Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 39 URSLIT IBK-UMFT 72:74 íþróttahúsið í Keflavík. Gangur leiksins: 0:3, 2:3, 5:5, 10:7, 16:15, 24:17, 26:26, 30:30, 39:34, 42:39, 46:45, 59:51, 65:62, 65:67, 67:67, 67:73, 72:74. Stig IBK: Hjörtur Harðarson 20, Jonathan Bow 16, Nökkvi M. Jónsson 14, Albert Óskarsson 7, Kristinn Friðriksson 6, Jón Kr. Gíslason 5, Brynjar Harðarson 2, Júlíus Friðriksson 2. Stig UMFT: Ivan Jonas 21, Pétur Guð- mundsson 16, Einar Einarsson 13, Valur Ingimundarson 12, Bjöm Sigtryggsson 6, Hinrik Gunnarsson 4, Haraldur Leifsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragson. Áhorfendur: Um 500. Þór-UMFIM 94:115 íþróttahöllin á Akureyri, Islandsmótið I körfuknattleik, Japisdeildin, fimmtudaginn 6. febrúar 1992. Gangur leiksins: 8:9, 15:21, 30:47, 40:53, 42:60, 50:74, 63:86,80:98,88:106,94:115. Stig Þórs: Joe Harge 26, Guðmundur Bjömsson 18, Björn Sveinsson 16, Konráð Óskarsson 15, Jóhann Sigurðsson 9, Helgi Jóhannesson 7, Birgir Birgisson 3. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 27, Rondey Robinson 25, Friðrik Ragnarsson 13, Ást- þór Ingason 12, Jóhannes Kristbjörnsson 11, Sturla Örlygsson 9, ísak Tómasson 9, Brynjar Sigurðsson 4, Gunnar Örlygsson 3, Kristinn Einarsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Áhorfendur: 150. Haukar- UMFS 113:101 íþróttahúsið Strandgötu. Gangur leiksins: 4:0, 10:4, 14:14, 22:22, 30:31, 43:34, 46:46, 57:56, 69:60, 79:67, 90:77, 104:81, 113:95, 113:101. Stig Hauka: John Rhodes 29, Jón Arnar Ingvarsson 23, ívar Ásgrfmsson 19, Jón Örn Guðmundsson 10, Tryggvi Jónsson 9, Reynir Kristjánsson 8, Pétur Ingvarsson 5, Bragi Magnússon 4, Henning Hennings- son 4, Þorvaldur Henningsson 2. Stig Skallagríms: Birgir Mikaelsson 27, Sig. Elfar Þórólfsson 17, Maxim Krúpatsjew 16, Skúli Skúlason 16, Hafsteinn Þórisson 14, Þórður Helgason 11. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Víglundur Sverrisson, góðir. Áhorfendur: 60. KR-Valur 113:79 íþróttahúsið Seltjarnarnesi. Gangur leiksins: 2:0, 7:2, 8:15, 8:29, 23:49 34:60, 47:67, 64:94, 70:105, 79:113. Stig KR: John Baer 19, Guðni Guðnason 18, Hannes Hermannsson 10, Sigurður Jónsson 9, Ólafur Gottskálksson 8, Óskar Kristjánsson 7, Tómas Hermannsson 5, Lárus Árnason 3. Stig Vnls: Franc Booker 27, Svali Björg- vinsson 25, Magnús Matthíasson 23, Simon Ólafsson 14, Ragnar Jónsson 10, Ari Gunn- arsson 5, Tómas Holton 5, Gunnar Þor- steinsson 2, Matthías Matthíasson 2. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Flautuðu eins og þeir fengju greitt sérstaklega fyrir hvert flaut. A-RIÐILL Fj. leikja u T Stig Stig UMFN 19 16 3 1825: 1526 32 KR 19 14 5 1744: 1562 28 UMFT 19 11 8 1730: 1697 22 SKALLAGR. 19 3 16 1550: 1872 6 SNÆFELL 19 3 16 1482: 1805 6 B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig ÍBK 19 17 2 1868: 1580 34 VALUR 19 12 7 1795: 1676 24 UMFG 19 8 11 1622: 1569 16 HAUKAR 18 8 10 1659: 1743 16 ÞÓR 18 2 16 1540: 1785 4 Veggtennis Þriðja og síðasta umferð meistaramóts Bylgjunnar í Dansstúdíói Sóleyjar. Kvennaflokkur: 1. Edda Svavarsdóttir 2. Soffía Halldórsdóttir 3. Halla Dóra Halldórsdóttir Karlaflokkur: 1. Jón Steingrímsson 2. Sveinn Baldursson 3. Þrándur Amþórsson ■ Bylgjumeistarar urðu Þrándur Amþórs- son (60 stig) og Edda Svavarsdóttir (60 stig). í öðru sæti urðu Jón Steingrímsson (59) og Soffia Halldórsdóttir (58). í þriðja sæti urðu Sveinn Baldursson (55) og Jó- hannes Guðmundsson (55) og Halla Dóra Halldórsdóttir (55). NBA-deildin: Leikir á miðvikudagskvöld: Detroit — Milwaukee Bucks.....102: 94 Miami Heat — Golden State.....126:124 Seattle — New Jersey...........95: 85 Cleveland — Philadelphia......110:108 ■Eftir framlengingu. Boston Celtics — Houston Rockets ... 98: 85 Orlando Magic — Minnesota.....109:102 Phoenix Suns — Chicago Bulls..126:114 LA Lakers — Los Angeles.......100: 95 Sacramento Kings — UtahJazz...100: 98 KORFUKNATTLEIKUR Algjörir yfirburðir - þegar Valsmenn unnu KR-inga með 34 stiga mun ÁHORFENDUR sem mættu á Seltjarnarnesið til að sjá jafnan og spennandi leik KR og Vals fóru vonsviknir heim. Yfirburðir Vals voru algjörir frá fyrstu mínútu og leikurinn því aldrei spennandi. Staða Vals er væn- leg og nokkuð tryggt að þeir komast í úrslitakeppnina. Það er ekki á hveijum degi sem KR tapar með 34 stiga mun. Lokatölur í ótrúlega ójöfnum leik urðu 79:113. Valsmenn Skúti Unnar höfðu mikla yfirburði Sveinsson allt frá byijun. Allt skrífar gekk upp hjá þeim á sama tíma og hvorki gekk né rak hjá KR. Valsmenn léku vel og hittu hvenær og hvaðan sem var en hjá KR var þetta allt með öfug- um formerkjum. Guðni var sá eini sem var eðlilegur í fyrri hálfleik, allir aðrir voru óheyri- lega daufir. Flestir voru ragir við að skjóta, nema Baer og hann hitti ekk- ert. Nýtingin í fyrri hálfleik var ægi- leg og gæti ég best trúað að Vals- menn hafi haft um 80% nýtingu en KR-ingar um 20%. Hræðilegt að horfa uppá leik liðsins. Vörn KR sem hefur verið þekkt fyrir ákefð og ágengni var löngum eins og þokkaleg vörn í yngri flokkun- um. Vörn Valsmanna var hins vegar ágæt og átti ekki í teljandi erfiðleikum með ungu piltana í KR. Valsmenn fóru á kostum oger langt síðan þeir hafa verið eins öflugir. Svali, Booker og Magnús geysilega sterkir og Símon, Ragnar og Tómas mjög öruggir. Aliir leikmenn liðsins léku vel og allt fór niður. Þrátt fyrir að liðið kæmist snemma í hálfgerð villuvandræði skipti það engu máli. Þeir sem komu inná tóku upp þráðinn. Valsmenn gerðu 10 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik en urðu að láta sér nægja sex slíkar í þeim síðari. Samsvarandi tölur fyrir KR-inga eru ein þriggja stiga karfa í fyrri hálfleik og fimm í þeim síðari. Tindastóll vann ÍBK Sigurganga Tindastóls heldur áfram. í gær vann liðið Keflvík- inga, 74:72, og er þetta fyrsta tap ÍBK á heimavelli á keppn- BjQín istímabilinu. Gríðar- Blöndal leg spenna var í lokin skrífarfrá þegar Tindastóll náði Keflavík forystunni og heima- Svali Björgvinsson fann fjölina sína og gerði sjö þriggja stiga körfur. menn gerðu örvæntingarfullar tilraun- ir til að rétta sinn hlut. En allt kom fyrir ekki hjá þeim. „Þetta var lélegasti leikur okkar í vetur og ég vona að þetta tap komi okkur niður á jörðina,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvík- inga eftir leikinn. „Þeir léku skynsam- lega og höfðu sigur. Þetta minnir okk- ur vonandi á hversu sárt er að tapa og við komum tvíefldirtil næsta leiks,“ sagði Jón Kr. Framan af leiknum benti fátt til annars en Keflvíkingar bættu enn ein- um sigrinum við þó forysta þeirra yrði aldrei afgerandi. En norðanmenn léku skynsamlega, hægðu leikinn nið- ur og slepptu Keflvíkingum aldrei langt frá sér. Undir lok leiksins tókst þeim að snúa við taflinu og tryggja sér sigur. Keflvíkingar fengu samt sín tækifæri en heilladísinrar voru ekki hliðhollar að þessu sinni. Bestir hjá ÍBK voru Hjörtur Harðar- son og Nökkvi Már Jónsson en hjá Tindastóli þeir Ivan Jonas, Valur Ingi- mundarson, Pétur Guðmundsson og Einar Einarsson. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Vorum klaufar að bæta ekki vid - sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari, eftir jafntefli gegn ólympíuliði Norðmanna ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu gerði 2:2 jafntefli við ólympíulið Norðmanna ífyrsta leik sínum á þriggja þjóða æf- ingamótinu á Möltu í gær. Atli Einarsson og Rúnar Kristins- son gerðu mörk íslands í byrj- un seinni hálfleiks, en Norð- menn jöfnuðu undir lokin. M Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, sagði að leikurinn hefði verið slakur í fyrri hálfleik og ís- lenska liðinu hefði gengið illa að skapa sér færi. Það eina markverða hefði verið, þegar brotið var á Baldri Bjamasyni og dæmd víta- spyrna, en markvörður Norðmanna varði frá Rúnari Kristinssyni. Atli Einarsson kom íslendingum á bragðið, skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Herði Magnússyni. Skömmu síðar skoraði Rúnar úr þröngri stöðu inní teig eftir ágætt spil. „Við vorum klaufar að bæta ekki við og sigra,“ sagði Ásgeir. „En þess í stað töpuðum við boltanum og Norðmenn skoruðu eftir hraða- upphlaup, þegar tíminn var að renna út.“ Hann kenndi einbeiting- arleysi um, en sagðist að öðru leyti vera ánægður, því strákarnir hefðu gert margt gott i seinni hálfleik. Norðmennimir hefðu spilað skyn- samlega og varist vel og því hefði verið erfitt að sækja á þá í fyrri hálfleik, en það hefði gengið betur eftir hlé, þó kappið hefði oft verið meira en forsjáin. Noregur og Malta leika í mótinu á laugardag, en.á sama tíma mæt- ir ísland þýska liðinu Blau-Weiss Berlín. Lið íslands: Friðrik Friðriksson; Sævar Jónsson, Kristján Jónsson, Ólafur Kristjánsson; Rúnar Krist- insson (Hlynur Stefánsson vm. miðjan s.h.), Kristinn R. Jónsson, Andri Marteinsson (Atli Helgason vm. miðjan s.h.), Arnar Grétarsson, Baldur Bjarnason (Haraldur Ing- ólfsson vm. miðjan s.h.), Hörður Magnússon, Atli Einarsson. Stefán Stefánsson skrífar Haukar höfðu það af Hrikalegur varnarleikur var alsráð- andi á Strandgötunni í gær- kvöldi, þegar Haukar unnu Skallagrim 113:101. Hafnfirðingar tóku því rólega í byijun og Borgnesingar gáfu þeim ekkert eftir og komust yfir um miðjan hálfleik. í leik- hléi skildi aðeins eitt stig. Eftir hlé náðu Haukar forystu sem dugði þeim út leikinn þrátt fyrir ágæta tilburði Skallagríms. Það var eins og Haukarnir tækju leikinn ekki nógu alvarlega. Vörnin var steinsofandi en skárri í síðari hálf- leik. John Rhodes var yfirburðarmað- ur, skoraði grimmt, tróð nokkrum sinnum, átti skemmtilegar stoðsend- ingar og tók 21 frákast. Litríkur leik- maður. Jón Arnar brást ekki og ívar byijaði vel. Lið Skallagríms átti ágætan leik og það er of gott til að hægt sé að ieika sér gegn þeim. Birgir stóð sig sériega vel ásamt Sigurði Elfari en Maxiin Krúpatsjev hvarf í skugga John Rho- des. Pressuvörn UMFN setti Þór út af laginu Islandsmeistarar Njarðvíkinga sigr- uðu Þór örugglega á Akureyri í gærkvöldi, 115:94, og hafa gott sem ggm tryggt sér sæti í fjög- Anton urra liða úrslitum. Benjaminsson Njarðvíkingar hófu skrífar leikinn með pressu- vörn og eftir tiltölu- lega jafna byijun fóru þeir að „stela“ boltanum grimmt af Þórsurum og náðu öruggu forskoti. Heimamenn áttu ekki svar við vörn mótheijanna og þá var sóknarleikuririn ekki nógu markviss. I síðari hálfieik virtist kæruleysi vera ríkjandi hjá gestunum og eiga þeir að geta sýnt mun meira, og fyrir bragðið var leikurinn slakur og fór að miklu leyti fram á vítalínunum. Það má þó segja heimamönnum til hróss að þeir gáfust ekki upp og börðust vel allan leikinn. Teitur og Rondey voru aðalmenn- imir hjá UMFN og skoruðu grimmt, en áttu ekki stórleik. Hjá Þór ríkti jafnræði, en liðið getur betur. Atli Stefán Einarsson gerði fyrra mark íslands. íH&mR. FOLK ■ SIGURÐUR Lárusson, þjálfari 1. deildarliðs Þórs frá Akureyri, er á förum til Belgíu til að kynna sér þjálfun hjá Lokeren í vikutíma. Með honum fara einnig Lárus Orri Sigurðsson og Þórður Áskelsson, en þeir munu æfa hjá félaginu í hálfan mánuð. Þeir fara út í næstu viku. ■ TONY Cascarino var í gær seldur frá Glasgow Celtic til Chelsea fyrir 750 þúsund pund, eða um 80 milljónir ÍSK. Cascarino var seldur frá Aston Villa til Celtic á 1,2 milljónir punda fyrir 8 mánuð- um. Hann hefur 'ekki staðið sig vel í Skotlandi og aðeins náð að skora 4 mörk. ■ JIM Leighton, varamarkvörður Manchester United, var í gær seldur til Dundee í Skotlandi fyrir 200 þúsund pund, eða um 22 millj- ónir ÍSK. Leighton er 33 ára og lék áður með Aberdeen í Skot- landi. BADMINTON Broddiog ÁmiÞórí 16 manna úrslit BRODDI Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson sigr- uðu í fyrstu tveimur umferð- um á Opna svissneska mót- inu í badminton i Basel í gær og leika í 16 manna úrslitum í dag. Broddi vann Laurent Jaquen frá Sviss í fyrstu umferð, 15-8 og 15-5, og Parcaul, landa hans, 11-15, 15-9 og 15-5 $ 2. umferð. Hann mætir Hollands- meistaranum í dag. Árni Þór vann Þjóðveijann Kai Mitteldorf 15-5, 13-15 og 15-12 og síðan Danan Morten Bundgard 15-12, 4-15 og 15-5. Hann leikur gegn Chris Bruil frá Hollandi í dag. í tvíliðaleik sigruðu þeir Ke- vin Scott, Skotlandi, og Bundg- ard 15-8 og 15-5 og mæta þjóð- veijum í 16 liða úrslitutn í dag. . Landsliðið valið Mike Brown, landsliðsþjálfari íslands í badminton, valdi í gær landslið íslands sem keppir á heimsmeistaramóti landsliða í Hollandi um aðra helgi. Liðs- menn eru allir úr TBR. Karlaliðið er skipað eftirtöld- um: Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hallgrímsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Jón P. Zimsen og Óli B. Zimsen. Varamaður. verður Tryggvi Nielsen. Kvennaliðið er skipað eftirt- öldum: Elsa Nielsen, Þórdís Ed- wald, Birna Petersen, Ása Páls- dóttir og Guðrún Júlíusdóttir. Til vara: Kristín Magnúsdóttir. Keppnin hefst í Hollandi 16. febrúar og lýkur 23. febrúar. X- UNGLINGAÞJALFUN 1 KSÍ heldur hjálfaranámskeið - UNGLINGAÞJÁLFUN 1 - í íþróttamiðstöðinni, Laug- ardal, 14.-16. febrúar nk. Inntökuskilyrði: B-stig KSÍ. Verð kr. 8.000,- Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu KSÍ, sími 814444. GÓÐ ÞJÁLFUN BETRI KNATTSPYRNA FRÆÐSLUNEFND.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.