Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 Minning: Svava Sigfúsdóttir frá Sandbrekku Fædd 5. júni 1908 Dáin 2. febrúar 1992 í dag verður lögð til hinstu hvílu Svava Sigfúsdóttir, mamma hennar Nönnu, vinkonu minnar. Eg kynntist Nönnu þegar við vorum 11-12 ára og frá þeim degi var ég með annan fótinn í húsvarð- aríbúðinni í Langholtsskóla, þar sem Svava og Sigurður Eyþórsson, maður hennar, bjuggu ásamt dóttur sinni. Brátt fór ég að taka eftir því að húsmóðurinni á heimilinu var margt til lista lagt. Hún bakaði án þess að þurfa uppskrift, saumaði á dótt- urina og munaði ekki um að sauma skátakjóla á okkur báðar. Ég veit lítið um hvað á daga Svövu dreif áður en ég kynntist henni, en þá var hún um fímmtugt. Ég vissi þó að hún var ættuð aust- an úr Héraði, hafði verið í Hvítár- bakkaskóla, við nám bæði í Svíþjóð og Skotlandi og allt lék í höndunum á henni. Nú þegar hún er horfín okkur, fínn ég að mig langaði til að vita meira og fá að hlusta á hana segja frá því sem hún hafði tekið sér fyrir hendur áður en hún giftist og eignaðist Nönnu. Mann sinn missti Svava 1965 og tók þá við húsvarðarstarfínu í Lang- holtsskóla um skeið, eða þar til hún fluttist í íbúð sína á Reynimel 80 og bjó þar alla tíð eftir það. Vann hún þá fyrir sér meðal annars með saumaskap meðan heilsan leyfði. Síðustu árin voru henni erfíð, því auk lélegrar heilsu fór sjónin mjög að þverra og gat hún hvorki horft á sjónvarp, lesið, né verið með handavinnu, sem hún hafði haft mikla ánægju af í gegnum árin. Nanna og maður hennar, Einar, voru samhent um að létta henni líf- ið eins og hægt var. Kynni mín af Svövu leiddu til vináttu, sem enst hefur fram á þennan dag og verið mér mikils virði. Undir alvarlegu yfirbragði var stutt í hlátur og hún gat séð bros- legu hliðarnar á tilverunni. Mikið var t.d. hlegið þegar við þijár spi!- uðum saman rommí, sem við gerð- um af og til í gegnum árin. Nú þegar leiðir skilja þakka ég fyrir allt sem Svava gerði fyrir mig. Hvíli hún í friði. Magga. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar elsk- ulegrar sem lést á hjartadeild Borg- arspítalans 2. febrúar sl. eftir þriggja vikna erfíða legu og baráttu við hjartasjúkróm, sem hún hefur barist við síðustu 20 ár. Svava Sigfúsdóttir var fædd á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá 5. júní 1908 dóttir hjónanna Jóhönnu Þorsteinsdóttur og Sigfúsar Hall- dórssonar, f. 23. janúar 1860, d. 6. mars 1909. Tæplega ársgömul missti Svava föður sinn. Móðir Svövu giftist aft- ur, Halldóri Stefánssyni, og ólst Svava upp hjá þeim á Sandbrekku ásamt stórum hópi systkina. Um ævi Svövu mætti skrifa bók, og oft hef ég talað um að skrá nið- ur ýmislegt sem hún hefur sagt mér í gegnum árin, en því miður varð ekki af því. En margt bar á góma í samtölum okkar. Ég mun samt reyna að drepa á það helsta sem ég man eftir. Hugur Svövu stóð til mennta, en á þessum árum, í bytjun kreppunn- ar, var þröngt í búi víða og ekki mikið fé til að borga fyrir skóla- göngu. Svava lét ekkert svoleiðis aftra sér. Hún var kornung send af fóstra sínum tii að læra á orgel í Vopnafírði. Og fannst ekkert til- tökumál að ganga yfír Hellisheiði eystri um hávetur með fylgdar- manni. Svava var þannig að hún lét ekki margt koma í veg fyrir það sem hún ætlaði sér að gera. Eftir að Svava hafði unnið í nokk- urn tíma öll þau störf sem til féllu og safnað sér fé hóf hún nám í Hvítárbakkaskóla, og var hún þar tvo vetur við nám. Eftir það ferðað- ist hún á milli héraðsskóla á vegum yfírvalda menntamála, og kynnti og kenndi Vikivaka. Var hún við þau störf á Eiðum og Laugum í Reykjadal og víðar. Eftir þetta fór Svava til náms í hússtjórnarfræðum í Svíþjóð, og stundaði þar nám í hússtjómarkennaraskóla. Svíþjóð og Svíar urðu eftir það henni eink- ar hjartfólgin, og hélt hún sam- bandi við skólasystur sína frá þeim tíma og allt til dauðadags/ Ekki varð dvölin í Svíþjóð eins löng og til stóð því erfítt var með útvegun fjár á þessum tíma. En Svava gafst ekki upp við svo búið, hún réð sig strax í vinnu hjá Magnúsi konsúl í Edinborg og hóf þar að læra ensku í kvöldskóla og um helgar þegar hún átti frí ferðaðist hún um landið. Oft kom það fram í tali hennar að henni fyndist Skotar ekki þola nokkum samanburð við frændur okkar Svía, og vantaði að hennar mati þar mikið upp á. Eftir að Svava kom heim frá Skotlandi tóku við hin ýmsu störf, þar á meðal fór hún að stunda saumaskap og varð mjög eftirsótt til þeirra starfa því ekki var á þeim tíma hægt að hlaupa í næstu tísku- vöruverslun ef vantaði nýjan kjól eða kápu. Um tíma meðan á herná- minu stóð vann Svava hjá breska sendiherranum á Höfða og talaði hún oft um þann tíma. Hefur þá komið henni til góða námið í Skot- landi og Svíþjóð. Oft minntist hún á það þegar Churchill forsætisráð- herra Breta kom að Höfða á stríðs- árunum, og er hún bar þar á borð í veislu honum til heiðurs. Árið 1947 giftist Svava Sigurði Eyþórssyni fæddum 9. október 1907, dáinn 9. september 1965. Þau bjuggu lengst af í Langholtsskólan- um þar sem þau sinntu húsvörslu. Með Sigurði eignaðist Svava einkadóttur sína, Jóhönnu Sigurð- ardóttur hjúkrunarfræðing, eigin- konu þess er þetta ritar, og var hún mikill sólargeisli í lífi móður sinnar. Það lýsir krafti og dugnaði Svövu vel að þegar hún var 57 ára stóð uppi sem ekkja með 17 ára dóttur í námi réðst hún í kaup á íbúð á Reynimel 80 af miklum vanefnum, því að þau Sigurður söfnuðu ekki veraldlegum auð í sínum samvist- um. En Svava brást við því eins og henni var 'lagið, hún vann bara meira. Líkast til hefur öll sú vinna flýtt fyrir því að hún fékk þann sjúkdóm árið 1972 sem seinna leiddi hana til dauða, en frá þeim tíma gekk hún ekki heil til skógar. Ekki verður svo ijallað um Svövu að ekki sé minnst á ást hennar á bókum, en hún las alla tíð mjög mikið og átti góðan bókakost, hún las lika bækur bæði á ensku og Norðurlandamálum á meðan sjónin leyfði. En það fannst henni verst þegar sjónin fór að gefa sig að geta ekki lesið. En þá birtist henni ljós í myrkrinu í líki Blindrabóka- safns íslands, en í hverri viku hin seinni ár fékk hún sendar frá þeim bækur á hljóðsnældum sem styttu henni stundir í ævikvöldinu. Nú þegar samvistum okkar Svövu er lokið vil ég þakka fyrir þann yndislega tíma sem við áttum samleið, og sérstaklega fyrir þá umhyggju sem hún sýndi okkur hjónum og drengjunum. Megi minn- ing hennar lifa um alla eiiífð. Einar Halldórsson. Eybjörg Áskels- dóttir - Minning Fædd 10. janúar 1910 Dáin 29. janúar 1992 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Elsku amma Eybjörg er dáin. Okkur frænkumar langar í fáum orðum að minnast hennar. Við vissum í haust að amma var alvarlega veik. Það er samt erfítt að sætta sig við að hún er horfín úr okkar lífi, en í huga okkar skil- ur hún eftir margar góðar minn- ingar. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa á Flókagötuna. þar var margt spjallað og aldursmunurinn varð að engu því amma var ung í anda og létt í lund. Ofarlega í huga okkar eru árlegu jólaboðin þar sem fjölskyld- an safnaðist saman og þá var amma í essinu sínu. Eins er okkur minnisstætt þegar amma og afí héldu upp á áttræðisafmælin sín, hversu vel hún naut sín innin um ættingja og vini. Amma var ein- staklega lagin í höndunum og ber heimili hennar og afa þess augljós- an vott. Einnig hafði amma mjög gaman af að spila á spil og það var ósjaldan sem gripið var í spil í heimsóknum. Amma var yndisleg kona. Við munum búa að því alla tíð að hafa átt hana að, kynnst góðmennsku hennar og jákvæðum viðhorfum til lífsins. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku afí, guð veiti þér styrk í sorg þinni. Ragnheiður, Linda Bára, Anna Margrét, Þórdís og Magga. Eybjörg Áskelsdóttir tengda- móðir mín, sem í dag verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík, var fædd á Bassastöð- um í Steingrímsfírði 10. janúar 1910. Foreldrar hennar voru Guðríður Jónsdóttir og Áskell Páls- son bóndi. Eybjörg ólst upp á Bass- astöðum ásamt stórum hópi systk- ina, en þau voru 22 bömin sem þau Guðríður og Áskell eignuðust. Þó svo að margir hafi verið í heim- ili hjá foreldrum Eybjargar og fjöl- skyldan verið með þeim stærri var þó alltaf nóg að bíta og brenna á heimilinu og minnist ég þess að oft hafði Eybjörg á orði að aldrei hafí skort mat á Bassastöðum, þrátt fyrir stóran barnahóp og marga munna að seðja. Árið 1933 stofnaði Eybjörg heimili á Hólmavík með eftirlifandi manni sínum, Valdimar Guðmundssyni húsasmið frá Kleif- um á Selströnd við Steingríms- fjörð. Þeim hjónum varð 9 bama auðið, sem öll em á lífí. Árið 1965 fluttu þau Valdimar og Eybjörg frá Hólmavík til Reykjavíkur, þá voru sjö elstu börnin flutt að heiman og búin að stofna sín eigin heimili en tvær yngstu dætumar vom enn í foreldrahúsum. Tveimur áram síðar keyptu þau hjónin sér íbúð á Flókagötu 63 í Reykjavík og hefur þar verið heimili þeirra síðan. Með níu böm og eiginmann sinn vinnandi oft á tíðum fjarri heimil- inu, kom það í hlut Eybjargar að sjá um stóra bamahópinn, ala hann upp og aga í þann farveg hún best þekkti frá sínum foreldrahús- um. Á þessu verki tók hún með festu og ákveðni sem henni var vel lagið og ávallt náði hún þeim árangri sem að var stefnt án þess að vera með hávaða eða stóryrði. Þrátt fyrir ærið verkefni við að ala upp stóran bamahóp var Eybjörg alltaf létt í lund, glaðleg og hress í framkomu. Það varð ljóst í ágúst sl. að hveiju dró hjá Eybjörgu. Eins og hennar hafði verið háttur alla tíð tók hún þessum fréttum með ró þeirri og skynsemi sem hafði ein- kennt hana og störf hennar alla tíð. Ég hef þekkt Eybjörgu í 27 ár og allan þann tíma hefur hún kom- ið mér fyrir sjónir sem ein af þess- um rólegu, góðu og traustu ís- lensku konum, sem enn má víða hitta í sveitum landsins. Konan sem alltaf virðist hafa nægan tíma til að sinna eigin fjölskyldu og gestum sínum, hafa allt að gefa en krefjast ekki mikils fyrir sjálfa sig. Um þennan eiginleika hennar er mér minnisstætt hversu oft hún hafði útbúið okkur hinum í fjöl- skyldunni veglegt veisluborð, en sat svo sjálf til hliðar á meðan við nutum góðgerðanna. Eybjörg hafði það á orði nokkru sinni eftir að veikindi hennar voru ljós, að hún væri ánægð og sátt við lífíð og að hennar mesta hamingja í lífínu væri góð og heil- brigð börn þeirra hjóna og stóri og fallegi bamabamahópurinn. Ekki varð þess vart að hún væri áhyggjufull þó að endalokin nálguðust og gat hún rætt um dauða sinn af fullri hreinskilni og án ótta eða kvíða. Það var ósk Eybjargar að fá að líða út af í svefni rólega og átakalaust. Góður guð uppfyllti ósk hennar að morgni 29. janúar sl. Þá lést Eybjörg með þeim hætti sem hún hafði sjálf óskað. í huga mínum ljómar minn- ingin um góða, fallega og ástríka konu sem hafði svo mikið að gefa öllum öðmm en krafðist svo lítils fyrir sjálfa sig. Þetta er sú fallega minning um Eybjörgu sem ég í huga mínum geymi, um leið og ég bið góðan guð að veita Valdimar styrk í sorg sinni. Þór Gunnarsson. Föt fyrir alla £ SISLEY Föt fyrír alla Barnafatnaður Ungbarnafatnaður Unglingafatnaður OPNUM I DAG MIKHI ÚRVAL AF NÝJUM VttRUM beneííon KRINGLUNNI í I I I I l i > > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.