Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 TISKAN1992 Alþjóðleg frístœl, tískulínu og förðunarkeppi 1 Mars 1992 á Hótel íslandi Sex keppnir, fjöldi af sýningarbásum, sýningum og öðrum uppákomum. 13.00 Húsið opnað. 13.15 Kynning á básum og dagskrá 14.00 Leikhúsförðunarkeppni 15.00 Tískulínukeppnin 1992 15.20 Tísku og samkvcemisförðunarkeppni og Dagförðunarkeppni 15.40 Dómur í Tískulínukeppni 16.00 Myndataka fyrir tímaritið Hár ogfegurð q. 16.00 Kynning á básum pö 16.45 Fantasíuförðunarkeppni 1992 C3 17.00 Frístœlkeppnin 1992 17.40 Dómur í Frístcelkeppinni 18.00 Myndataka fyrír Hár og fegurð 18.10 Kokkteill hjá básunum 19.20 Matur-Básum lokað 19.45 Dómur Fantasíuförðunarkeppni Módel koma fram 20.30 Verðlaunaafhending 20.45 World Class sýning 21.00 Júdó sýning 21.15 Redken sýning 21.30 Tískan 92 21:45 Verðlaunaafhending 22.00 Fjöldasöngur 22.30 Tiska '92 23.00 Úrslit í Frístcel.Tískulínu og Förðunarkeppninni 199Z, World Class sýning - JUDO sýning, Júdódeild Ármanns Tískusýning Módel '79: Herrahúsið, Leður og Rússkin, Carite - lbo, Ástbjörg Gunnarsdótiir, Herramenn, Punkturinn, Gala, Gullfoss og Stíll. Sebastian -Wella - Matrix - L'oreal - Unic - Joico - Pivot Point - Cutrin - Sunglits - Image - Ison - Manex - Jingles International - Perma Paris - Redken International - Schwarzkopf - Kiela Cricket - Mastey - Indola - Keune - Olimp - Forfex - Hercules Lageman - Champion - Ouality Snyrtistofan NN -Trúcco - Lancome - Tískuskólinn Jana - Academie - Snyrtistofan Salon Ritz - Color me beautiful Litgreining - Renéguinot - Sylvia Lewis Háreyðing - Oster - Maybelline - WorldClass - Oroblu - Sólin Borgarkringlunni - Fótaaðgerða og snyrtistofumar Lipurtá og Fegrun - Jeanne Gatineau - Wolford - Playboy - Isabelle Lancray - Arcancil Paris - ^ A/EIRl MENGUN Fjöldasöngur í tilefni af ári söngsins undir stjórn Símonar ívarssottar gítarleíkara og Reynis Jónssonar harmonlkuleikara Litgreining til að hjálpafólki tU aðfinna besta litinn við andlitið Háreyðingarmeðferð frá Sylvia Lewis Silkineglur - Indverskur maski Trímform vöðvaþjálfunartceki Redken sýning undir stjórn Dhaniel Doug frá Redken U.S.A.. ásamt ungu fólkifrá Redken stofunum Glœsileg tvíréttur máltíð á aðeins 2300 Krónur HAIRDRESSERS FEDERATION OF ICELAND ICELANDAIR a SOCIETY OF ' ICELANDIC MAKE-UP ARTISTS FÉLAG ISLENSKRA SNYTRIFRÆÐINGA Mcmter oí: Coauié lntcraiiowl d'Eíihíiiguc ci át Cbunflolotic -'OTmSn HÁR 4 FEGURÐ HAIR AND BEAUTY ' MAGAZINE Hair & Beauty Magazinc - Skúlagata 54 - 105 Reykjavík • Iccland - Tel: 354-1-628141 - Telex: 3000 Attention Beauty - Fax: 354-1-628141 Beauty Peter Falk ásamt Catherine þegar hún var yngri. KÆRUR Allt er hægt að kæra í Banda- ríkjunum Allt er nú til í henni Ameríku og nú hefur Catherine Falk, dóttir leikarans Peters Falks, sem lék rannsóknarlög- reglumanninn Kólombó í sam- nefndri sjónvarpsþáttaröð, kært hann fyrir að hafa hætt að greiða skólagjöld hennar, en hún stundar nám við Syracuse- háskólann í New York. Catherine er dóttir Peters Falks og Alyce Mayo en þau skildu þegar hún var aðeins fimm ára gömul. Hún segir að foreldrar hennar hafi að undan- förnu reynt að fá hana til að hætta námi og flytja aftur til Kaliforníu, en hún hefur áður átt við áfengis- og eiturlyfja- vandamál að stríða. Hún segir hins vegar að hún sé laus við allt slíkt og lifí góðu og heil- brigðu lífi. Því hefur hún tekið sig til og fengið góðan lögfræð- ing til-að ná sínu fram. Morgunblaðið/Sverrir Nokkur atriði úr Grænjöxlum sem Gamanleikhúsið sýnir í Borgarleik- húsinu. LEIKHUS Gamanleikhúsið sýnir Grænjaxla í Borgarleikhúsinu GAMANLEUKHÚSIÐ hefur nú aftur hafið sýningar á leikritinu Græn- jöxlum, en það var fyrst frumsýnt síðastliðið sumar í íslensku óper- unm. I þetta skipti er verkið sýnt frumsýnt aftur í gær. Grænjaxlar er eftir Pétur Gunn- arsson og tónlistina í verkinu samdi Spilverk þjóðanna. Verkið fjallar um líf fjögurra persóna allt frá leikskóla og upp að rúmlega tvítugu og að sögn Auðar Sverris- dóttur var þetta verk valið þar sem það hentaði Gamanleikhúsinu vel. „Við leikum fólk á okkar aldri og við höfum sjálf jafnvel upplifað það sem kemur fyrir í leikritinu," segir hún. Gamanleikhúsið fór með sýning- una til Hollands og írlands síðastl- iðið sumar þar sem krakkarnir tóku þátt í leiklistarhátíðum og eftir ferðina var gert hlé á sýningum þar til nú. „Þetta var mjög skemmtileg og vel heppnuð ferð. Við sýndum Grænjaxla og fengum mjög góðar viðtökur þrátt fyrir að við sýndum þetta auðvitað á ís- lensku," segir Auður. Gamanleikhúsið var stofnað árið 1985 og voru það um átján skóla- krakkar á aldrinum átta til ellefu ára sem komu saman sem hófu starfsemi leikhússins en nú eru meðlimir leikhússins yfir 60. Síð- í Borgarleikhusinu og var það astliðin ár hefur leikhúsið sett þó- nokkur verk upp og má þar m.a. nefna Töfralúðurinn eftir Henning Nielsen, en það var fyrsta uppsetn- ing þeirra, Gilitrutt eftir Ragnheiði Jónsdóttur og Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren. Flestir að- standendur leikhússins stunda nú nám í framhaldsskólum en láta það ekki á sig fá og halda starfseminni áfram eins og hægt er. „Það hefur tekist hjá okkur að sameina þetta með skólanum en að sjálfsögðu er þetta krefjandi. Þetta hefst þó al- veg hjá okkur þar sem áhuginn er fyrir hendi og maður verður bara að geta stundað bæði námið og leiklistina," segir Auður og bætir því við að flest ætli þau að legggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. Auður segir að Grænjaxlar sé leikrit sem höfði til allra aldurs- hópa. „Þetta leikrit er ekki bundið við neinn ákveðinn aldur og fólk um miðjan aldur hefur þótt þetta mjög skemmtileg sýning enda er íjallað um hluti sem höfðar til margra,“ segir Auður að lokum. ■ ■ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gísli Marteinn Baldursson, rædumaður kvöldsins, í ræðustól. MORFIS Yerslunarskóli mætir Fjölbraut í Garðabæ Undanúrslitakeppni í MORFÍS, Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna á Islandi, var haldin nýlega í Verslunarskólanum. Þar kepptu ræðulið Verslunarskólans og Menntaskólans við Hamrahlíð og umræðuefni keppninnar var hvort ríkið ætti að hætta útvarps- rekstri. Ræðulið Verslunarskólans mælti með þessu en ræðulið Menntaskólans mælti á móti. Verslunarskólinn sigraði en lið hans fékk 31 stigi meira en lið Menntaskólans við Hamrahlíð. Ræðumaður kvöldsins var einnig kosinn og það var Gísli Mar- teinn Baldursson, einn ræðumaður liðs Verslunarskólans, sem hlaut þann titil. Að sögn Gunnars Hanssonar, formanns skemmtinefndar Verslun- arskólans, sem einnig var fundar- stjóri ræðukeppninnar, komu um 600 manns á keppnina og þar var að vonum mikið fjör og nemendur skólanna studdu að sjálfsögðu lið sín. Úrslitakeppni MORFÍS verður svo haldin 20. mars næstkomandi í Háskólabíói. Þá mætast ræðulið Verslunarskólans og Fjölbrauta- skólans í Garðabæ en þetta er þriðja árið í röð sem þessi skólar mætast í úrslitum keppninnar. Árið 1990 vann lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ en á síðasta ári bar lið Verslunarskólans sigur úr býtum. Nú er því bara að bíða og sjá hvort liðið vinnur í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.