Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 C 13 Enginn sökudólgur Hvaða leið farið þið til að benda þessum konum á aðra hugsun, eða aðra afstöðu? „Leiðin liggur í því að kynnast tilfinningum sínum, bæði hjá þeim og öðrum, og koma þeim frá sér á heiðarlega hátt og án þess að leita að sökudólgi. Aðferðin byggir á því að elska sjálfan sig. Það þýðir ekki að vera sjálfselskur, heldur að virða tilfinningar sínar og skoðanir, jafnvel þótt þær kunni ekki að falla í kramið hjá umhverf- inu.“ En nú hefur maður oft heyrt að meðvirkir einstaklingar séu mjög ábyrgir. Eins og þú lýsir þeim, virka þeir ábyrgðarlausir. „Meðvirkir einstaklingar eru mjög ábyrgir gagnvart öðrum og fyrir öðrum. Þeir segja: „Ég geri hvað sem er fyrir þig. Eg skal fóma öllu fyrir hamingju þína.“ Þar með eru þeir að mjög óábyrgir gagn- vart sjálfum sér og sinni eigin hamingju. Við bendum fólki bara á leiðir og hjálpum því af stað með nýtt sjónarhorn á sjálft sig. í rauninni hjálpum við því til að hjálpa sér sjálft.“ Þessi aðferð hefur oft verið köll- uð viðvaninga- eða amatörsál- fræði. „Já. Hún hefur verið talin ógnun við sálfræðina. Geðfræðingar og sálfræðingar hafa haldið því fram að sjálfshjálp sé ógnun við sitt fag. En þeir sem segja þetta, eru menn sem skilja ekki tólf spora kerfið vegna þess að þeir hafa ekki kynnt sér það. Þeir neita að horfast í augu við það að við þurf- um ekki á öllu þessu tilstandi þeirra að halda. Við erum fær um að hugsa og vinna sjálf. En ég vil taka það fram að sumir þurfa á hjálp sálfræðinga eða geðlækna að halda. Ein leið útilokar ekki aðra, vegna þess að mannssálin er svo margbreytileg.“ En hvað réttlætir tólf spora að- ferðina? „Ætli það sé ekki trúin á það að fólk sé hæft til að hjálpa sjálfu sér. Það er enginn annar með manni sjálfur 24 tíma á sólarhring og því er maður sjálfur besti ráð- gjafinn. Það er alveg sama hvað maður gerir með stuðningi geð- læknis, sálfræðings, tólf spora ráð- gjafa eða bókum, það verður alltaf aðeins til að styðja sig við - því sjálf verðum við að framkvæma alla vinnuna. Markmið þeirrar að- ferðar sem við beitum er að kenna einstaklingnum að byggja upp sjálfstraust, sjálfsvirðingu og að læra að elska sjálfan sig - og þar með raunverulega ást til að geta gefíð börnum sínum og ef til vill maka. Það getur nefnilega enginn gefíð það sem hann hefur ekki. Manneskjan þykist alltaf gefa það sem hún heldur að líti vel út. En það er blekking. Manneskja sem ekki getur elskað sjálfa sig, getur ekki gefið ást, því hún veit ekki hvað það er. Því miður erum við alin upp við að rangar áherslur í því hvað sé raunverulega mikils virði. Við erum alin upp við það að allt sem lítur vel út, sé mikils virði. Við lærum hegðun sem er á kostnað tilfínninganna." iæstu námskeið verða haldin í þessum mánuði, 12. til 15. mars. Skráningar eru í símum: 20010 620700 og 21618 Áhugafólk um almenna dansþátttöku á íslandi LÆRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU A TVEIM DOGUM! Fákskonur! Fákskonur! Ná er kontið að því GLEÐIKVÖLD KVENNA verður haldið 7. mars næstkomandi í félags- heimili Fáks. Húsið opnað kl. 19.00. Miðar verða seldir í félagsheimilinu miðvikud. 4. mars, fimmtud. 5. mars og föstud. 6. mars frá kl. 16.00-20.00. Tekið verður á móti pöntun- um á skrifstofunni í síma 672166 frá kl. 13.00. Ósóttar pantanir verða seldar eftir kl. 1 7.00 föstudaginn 6. mars. Munið eftir að kaupa miða handa herrunum, því ekki verða seldir miðar við innganginn. Mætum glaðar, hressar og í okkar fínasta pússi. Athugið aldurstakmark 1 8 ár. Kvennadeildin. Hannyrðaverslunin Flytjum okkur um set. Opnum á morgun, 2. mars, á nýjum stað á Skólavörðustíg 6B. Bjóðum nýja og gamla viðskiptavini velkomna. 20% afsldttur vegna opnunarfyrstu vikuna. (áður Óðinsgötu 1) - sími 91-13130. mun starfa ó vegum Nýaldarsamtakanna á næstunni. Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið og fundi: Fimmtudaginn 5. mars: Skyggnilýsing kr. 700,- Laugardagmn 7. mars: Námskeið - miðilsþjálfun - ^ Fimmtudaginn 12. mars: Þróunarhringur - kr. 1.000,- Örfáir einkatímar enn ó lausu. Priðjudaginn 3, mars kl. 20.30 mun Guðbjörg Sveins- dóttir bjóða upp á miðlun frá fræðsluafiinu Asgeiri. Aðgangur ókeypis. Þriðjudaginn 10. mars ki. 20.30 mun Garðar Björgvinsson spyrja Mikaei í gegnum miðil. Aðgangseyrir kr, 500. NÝALDARSAMTÖKItt LAUGAVEGI 66, SÍMI 627712, Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem glöddu okkur á 50 ára hjúskaparafmœlinu þann 21. febrúar síðastliðinn. Guð veri með ykkur öllum. Guðfinna Hinriksdóttir og GreipurÞ. Guðbjartsson. ESCORT 5 dyra,hlaðbakur. Hann e'r kominn, Ford ESCORT bíllinn sem svo margir hafa beðið eftir . Ný og glæsileg hönnun. Sportlegt útlit Ný innrétting. meira innra rými. Stærri hurðir (Betra inn - og útstig) Gott útsýni og frábær aðstaða fyrir ökumann og farþega. ESCORT er fáanlegur í eftirfarandi útfærslum: CL 1.3, 3. dyra CLX 1.3, 5. dyra CLX 1.6,5. dyra Verð frá kr. 871.000,-* Komdu og kannaðu málið ! SÝNING í DAG Frá kl: 13-17. H F Hefurðu ekið Ford - nýlega ? Lágmula 5. Simi 68 15 55. *Miðað við gengi febrúarmánaðar '92 og án ryðvamar og skráningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.