Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
Verið að
hjálpa ömmu
sinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Skyldi eg purfa að breyta mér?
Spjallað um ömmuhlutverkið við Sigríði Sigurðardóttur,
fyrrverandi fremstu handhnattleikskonu okkar
„ÉG VAR á fullu að æfa handbolta niðri í Valsheimili þegar
fyrsta barnabarnið mitt fæddist fyrir 6 árum,“ segir Sigríður.
„Ég hef alltaf verið frekar hress og létt á mér. En þegar ég
sá barnið, hugsaði ég með mér: Skyldi ég þurfa að breyta
mér, verða ráðsettari, þegar ég er orðin amma?
Langamma var eina amman
sem ég þekkti. Móðu-
ramma mín var mamma
mín. Mamma mín var syst-
ir mín. Afar flókið ættar-
ferli þá. Ekki nú, þegar
tíðar breytingar eru á fjöl-
skylduskipan. Gamla stór-
fjölskyldan horfin og fjöl-
skylduformið riðar til falls. Vonandi
fellur það ekki alveg! Og góða, gamla
amman er að verða að goðsögn.
Ommu-goðsögnin mín
Yndisleg hlýja umvefur minning-
una um langömmu mína sem ég
kallaði ömmu. Hún bjó á Kirkju-
hvoli, litlu húsi fast upp við þorps-
kirkjuna. Þessi amma mín var alltaf
heima. Alltaf til staðar í litla, hlýja
eldhúsinu. Staður ömmu var fyrir
framan kolaeldavél hússins.
Og lítil stelpa hljóp inn til ömmu
sinnar. Oft býsna köld úr sleðaferð-
um. Ekki var skíðagalla fyrir að
fara. Gúmmístígvél voru kuldaskór.
Og blautir sokkar fundu stað framan
við eldstóna. Stelpa fann hlýju í
ömmufangi. Og ömmupijónar tifuðu
á milli þess sem kolum var mokað
á eld. Leistar og vettlingar tóku á
sig mynd á meðan lítii stelpa beið í
eldhúskrók. Engin fín terta hefur
smakkast betur en heita brauðið sem
ég fékk úr sívala „rúgbrauðsdunkin-
um“ hennar ömmu. Enginn gos-
drykkur betri en flóaða mjólkin
hennar.
Já, amma mín var alltaf á sínum
stað. Og mynd hennar er sterk.
Amma mín í síðu pilsi með hvíta
svuntu. Amma mín með samvafðar
fléttur aftan í hnakka eða nældar
upp í skotthúfu. Aldrei með frjáls-
legt slegið hár. Aldrei stuttklippt.
Aldrei hlaupandi úti í þægilegum
klæðnaði. Kona, alltaf á sama stað.
Kona, alltaf eins klædd.
Rammaðar inn í húshaldið
Þessi langamma mín er löngu
horfin. Dóttir hennar tók við hlut-
verki móður minnar og ömmu. Varð
amman með prjónana og sjalið fyrir
börnin mín. Hún var líka alltaf
heima. Hafði alltaf tíma til að hlusta.
Og tíminn leið hægt og rólega á
bemskuskeiði. Umhverfi og fólk í
föstum skorðum.
Hún er líka horfin. Aðeins minn-
ing um sterkan persónuleika stendur
eftir. Ómenntuð kona með sterka
málkennd. Rökföst, með svo m,ótað-
ar skoðanir, að fáir stóðu henni á
sporði í rökræðum. Hún hefði getað
orðið góður stjómmálamaður.
í stað þess stjómaði hún heimili
sínu með festu. Þar var pijónað og
saumað, stífað og bónað, bakað,
saltað og súrsað. Flest var heimatil-
búið og ekki verið að slugsa yfir
neinu. Heimilisandi ömmu rís eins
og burðarás yfir afkomendum henn-
ar. Hvatning til okkar hinna í svipti-
vindum þjóðfélagsbreytinga.
Amma mín hafði ekki tækifæri
til að mennta sig fremur en jafnöldr-
ur hennar. Þá var ekki inni í mynd-
inni, að konur almennt settust á
skólabekk. Átján ára giftist hún, um
1915. Sjálfsagt þótti, að hún tæki
afa og ömmu inn á heimilið, að hún
tæki við stóru heimilishaldi, væri
með næturgesti vikulega. Og lífsglöð
stelpa úr sveitinni varð að hætta að
sitja hvíta hestinn sinn. Virðuleg
húsfrú mátti ekki flengjast á hest-
baki eins og hver önnur stelpu-
skjáta! Það man ég, að henni sveið
sárast.
Já, amma mín var römmuð inn í
stórt heimilishald, þar sem allir áttu
sjálfsagðan griðastað. Sum barna-
börnin ílengdust þar, eins og ég sjálf.
Amma tók upp léttari klæðnað en
móðir hennar. Átti fína „danskætt-
aða“ kjóla og ferðaðist til Reykjavík-
ur með hattöskju í farteskinu. En
peysuföt og upphlutur voru áfram
hátíðaföt.
Og ekki mátti skerða fléttumar
sem urðu að passa við skotthúfuna!
Hún grét þegar ég heimtaði 12 ára
gömul að mínar yrðu klipptar. Ég
gerði mér ekki grein fyrir hvílík
byltmgarathöfn sú klipping var! Síð-
buxur og þægileg sportföt voru ekki
leýfð, enda tíðkaðist hvorki útivera
'né héilsubótarganga hjá giftri
húsfrú. Þannig voru formæður okkar
rammaðar inn í fyrirfram ákveðið
hlutverk í lífinu. Lífsmöndullinn
að er heilmikið hlutverk að
vera amma. Þegar ég átti
Gurrí mína (Guðríði Guð-
jónsdóttur handboltakonu)
hélt ég áfram á fullu í bolt-
anum, að æfa og keppa. Þá
treysti ég á ömmur hennar til
að passa. Föðuramma hennar
var alltaf heima. Og það kom
því í hennar hlut að passa Gurrí,
á meðan ég var á æfingum.
Rætt við Kristborgu
Aðalsteinsdóttur.
VIÐ GENGUM fram á hvor
aðra í Hafnarstræti um daginn.
„Veistu,“ sagði hún. „Ég er
orðin amma.“ Raddblærinn bar
með sér, að um kraftaverk
væri að ræða. „Hún er svo ynd-
isleg. Ég fæ ekki nóg af að
horfa á hana. Og hún var skírð
í höfuðið á mér sem ég átti alls
ekki von á. Ég komst bara við
í kirkjunni. En mér þykir mjög
vænt um, að hún skuli bera
nafn ömmu minnar sem ég er
með að láni. Nafn sem er næst-
um heilagt í fjölskyldunni."
að er ung amma sem mælir
þessi orð. Og ég fæ að fara
með henni til að sjá yndislegt
5 mánaða stúlkubarn sem
brosir framan í lífið. í eldhúsinu
situr Iangamma og heklar í kodda-
ver handa litlu dömunni. Mamman
unga er heima fram á vor, en þá
fer hún aftur að vinna sem tölvu-
fræðingur. Og amman vinnur úti
hálfan daginn. „Ætli langamma
líti ekki eftir stelpunni," segir elsti
ættliðurinn sem lætur sig ekki
muna um að hoppa í strætó til að
passa bamabamabamið.
Fjórir ættliðir og nöfnin endur-
taka sig. Svava eldri og yngri.
Kristborg eldri og yngri. Allt er
hvítt og stífað í kringum nýja ætt-
liðinn. Blúndur og hekluð milli-
stykki ganga i arf frá ömmu og
langömmu. Ekki ýkja mikill munur
frá formæðrum okkar. En ung-
Við hjálpuðumst öll við að
passa strákinn hennar Gurríar
sem er 6 ára. Núna var hún að
eignast litla stelpu. Og ég í vinnu
allan daginn, svo að við lá að ég
fengi sektarkennd, þegar ég gat
ekki passað fyrir hana. En yngri
systur hennar hjálpa henni og
allir reyna að sameinast í þessu.“
— Er ömmu-ímyndin breytt?
„Við eigum enga nýja ömmu-
bamafötin eru þægilegri en hand-
saumaðir, sterkjustífaðir léreft-
skjólar fyrri tíma.
„Ég saumaði ekkert á hana, eins
og ég gerði fyrir mömmu hennar,“
segir nýja amman. „Barnafötin
núna eru svo falleg og þægileg.
Hún fékk líka svo margt fínt á
sængina.
— Hvernig er að vera amma?
„Dásamleg tilfinning! Fyrst þeg-
ar ég sá hana hugsaði ég að þarna
væri lítil vera sem ég þekkti ekki,
en við ættum örugglega eftir að
verða góðar vinkonur. Núna verð
ég að fá að sjá hana á hveijum
degi. Bara það að horfa á hana
ímynd,“ segir Sigríður. „Munur-
inn er geysilegur. Ekki hægt að
líkja þessu saman. Ég kynntist
mikið börnum og aðstæðum
þeirra, þar sem ég vann á barna-
heimili í 10 ár og hafði Gurrí
alltaf með mér.
Ég sá þá hvað uppeldi er geysi-
lega mikilvægt. Við fáum barna-
börnin okkar í smátíma og skilum
þeim aftur. Ég reyni að hafa
sama uppeldi á þeim og börnun-
um mínum. Ömmur mega ekki
vera öðruvísi við barnabörnin sín.
Böm verða að læra að gegna.“
— Kaupirðu þér þá aldrei frið?
„Nei, alls ekki!“
og snerta hana, gefur mér svo
mikla lífsfyllingu.
Ég nýt hennar miklu betur en
bamanna. Kannski er ég þrosk-
aðri. Kannski er það vegna þess,
að hún er svo róleg og góð.
Kannski vegna þess að ekkert
truflar mig núna. Ég má koma og
fara. Þarf ekki að vaka yfir henni
á næturnar eða þvo af henni. En
við pössum hana bæði ef með þarf.
Afinn passar líka. Hann getur
skipt á henni engu síður en ég.
Það eru forréttindi að fá að stúss-
ast í kringum þessa litlu mannveru
sem mér fínnst ég eiga töluvert
mikið í,“ segir þessi nýja amma.
snerist um að vera myndarleg hús-
móðir, góð mamma og amma.
Nýja amrnan
Einkennilegt að horfa til baka og
skynja, að konumar sem voru og
em kjölfesta í lífí manns, em löngu
horfnar. Kynslóðirnar streyma
áfrarn. Við horfum til formæðra sem
eru horfnar af sviðinu. Stöndum
sjálfar í þeirra spomm í gjörbreyttu
þjóðfélagi. Amma nútímans er ekki
með pijóna eða sjal. Hún er sjaldan
heima. Oftast að vinna við peninga-
öflun utan heimilis.
En hún er „yngri“ en formæður
hennar og heldur áfram að „yngj-
ast“. Hugsar meira um líkama sinn.
Stundar heilsurækt og útiveru.
Borðar heilsusamlegra fæði. Áður
gat það gerst, að unga stúlkan fengi
gervitennur í fermingargjöf, yrði
með innfallin munnvik um þrítugt.
Nú er slíkt óhugsandi.
Nýja amman finnst á flestum svið-
um atvinnulífsins. Hún birtist á
skrifstofunni á háum hælum, í nýjum
tískuklæðum, eins og ung stúlka.
Létt í fasi, hristir nýja amman stutt-
klippt lokkahár og brosir framan í
myndavélar. Horfin er mynd af al-
varlegri ömmu með samanherpt
munnvik vegna gervitanna eða tann-
leysis,- með sléttgreitt hár, strengt
frá andliti undir óklæðilegri skott-
húfu, íþyngd af svörtum peysufötum
sem drógu líkamann niður. - Vildi
einhver í alvöru skylda íslenskar
konur til að klæðast peysufötum á
sumrin til að sýnast fyrir erlendum
ferðamönnum? Öllu gamni fylgir
nokkur alvara!
Nýja amman er oft með mennta-
skólapróf, jafnvel háskólagráðu.
Hún veitir útivinnandi körlum sam-
keppni, þó að enn vanti töluvert á í
jafnréttismálum. Tækifæri blasa við
nýju ömmu á framabraut. Tækifæri
sem formæður okkar gátu ekki látið
sig dreyma um. Nýju ömmunni
finnst léttir oft að vera laus við
barnauppeldið. Geta helgað sig
áhugamálum sínum. Nýja amman á
það til að setjast á skólabekk. Yngja
sig upp í hugsun og fá um leið aukna
atvinnumöguleika.
Já, nýja amman ferðast til út-
landa. Verslar í Marks & Spencer
eða B.H.S. í Glasgow og kemur hlað-
in af pökkum og pinklum handa
barnabömunum. - Skyldu þau
kunna að meta það? Nýja amman
liggur í sólbaði á sólarströndum víða
um heim, - jafnvel með Cuba Libra
við höndina! Formæðrum okkar
fannst lítið sherrí-staup hápunktur
tilverunnar, þá sjaldan það var í
boði. Að láta sig
dreyma um að
drekka eitthvað ann-
að, var að fara yfir
mörk alls velsæmis!
Með arfleifð
formæðra á
bakinu
En nýja amman
er með arfleifð for-
mæðra á bakinu.
Byrði heimilisstarfa
hvílir ennþá á henni
einni í viðbót við alla
vinnu utan heimilis.
Uppeldi afanna gerði
ekki ráð fyrir, að
þeir færu að sinna
hússtörfum og mat-
seld. Þeir bíða enn
eftir að nýja amman
færi þeim allt upp í
hendurnar. Kvarta,
ef skyrtan er ekki
straujuð og hrein, ef
maturinn er ekki til
á réttum tíma. Karlmenn eru seinni
að tileinka sér nýtt þjóðfélagsmunst-
ur.
Og börnin vilja halda sem lengst
í gömlu heimaömmuna. Eru ásak-
andi við mæður sínar, að þær sinni
ekki bamabörnunum sem skyldi.
Nýja amman kemur þreytt heim og
heimilisstörfin bíða. Börnin setja sig
ekki í hennar spor, en einblína á
ímynd gömlu, góðu ömmunnar. Nýja
amman á alltaf að vera reiðubúin
til að passa á kvöldin og um helgar,
jafnvel þó það sé eini frítíminn henn-
ar.
Og nýja amman lítur til fyrir-
myndar sinnar, móðurinnar. Sér
sjálfa sig í gjörólíkum aðstæðum.
Og fyllist sektarkennd. Því staða
Hlýr ömmuandi vakir yfir vöggunni. Morgunbiaðið/Sverrir