Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Þú hefur ýtt hlutunum á undan þér upp á síðkastið og mikiar nú fyrir þér að vinna það upp. Slakaðu á og gerðu eitt í einu. Naut (20. apríl - 20. maí) I Þú eyðir mikilvægum tíma í ekki neitt og þegar dagurinn er á enda runninn sérðu eftir öllu saman. Þetta er ekki heppi- legur tími til að leita ráða vegna starfsins. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Farðu ekki með of mikinn tíma í símtöl núna. Þetta kann að vera ákveðin aðferð hjá þér til að slá hlutunum á frest. Bæld- ar tilfínningar vinna á móti þér í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Maki þinn er besti trúnaðarvin- ur þinn um þessar mundir. Komdu ekki of kumpánlega fram við þá sem þú umgengst á vinnustað. Sköpunargáfa þín blómstrar núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft að fara varlega í pen- ingamálum núna. Þér reynist mjög erfitt að taka ákvörðun sem snertir starf þitt. Meyja (23. ágúst - 22. september) a? Þú hefur ekki eins mikið fé handa á milli í skemmtanalífíð og þú kysir. Sinntu jafnóðum þeim verkefnum sem þér eru falin í vinnunni og veittu smá- atriðunum nána athygli. Vog (23. sept. - 22. október) Þér fínnst hendur þínar bundn- ar vegna ákveðins ástands heima fyrir. Sýndu umburðar- lyndi og reyndu ekki að knýja fram stefnubreytingu. Sporddreki (23. okt. — 21. nóvember) Þig langartil að auka þekkingu þína og víkka sjóndeildarhring- inn, en nokkuð vantar á að sjálfstraustið sé nógu mikið. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Gakktu ekki að neinu sem gefnu þegar atvinna þín er annars vegar. Líttu í kringum þig og taktu eftir hvað er að gerast. Þú þarft að sýna lagni og íhygli vegna máls sem snert- ir peninga og vináttu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Starfsferill þinn er ekki vanda- málið sem við er að kljást, held- ur skortir á að þú hafir nógu skýr markmið. Oákveðni leiðir oft til athafnaleysis og stöðn- unar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér getur orðið illa á í mess- unni í peningamálúnum núna. Eitthvert samviskumál er einn- ig að angra þig. En kannski miklar þú ástandið fyrir þér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ^2* Þú ættir ekki að koma nálægt peningamálum vina þinna núna. Hlustaðu vandlega á það sem maki þinn hefur að segja og taktu mark á því, en láttu þér ekki nægja að vasla í yfir- borðinu. Stjörnuspdna á að lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS Ég held að þau líti betur út þegar þau eru með litla stjörnu eða engil á toppnum. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar margar leiðir eru færar í útspilinu er vandinn sá að fmna þá bestu. Suður sagnhafi í 6 laufum og þarf að velja og hafna: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 652 VÁ86532 ♦ Á8 ♦ D2 Suður ♦ ÁD7 VK4 ♦ K63 ♦ ÁKG109 Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 lauf Pass Pass Pass Utspil: Lauffjarki. Hvernig er best að spila? Þrjár áætlanir koma til greina: 1) Taka ÁK í tígli og trompa tígul, en treysta síðan á svíningu fyrir spaðakóng. Um það bil 50% leið. 2) Taka trompin og fríspila hjartað. Þá fást 13 slagir ef hjartað er 3-2 og trompið ekki 5-1. Þessi spilamennska heppn- ast í 68% tilfella. 3) Fara strax í hjartað: T^ka kónginn og dúkka síðan hjarta í öðrum slag. Þannig má ráða við 4-1 legu í hjarta ef trompið er ekki 5-1. Augfjóslega er þetta besta spilamennskan og sú eina sem dugir ef spilið er þannig: Vestur ♦ K873 VG1097 ♦ 975 ♦ 84 Norður ♦ 652 VÁ86532 ♦ Á8 ♦ D2 Austur ♦ G109 ♦ D ♦ DG1042 ♦ 7653 Suður ♦ ÁD7 VK4 ♦ K63 ♦ ÁKG109 SKAK Umsjón Margeir Pétursson. Á meistaramóti Taflfélags Dal- víkur 1992, sem haldið var í jan- úarmánuði, kom þessi staða upp í viðureign þeirra Hjörleifs Hall- dórssonar ' (1.970), sem hafði hvítt og átti leik, og Guðmundar Freys Hanssonar (1.520). 10. Bxh7+! - Kh8!? (Það var með öllu vonlaust að þiggja fórn- ina. Eftir 10. — Kxh7, 11. Rg5+ — Kg6, 12. H4! er hvíta sóknin óstöðvandi.) 11. Rg5 — g6, 12. h4 — cxd4, 13. R3e4 — Bxd2+, 14. Dxd2 - Rc6, 15. Df4? (15. h5 var langeinfaldasta leiðin til sigurs, og jafnvel 15. Rxf7+!? — Hxf7, 16. Dh6 var sterkt, því 16. — Hxh7? er þá svarað með 17. Df8 mát.) 15. - Da5+, 16. Kfl — Dxe5!, 17. Rxf7+ - Kg7, 18. Dxe5 — Rxe5, 19. Rxe5 — Kxh7 og eftir enn frekari tilþrif í vörn- inni náði svartur um síðir jafntefli. Þrátt fyrir þetta sigraði Hjör- leifur á mótinu, hlaut 3 'h v. af 5 mögulegum, en þeir Guðmundur Freyr og Rúnar Berg komu næst- ir með 3 v. Rúnar Búason varð fjórði með 2 'h v. Skákþing Akureyrar: Keppni í unglinga-, stúlkna- og drengja- flokki hefst í skákheimilinu laug- ardaginn 8. febrúar kl. 13.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.