5%. Már Elíasson framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs sagði að sjóðurinn hefði að undanförnu verið að skuld- breyta lánum og ná hagstæðari lánum, og þessi lækkun kæmi í kjölfar þeirra samninga við erlenda lánardrottna. Greiðslubyrði nokkuð stórs fyrirtækis sem skuldaði hjá Fiskveiðasjóði um 500 milljónir myndi því minnka um rúmar 10 milljónir króna á ári, við þá vaxta- lækkun sem ákveðin hefði verið í sjóðnum það sem af er árinu. „Við reynum að láta inn- og út- lán hjá okkur standast á, þannig að við hvorki töpum né græðum á gengisbreytingum," sagði Már, „en þetta þýðir að við getum ekki ein- göngu hugsað um vexti, heldur verðum við að taka mið af gengis- hreyfíngum gjaldmiðla þeirra landa sem við skiptum mest við, en það er japanskt jen, evrópskar myntir og bandarískur dollar.“ Halldór H. Jónsson sijómarformaðiw Eini- skipafélagsins látinn Halldór H. Jónsson, arkitekt og stjórnarformaður Eimskipafélags íslands, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags á 80. aldursári. ýmsum byggingum Eimskipafé- lagsins. Auk þess teiknaði hann fjölda íbúðarhúsa. Halldór átti sæti í fjölda stjóma fyrirtækja, m.a. sem stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, ÍSAL og Sameinaðra verktaka. Hann sat í stjórn Flugleiða, Olíufélagsins Skeljungs, Garðars Gíslasonar hf., Áburðarverksmiðju ríkisins, Bændahallarinnar, Steypustöðvar- innar og Vinnuveitendasambands íslands. Hann var heiðursfélagi Verkfræðingafélags íslands. Halldór var fyrsti ræðismaður Sviss á íslandi. Hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1962, Stórriddara- Halldór H. Jónsson fæddist þann 3. október árið 1912 í Borgamesi, sonur hjónanna Jóns Bjömssonar kaupmanns frá Bæ og Helgu Maríu Bjömsdóttur. Hann lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og prófi í arki- tektúr frá Kungliga Tekniska Hög- skolan í Stokkhólmi árið 1938. Halldór rak eigin arkitektastofu í Reykjavík frá 1939 og gerði upp- drætti að mörgum stórhýsum, m.a. Bændahöllinni, Sjávarútvegshús- inu, íslandsbanka í Lækjargötu, Iðnaðarmannahúsinu, Háteigs- kirkju, Borgameskirkju, Bæjar- kirkju, húsum Sameinaðra verk- taka og íslenskra aðalverktaka og krossi árið 1970 og Stórriddara- krossi með stjörnu árið 1980. Þá sæmdu Svíar hann kommandör- krossi Norðstjörnunnar árið 1975 og stórriddarakrossi þeirrar orðu með stjömu 1988. Eftirlifandí eiginkona Halldórs H. Jónssonar er Margrét Garðars- dóttir. Þau eignuðust þijá syni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.