Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 Reiðhöllin: Iþrótta- og tómstundaráð gerir starfssamning við Reiðskólann h/f Breytir algjörlega rekstrargrundvellinum segir Jón A. Signrbjörnsson framkvæmdasljóri ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur gert starfssamning við Reiðskóiann h/f, hlutaféiag um rekstur Reiðhallarinnar. Starfs- samningurinn tekur gildi 15. febrúar og felur í sér 6 vikna leigu á Reiðhöllinni, frá því snemma á morgnana til sex á kvöldin, og alia þjónustu við reiðnámskeið í húsinu. Jón A. Sigurbjörnsson, framkvæmd- asljóri Reiðhallarinnar, segir að ætlunin sé að sinna ýmsum sérhópum fyrir hádegi en bjóða grunnskólanemum í Reykjavík upp á námskeið í hestamennsku eftir hádegi. Eftir kvöldmat býður Reiðskólinn h/f upp á reiðnámskeið fyrir almenning. Iþrótta- og tómstundaráð hefur ekki áður tekið Reiðhöllina á leigu að vetrarlagi en boðið upp á nám- skeið fyrir grunnskólanema í Reykjavík við Bústaðarveg og 480 skólanemar fóru á reiðnámskeið í Reiðhöllinni í sumar. Jón A. Sigurbjörnsson sagði að samningurinn breytti algjörlega rekstrargrundvelli Reiðhallarinnar, áður hefði hún verið notuð um það bil 5 tíma á dag en yrði notuð um 10 tíma, þannig að húsið og mögu- leikar þess nýttust mun betur en áður. Þegar Jón var spurður að því hvernig hugmyndin væri að nota húsið svaraði hann því til að ætlunin væri að skipta deginum í tvennt. „Fyrir hádegi er hugmyndin að sinna hér ýmis konar sérverkefnum, vera með fatlaða og jafnvel aldraða, en eftir hádegi verður grunnskólanem- um í 5.,6., og 7. bekk boðið upp á að koma hingað á reiðnámskeið. Krakkarnir geta þá valið að koma hingað eins og þeir velja önnur nám-' skeið á vegum Tómstundaráðs," sagði Jón og bætti við að á kvöldin yrðu áfram reiðnámskeið fyrir al- menning í Reiðhöllinni. Heimsóknir Þó börnum hafi ekki áður verið boðið skipulega á námskeið í Reið- höllinni að vetrarlagi hafa mörg börn komið þangað í heimsókn á undanförnum árum. „Mér hefur fundist lang skemmtilegast að fylgj- ast með litlu krökkunum, úr leikskól- L U Z E R N SWITZERLAND DCT MENNTUNARMIÐSTÖÐ ALÞJÓÐLEGRAR HÓTELSTJÓRNUNAR LUZERN - SVISS Fyrir starfsframa í Ihótel- og veitingastörfum. Viltu fá nánari upplýsingar? Fylltu þá út eyðu- blaðið hér að neðan eða komdu á ráðstefnu á HÓTEL SÖGU, Reykjavík, 8. febrúar 1992 frá kl. 18-20. Ég vil fá nánari upplýsingar. Nafn................................................ Heimilisfang og símí................................ Sendist til: DCT Ltd. International Hotel Management Career Centre. Admission Office. P.O.Box 1086. CH-8401 WINTERTHUR, sími í Sviss 52-213 83 01. Fax 52-213 83 46. Morgunblaðið/Emelía Jón A. Sigurbjörnsson í Reiðhöllinni en þar stendur nú yfir nám- skeið fyrir tamningarmenn. unum, svona heimsókn getur enst þeim í allt að þijár vikur enda hafa sumir þeirra aldrei séð hest þegar þeir koma hingað. Krakkarnir vita ekki hvað er fax eða tagl og maður fær jafnvel undarleg svör þegar bent er á eyrað á hestinum," segir Jón, „svo hafa komið hingað einhverf börn og um síðust helgi var hér hópur af blindum börnum og ungl- ingum. Hestamennska þjálfar jafn- vægisskyn þeirra og er þekkur hluti af endurhæfingu fatlaðra bama víða erlendis.“ Námskeið og sýningar Námskeiðahald er stór hluti þeirri starfsemi sem fram fer í Reiðhöll- inni og má til marks um það nefna að 2-300 börn sækja að jafnaði þangað reiðnámskeið á hveijum vetri. Annað hlutverk hallarinnar er að bera hvers kyns sýningar og hest- Ég heiti ísbjörg - Ég er ljón: Uppselt á 16 sýningar NÝLEGA var opnað nýtt svið í Þjóðleikhúsinu þar sem gamla smíðaverkstæði leikhússins var. Opnunarsýningin er Eg heiti Is- björg - Eg er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur í leikgerð Hávars Sigur- jónssonar sem jafnframt er Ieikstjóri. Mikil aðsókn hefur verið að sýn- ingunni og hefur orðið að bæta við nokkrum aukasýningum í febrúar. Uppselt er á allar þær 16 sýningar sem auglýstar hafa verið út mán- uðinn. Átta leikarar koma fram í sýn- ingunni: Guðrún Gísladóttir, Bryn- dís Petra Bragadóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðs- son, Þórarinn Eyfjörð, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Leik- mynd og búninga gerir Elín Edda Árnadóttir og tónlist er eftir Lárus H. Grímsson. íþróttakeppnir og segir Jón að nokk- uð hafi verið um að þurft hafi að neita fólki um að halda sýningar svo mikil hafi eftirspurnin verið. Af nægu er að taka í Reiðhöllinni á næstunni. „í mars munu t.d. norð- lenskir hestamenn gangast fyrir hestasýningu og markaðskynningu á svokölluðum Norðlenskum dög- um,10.-13 apríl verða Vestlendingar í Reiðhöllinni og 1.-3. maí verða haldnir Hestadagar í tengslum við 70 ára afmæli Fáks. Um sömu helgi verður sýning frá stóðhestastöðinni í Gunnarsholti," segir Jón en ekki má heldur gleyma hvítasunnukapp-— reiðum Fáks og íslandsmótinu 14.-16. ágúst. Ferðaþjónusta Reiðhöllin er í eigu stofnlána deildar Búnaðarbankans og gerir Reiðskólinn h/f samninga við bank- ann til eins árs í senn. Jón segir bagalegt að samið sé um jafn stutt- an tíma í einu m.a. vegna þess að þá sé erfitt að markaðssetja þjón- ustu við ferðamenn með svo stuttum fyrirvara „Við teljum okkur t.d. geta haft ofan af fyrir ráðstefnugestum og höfum rætt markaðssetningar- mál við Ferðamálaráð en þeir telja að við þurfum að hafa um 5 ár til að móta starfsemina," segir Jón en hann hefur einnig áhuga á að íslend- ingar noti betur útivistarsvæðið í Víðidalnum. Fólk sé að uppgötva svæðið smám saman og hann sjái ekki betur en vel fari á með gang- andi fólki og reiðmönnum. Jón segir að tilkoma Reiðhallar- innar hafi markað tímamót fyrir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu og er bjartsýnn á framtíð íþróttar- innar. „Ef einhvers staðar er brodd- ur í íþróttunum er það í fjölskyldu- íþróttunum, eins og hestamennsku og skíðaíþróttinni. Fjölskyldan hefur oft lítinn frí tíma og hún vill nota hann til að vera saman,“ segir hann að lokum. Bryndís Petra Bragadóttir og Guðrún Gísladóttir í hlutverkum sínum, en þær leika ísbjörgu. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjörOur: Póllinn hf„ Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. SauOárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf„ Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: Öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • NeskaupstaOur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • EgiIsstaOir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • BreiOdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • HvolsvöIIur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.