Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 VERÐLAGNING A ÞJONUSTU BIFREIÐASKOÐUNAR ISLANDS: Þorsteinn Geirsson, stjómaríormaður Bifreiðaskoðunar íslands: Tel að hagnaði fyrir- tækisins sé vel varið ÞORSTEINN Geirsson, stjórnarformaður Bifreiðaskoðunar ís- lands, segist ekki hafa haft aðstöðu til að fara ofan í tölur um verðlagningu fyrirtækisins sem fram koma í Morgunblaðinu í gær, en þær eru byggðar á athugun sem aðilar vinnumarkaðar- ins hafa gert á kostnaði bifreiðaeigenda hjá Bifreiðaskoðun Is- lands. Þar kemur meðal annars fram að BÍ hafði 100 milljónir í tekjur 1989 vegna skráninga eigendaskipta og að fyrirtækið selur út númeraplötur á rúmar 4 þúsund krónur án virðisauka- skatts sem það keypti á 1.300 krónur á síðasta ári frá Litla- Hrauni. Gjaldið fyrir númeraplöturnar hækkaði í 1.700 krónur áramót án þess að gjald Bifreiðaskoðunar hækkaði. Þor- um steinn sagði að verðlagning á einstökum þáttum væri bara stefnu- atriði hjá fyrirtækinu og það gæti verið að hægt væri að benda á tölur sem væru lágar og aðrar of háar, en meðaltalið væri eðlilegt. „Ég álít að sú stefna sem fyrir- tækið hefur rekið, að halda verð- skránni óbreyttri í krónutölu þar til það er komið jafnvægi í þessa upp- byggingu og rekstur, sé rétt stefna. Það er sú stefna sem stjórnin hefur markað. Ég geri mér alveg grein fyrir því að hagnaður fyrirtækisins hefur verið mikill undanfarin ár, en ég tel að þeim hagnaði hafi ver- ið vel varið í uppbyggingu fyrirtæk- isins til að veita þessa þjónustu út um allt land,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður hvort einmitt sú stað- reynd að verðlagning á þjónustu Bifreiðaskoðunar hefði ekkert hækkað undanfarin ár sýndi ekki að verðlagningin hefði verið alltof há í upphafi, sagði Þorsteinn að það yrðu menn bara að meta hver fyrir sig. „Ef þetta hefði verið greitt út til hluthafanna tel ég að verðlagn- ingin hefði verið of há, en úr því að þetta fór til að reisa skoðunar- stöðvar út um landið og byggja upp starfsemina og veita öllum lands- mönnum eins fullkomna þjónustu í bifreiðaskoðun eins og gerist í ná- grannalöndum okkar tel ég að þessu hafi verið vel varið,“ sagði Þor- steinn. Hann sagðist gera sér grein fyr- ir því að að sumir teldu að fara hefði mátt hægar í þessa uppbygg- ingu. Uppbyggingin hefði hins veg- ar gert það að verkum að fólk hefði betri þjónustu og það yrði auðveld- ara að afsala þessu einkaleyfi sem dómsmálaráðherra hefði farið fram á að yrði gert í ársbyrjun 1994, en núgildandi samningur er til ársins 2000. Þorsteinn sagði að þegar Bifreið- askoðun íslands hefði tekið við af Bifreiðaeftirliti ríkisins í byijun árs 1989 hefði verið talið að kostnaður af uppbyggingu skoðunarstöðva og við tengd verkefni yrði nálægt hálf- um milljarði króna og eins hefði þurft að endurgera bifreiðaskrá rík- isins og í því hefði einnig verið fólg- in verulegur kostnaður. Sú ríkis- stjórn sem þá hefði verið við völd hefði ákveðið að leita samstarfs við aðila á hinum fijálsa markaði og nýta þekkingu þeirra og Ijármagn. Auk ríkisins sem á helming hlutafj- ár, eiga tryggingarfélög um fjórð- ung, félagar í Bílgreinasambandinu fjórðung hlutabréfa, Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda og Félag bifvélavirkja hlut. I samningi fyrir- tækisins og dómsmálaráðherra fyrir hönd ríkisins væri gert ráð fyrir að fyrirtækið annaðist alla skoðun og skráningu ökutækja í landinu og það hafi einkarétt á starfseminni til ársins 2.000. í samningnum var einnig gert ráð fyrir að fyrirtækið starfaði á grundvelli reglugerðar um gerð og búnað ökutækja og annarra reglugerða sem dómsmála- ráðherra setur um starfsemina. Fyrirtækið hefði lagalega skyldu til að koma á fót minnst einni skoðun; arstöð í hveiju kjördæmi. í samningnum væri ákvæði um að dómsmálaráðherra skuli samþykkja þann hluta gjaldskrár félagsins sem nær til lögboðinnar skoðunar öku- tækja. Þorsteinn segir að hugsunin hafi verið sú að dómsmálaráðherra gætti hagsmuna almennings þannig að gjaldskráin tæki mið af raunveru- legum kostnaði við reksturinn og eðlilegum hagnaði og gert hefði verið ráð fyrir að það yrði tryggður 10% hagnaður af því fé sem í þetta væri lagt. Hagnaður umfram það sem þarna væri gert ráð fyrir hefði verið lagður í uppbyggingu fyrir- tækisins og uppbyggingin hefði verið mjög hröð. Skoðunarstöðvar hefðu verið opnaðar í Reykjavík, Selfossi, Fellabæ, Akureyri, Borg- arnesi og ísafirði. Þetta væru allt nýjar stöðvar en auk þess væri fyr- irtækið með skoðanastöðvar víðar í leiguhúsnæði. Þorsteinn sagði að gjaldskrá fyr- irtækisins hefði ekki breyst í krónu- tölu frá því í upphafi árs 1990 ef undanskilin væri 5% lækkun sem hefði orðið í fyrra. Meiningin væri sú að gjaldskráin hækki ekki fyrr en það væri komin jöfnuður á starf- semina. „Fyrirtækið er ekki stofnað til þess að hluthafarnir græði. Það er gert ráð fyrir því að þeir hafi eðlilegan hagnað, en meginmarkm- iðið er að byggja upp þessa skoðun- araðstöðu á mjög skömmum tíma og það er náttúrlega auðveldast að gera það með eigin fé,“ sagði Þor- steinn. Hann sagðist leyfa sér að efast um að það væri rétt sem fram hefði komið að tekjur af Bifreiðaeftirliti ríkisins sem runnið hefðu í ríkis- sjóðs á síðasta starfsári þess 1988 hefðu numið 280 milljónum króna á núvirði. Þá tölu þyrfti að fá stað- festa í ijármálaráðuneytinu áður en hann samþykkti hana, en talan kemur fram í umfjöllun í frétta- bréfi Vinnuveitendasambands Is- lands Af vettvangi. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB: Ahersla á að hraða upp- byggingu um allt land RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiða- eigenda, sem á 100 þúsund króna hlut í Bifreiðaskoðun Islands og hefur einn stjórnarmann í krafti hlutafjáreignar ríkisins, segir að sljórn félagsins hafi gert sér grein fyrir að í upphafi yrði hagnaður af BÍ á meðan væri verið að byggja upp starfsemina um allt Iand. Þeir teldu það mjög mikilvægt upp á umferðaröryggi að þessi mál komist í gott horf út um allt land. Það að sparka í hjólbarðann á bíinum og setja síðan miða í framrúðuna væri því miður enn við lýði sums staðar. Aðspurður hvort þeir væru þá sáttir við þessa verðlagningu á þjón- ustu Bifreiðaskoðunar sagði hann að hanrf hefði hnotið um kostnað við númeraplötur, en í athugum aðila vinnumarkaðarins kom fram að þær voru keyptar inn á 1.300 krónur og seldar á um 4 þúsund krónur án virðisaukaskatts. Honum fyndist það óeðlilega hátt verð, þó það væri að lækka sem betur fer, en númeraplöturnar sem eru fram- leiddar á Litla-Hrauni hækkuðu í 1.700 krónur um áramót til að auka sértekjur og númeraplöturnar frá BÍ hafa ekki hækkað við það. Á meðan á uppbyggingu fyrirtækisins stæði fyndist þeim það forsvaran- legt, því það væri ekki rétt að það væri bara horft á skoðunaraðstöðu hér heldur þyrfti að gerá það í sam- hengi við það sem væri annars stað- Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra: Þarf nánarí upplýsingar um verðlagningu Bifreiðaskoðunar ÞORSTEINN Pálsson, dómsmálaráðherra, segist þurfa að fá nánari upplýsingar og skýringar á verðlagningu þjónustu Bifreiðaskoðunar íslands áður en hann geti tjáð sig um hvort verðlagning þjónustunn- ar sé með eðlilegum hætti. Aðspurður hvort það sé veijan- legt að fyrirtækið hafí jafn mikinn hagnað og árið 1990 þegar arðsemi eigin fjár var 41% sagði Þorsteinn: „Fyrirtækinu er ætlað að byggja upp þjónustustöðvar með þeim tekj- um sem koma fyrir skoðun og skrá- setningu. Aðrar tekjur hefur fyrir- tækið ekki til þess að byggja þessa þjónustu upp, sem því var falið að gera með samningum á milli ríkis- ins og fyrirtækisins á sínum tíma. Samningurinn gerir svo ráð fyrir að fyrirtækið verði alltaf rekið með þeim hagnaði að það verði hægt að borga eigendum fyrirtækisins 10% arð. Vitaskuld má dejla um ákvæði þessa samnings. Ég hef þegar skrifað stjórn fyrirtækisins bréf og óskað eftir því að ákvæði um einokun fyrirtækisins fram til aldamóta verði breytt, þannig að það verði hægt að aflétta einokun- inni 1. janúar 1994 og hugsanlega yrðu önnur ákvæði samningsins tekin til endurskoðunar um leið. Væntanlega þarf aukinn meirihluti á hluthafafundi að samþykkja það þegar þar að kemur.“ Nú er fyrirtækið að hálfu í ríkis- eign og að hálfu í eign einkaaðila. Hefði ekki verið eðlilegra að þetta hlutafélag eins og önnur hlutafélög stæði straum af kostnaði við sína uppbyggingu með hlutafjárfram- lögum og öflun lánsfjár fremur en vera með há þjónustugjöld? „Það eykur náttúrlega kostnað bifreiðaeigenda ef uppbyggingin er kostuð með lánsfé því þá þurfa bif- reiðaeigendur að standa að auki undir fjármagnskostnaði. Það sér hver maður að það er dýrara fyrir notendur þjónustunnar að standa undir þessari uppbyggingu með lánsfé því það tekur á sig aukin fjármagnskostnað. Það er alltaf spurning hversu hátt hlutafé aðilar áttu að leggja fram. Ríkið á helm- inginn í fyrirtækinu og ef hlutafé hefði verið meira í upphafi þá hefðu skattgreiðendur þurft að greiða meira í hlutafé á sínum tíma og það hefði þá komið niður á skatt- greiðendum með þeim hætti,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að vitaskuld væri það rétt að það yrðu eignir til í fyrirtæk- inu á grundvelli þessa hagnaðar og því hefði hann tekið þá ákvörðun að óska eftir því að þessi samning- ur yrði tekin upp með það að markmiði að stytta mjög verulega þennan umsamda einokunartíma. „Aðstaðan er sú að þessu fyrirtæki var komið á fót með samningi rikis- ins og þeirra einkaaðila sem þarna eiga hlut að máli. Fyrsta skrefið sem hefur verið stigið til þess að taka á málinu var þegar ég skrifaði þetta bréf.“ Hann sagði aðspurður að hann hefði fyrirskipað fyrirtækinu að lækka gjöldin í fyrrasumar og allt hnigi þetta í þá átt að gjöldin hefðu verið ákveðin mjög rífleg í upphafi, það væri ekki hægt að loka augun- um fyrir því. Aðspurður hvort mjög stíft að- hald þyrfti ekki að vera með verð- lagningu þjónustu Bifreiðaskoðunar þar sem bifreiðaeigendur ætti ekk- ert valfrelsi með hvort þeir keyptu þjónustuna eða ekki, þar sem hún væri lögskipuð, sagði Þorsteinn að það væri býsna stíft aðhald að fyrir- skipa lækkun þjónustunnar þrátt fyrir almennar verðlagsbreytingar. Það væri ekki oft gripið til slíkra ráða og því mætti sjá að stofnunin hefði verið beitt mjög stífu aðhaldi. Frekara aðhald yrði að meta með tilliti til nánari skoðunar á málinu. „Ég mun að gefnu þessu tilefni óska eftir frekari skýringum á þessu máli,“ sagði Þorsteinn að lok- um. I I & > ar á landinu. Síðan verði þetta end- urskoðað, því það sé ekki alveg hægt að ganga út frá því að rekstr- argrundvöllurinn miðist bara við aðalþéttbýliskjarnann. Hins vegar fyndist honum miðað við þennan hagnað að uppbygging hefði mátt fara hraðar fram. Hann sagði aðspurður um eign- arhluta FÍB í BÍ að hann væri til- komin vegna setu fulltrúa FIB í stjórninni „Við töldum betra að eiga fulltrúa í stjórninni af því það er betra að koma málum áleiðis ef maður hefur mann þar. Það er eng- in launung, af því þetta eru land- samtök, að það hefur verið stefna hér að hraða uppbyggingunni út um land sem allra mest.“ Runólfur sagði að FÍB hefði mótað þá afstöðu að fleirum yrði leift að skoða undir ströngu eftir- liti, enda væri það þróunin og það sem ráðherra hefði lagt til. Hins vegar hefði félagið alltaf staðið gegn því að sami aðili væri dómari og viðgerðaraðili. Varðandi þá eignamyndun sem átt hefði sér stað hjá hluthöfum fyrirtækisins sagði hann að það væri ekki það sem FÍB hefði stefnt að og sér fyndist það rangt út af fyrir sig. Sjónarmið FÍB hefði verið að auka öryggi í bifreiðaskoðunar- málum og að það gerðist sem hrað- ast. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að uppbyggingin hefði verið fjármögnuð með fram- lagningu hlutafjár og öflun lánsfjár frekar en háum þjónustugjöldum sagði Runólfur að þegar grannt væri skoðað teldi hann að gjöld vegna eigendaskipta og númera mætti lækka verulega. Verðskráin hefði lækkað um 5% á síðasta ári. „Það er verið að draga úr álagn- ingu. Hvort það hefði mátt gerast hraðar og fyrr hef ég ekki nógu haldbærar tölur um, en ég ætla að krefjast þess af okkar stjórnar- manni að ég fái þær upp í hendurn- ar. Meginkrafa okkar hefur verið að byggja þetta sem hraðast upp til þess að fá þjónustu um allt land, en ef það er um einhveija óeðlilega auðsöfnun að ræða sem bitnar á bifreiðaeigendum, þá komum við auðvitað fyrstir manna til þess að standa gegn því,“ sagði Rupólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.