Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
C 3
konunnar hefur breyst hraðar en
svo, að fjölskylduhefðir geti breyst
í jöfnu hlutfalli. Og breytingin ruglar
nýju ömmuna sem stendur uppi -
án fyrirmyndar - full af sektar-
kennd.
Mömmur í dag, ömmur á
morgun
- Hvernig ömmur verðið þið,
ungu konur, menntaðar í langskóla-
námi sem þið viljið nýta? Barnabörn-
in verða færri, því ömmur morgun-
dagsins gátu stjórnað sínum barn-
eignum. Mömmur morgundagsins
verða trúlega enn skipulagðari í sinni
fjölskyldumótun.
Við hinar sem lentum í bylting-
unni, tókum þátt í fundinum ’74 og
fengum sprautu beint í æð. Okkur
sem fannst skyndilega, að við værum
að eyða starfsævi okkar í einskis
metna hluti með því að loka okkur
inni á heimilunum. Að við yrðum
að undirbúa jarðveginn fyrir dætur
okkar og dætradætur. Gefa konum
kost á að hafa áhrif á við karlmenn
úti í þjóðlífinu. Og við geystumst
fram á starfsvöllinn.
- Er okkur þakkað það? „Spor
aftur á bak,“ segir ungi pabbinn sem
vill hafa ömmu til reiðu inni á heimil-
inu. „Þú kynnist ekki barnabarninu
þínu með því að passa aldrei,“ segir
unga mamman. Og hugsanabilið
breikkar á milli kynslóða.
Langamman er lokuð inni á elli-
heimili. Fáir gefa sér tíma til að
hlusta á, hvað hún hefur að segja.
Barnabarnabörnin heimsækja hana
sjaldan. Þau hafa svo mikið að gera
í allskonar • aukatímum, félagslífi,
yfir myndböndum og sjónvarpsleikj-
um. Hasarmyndir hafa meira gildi
en fótskemillinn hennar langömmu.
Hætt er við að gamla amman með
pijónana og sjalið yrði áttavillt, ef
hún gengi aftur inn í nútíma þjóðfé-
lag. Dagmæður og leikskólar teknir
við hlutverki hennar. Sjónvarp og
myndbönd tröllríða kvöldvökum
heimila. Hætt er við að henni fynd-
ist lítið rúm fyrir sig.
En kannski hefur ömmuhlutverkið
aldrei verið mikilvægara. Ekki ein-
göngu til að passa börnin. Heidur
til að gefa þeim tíma og kjölfestu í
oft rótlausu, tímasnauðu samfélagi.
Það er svo mikilvægt að ungar sálir
finni hlýjan ömmuanda sem elskar
ekkert jafnmikið eins og þessar litlu
mannverur með endurnýjað lífsmagn
hennar í æðum sér. Og nýja amman
ætti að vera víðsýnni en formæður
hennar.
Yfirfullt nægtabúr
Leikföngin mín hjá ömmu voru
töluboxið hennar með allavega
tölum, stórum og smáum. Við
töluboxið gat ég unað mér tímunum
saman. Stóru tölurnar urðu pabbi
og mamma. Litlu tölurnar börnin.
Mömmuleikur, ömmuleikur, undir-
búningur fyrir lífið.
Bömin mín léku sér með banda-
rísk leikföng frá Fisher Price. Skelli-
hlógu að mömmu sinni, þegar þau
fengu að heyra um töluboxið hennar
ömmu. Efst á óskalista hjá litlum
strákum núna eru „Turtles" sem
leggja undir sig skólatöskur og fatn-
að jafnt sem leikföng, seilast jafnvel
inn í neysluvörur. Hjá stelpunum hin
sívinsæla Barbie. Og barnabörnin
taka myndbandsspólur fram yfir
ömmusögur.
Nýja amman lendir í vandræðum
ef hún ætlar að gefa barnabarninu.
Barnatískan er flottari í sniðum en
hjá fullorðna fólkinu. Erfitt að
sauma og pijóna handa ungu kyn-
slóðinni. Amma mín pijónaði og
saumaði allt árið, safnaði saman í
fatakistu handa barnabörnunum í
afmælis- og jólagjafir. Mjúku pakk-
arnir hennar ömmu voru alltaf vel
þegnir. En ég efast um að þeir yrðu
metnir að verðleikum í dag. Og nú-
tíma börn eiga svo mikið af leikföng-
um, að erfitt er að bæta í safnið.
Það er nefnilega ekki aðeins amman
sem hefur breyst.
Ömmuhugurinn er alltaf sá sami.
Henni fínnst alltaf jafnmikið krafta-
verk að sjá litlar mannverur koma í
heiminn og skynja, að þær eru hluti
af henni sjálfri. Að þær eigi eftir að
verða ömmur, eftir ekki svo ýkja
langan tíma. Því kynslóðimar renna
áfram. Ný amma tekur við af ömmu.
Með sífellt meiri hraða. Með ógnvekj-
andi hraða. Og hvað kemur næst?
Rætt við Ragnhildi
Eggertsdóttur
„FRIÐARAMMA“ er fallegt heiti og
gefur ímynd af ástúðlegri, rólegri
ömmu, eins og Ragnhildur Eggerts-
dóttir er vissulega. En það neistar
af friðarömmunni og henni er mikið
niðri fyrir. „Við getum verið fullar
af ástúð og elsku við barnabörnin
okkar,“ segir hún, „en friðarömmur
geta ekki verið góðar og blíðar út
í samfélag sem ógnar framtíð barna-
barnanna.“
Hvað er friðaramma, Ragnhildur?
„Kona sem berst fyrir betri
heimi til handa barnabörnum sín-
um. Friðarömmur eru víða í heim-
inum. En það er ekki minni þörf á að
berjast fyrir betri framtíð íslenskra
barna, þó að á íslandi séu ekki hern-
aðarátök. Áramótin ’88-’89 hópuðum
við okkur saman nokkrar konur og
nefndum hópinn friðarömmur.
Friðarfræðsla er okkur ofarlega í
huga. Og eitt af því fyrsta sem við
gerðum var að fara með skjal til mennt-
amálaráðherra til að biðja um, að frið-
arfræðsla fengi markvissari umfjöllun
í skólum. I beinu framhaldi fékk ég
að fylgjast með gerð nýrrar námsskrár
pg hafði samband við Kennarasamband
íslands sem var búið að biðja um
kennslugögn til að taka upp slíka
fræðslu.
Börn verða að skilja hvað hugtakið
friður merkir. Til að friður geti ríkt,
verða þau að taka tillit til einstaklinga
frá framandi menningarsamfélögum og
sýna þeim virðingu, sem hugsa öðru-
vísi og hafa annað útlit en við. Það er
svo erfitt fyrir útlendinga að samsama
sig okkur. Við erum svo fordómafull.
Segjum iðulega að fólk frá suðrænum
löndum sé húðlatt og hæggengt. En
hvað geta þeir þá sagt um okkur, sem
erum biluð af streitu'og firrt öllu um-
hverfi vegna of mikillar efnishyggju?
Blasir atvinnuleysi við
barnabörnum okkar?
Nú errnn við að útbúa skjal til ríkis-
stjórnar íslands. í því skorum við á
hana að hætta við öll áform sem bitna
á börnunum. Stjórnendur virðast hafa
afar lítinn skilning á mannlegum hög-
um. Nú ætla þeir að takmarka aðgang
að framhaldsskólum. Hvað verður um
unga fólkið sem kemst ekki í skóla?
Og atvinnuleysi blasir við. Hvað gerist
þegar unga fólkið fær ekki atvinnu?
Við íslendingar þekkjum ekki afleið-
ingar atvinnuleysis. Hjá öðrum þjóðum
leiðir það til ofneyslu vímuefna og sál-
arkreppu. Hvað mun slíkt kosta börnin
okkar? Talað er um að þessi niðurskurð-
ur sé til þess, að þau þurfi ekki að
borga reikninga. En þessar aðgerðir
kalla á annarskonar reikninga, öllu al-
varlegri. Þá reikninga þurfa barnabörn-
in að borga.
Peningar skipta miklu meira máli í
íslensku þjóðfélagi en hagur bamanna.
Þessi umhyggja fyrir peningavaldinu
gengur freklega á rétt manneskjunnar.
Það má ekki launa kennurum, fóstrum
eða hjúkrunarfólki. Allt sem viðkemur
umönnun og uppeldi má ekki kosta
neitt. Og börnin, grunnur þjóðfélags-
ins, eru vanvirt.
Hvernig framtíð búum við
barnabörnunum?
Við friðarömmur segjum að ekkert
sem viðkemur börnunum sé okkur óvið-
komandi. Börn eru valdalaus þjóðfé-
lagshópur, algjörlega háður því sem
þeir fullorðnu ákveða og framkvæma.
Mömmur og ömmur hafa hingað til
verið með uppeldið á sínum herðum.
Nú er uppeldið að færast meira yfir á
skóla og dagheimili, stofnanir sem þjóð-
félagið vill litlu kosta til.
Ragnhildur Eggertsdóttir fyrir framan tölvuna. Er þetta nýja ömmuímyndin?
Börnin alast líka upp fyrir framan
sjónvarpið. Hvernig skyldi það uppeldi
vera sem er hlaðið af æsifregnum og
óhuggulegum fréttamyndum, „spyr
friðaramman?“ Börn vilja alltaf líkja
eftir þeim veruleika sem þau sjá í heimi
fullorðna fólksins. Hver kannast ekki
við lítinn dreng sem stekkur að þér og
hrópar: „Pang, þú ert dauð!“ Það hlýt-
ur að vera hægt að koma þessum
óhugnaði á framfæri á annan hátt en
að troða honum inn á heimilin.
Við viljum líka stokka upp skólakerf-
ið. Það er svo margt sem skiptir miklu
meira máli fyrir lífíð sjálft en læra ár-
töl utan að. Fjölmiðlafræðsla er komin
inn í skólana og auðvitað er nauðsyn-
legt að læra að lesa á milli línanna,
láta ekki mata sig á öllu. En er ekki
mikilvægara að kenna fólki að lifa í
friði hvert með öðru?
Ríkisstjórnin hefði átt að fá fjölmiðl-
ana í lið með sér til að breyta hugarfar-
inu. Fá fólk til að hugsa jákvætt í stað
þeirrar neikvæðu þjóðfélagsumræðu
sem hefur mikil áhrif á börn. Framtíð-
in er svo dökk fyrir unga fólkið okkar.
Fleiri og fleiri ungmenni eru með upp-
gjafatón og segja eitthvað á þessa leið:
„Eg er ekkert viss um að ég vilji búa
á Islandi. Það er næstum því sama í
hvaða nám ég fer. Framtíðin er svo
ótrygg hér.“
Við sem vorum svo bjartsýn á þeirra
aldri. Framtíðin blasti við okkur. Við
gátum gert allt. Núna er erfitt fyrir
unga fólkið að velja sér atvinnugrein.
Og þegar það kemur úr framhalds-
námi, má það kannski þakka fyrir að
fá vinnu sem áður dugði gagnfræða-
menntun til.
Ábyrgðarhluti að gera
ekki neitt
Mikil ábyrgð hvílir á okkur ömmun-
um. Ennþá meiri ábyrgð er að gera
ekki neitt! En ég get vel skilið fullorðn-
ar konur sem ekki eru vanar að tjá
sínar skoðanir, a.m.k. ekki opinberlega.
Og makar þeirra fullorðnir menn sem
ekki hafa vanist því af konum sínum.
Sorglega fáar konur treysta sér til að
standa upp og mótmæla því sem hér
er að gerast.
Hópur af konum kemur á fundina
til okkar. Allar hafa þær áhyggjur af
framtíð næstu kynslóðar. En þegar
kemur að því að koma fram opinber-
lega, draga þær sig í hlé. Þeim vex
jafnvel í augum að afhenda ríkisstjórn-
inni mótmælabréf. „Við megum ekki
vera pólitískar,” segja þær. En er ekki
pólitík í öllu?
Vissulega er gott að sauma tusku-
brúður og mikill áhugi hjá ömmunum
að vinna í því. Við erum með mikinn
leikfangaáróður. Biðjum fólk að sleppa
stríðs- og ofbeldisleikföngum, einkum
fyrir jól. Kaupa heldur tuskubrúður sem
börnin geta faðmað og knúsað eða eitt-
hvað sem vekur hlýjar kenndir. En
ömmur þurfa að gera meira. Þær þurfa
að standa upp og mótmæla fyrir hönd
barnabarna sinna.
Gamla ömmu-ímyndin er sterk
Oft er erfitt að bijótast út úr gömlum
„ímyndum“ sem þjóðfélagið er búið að
byggja upp um aldaraðir. Ein slík er
ömmuímyndin. Ömmur sem komnar
eru yfir miðjan aldur, eru ekki lengur
með staðlaða hárgreiðslu og þær klæða
sig eins og ungar stúlkur. Og þær eru
margar virkir þegnar í þjóðfélaginu
eins og afamir. En ennþá er stór hópur
af körlum og konum sem lítur horn-
auga á konur sem skipta sér af þjóðfé-
lagsmálum. Þessi hópur vill aðeins sjá
blíðar og góðar heima-ömmur.
Amman sem slík hefur lítið breyst.
Umhyggja hennar fyrir barnabörnun-
um er alltaf sú sama. Mér fannst alveg
stórkostlegt að verða amma. Sjá ein-
stakling sem komin. var í mína fjöl-
skyldu, af því ég var amma hans. Nú
á ég orðið 4 barnaböm, „segir Ragn-
hildur,“ og upplifi alltaf þessa sömu
tilfinningu. Og sem amma veit ég von-
andi svolítið meira um, hvað ég er með
í höndunum.
En það era ekki allar konur sem
vilja viðurkenna, að þær séu orðnar
ömmur, vegna þessarar gömlu „ömmu-
ímyndar." Þær sjá fyrir sér móður sína
sem ömmu og langömmu sína. Og þær
vilja ekki eða era hræddar við að ganga
inn í þær fyrirmyndir. Það þarf að
stokka upp þessa gömlu „ömmuímynd!“
Á amman að sitja áfram
úti í horni?
Ömmurnar eru búnar að koma börn-
um sínum á legg og þær trúðu því að
þau myndu ganga inn í betri heim. En
nú sjáum við blikur á lofti ógna fram-
tíð barnabarna okkar. Ef maður er
óánægður með eitthvað, þýðir ekki að
sitja úti í horni og tuldra. Fullt af fólki
situr uppi með sömu tilfinningu.
Við ömmur getum ekki horft upp
á, að verið sé að eyðileggja framtíð
barnabama okkar. Of mikil ringulreið
og óstjórn ríkir í þjóðlífínu. Og vantar
ekki meðvitund í þjóðarsálina, „spyr
friðaramman?“ Á að koma unga fólkinu
okkar til hjálpar? Eða á að láta allt
dankast? Ég skora á allar ömmur að
láta heyra meira í sér!“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg