Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 23
seei sstjúm r auoAaunvrus lUSIXl i dffl"! I aiaai8ku dho k 0 SS MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 C 23 FATAHÖNNUN Sýning á kvenfatnaði og bamafatnaði Steinunn Jónsdóttir fatahönnuð- ur hélt fyrir skömmu sýningu í Naustkjallaranum. Þar sýndi hún fatnað sem hún hefur hann- að, m.a. ýmsan kvenfatnað svo sem dagklæðnað, spariklæðnað, frakka og mokkajakka. Einnig sýndi hún barnaföt en Steinunn hefur hannað þónokkuð af slík- um fatnaði. „Ég hef mjög gaman af því að hanna barnaföt og ætla að einbeita mér að því á næstunni," segir Steinunn en hún fékk á síðasta ári viður- kenningu frá Vöku-Helgafelli fyrir barnafatnaðinn sem hún sýndi í Naustkjallaranum. Steinunn nam fatahönnun við Köbenhavns Mode og Design Skole og lauk þaðan námi árið 1988. Eftir heimkomuna hélt hún sína fyrstu sýningu og sýndi þá herrafatnað en það hafði verið lokaverkefni hennar við skólann. Sýningin í Naustkjallaranum var því önnur sýning Steinunnar. „Sýningin heppnaðist mjög vel en það er heilmikil vinna á bak við svona sýningu. Það var búið að taka mig nokkra mánuði að und- irbúa hana,“ segir Steinunn. Það voru stúlkur úr Módelsam- tökunum sem sýndu klæðnaðinn. Morgunblaðið/F5ölnir Þorgeirsson Frá sýningu Steinunnar Jónsdóttur í Naustkjallaranum þar sem hún sýndi ýmsan kvenfatnað og barnafatnað. HÓTEL HOLT Í HÁDEGINU Þríréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- RE1AIS& CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 Jakki...kr. 9.980,- Buxur ....kr. 4.980,- Skyrta ...kr. 2.900,- Góð efni. Vönduð íslenskframleiðsla. Einnig slaufur, bindi, lindar, vasaklútaro.m.fl. Fermingarföt drengja Fermingarföt stúlkna auglýst síðar. ÚBl KARNABÆR f LAUGAVEGI66, SÍMI22950 COSPER COSPER Við getum ekki hittst lengur svona, maðurinn minn gæti vaknað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.