Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 Davíð Scheving Thorsteinsson, stjórnarformaður Islensks bergvatns: Ihugum að flytja starf- semina frá Reykjavík DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson, stjórnarformaður íslensks bergvatns hf., dótturfyrirtækis Smjörlíkis-Sólar hf., segir að fyrirtækið sé alvar- lega að íhuga að flytja starfsemi sína frá Reykjavík. Hann segir að með þáttöku Reykjavíkurborgar og aukningu hlutafjár i Islenska vatns- félaginu hf. skapist slíkir hagsmunaárekstrar að fyrirtækinu sé ekki lengur vært í borginni. Nýlega samþykkti borgarráð að taka þátt í hlutafjáraukningu í íslenska vatnsfélaginu og lagði fram 4 milljónir kr. í samræmi við 20% eignarhlut. íslenska vatnsfélagið er að öðru leyti I eigu Vífilfells hf. og Hagkaupa. Davíð sagði að þessi ákvörðun sýndi að menn væru ekki samkvæm- ir sjálfum sér. Á sama tíma og Sjálf- stæðisflokkurinn ráðgerði að selja fyrirtæki í eigu opinberra aðila væri hann að auka hlutafé í öðrum fyrir- tækjum sem væru í samkeppni við menn sem hefðu verslað við Reykja- víkurborg í tugi ára. „Þetta er eins langt frá stefnu míns ftokks og hugs- ast getur, en ekkert sem stjórnmála- menn gera kemur mér á óvart,“ sagði Davíð. Hann sagði að það væri aldeilis fráleitt sem kæmi fram í bókun stjórnar veitustofnana um að litið væri á þátttöku Vatnsveitu Reykja- víkur í íslenska vatnsfélaginu sem frumkvöðlastarf. „Við byijuðum að fiytja út drykkjavörur 1986 og vatn 1990. Þetta eru sporgöngumenn en ekki frumkvöðlar." Hann sagði að þessi ákvörðun gæti orsakað mjög mikla erfiðleika í samskiptum fyrir- tækis síns við embættismenn borgar- innar, sérstaklega þeirra sem væru í stjórn samkeppnisfyrirtækisins. Þama geti orðið miklir hagsmuna- árekstrar. Davíð sagði að Islenska vatnsfélagið hefði undirboðið ís- lenskt bergvatn á erlendum mörk- uðum frá fyrstu tíð en það helgist meðal annars af ólíkum umbúðum, íslenskt bergvatn hafi eitt fyrirtækja yfir að ráða plastdósum. „Ég er að hugsa um að fara burt úr borginni með vatnið. Það liggur allt landið undir í þeim efnum. Þetta er langstærsti vaxtabroddurinn í fyr- irtækinu. Það eru á milli 10-15 stað- ir búnir að senda mér upplýsingar um hreint vatn og starfskilyrði. Það er höfn í Hafnarfirði, Þoriákshöfn, Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki og mjög gott vatn á öllum þessum stöðum. Það er líka gott vatn og höfn á Patreksfirði," sagði Davíð. Hann sagði að fjárfestingar vegna verksmiðjunnar í Reykjavík væru 600-800 milljónir kr. og það væri ekki hlaupið að því að flytja slíka fjárfestingu úr borginni. „En ef mér er ekki vært hér þá flyt og ég er að 'skoða það í mjög mikilli alvöru," sagði Davíð. VEÐURHORFUR í DAG, 7. FEBRÚAR YFIRLIT: Um 300 km vestur af Reykjanesi er 960 mb vaxandi lægð ó ieið norðaustur en yfir Frakklandi er 1034 mb hæð. Um 400 km austur af Nýfundnalandi er dýpkandi 970 mb lægð á hreyfingu norð- austur. SPÁ: Norðlæg átt með frosti og éljagangi norðantil á landinu en lægir síðdegis. Um sunnanvert landið lítur út fyrir suðvestlæga átt með dálitlum skúrum fram eftír morgni og 2-5 stiga hita. Síðdegis þykknar upp suðvestanlands og fer að rigna með suöaustanátt. Með kvöldinu má búast við allhvassrí austanátt einnig norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustlæg átt og fremur hlýtt. Rigning um mikinn hiuta landsins en snjókoma norðantil á Vestfjörðum. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðlæg eða suðvestlæg átt og skúrir um suðaustanvert landið, gengur í norðanátt með snjókomu eða élja- gangi og kólnar norðanlands og vestan. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt / / / / / / / / Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * / * * * * * / * * / * / * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V ❖ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka st'3-. FÆRÐ Á VEGUM: Greiðfært er um helstu þjóðvegi á Suðurlandi, Vesturlandi, Norð- urlandi og Austurlandi. Ófært er um Klettsháls, en faert frá Brjáns- læk til Bjldudals. Ófært er milli Bolungarvíkur og ísafjarðar, en fært frá ísafirði til Súðavíkur. Djúpvegur er fær til Óspakseyrar, en þaöan er ófært öllum bílum til Hólmavíkur og allir vegir þar fyrir norðan ófærir. Vegagerðin VEÐUfí VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavík 7 rigning Bergen 8 súld Helsinki skýjaö Kaupmannahöfn 3 rlgnlngogsúld Narssarssuaq +10 snjókoma Nuuk +18 heiðskírt Oeló •f1 skýjað Stokkhólmur +4 skýjað Þórshöfn 8 súklásíð. klst. Algarve 17 heiðskirt Amsterdam 9 þokumóða Barcelona 15 místur Berlfn 7 rigning Chicago +1 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 6 alskýjað Glasgow 9 úrkomaígrend Hamborg 7 rlgningogsúld London 93 alskýjað LosAngeles 14 alskýjað Lúxemborg 5 þokumóða Madríd 11 heiðskirt Malaga 16 heiðskfrt Mallorca 18 helðskfrt Montreal +21 léttskýjað NewYork +4 heiðskírt Orlando 16 léttskýjað París 9 skýjað Madelra 16 léttskýjað Róm 14 þokumóða Vín 7 skúr Washington vantar Wlnnípeg *3 alskýjað Söltun í Hópsnesi í fyrradag. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Grindavík: I I I Söltun 1 fullan gang Grindavík. SÍLDARSÖLTUN hefst nú af krafti í Grindavík þegar samningar eru í höfn og nú er beðið eftir að leyfum verði úthlutað tíl stöðvanna. Hjá Hópsnesi var búið að salta í um 300 tunnur af Rússasíld og verður haldið áfram af krafti þegar leyfum verður úthlutað en einnig á eftir að flaka upp í samninga. Að sögn manna í Grindavík hefur samningurinn þó ekki eins mikla þýðingu nú og í haust þegar síld- veiðar geta hafist af fullum krafti í stað óvissutíma meðan beðið er samninga. pó Fegurðarsamkeppni Islands: Fyrsta forkeppni verður á Akureyri UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurðarsamkeppni íslands er hafinn og er nú verið að undirbúna keppnirnar sem fara fram úti á landi. Þátttaka er mjög góð og sjaldan hafa eins margar stúlkur tekið þátt í forkeppnum. Fegurðardrottning Norðurlands verður kjörin fyrst, en það verður á Akureyri í Sjallanum, þann 28. febrúar nk. Síðan koma keppnirnar koll af kolli, í Vestmannaeyjum þann 29. febrúar, í Hveragerði þann 13. mars og 21. mars verður fegurð- arsamkeppni Suðurnesja haldin í Keflavík. Þann 27. mars verður Fegurðardrottning höfurborgar- svæðisins krýnd á Hótel íslandi og 28. mars verða krýndar tvær drottningar á landinu, önnur á Nes- kaupstað og hin á Akranesi. Feg- urðardrottning íslands 1992 verður síðan kjörin á Hótel íslandi 22. apríl, síðasta vetrardag. Þess má geta að í hverri keppni eru 10-12 stúlkur sem er óvenjulega góð þátttaka og fyrir höfuðborgar- svæðið keppa 16 stúlkur sem koma alls staðar af Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Það er öðruvísi fyrirkomu- lag en áður því undanfarin ár hafa einungis stúlkur frá Reykjavík fengið að taka þátt í þeirri keppni. I I I i I Skipað í ráðgjafar- hóp um þyrlukaup DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað í ráðgjafarhóp sem á að gera tillögur um val og aðstoða við kaup á hentugri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Hópurinn á að ljúka störfum fyrir lok marsmán- aðar eða fyrr ef mögulegt er. I frétt frá ráðuneytinu segir að við val á nýrri þyrlu eigi ráðgjafar- hópurinn að hafa að markmiði að leysa björgunarverkefni Landhelg- isgæslunnar á sem öruggastan og hagkvæmastan hátt. Jafnframt skal ráðgjöfin byggjast á upplýsing- um um stofnkostnað og rekstr- arkostnað. Þá á hópurinn að hafa hliðsjón af þeim möguleikum, sem endurnýjum þyrlukosts björgunar- sveitar varnaríiðsins og náin sam-- vinna Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarinnar býður upp á við lausn björgunarverkefna og ) reksturs. í hópnum eiga sæti Gunnar Berg- steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- j unnar, formaður, Leifur Magnús- son, framkvæmdastjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur, Páll ) Halldórsson, yfirflugstjóri, og til vara Benóný Ásgrímsson, flug- stjóri, og Þorgeir Pálsson, prófess- or, tilnefndur af ijármálaráðuneyt- inu. Búrfellsvirkjun: Skipt um alla rafala BYRJAÐ verður að skipta um rafala í vélasamstæðuin Búrfells- virkjunar næsta haust, en á fyrri hluta síðasta árs varð vart við bilanir í þeim. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, tekur um eitt og hálft ár að skipta um alla rafalana og er heildarkostnaður við verkið rúmar 300 milljónir króna, en kostnaðurinn á þessu ári verður um 60 milljónir. Bilunin í rafölunum lýsir sér Þorsteinn Hilmarsson sagði að þannig að úthleðsla verður á vefjum þar sem Búrfellsvirkjun gegndi afar í þeim, en það hefur í för með sér mikilvægu hlutverki í orkuöflunar- að leiðni verður á milli vafninga í kerfi landsins hefði sú ákvörðun spólum í rafölunum. Það getur síðan verið tekin að bíða ekki með að orðið til þess að rafalarnir yfir- skipta um rafalana, og nú þegar1 hitna. Einnig getur einangrunin Blönduvirkjun væri komin í gagnið brotnað niður og getur það gert hefði gefist tækifíéri til að ráðast í rafalinn óvirkan. þessa framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.