Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 fclk f fréttum ^ucnaSorður KONGAFOLK Er samband Friðriks o g Malou að bresta? Reykir fisk í ísskáþ * ATálknafirði býr Súgfirðingur að nafni Ævar Einarsson. Ævar starfar sem saltfiskmats- maður hjá Þórsbergi hf. Ævar er mikill grúskari og uppátektarsam- ur með eindæmum. Það nýjasta frá honum er reyktur fiskur í ís- skáp. Fiskurinn þykir mikið lost- æti og eftirspum eykst mjög þessa dagana. „Ég hef verið að þreifa mig áfram með þetta síðan frá því í ágúst og er loksins kominn með þetta á hreint. Ég nota tvo ísskápa sem taka 20 fiskflök. í botninum er ofnskúffa með beikisagi og ég kveiki í því tvisvar á dag. Fiskur- inn er um einn sólarhring að reykj- ast,“ segir Ævar í samtali við Morgunblaðið. Hráefnið er fiskur af ýmsum tegundum, t.d. ýsa, þorskur, lax og silungur. Best hefur tekist með regnbogasilung. Síðan er Ævar með tilraunir í gangi með reykinn á fiskitegundum sem aldrei hafa verið reyktar. Flökin era söltuð fyrir reykingu en það er aðalmálið að hafa rétt saltmagn. Annars er misjafn smekkur manna á reykt- um fiski, sumum finnst mjög salt- aður fiskur bestur, aðrir kjósa minna saltbragð. Eftir reykingu era fiskflökin látin jafna sig í tvo daga. „Ég bíð nú bara eftir að kom- ast á rauðmagann. Ég á litla skekktu sem ég hef notað til veiða, bæði á físk og fugl,“ segir Ævar. ísskápamir era staðsettir í garðin- um bak við húsið og hafa nágrann- ar Ævars ekki fundið neina reyk- ingarlykt frá því. - R. Schmidt. Morgunblaöiö/Kóbert íáchmidt Ævar Einarsson stendur hér við hlið reykofnanna sem eru tveir ís- skápar. Friðrik krónprins Dana og kær- asta hans, Marie Louise Aamund, eða Malou, eins og hún er kölluð, era sögð ósátt og trú- lega allt að því formlega hætt saman eftir stormasama nýársnótt sem kóngaskoðarar ytra telja að hafi átt sinn aðdraganda og hann hugsanlega lang- an. Friðrik og Malou hafa verið saman í hálft annað ár og Dan- ir hafa hlaðið lofi á Malou og hlakkað til að sjá hana sem Dana- drottningu fram- tíðarinnar. Eng- inn veit með vissu um atburði ný- ársnæturinnar utan skötuhjúin sjálf, en opinbert er þó, að afrakst- ur næturinnar er meðal annars ákæra á hendur Malou fyrir ölvunarakstur. Hún er í enn verri málum, þar eð hún hefur ekki einu sinni bílpróf og óvíst er hvort Friðrik vissi um það! Það andar köldu á milli þeirra Friðriks og Malou. Fimm fýrstu sólarhringa hins nýja árs töluðust þau ekki einu sinni við. Friðrik er mikill kvennabósi og hefur verið við margar kenndur. Margir telja að hann sé einfaldlega orðinn fullsaddur af Malou, enda hefur hann ekki verið jafn lengi með neinni. Hann fer brátt til náms í Bandaríkjunum og þar benda menn á að freistingar ungs og myndarlegs krónprins verði gífur- legar og úr þvl sem komið er sé trúlegra að verðandi Danadrottn- ing verði fremur einhver bandarísk háskólastúdína. Danir spá mikið í þetta á síðum tímarita og dag- blaða. Malou hefur sett ofan í augum almennings með uppátæk- inu um áramótin. Skyndilega sjá Danir að hún hefur mannlega breyskleika eins og næsti maður. Sérfræðingar ytra télja Dana þó það fijálslynda og víðsýna að þeir fyrirgefi stúlkunni yfirsjónina, en þá veltur allt á krónpsinsinum. Hvað hann hugsar vita fáir nema hann sjálfur og svo ef til vill Malou. En á meðan sitja Danir í heljar- greipum ... Ekki er langt síðan þessi mynd af þeim Friðriki og Malou var tekin. Hún þykir nú táknræn fyrir ástandið í sambandi þeirra ... Miðaverð kr. 1200 Húsið opnað kl. 22 Aldurstakmark 20 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.