Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 13 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bera Nordal og Þorgeir Ólafsson við eina af verðmætustu myndun- um á sýningunni, „Stúlkurnar á ströndinni" (efri myndin). * Listasafn Islands: ÍSLENSKT VATN ER GULLS ÍGILDI Sýning á 23 grafikmynd- um eftir Edvard Munch OPNUÐ verður sýning á grafíkmyndum hins kunna norska myndlistar- manns Edvards Munch í Listasafni íslands laugardaginn 8. febrúar. Samtals verða sýndar 23 myndir tréristur. steinprent og koparstung- ur og eru 18 verkanna í eigu Listasafns íslands en 5 í eigu Munch safnsins í Osló. Sýningin er haldin fyrir tilstilli norska sendiherrans á íslandi, Per Aasen. Hún stendur til 8. mars og er opin daglega nema mánudaga frá 12-18. Munch-myndir Listasafnsins féllu í skaut íslendinga árið 1947. Komu þá til landsins 14 grafíkmyndir frá ónefndum íslandsvini sem lét þess getið að um „morgungjöf" til hins unga íslenska lýðveldis væri að ræða. Seinna kom í ljós að gefand- inn var náinn vinur Munchs, Christ- ian Gierlöff. Hann hafði fært gjöfina í tal við Munch en stríðið kom í veg fyrir að listamaðurinn gæti átt hlut að máli og hann lést síðan í stríðs- lok, rúmlega 80 ára gamall. Gierlöff bætti síðar við einni grafíkmynd og Ragnar Molzau, stjórnarformaður Listiðnaðarsafnsins í Osló, 3 mynd- um árið 1951. Myndirnar eru að sögn Beru Nordal, forstöðumanns Listasafnsins, með verðmætustu eignum safnsins en þær hafa sjaldan komið fyrir almenningssjónir. Grafíkmyndirnar eru steinprent, koparstungur og tréristur en að sögn Þorgeirs Ólafssonar, listfræðings, átti Munch sjálfur nokkurn þátt í þróun síðastnefndu aðferðarinnar með því að taka upp á því að saga tréplötur í búta, setja lit á hvern fyrir sig og raða þeim síðan saman eins og púsluspili undir þrykk en áður hafði verið notið ein tréplata fyrir hvern lit. Mátti þá engu skeika ef liturinn átti ekki að lenda á röng- um stað. Myndefni Munchs er ekki síður fjölbreytt en aðferðir hans. Dauðaþemað er áberandi, nokkrar andlitsmyndir eru á sýningunni og ástarþemað kemur við sögu í öðrum. Mörg myndefnin má einnig finna í málverkum listamannsins. Þorgeir Ólafsson sagði að verk Munchs nytu nú afar mikilla vin- sælda og benti í því sambandi á að nýverið hefði verið haldin stórsýning á verkum hans í París en sú sýning hefði verið flutt til Osló og opnuð á mánudag. VATNSBERINN HF. hefur nú þegar gert sölusamninga til 10 ára við UNITED GULF TRADING í Bandaríkjunum um stórfelldan útflutning á íslensku vatni. (framhaldi af því hefur stjórn félagsins ákveðið að auka við framkvæmdafé fyrirtækisins. Við leitum nú til aðila sem áhuga hafa á að fjárfesta í arðvænlegu íslensku iðnfyrirtæki. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjórn félagsins, á staðnum, eða í símum 65 34 90 og 65 34 91. HJALLAHRAUN 2 220 HAFNARFJÖRÐUR EINSTAKT TILBOÐ! ALLTAÐ AFSLÁTTUR Seljum næstu daga skápa og húsgögná stórlækkuðu verði. Lítið útlitsgallaðir fataskápar með miklum afslætti Landsbyggðarþjónusta: Tökum við símapöntunum og sendum um land allt VtSA Opið: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga Visa raðgreiðslur i allt að 18 mán., engin útborgun. AXIS AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGI9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500 FAX 43509. u C/5 C/5 UJ T ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i i i ■ I i i ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I i ■ -.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.