Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 29 Andrea L. Jóns- dóttir - Minning Fædd 1. september 1915 Dáin 28. janúar 1992 Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson) Hún mamma og amma er dáin. Það er svo erfitt að trúa því. Við viljum þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum með henni. Hún mamma kenndi börnunum mín- um margt sem þau búa að. Hún lagði mikið upp úr því að kenna þeim bænimar. Það er stutt síðan hún minntist á það hvort Hermann Geir færi með bænirnar, því henni fannst honum hafa farið aftur, hún bað mig svo innilega að halda því við. Við mamma bjuggum saman í tæp tíu ár. Hún flutti fyrri 1 'h ári í Austurbrún 2. Hún var svo ánægð með íbúðina, hún lagði mikið upp úr því að hafa hlýlegt og snyrtilegt í kringum sig. Ekki var hún að kepp- ast við að eignast sem flesta hluti, hún átti fáa hluti, en hluti sem henni voru kærir. Alltaf var hún mamma boðin og búin að hjálpa öðrum, hún hugsaði meira um aðra, en gleymdi stundum sjálfri sér. Mamma var mjög barngóð kona, hún átti sex böm, 23 barnabörn og fjórtán barnabarnabörn. Mamma missti eiginmann sinn, pabba, Hilmar Kristberg Welding, 17. desember 1968. Þá var ég að- eins fjórtán ára gömul. Eftir það vorum við mamma óaðskiljanlegar. Við vorum nýflutt í nýja íbúð, en því miður fékk pabbi ekki að njóta hennar nema í rúma tvo mánuði. Mamma var sterk kona. Það var alveg sama hvað dundi á, alltaf var hún upprétt, bifaðist aldrei. Hún lét okkur aldrei sjá að hanni liði illa. Fyrir tæpu ári fékk hún að vita að hún væri með krabbamein. Það fékk mikið á hana, en hún var mjög já- kvæð, fór allar sínar ferðir með strætó þegar hún fór í lyfjagjafir, nema undir það síðasta. Þann 6. janúar 1992 síðastliðinn kom systir mín, Þórey, sem er bú- sett í Svíþjóð, til hennar. Það var yndislegt fyrir mömmu, þær áttu yndislegar stundir saman. Sama dag og hún fer utan veikist mamma svo að hún er flutt á sjúkrahús. Tíu dögum seinna er hún dáin. Hún bað mig um að senda læknum, hjúkr- unarfólki og starfsfóiki á krabba- meinsdeild Landspítalans 11-E hjartans þakkir fyrir frábæra umönnun og sérstakar þakkir fá þeir sem komu heim til hennar sem eru í heimaaðhlynningu. Einnig minntist hún á þakkir til starfsfólks Landspítalans, göngudeildar (alkó- hólista), sem hún vann við í 22 ár. Jóhannes Bergsveinsson fær sér- stakar kveðjur frá mömmu. Það er svo erfitt að trúa því að við fáum ekki að sjá eða heyra frá mömmu. Eg er alltaf að bíða eftir að síminn hringi. Eg veit að hún heldur áfram að vera með okkur. Megi minningarnar um mömmu og ömmu lifa. Jónína Dagný Hilmarsdóttir og synir. Hún amma mín er dáin. Það er satt en samt erfítt að þurfa að sætta sig við það. Amma Laufey, eins og ég kallaði hana alltaf, var dugnaðar- kona. Það var sama hvað gekk á, alltaf gat ég farið til ömmu og ávallt kunni gamla konan ráð við öllu. Það fóru allir alltaf glaðir frá ömmu. Amma Laufey var kát, glöð og mjög ákveðin kona. Hún stóð við sitt og vildi að aðrir gerðu það sama. Ef amma Laufey ætlaði sér eitthvað þá var ekki snúið til baka. Hún hætti ekki fyrr en það tókst, sama hvað það var. Svona var hún til síð- asta dags. Hún barðist við þrálát veikindi og það sorglega er að henni tókst ekki að yfirstíga þau. Amma Laufey hefur hjúkrað mörgum og hjálpað. Hún hafði mjög gaman af. Henni leið aldrei eins vel og þegar hún gat rétt einhveijum hjálparhönd. Hún sagði oft við mig: „Mikið vildi ég að ég hefði getað lært og orðið læknir eða eða hjúkr- unarkona." En það var erfitt á þeim tíma sem amma Laufey var ung. Hún þurfti ávallt að standa á eigin fótum, og var oft mjög erfitt, en hún lét ekki bugast. Það er erfítt að lýsa dugnaðar- konu eins og amma mín var. En mér hlotnaðist sá heiður að bera nafn hennar og er mjög stolt af því. Góði guð, fylgdu ömmu minni þegar ég get ekki fylgst lengur með henni. Guð blessi minningu elsku ömmu minnar. Andrea Laufey Jónsdóttir. Nanna Olafsdóttír mag.art. — Minning Fædd 28. janúar 1915 Dáin 30. janúar 1992 Nanna Ólafsdóttir magister og lengi bókavörður í Landsbókasafni lést 30. janúar sl. nýorðin 77 ára. Hún var dóttir Ólafs Gunnarssonar læknis og Rögnu Gunnarsdóttur konu hans. Nanna var elst sex systk- ina og var rétt að verða 12 ára göm- ul þegar faðir hannar dó fyrir aldur fram, 15. janúar 1927, aðeins 42 ára gamall. Móður Nönnu hefur l eflaust verið metnaðarmál að setja Nönnu til mennta, og lauk hún stúd- entsprófi vorið 1934, las sjötta bekk I utan skóla, þar sem hún var þá byrj- uð að vinna í banka. Hugur hennar hefur eflaust staðið til frekara náms, I en það varð að bíða betri tíma eða þangað til að sjötta tugnum, er hún hóf nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. Nanna lauk meistaraprófi í fræð- unum 1958, og íjallaði meistara- prófsritgerð hennar um Baldvin Ein- arsson. Tveimur árum síðar, fyrri hluta árs 1960, var hún við fram- haldsrannsókn í Kaupmannahöfn og skrapp þá einnig til Óslóar. Hlaut hún til fararinnar styrk úr Sáttmála- sjóði. Upp úr þessum rannsóknum öllum varð svo til ritið Baldvin Ein- arsson og þjóðmálastarf hans, er Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 1961. í upphafi formála verksins segir Nanna svo: „Starf Baldvins Einarssonar hefur að mestu horfið í skuggann af Fjölnismönnum og Jóni Sigurðssyni, að minnsta kosti í augurn seinni tíma manna. Hann var frumherji í viðreisnarbaráttu þjóðarinnar á 19. öld. Hlutur hans var því síst minni en hinna, sem á eftir komu. Þetta frumverk var unn- ið af slíku raunsæi og framsýni, að entist langt fram eftir öldinni sem undirstaða þjóðfrelsisbaráttunnar." Nönnu þykir Baldvin liggja óbætt- ur hjá garði í minningu hinna yngri kynslóða, og úr þessu vill hún bæta. Nanna var alla tið mjög róttæk, og hefur hinn einarði hugsjónamaður, Baldvin Einarsson, verið henni mjög að skapi. Við rannsóknir sínar á Baldvini komst Nanna í rækileg kynni við handritasafn Landsbókasafns, og hafa þau kynni eflaust leitt til þess, að hún réðst í nokkra ígripavinnu í handritadeild safnsins, fyrst við svo- nefnda Kvæðaskrá og síðar við skráningu bréfasafna. Til marks um áhuga hennar á þessum verkefnum skal þess getið, að hún kynnti sér skráningu og umbúnað bréfasafna bæði í British Museum og í Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn, er hún dvaldist um hríð ytra á eigin vegum síðla árs 1966. Þegar Lárus H. Blöndal lét af starfi forstöðumanns handritadeild- ar seint á árinu 1967 og Grímur M. Helgason var ráðinn í hans stað, skipuðust mál svo, að Nanna tók við starfi Gríms frá 1. janúar 1968. Hún vann síðan samfellt í handritadeild Landsbókasafns uns hún lét af föstu starfi fyrir aldurs sakir 1985. Eitt árið fékk hún rannsóknarleyfi og varði því til rannsókna í Kaup- mannahöfn. En þar sem Nanna var við góða heilsu og fús til starfa, féllst hún á að vinna áfram í handritadeild nokkrar stundir á dag fyrir auka- sporzlu, er safnið fékk i þessu skyni. Tók hún því enn að fást við skrán- ingu bréfasafna, seinast hins mikla bréfasafns Halldóru Bjarnadóttur. Nanna fylgdi því verki eftir með samningu ýtarlegrar ritgerðar um Halldóru, er birt var í Árbók Lands- bókasafnsins 1988 ásamt völdum köflum úr bréfum hennar. Var það ekki í fyrsta sinn, sem Nanna lagði til efni í Árbók safnsins, og var það einkum tengt bréfasöfnum, er hún vann svo mjög við alla tíð. í Árbók 1969 birtist eftir hana þáttur: Úr fórum Benedikts frá Auðnum Jóns- sonar, þá Úr bréfum Sveins læknis Pálssonar (í Árbók 1975), og Bréf Willards Fiskes til íslendinga (í Ár- bók 1982). Þá skulu taldar tvær greinar annars kyns: Um fólksfjölda á Suðurlandi og mannfækkun þar 1781, eftir Hannes Finnsson biskup, er Nanna bjó til prentunar og ritaði inngang að í Árbók 1976, og Af Eddukvæðahandritum Bjarna Thor- arensens í Árbók 1984. Allt voru þetta vel unnin verk, er Árbókinni var mikill fengur að og Landsbókasafni til sóma. Eftir að Nanna lauk fyrrnefndri ígripavinnu við safnið, síðla árs 1990, átti hún margar ferðir í hand- ritadeild Landsbókasafns og vann þar við eigin rannsóknir. Hún var þar á ferðinni í vikunni áður en hún- lést, alltaf sami aufúsugesturinn, er öllu starfsliði Landsbókasafns þótti mjög vænt um. Hennar mun jafnan verða minnst í safninu með virðingu og þökk. Finnbogi Guðmundsson. Björgvin Kr. Gríms- son - Kveðjuorð Fæddur 14. sept. 1914 Dáinn 5. janúar 1992 Hann Björgvin er dáinn. Brottför hans af jarðlífsskeiði bar fyrr að, en búast hefði mátt við. Þó var þeim ljóst, sem best þekktu til, að hann bjó við hnignandi heilsu, eink- um sl. ár. Autt rúm hans á þeim stað, sem hann dvaldi síðustu átta ár ævi sinnar. — Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund — Litlu Grund — er stórt. Björgvin var mjög lifandi maður sem bar aldur sinn vel. Eft- ir honum var tekið, í þeim hópi fólks, sem hann bjó með og deildi við kjörum á hallandi degi. Hann var allajafna hress í bragði og skrafhreifínn, hlýr í viðmóti og prúður í umgengni. Hygg ég ekki ofmælt að hverjum manni sem með honum var á vegi, hafi hann viljað vel. Þegar Björgvin bjóst um, fann sig út í lífinu, var eftir honum tek- ið. Hann sómdi sér vel. Og á mann- líf það, sem hann lifði og hrærðist í, innan fjögurra veggja á aftni sinn- ar ævi, setti hann visst svipmót. Væri Björgvin ekki mættur, þar sem var hans staður — kenndi tóms. „Hvar er Björgvin“? var þá tíðum spurt. Þetta sagði sitt. Björgvin var að eðlisfari rausnarmaður, og sýndi það oft. Hann fylgdist grannt með æðaslætti líðandi stundar, stjórn- málum, starfsháttum, uppbyggingu og mótun þjóðlífs- og heimsmynd- ar. Hann hugsaði um margt og fyrir mörgu, sem öðrum kunni að hyljast. Harpa lífs hans átti sér marga strengi, sem örlagadísirnar slógu tíðum til auðnu. En hver er sá sem ekki fær að reyna það að slökkt séu ljós, sem óskað var og vonað að lifðu til að lýsa langt fram á veg, — helst til efsta dags? Á þeim stað sem ég hef starfað sl. tvö ár kynntist ég Björgvin Grímssyni vel. Hann vakti strax athygli mína vegna fágaðrar fram- komu sinnar í daglegri umgengni, glaðlegs viðmóts og þakklætis fyrir þá þjónustu, sem veitt var á dvalar- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS GÍSLASONAR, Hlíð, Garðabæ. Sérstakar þakkir til allra, sem hlynntu að honum á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði. Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnar Kristinsson, Sigurgísli Kristinsson, Guðný Sölvadóttir, Kristbjörg Hólmfríður Sigurgísladóttir, Kristinn Snorri Sigurgfslason. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, stjúpföður, tengda- föður og afa, ERLENDAR VILMUNDARSONAR, Hraunsvegi 8, . Njarðvfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir umönn- un og styrk sem það veitti. Helga Sigurðardóttir, Ástríður Erlendsdóttir, Jón A. Gunnlaugsson, Guðmundur J. Erlendsson, Margrét Óskarsdóttir, Sigurður Árnason, Una Bryngeirsdóttir og barnabörn. stað hans. Hann hafði nokkuð ann- an lífsstíl, en fólkið í þeirri sveit sem hann skipaði. Þetta er sagt án þess að varpa rýrð eða skugga á nokk- 1 urn, sem hér áttí hlut að. Ég hef átt góð samskipti við alla í þeim hópi. Björgvin virtist kunna vel að meta störf mín og annarra á Litlu Grund. Hann hafði á þeim næman skilning, og sýndi hug sinn í vérki á stundum. Eftir því sem ég kynnt- ist Björgvin meira urðu mér ljósari mannkostir hans. Hann var drengur góður. Hugarþel hans var hlýtt og greiðasemi var honum eiginleg. Þá gat hann og verið skemmtilegur í samræðum, og fór þá létt yfir. Eft- * ir kynningu okkar Björgvins var hann orðinn á meðal ágætra vina minna. Hann gleymist eigi. Yfir minningu hans hvílir birta. Eg færi honum fyllstu þakkir og bið honum blessunar guðs á eilífðarvegum. í huga mínum hverfist um þig heiðið blátt og nðkkva þínum sé ég siglt í sólarátt. (Amfríður Sigurðardóttir). Fjóla Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.