Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 28. FEBRUAR 1992 STEINAR WAAGE í < Misstu ekki af ódýrustu fermingar- myndatökunum í vor 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofumar: Mynd sími 65-42-07 Bama og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 Hollar landbúnaðarvörur SKOVERSLUN Bjóðum mjög vandaða og gðða vöru Irá SALAMANDER verksmiðiunum á sérstaklega gððu verði Póstsendum samdægurs. 5% stabgreiisluafsláttur. I tegundunum þremur er gott vatnsvarib skinn og slitsterkir sólar. Toppskórinn, Kringlunni, Domus Medico, Veltusundi, Kringlunni 8, Egilsgötu.3, sími21212. sími 689212. sími 18519. Verð: 4.995,- Tegund: 1030 Litur: Svartur StærSir: 40—45 Ath. loÖfóðraÖir. Verð: 3.995,- Tegund: 1245 Litur: Svartur Stærðir: 40—45 Verö: 3.995,- Tegund: 1206 Litur: Svartur Stærðir: 40—45 Frá Rögnvaldi Steinssyni: HALLGRÍMUR M. Magnússon læknir skrifar bréf til blaðsins, Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir. Hann telur að meysla mjólkur og kjöts sé svo banvæn að 50 íslendingar fái af því ristil- krabbamein árlega. Af þessu má ráða að íslenskir bændur eru með því orðnir fjöldamorðingjar. En gæti nú ekki þetta ristilkrabbamein stafað af einhveiju öðru en landbún- aðarafurðum? Eftir línuritinu sem fylgir grein- inni að dæma er ísland þó ekki með meira en meðallag. Mér skilst á grein Hallgríms, að sjálfsagt sé að leggja niður landbúnað alveg í snar- hasti. Hverri af þeim þjóðum sem nefndar eru á línuritinu myndi detta slíkt í hug. Ég er 73 ára bóndi og í mínu byggðarlagi er borðað mikið kjöt og drukkin mjólk. Ég hef ekki heyrt um einn einasta mann sem fengið hefur krabbamein í ristil hér. Mig furðar mest á því að nokkur íslendingur skuli vera á lífí eftir að þjóðin hefur neytt þessa óþverra í aldaraðir. Ég lærði náttúrufræði Bjama Sæmundssonar. Hann segir þar að böm og gamalmenni þurfi ekki aðra fæðu en mjólk. Svo ekki taldi hann hana eitraða. En hvað á fólk að borða núorðið; kjöt er ban- vænt, mjólk sömuleiðis, frystur físk- ur er talinn krabbameinsvaldur. Þorskalýsi, sem alla tíð til þessa hefur verið talið mjög bætiefnaríkt, er nú sagt heilsuspillandi og sjálf- sagt mætti fleira telja. Mér skilst á Hallgrími að fólk eigi að borða trefjaríka fæðu. Það er víst kom- meti, grænmeti og ávextir. En bíddu nú við, góði maður. Er ekki dreift þúsundum tonna af skordýraeitri við ræktun erlendis, og það svo mikið að fískurinn í sjónum er talinn í hættu. Væri nú ekki hugsanlegt að eitthvað af því góðgæti síaðist inn í þennan gróður. En það er víst gott af því að það er útlent. Það er helst að skilja á grein þinni Hallgrímur að bændur ættu að hverfa af sjónarsviðinu hið snarasta. Hvað skyldi svo eiga að gera við okkur - nú er mikið atvinnu- leysi og dökkt framundan. Líklega verðum við dæmdir til að verða drepnir á kjöti og mjólk. Ekki hræð- ist ég þann dóm. Það var einu sinni fangi sem var dæmtur til að verða drepinn á kaffi. En það tókst bara aldrei að drepa karlinn á kaffinu, hann varð hundunum eldri. RÖGNVALDUR STEINSSON Hrauni, Skagafírði VELVAKANDI EKKI RÉTTLÆTING Frá Hrund Ævarr: SVO MÁ böl bæta að benda á eitthvað verra, datt manni í hug þegar maður las bréf Snorra Bergssonar dagsett 20. febrúar í „Bréfum til blaðsins". Er það nú réttlæting fyrir grimmd ísra- elsmanna gagnvart Palestínu- mönnum að benda á eitthvað verra? Snorri notar „araba“ sem allsheijaralhæfíngu fyrir fólk sem fremur voðaverk. Miðað við þá eru ísraelsmenn hinir bestu menn og því sjálfsagt mál fyrir forsætisráðherra íslands að fara í opinbera heimsókn til þjóðar sem myrðir andstæðing sinn og þar með talin börn hans (sjá skýrslu frá samtökunum „Rádda Barnet" þar sem ungböm eru líka fómarlömb). Með þessari röksemdafærslu má því segja að morðingi sé hinn besti kari miðað við íjöldamorðingja. Það er bara óskandi að Snorri starfí ekki við sagnfræði að námi loknu með svona röksemdafærslu að leiðarljósi. FJALLAHJÓL í ÓSKILUM REIÐHJÓLIÐ á myndinni hér fyrir ofan fannst í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkmm dög- um. Það hefir mjög Iíklega verið tekið ófijálsri hendi einhvers staðar. Éf einhver telur sig þekkja hjólið má hann hringja í síma 691175 og fá nánari upp- lýsingar. Hjólið er amerískt af gerðinni Roadmaster. Matreiðsluskólinn okkar Námskeið á vorönn 1992 Gerbakstur 3.-4. mars,.........Verð kr. 3.200,- Fiskréttir 10.-11. mars.......Verð kr. 3.900,- Pasta 17.-18. mars............Verð kr. 3.900,- Hlaðborð fyrir ferminguna 24.-25. mars... Verð kr. 5.200,- Kökuskreytingar 31. mars......Verð kr. 2.500,- PáXLkakonfekt 7.-8. apríl..... Verð kr. 2.500,- Austurlenskir réttir 27.-28. aprfl.Verð kr. 4.200,- Á döfinni: Smurbrauð, makróbíótískt fæði. Einng verður boðið upp á nokkur ofan- talinna námskeið í maí. Nanari dagsetning auglýst síðar. Wí- MATREIÐSLUSKÓLINN KKAR Bæjarhrauni 16, 220 Hafnarfjörður, sími 653850. BÍLDSHÖFÐI -------- STORUTSOLU MARKAÐURINN vESTURLANDSVEGUR STRAUMUR Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja hefur stór-útsölumarkarðurinn svo sannarlega slegið í gegn og stendur undirnafni. Markaður sem engin má missa af Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval STEINAR, hljómplötur - geisladiskar - kasettur • KARNABÆR, tiskufatnaður herra og dömu • SONJA, tískufatnaður • PARTÝ, tískuvörur • BOMBEY, barnafatnaður • BLÓMALIST, allskonar gjafavörur • KÁPUSALAN, kvenfatnaður • STRIKIÐ, skór á alla fjölkylduna • KJALLARINN/KÓKÓ, alhliða tískufatnaður • STÚDÍÓ, fatnaður • SAUMALIST, allskonar efni • ÁRBLIK, peysur • Xog Z, barnafatnaður • ÉG OG ÞÚ, undirfatnaður og margt fleira OPNUNARTIMI: FRÍTT KAffl - MYNDBANDAHORN FYRIR BÖRNIN - ÓTRULEGT VBffl Föstudaga kl. 13-19 Laugardaga kl. 10-16 Aðra daga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.