Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 28
'28 €
MORGUNBLAÐIB VELVAK^HW^fiMrofGUR 1. MARZ 1992
mnm
Ast er..
4-4
... sýn inn í
draumalandið.
TM Rog. U.S Pat Off—all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndlcste
Ég sendi pabba og mömmu
flöskuskeyti og fæ gifting-
arleyfi lyá þeim.
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reytqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Loddaraleikur
frá Þorleifi Ingvarssyni:
ÞAÐ ER alkunna að stjómmála-
menn þrá ekkert heitar en að kom-
ast sem oftast í fjölmiðla, enda vita
margir þeirra að verstu örlög stjóm-
málamanna eru þau að gleymast,
og umtal hvort heldur er gott eða
illt eykur oftast möguleika þeirra
til frekari frama.
Margir íslenskir stjómmálamenn
eru sannkallaðir fjölmiðlafíklar og
láta ekkert tækifæri ónotað. Nýj-
asta dæmið og eitt það albest
heppnaða er auglýsingaherferð
Jóns Baldvins Hannibalssonar um
GATT-málin. Þar fór hann um
sveitir og sagðist gefa bændum
beina og milliliðalausa fræðslu um
þann mikla ávinning sem íslending-
um er boðinn með tilboði Dunkels
frá 20. des. síðastliðnum. Fór hann
þar í nafni utanríkisráðuneytisins
og á kostnað skattgreiðenda.
Ekki þarf Jón Baldvin að kvarta
yfír árangrinum. Hann var aðal-
stjama ailra fréttatíma á aðra viku.
Ég var einn þeirra sem lagði leið
mína í Miðgarð í Skagafírði 23.
janúar. Þar var Jón Baldvin mættur
ásamt fríðu föruneyti, fundarstjóra,
aðstoðarmanni sem Jón sagði að
væri sérfræðingur um GATT og
einnig sérstaks aðstoðarmanns.
Fyrirkomuleg fundarins var dá-
lítið sérstakt, fyrst talaði Jón Bald-
vin á annan klukkutíma, síðan voru
leyfðar fyrirspumir eða stuttar ræð-
ur (5 mín. hámark).
Eftir á að hyggja er þetta stórsnj-
öll uppsetning á auglýsingafundi,
aðalstjarnan, í þessu tilfelli Jón
Baldvin, talar þannig mest af fund-
artímanum og vegna þess hve ræð-
utími annarra er stuttur þá er lítil
hætta á að þeir ræðumenn geri
fundarboðanda verulega skráveifu.
Málefnalega olli fundurinn tölu-
verðum vonbrigðum. Jón Baldvin
forðaðist að mestu leyti að ræða
málefnalega samningsdrögin og
það sem mestu máli skiptir, afleið-
ingar nýrra samninga innan GATT
á íslenskan hugbúnað og annað
atvinnulíf á íslandi.
Á eftir Jóni fengu gestir fundar-
ins að skjóta að stuttum ræðum.
Það sem allar þær ræður áttu sam-
merkt var vantraust á Jón Baldvin.
Og endurspeglast þar viðhorf
flestra íbúa sveitanna í landinu. Því
sveitafólk treystir Jóni Baldvin alls
ekki til að fara með þau mikilsverðu
mál sem GATT-samningarnir eru á
lífsafkomu þess og framtíð.
Eftir fyrirspurnir heimamanna
talaði sérfræðingurinn um GATT.
Áréttaði hann nokkur atriði sem Jón
Baldvin hafði nefnt en að öðru leyti
kom sérfræðiþekking hans á GATT
ekki fram.
í lokræðu sinni svaraði Jón Bald-
vin sumum af fyrirspumum en
sneiddi hjá mörgum spurningum og
einkum þeim sem snertu aðalatriði
málsins, þ.e. áhrif fyrirliggjandi
frá Einari R. Stefánssyni:
ÉG GET ekki orða bundist yfir öllu
þessu svartsýnistali, sem dynur á
okkur íslendingum.
Ég ætla að leyfa mér hér til
mótvægis að benda á aðeins tvo
möguleika, sem við höfum í hendi
okkar að nýta. Við höfum álverk-
smiðju. Hvernig væri að setja upp
völsunarverksmiðju og framleiða til
dæmis þakplötur, sem væri hægt
að rafhúða og lita. Nú er eitt fyrir-
samningsdraga á íslenskan land-
búnað, ef til framkvæmda kæmi.
Einnig fór Jón Baldvin að ýja að
rógsherferðinni sem hann auglýsti
sig með í lok fundaferðarinnar. Dró
hann upp úr pússi sínu blað sem
hann sagði að kjarkmikill bóndi á
Suðurlandi hefði laumað til sín og
átti það blað að sanna að einhveijir
aðilar dreifðu leyniplaggi með níði
um hæstvirtan utanríkisráðherra,
Jón Baldvin. Seinna upplýstist að
umrætt plagg var útdráttur úr
blaðagrein sem birst hafði undir
fullu nafni í Tímanum.
Auðvitað veit Jón Baldvin að sú
óvild sem hann fann á fundunum í
sinn garð er sprottin af margra ára
níði og skítkasti hans í garð land-
búnaðar og bænda í landinu.
Ef meta á frammistöðu Jóns
Baldvins eftir árangri af títtnefndri
auglýsingaherferð þá verður að við-
urkennast að hann hefur unnið ver-
ulegan leiksigur. En sú spurning
er áleitin hvort íslenskur almenn-
ingur eigi virkilega skilið að einn
af æðstu mönnum þjóðarinnar beiti
þvílíkum loddarabrögðum til að
koma sér í sviðsljósið.
ÞORLEIFUR INGVARSSON
Sólheimum, Svínavatnshreppi,
Húnavatnssýslu
tæki í rafhúðun og er það í hús-
næði því, sem Vélsmiðjan Héðinn
var í. Líka höfum við Bláa lónið,
sem er fullt af kísil, en hann er
upplagður til glergerðar. Og svo
má blanda honum saman við ál og
steypa vélarblokkir svo annar mög-
uleikinn sé tíndur til.
EINAR R.STEFÁNSSON
vélfræðingur
Ugluhólum 6 Reykjavík
Búrt með bölmóðinn
Víkverji skrifar
Víkverji dagsins gluggaði á dög-
unum í ritstjórnarþanka í
Fréttabréfí Háskóla íslands [des-
emberhefti] um fyrirbærið homo
sapiens og fleira merkilegt. Þar
segir m.a.:
„íslendingar hafa sprangað fold
hér á landi í ein 1.118 ár, og sé
gert ráð fyrir því að hver öld spanni
fjórar kynslóðir, hafa lifað í landinu
45 kynslóðir: 5 í heiðni, 22 í páp-
ísku og 18 í lúthersku. Allar lifðu
þessar kynslóðir mest í samtíman-
um — tíndu sín ber og fræ [tilvitn-
un í ljóð Jónasar Hallgrímssonar
um smáfuglana] — og sáu ofurlítið
til baka en ekkert fram. Þrátt fyrir
þetta telja margir miðaldra menn
nú til dags, að mannsæmandi líf
hæfist fyrst hér landi með Kana-
gullinu á stríðsárunum seinni, og
„68-kynslóðin“ heldur að lífíð og
ástin hafi haldið innreið sína í heim-
inn fyrir aldarfjórðungi. Hvort
tveggja er rangt því Ars longa, vita
brevis. Að því er varðar andlegt og
líkamlegt atgerfí einstaklinga hefur
ekkert gerzt á jörðinni í 50.000 ár
hið minnsta — okkur hefur líklega
hvorki farið fram né aftur.“
Þetta kemur að vísu ekki alveg
heim og saman við ljóðstefíð: „Það
er svo bágt að standa í stað ...“ en
það er annar handleggur.
XXX
Trúiega sjáum við heiminn á
hverri tíð innan hreppsmarka
eða Hringbrautar (þankagangs)
eigin kynslóðar og þröngra hags-
muna augnabliksins. Gleggsta
dæmi þessa speglast í því þjóðfélagi
hagsmunahópa , sem sérhæfír sig
í kröfugerð á hendur framtíðinni,
það er í skuldfærslu eigin eyðslu —
og á stundum óhófseyðslu — á
reikning þeirra, sem enn gista
vöggur fæðingarheimila. Vera má
að þetta þjóðfélag kröfugerðarfólks
sjái „ofurlítið til baka“ en það sér
trúlega „ekkert fram“.
Skuldsettir grunnskólanemar (af
kynslóð foreldranna og/eða af kyn-
slóð foreldra foreldranna) falla samt
sem áður undir staðhæfínguna: Það
læra bömin sem fyrir þeim er haft!
Og „menningarlegt" eggjakast,
sem grunnhyggnir grunnskólanem-
ar stóðu að á dögunum, ber fyrir-
myndinni ekki lofsvert vitni, fremur
en.eyðslan langt um efni fram.
XXX
Samtíminn er að sjálfsögðu sá,
sem skiptir fólk dagsins í dag
(og á hverri tíð) mestu máli. Hann
er samt sem áður aðeins örstutt
framhald af langri og söguríkri for-
tíð, lítið milliskref til forvitnilegrar
en óráðinnar framtíðar. Eins og
hendi er veifað er þessi samtími lið-
inn og nýr tekinn við.
Máski skiptir það mestu máli að
gaumgæfa Söguna, samansafnaða
reynslu kynslóðanna, þegar mörkuð
er stefna inn í framtíðina. Menning-
in og þekkingin eru fortíðararfur.
Reyndar einnig mistök mörg, sem
einnig má af læra. Það er því mjög
miður ef íslandssagan og mann-
kynssagan sitja á hakanum í
fræðslu og uppeldi samtímans. Að
ekki sé nú talað um háttvísi og
kærleika gagnvart náunganum. Því
fær ekkert eggjakast breytt.
Dagurinn í dag er að vísu okkar
dagur, okkar Guðsgjöf, en hann er
hvorki upphafið né endirinn. Hann
er það sem við gerum úr honum á
vegferð okkar inn í morgundaginn.
Og morgundagurinn verður einnig
það sem við gerum úr honum.
Það má vera að Sögulaus „68-
kynslóð" standi í þeirri meiningu
að „upphafíð" sé aldarfjórðungs-
gamalt. En það breytir ekki því,
eins og fram kemur í þönkum þeim
sem fyrr er vitnað til, að mannkyn-
ið og menningin eru eldri en tvæ-
vetra:
„Jafnvel fyrir 4000 árum átti
mannkynið sér langa sögu: þegar
Nebúkadnesar réðist inn í Babýlon
og ætlaði að hafa hendur í hári
kóngsins þar, greip hann í tómt því
kóngur var út í eyðimörkinni að
iðka helzta tómstundagaman sitt,
fornleifagröft"!
Og þótt margt sé vel sagt og
fært til bókar á öld tölvunnar og
tækninnar eru bókmenntir, skráðar
á skinn fyrir margt löngu, þegar
engum viti bomum manni datt
Kanagull í hug hvað þá hass-hug-
sjónir blómakynslóðar, enn þann
dag í dag (og verða vonandi um
langa framtíð) homsteinar þjóðern-
is okkar og menningarlegs fullveld-
is.