Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 27 William Trevor Welch - Minning‘ Vinur minn, William Trevor Welch (Tony), er látinn. Hann hafði verið alvarlega veikur og dvalið á sjúkrahúsi um tíma, en var á bata- vegi og dvaldi hjá syni sínum í Nailsea í Englandi, er honum versn- aði aftur, og lézt hann laugardaginn 1. febrúar. Við Tony kynntumst fyrir nokkr- um árum og varð strax vel til vina. Hann hafði þá um árabil verið tæknilegur ráðgjafi flugmálastjórn- ar. Áhugamál okkar Tony fóru vel saman, því báðir störfuðu við fjar- skipti, og báðir voru radíóamatörar. Já, Tony lifði og hrærðist í fjarskipt- um. Honum nægði engan veginn að hafa þau að atvinnu, því flestum frístundum var einnig varið til fjar- skipta. Hann starfaði mikið að fé- lagsmálum brezkra radíóamatöra og hafði leyfi til að starfa sem rad- íóamatör á íslandi og í Frakklandi, auk Bretlands. Sem dæmi um áhug- ann má geta þess, að sl. 40 ár hafði hann svo til daglega radíósamband við vin sinn í Astralíu. Tony starf- aði einnig mikið í brezku skáta- hreyfingunni. Þar leiðbeindi hann unglingum í radíófjarskiptum. Tony var afskaplega félagslynd- ur maður og var virkur félagi í mörgum félögum og félagasamtök- um. Hann var trúmaður og hafði oft umsjón með bænastundum er hann var í brezka flotanum. Tony rak, ásamt eiginkonu sinni, Bobby, ráðgjafarfyrirtæki í Eng- landi, en störf hans fyrir íslenzku flugmálastjórnina voru sennilega hans stærstu verkefni. Þau hjónin höfðu mikið yndi af ferðalögum, og var Frakkland þeirra uppáhaldsland. Þau höfðu ferðast um Frakkland þvert og endilangt á eigin bifreið, með hjól- hýsi, á svo tii hveiju ári sl. 15 ár eða lSngur, og að lokum ákváðu Að morgni hins 25. janúar lést í Landspítalanum í Reykjavík föð- ursystir mín, Anna Jónsdóttir, sú kona sem ég hef þekkt sögufróð- asta, víðlesnasta og skemmtileg- asta á lífsleiðinni. Eg þykist vita að frændsystkinum mínum á mínu reki sem áttu því láni að fagna að hafa þekkt Önnu, finnist eins og mér sem nú hafi nokkur þáttaskil orðið í lífi okkar. Að Önnu geng- inni virðist sem allt sé nú orðið smærra, flatneskulegra og ein- ’ hvem veginn leiðinlegra, og þegar hún er til grafar borin í dag er Ieins og dregið sé tjald fyrir sjónar- svið sem hún ein gat haldið lifandi fyrir okkur með sögum sínum og Isamræðulist. Hún var ekki gömul kona sem sagði gamlar sögur. Hún var aldrei gömul og sögurnar sem hún sagði voru flestar af samtíma- mönnum, mæltar fram með leiftr- andi frásagnargáfu og kímni sem gæddi hversdagslegustu atvik lífi, gerði þau skemmtileg og heillandi. Anna Jónsdóttir fæddist í Hrísey 23. júlí árið 1912, dóttir Jóns Sig- urðssonar vélfræðings og útgerðar- manns, sem fæddist 1883 og drukknaði 1940, og fyrri konu hans, Sóleyjar Jóhannesdóttur, sem fæddist 1891 og lést 1925. Jón Sigurðsson var afar sérstakur mað- ur, framfarasinnaður athafnamað- , ur, heljarmenni að afli og sérstæð- ur á marga lund. Hann fór meðal annars utan til Þýskalands árið 1907 & vegum Magnúsar Sigurðs- sonar, bónda og kaupmanns á Grund, og keypti þar vörubíl, hinn svonefnda Grundarbíl, sem var fyrsta bifreiðin sem ekið var norðan heiða og önnur bifreiðin á Islandi. Vélstjóramenntun sína hlaut Jón í Þýskalandi. þau að setjast þar að. Fyrir þremur árum keyptu þau sér hús á fögrum stað í Dordogne-héraði og ætluðu að eiga þar notalegt ævikvöld. En það varð skemmra en til stóð. Þau höfðu aðeins búið þar í tvö ár er Tony lézt. Eg minnist margra ánægjulegra stunda, ýmist með Tony einum eða þeim hjónum báðum, bæði hér heima og á heimili þeirra í Frakk- landi. Tony var ávallt léttur í skapi, skemmtilegur, hugmyndaríkur og fróður um marga hluti. Hann hafði skoðun á öllu og var ófeiminn að láta hana í Ijós. Hann var hugsunar- samur og greiðvikinn og vel fær í sínu fagi. Tony mun hafa komið u.þ.b. 80 sinnum til íslands. Við vinir hans hér munum sakna þess að sjá hann ekki framar, en dauðinn verður ekki umflúinn. Það var þroskandi og mannbætandi að kynnast honum og gott að eiga hann að vini. Ég þakka honum samfylgdina, bið hon- um Guðs blessunar og votta Bobby, börnunum og barnabörnunum inni- lega samúð okkar Rósu. Stefán Arndal. í dag, föstudag, fer fram bálför Williams Trevors „Tony“ Welchs í Bristol í Englandi. Tony var fæddur 6. maí, 1922 í Leicester í Englandi og var því tæplega sjötugur, þegar hann lést. í upphafi heimsstyijald- arinnar gekk hann í breska flotann og var lengst af Ijarskiptasérfræð- ingur á sjómælingaskipum, þar sem hann komst í náin kynni við ratsjár- tæknina, sem þá var á frumstigi. Var þar lagður grundvöllur að ævi- starfi hans á sviði ratsjár- og fjar- skiptatækni. Árið 1941 kom Tony í fyrsta skipti til íslands, þegar skip hans hafði bækistöð á Ákur- Faðir Jóns var Sigurður hrepp- stjóri á Hellulandi, sonur Ólafs al- þingismanns í Ási í Hegranesi, og konu hans, Sigurlaugar Gunnars- dóttur frá Skíðastöðum, en foreldr- ar Ólafs í Ási voru Sigurður Péturs- son hreppstjóri í Ási og kona hans, Þórunn Ólafsdóttir frá Vindhæli. Voru þeir Ólafur og Sigurður Guð- mundsson málari systkinasynir í báðar ættir. Móðir Jóns og kona Sigurðar á Hellulandi var Anna, dóttir séra Jóns Þorvarðarsonar prófasts í Reykholti og konu hans, Guðríðar Skaftadóttur. Sóley, móðir Önnu, var dóttir Jóhannesar Davíðssonar á Syðstabæ í Hrísey og konu hans, Margrétar Guðmundsdóttur, en hún var áður gift Hákarla-Jörundi Jónssyni, útvegsbónda á Syðstabæ. Sóley var mikil fríðleikskona og tónelsk og var meðal annars organ- isti í kirkjunni í Hrísey og stjórnaði þar karlakór meðan heilsan leyfði. Miklir kærleikar voru með Önnu og Jóhannesi móðurafa hennar, enda dvaldist faðir hennar lang- dvölum að heiman vegna starfa sinna. Jóhannes var og skáld gott. Anna Jónsdóttir átti tvö alsystk- ini, þau Skapta Jónsson skipstjóra frá Hrísey, sem lést í maí 1986, og Ebbu, sem lést aðeins níu ára gömul árið 1927. Hún átti auk þess tvö hálfsystkini, börn si'ðari konu föður hennar, Önnu Kristjáns- dóttur frá Siglufirði, þau Sigurð vélfræðing, kennara við Verk- menntaskólann á Akureyri, sem er kvæntur Sigurveigu Sigurðardótt- ur, og Ebbu Þórunni snyrtifræðing, sem nú er búsett í Flórída. Anna var aðeins 13 ára að aldri þegar Sóley móðir hennar lést á Vífilsstöðum eftir langvarandi eyri. Af frásögnum hans frá þessum tíma er ljóst, að hann tók þegar miklu ástfóstri við land og þjóð, Á stríðsárunum var skip hans við ýmiss konar sjómælingar á Norður- Atlantshafi og fylgdi jafnframt skipalestum á leið yfir hafið. Árið 1944 tók hann þátt í innrásinni í Normandy, þegar skip hans var sent til sjómælinga í innsiglingunni í Arromanche. Að heimsstyijöldinni lokinni afl- aði Tony sér frekari tæknimenntun- ar innan breska sjóhersins, en 1950 hóf hann störf að fjarskiptamálum hjá breska siglingaráðinu (Chamber of Shipping). Tveim árum síðar gekk hann að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Elsie Mary „Bobby“ Welch, sem einnig starfaði þar. Eignuðust þau tvö börn James, sem er byggingarverkfræðingur í Bristol, og Jacqueline, sem er hús- móðir og býr nú í Atlanta í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum. Fjölskyldan bjó um langt árabil í Ash, sem er smábær í nágrenni Guildford suð- vestur af London. Fyrir þremur árum fluttu Tony og Bobby til Frakklands, þar sem þau settust að í smábæ eigi allfjarri Bordeaux. Árið 1954 gekk Tony í þjónustu Decca Radar Ltd., sem var á þeim tíma eitt fremsta fyrirtæki í þróun ratsjáa. Þar varð hann yfírverk- fræðingur og fékkst einkum við hönnun ratsjáa til notkunar við að leiðbeina flugvélum. Ratsjár af þessu tagi voru m.a. settar upp hér á landi á sjötta áratugnum til að stjóma aðflugi að flugvöllunum á Akureyri og í Reykjavík og síðar á ísafirði og Egilsstöðum. Eftir að hafa starfað hjá Decca um árabil ákvað Tony árið 1965 að heija sjálf- stæðan rekstur sem tæknilegur ráð- gjafí. Tók hann þá að sér störf fýr- ir ýmsa aðilja bæði í Bretlandi og ekki síður í fjarlægum löndum. I þessu sambandi ferðaðist hann víða um heim og dvaldist oft í Araba- löndum. Kunni hann að segja frá mörgu skemmtilegu, sem á daga hans dreif á þessum tíma, enda hafði Tony til að bera einstaka frá- sagnarhæfileika. Tony varð félagi í mörgum fagfé- lögum á sínu sviði, m.a. Institute veikindi. Uppeldi Önnu var snemma falið Helgu Jónasdóttur frá Hróars- dal í Hegranesi og reyndist það hin farsælasta ráðstöfun. Með þeim Önnu og Helgu voru miklir kærleik- ar, enda fór svo að Helga fóstra, eins og hún var jafnan kölluð af öllum í ættinni, átti æ síðan heim- ili hjá fóstudóttur sinni, fyrst á ísafírði og síðan í Reykjavík þar til hún lést árið 1965 og heitir yngsta dóttir Önnu, Helga Sóley, eftir henni. Anna ólst upp í Hrísey og bjó þar lengst af þar til hún hélt suður til Reykjavíkur þar sem hún stund- aði nám við Verslunarskólann í Reykjavík, en þaðan lauk hún prófi 1933. Frá uppvaxtarárum Önnu og námsárunum í Reykjavík svo og innleggi hennar í stjórnmálaum- ræðuna á landinu er rétt að aðrir segi sem til hennar þekktu á þeim árum og nær henni voru í aldri. Þeir menn eru í mínum augum öf- undsverðir sem fengu að þekkja of Electrica! and Radio Engineers, Institute of Electrical and Electr- onic Engineers og Royal Institute of Navigation. Þá sótti hann um árabil fjarskiptaráðstefnur hjá Al- þjóðafjarskiptastofnuninni í Genf sem fulltrúi lands síns og var virkur radíóamatör, sem sinnti þessu áhugamáli sínu reglulega til hins síðasta. Auk skyldustarfa tók Tony að sér ýmisleg ólaunuð félagsstörf. Hann átti m.a. sæti í skólanefnd Guildford College of Technology og var formaður þeirrar nefndar um árabil. Til íslands kom Tony á ný árið 1970, þegar Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri kallaði hann til að gera tillögur um notkun ratsjár við að stjóma flugumferð. í framhaldi af því var hafist handa við að koma á tengingu við flugeftirlitsratsjá varnarliðsins á Miðnesheiði og átti Tony veg og vanda af skipulagn- ingu og eftirliti með þessu verk- efni. Nýja kerfið var tekið í notkun árið 1972 og var þar lagður horn- steinninn að notkun svarratsjáa við flugumferðarstjórn á farflugleiðum hérlendis. Fékkst þessi aðferð við- urkennd á alþjóðavettvangi, en Önnu svo miklu lengur en ég. Margar sögur sagði Anna mér frá þessum árum, reyndar fæstar af sjálfri sér því um sjálfa sig vildi hún helst aldrei tala, en ég er því miður af þeirri kynslóð sem kann ekki að festa sögur í minni og enn síður að segja þær svo nokkuð sé í varið. Þá list kunni Anna svo vel að í raun er hverjum manni vor- kunn sem finnur til vanmáttar síns þegar segja á sögu af henni, sagna- meistaranum sjálfum. Árið eftir að Anna útskrifaðist úr Verslunarskólanum giftist hún Torfa Hjartarsyni lögfræðingi, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum af fádæma elju og hæversku fýrir þjóð sína um áratuga skeið, fyrst sem sýslumaður á ísafirði og síðan sem tollstjóri í Reykjavík og sáttasemj- ari ríkisins þar til hann lét af síðast- nefnda starfinu árið 1979. Hjóna- band þeirra Torfa og Önnu er í mínum augum glöggur vottur þess að örlög ráða lífi stórmenna en ekki tilviljanir, því gæfuríkara sam- starf tveggja einstaklinga er tæp- ast hægt að hugsa sér. Anna bjó manni sínum og börnum glæsilegt heimili, fyrst á ísafirði en síðan á Flókagötu 11 og loks Flókagötu 18 í Reykjavík. Eins og nærri má geta var ærið gestkvæmt á heimili svo vinsæls fólks sem þau hjónin voru, en að auki kröfðust störf Torfa þess að heimilið væri alltaf til reiðu að taka á móti gestum. Þessum starfa sinnti Anna af slík- um skörungsskap að helst er að leita samanburðar í lygilegustu lýs- ingum fornra sagna. En þótt það sé einmitt í þessu hlutverki sem ég man helst eftir Önnu, þegar blásið var til veislu á höfðingssetrinu á Flókagötu, þá eru aðrar minningar sem mér eru ekki síður kærar; þegar ég átti erfítt með nám í menntaskóla vegna langdvala erlendis og fákunnáttu í öllum íslenskum fræðum sá þessi frænka mín aumur á mér og bauð mér að koma til sín dag hvern eft- fram til þessa tíma hafði verið talið nauðsynlegt að styðjast jafnframt við frumratsjár í þessu skyni. Frá þessum tíma var Tony ráðgjafi Flugmálastjórnar um uppbyggingu ratsjárkerfisins allt fram á síðasta dag. Kom hann síðast til landsins í nóvembermánuði síðastliðnum vegna verkefna á þessu sviðf. Störf Tonys einkenndust af mikilli þekk- ingu og reynslu á sviði ratsjár- og ijarskiptatækni og ekki hvað síst mikilli útsjónarsemi. Var hann óþreytandi við að leitá nýrra leiða, til að leysa hin ýmsu tæknilegu úrlausnarefni. Þannig voru að hans frumkvæði og undir hans stjórn gerðar breytingar á algengri gerð skiparatsjár, þannig að hún nýttist til að stjórna aðflugi að Akureyrar- flugvelli. Þessi lausn varð mun ódýrari en að kaupa sérhæfða rat- sjá í þessu skyni. Þá var Tony mjög vel að sér um gerð verksamninga og var lipur samningamaður, enda hafði hann kynnt sér vel lögfræði- lega hlið þessara mála. Á yfír tuttugu ára ferli sem ráð- gjafi Flugmálastjórnar mun Tony hafa farið á áttunda tug ferða milli Englands og Islands. Kona hans, Bobby, kom með honum nokkrum sinnum hingað til lands, einkum á síðari árum, þegar heilsu Tonys tók að hraka. Eignuðust þau marga góða vini hér á landi og bundust Islandi sterkum böndum. Árið 1989 var Tony sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslenskra flugmála. Var sú viðurkenning honum afar mikils virði. Samstarfsmenn og vinir Tonys hjá Flugmálastjórn og Verkfræði- stofnun Háskólans minnast hans sem fjölhæfs verkfræðings, góðs vinar og sérstæðs persónuleika, sem var alltaf reiðubúinn að miðla öðr- um af reynslu sinni og þekkingu. Hann var jafnan eindreginn hvata- maður þess að íslenskir tæknimenn tækjust á við ný og flókin verkefni og studdi þá viðleitni með ráðum og dáð. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu eru færðar innilegar samúðarkveðjur á þessum tímamót- um. Samstarfsmenn. ir skóla það sem eftir var vetrar til áð læra í næði og drekka með sér eftirmiðdagskaffi; þegar hún kallaði mig til sín og bað mig að hafa með mér dóttur mína, nöfnu sína, svo að hún gæti gert henni eitthvað gott, eða þegar hún hringdi til mín upp úr þurru til að segja mér frá einhveiju skemmti- legu atviki eða vekja athygli mína á enn einu óhæfuverki óvinarins í austurálfu sem henni þótti svæsn- ara en jafnvel mátti eiga von á úr þeirri átt. Allt eru þetta smábrot, sundurleitar flísar, en heildarmynd- in af þessari frænku minni er skýr; hún var höfðingi. Börn Önnu og Torfa eru Hjört- ur, hæstaréttardómari, kvæntur Nönnu Þorláksdóttur og eiga þau þijú börn; Ragnheiður, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, gift Þórhalli Vilmundarsyni prófessor, en þau eiga þijú börn; Sigrún, sem giftist Robert Kajioka, örverufræð- ingi, og bjó lengst af í Toronto í Kanada og átti með honum tvær dætur en lést langt um aldur fram í desember síðastliðnum; og Helga Sóley, hjúkrunarkona og ljósmóðir. Á heimili Önnu og Torfa ólst einn- ig upp Halla Thorlacius, dóttir Sigr- únar Torfadóttur. Fyrsta barn Önnu og Torfa, Hjörtur, andaðist í frumbemsku. Anna átti og tvö barnabacnabörn. Með Skapta föður mínum og Önnu voru miklir kærleikar og hver veit nema hann bíði þess nú með óþreyju að taka upp þráðinn á ný með systur sinni og deila um hver hafi sagt hvað í einhverri íslending- asögunni. Með Önnu og móður minni var einnig mikil vinátta og við systkinin vorum öll stolt af því að vera henni skyld og eiga hana að vini. Að eiginmanni hennar, börnum og ástvinum er sár harmur kveðinn og missir þeirra er mikill. Við sendum þeim öllum samúðar- kveðjur og óskum þeim velfarnað- ar. Jón Skaptason. Minning: Anna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.