Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 C 11 Hljómsveit FÍH ásamt Söngfélaginu Hörpu á sviðinu í Tjarnarbíói vorið 1944. Hljómsveitin var stofnuð í janúar það ár, en varð ekki langlíf. Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur var síðan stofnuð 1947 með nánast sama mannskap og loks var Sinfóníuhljómsveit Ríkisútvarpsins stofnuð 1956, sem nú er Sinfóníuhljómsveit íslands. Þróunarsaga þessa menningar- þáttar í tónlistarlífinu hefur frá upphafi verið samtvinnuð starfsemi FÍH. eftirlit með húsinu og annast bókan- ir. Rokkdeildin hefur einng hafíð samvinnu við norræna rokktónlistar- menn á gagnkvæmum upplýsingum, tónleikahaldi og skiptum á hljóm- sveitum svo nokkuð sé nefnt. Raunar held ég að það ætti að vera óþarfí að rekja hér alla þá kosti sem því fylgir að taka þátt í starfi félagsins. Ég get þó aðeins ítrekað þau réttindi sem því fylgir, til dæm- is varðandi lífeyrissjóðslán auk þess sem greiðsla í lífeyrissjóð tryggir öruggar lifeyrisgreiðslur í ellinni. Þá má nefna sjúkrasjóð félagsins, sem er mikið öryggismál, því slys eða veikindi gera ekki boð á undan sér. Af öðrum málum má nefna að FÍH rekur orlofsheimili í Borgarfirði sem félagsmenn geta fengið afnot af sér til hvíldar og hressingar. Lögfræð- ingar félagsins veita ókeypis lög- fræðiaðstoð í málefnum starfsgrein- arinnar og 25% afslátt á lögfræði- kostnaði í einkamálum. Við rekum ráðningarþjónustu fyrir félagsmenn og hljómsveitir þeirra og tökum ekki umboðslaun. Húsakynni félagsins eru opin öllum meðlimum félagsins til æfinga og hljómleikahalds. Auk alls þessa annast FÍH auðvitað samningamál og ég held að ég þurfi ekkert að fjölyrða neitt meira um augljósa kosti þess að vera innan vébanda félagsins. Það segir sig sjálft." VERDUM AÐ VERA Á VARÐBERGI Björn kvaðst vera bjartsýnn á framtíðina enda mikil gróska í tón- listarlífi ungs fólks og sífellt bættust fleiri vel menntaðir og efnilegir tón- listarmerin í hópinn. Ætti það jafnt við um klassíska tónlist, dægurtónl- ist og djass. „Við verðum þó að vera vel á varðbergi á næstu árum, einkum gagnvart_ Evrópska efnahagssvæð- inu, sem Islendingar ganga að öllum líkindum inn í á næsta ári. Þetta þýðir að hljómlistarmenn, eins og aðrir, geta óhindrað flutt sig á milli landa innan bandalagsins f atvinnu- leit og því má búast við að hingað streymi hljómlistarmenn frá löndum FÍH frá stofnun og til dagsins í dag. Þarna koma fram íjölmargir af okkar færustu hljómlistarmönn- um og til að tengja dagskrána starfí okkar í dag mun stórsveit Tónlistar- skóla FÍH koma fram í einu atrið- inu. Um kvöldið verður svo árshátíð félagsins haldin í Súlnasal Hótels Sögu þar sem ekkert verður til spar- að. Þarna verða til dæmis fjórir „dinner“-píanistar, Qölbreytt skemmtiatriði og þijár hljómsveitir leika fýrir dansi. A undanförnum árum hafa heyrst háværar raddir um að endurvekja árshátíð hljóm- listarmanna, sem var áberandi þátt- ur í bæjarlífinu á árum áður og þóttu hinar skemmtilegustu samkomur, eins og nærri má geta. Ef árshátíð- in nú heppnast vel verður hér vænt- anlega um árvissan viðburð að ræða og vil ég hvetja sem flesta hljómlist- armenn til að mæta og skemmta sér í góðra vina hópi," sagði Björn og þegar hér var komið sögu höfðu pilt- amir í stórsveitinni gert hlé á æfing- unni og Björn þurfti eitthvað að ræða við þá um undirbúning hátíðar- innar. Við Morgunblaðsmenn létum okkur hins vegar hverfa út í nóttina. tra kl: 15-1/. Hefurðu ekið Ford - nýlega ? Lágmúla 5. Sími 68 15 55 *Miðað við gengi febrtíarmánaðar '92 og án ryðvamar og skráningar. ORION 4 dyra, stallbakur. Hann er kominn, Ford ORION bíllinn sem svo margir hafa beðið eftir. Ný og glæsileg hönnun. Sportlegt útlit Ný innrétting. meira innra rými. rúmgóð farangursgeymsla. Stærri hurðir (Betra inn - og útstig) Gott útsýni og frábær aðstaða fyrir ökumann og farþega. ORION er fáanlegur í eftirfarandi útfærslum: CLX 1.3, 5. dyra CLX 1.6, 5. dyra Verð frá kr. 954.000 Komdu og kannaðu málið ! SÝNING í DAG Piltarnir i stór- sveit Tónlistar- skóla FÍH draga ekki af sér við æfing- arnar, en þeir munu meðal annars koma fram á afmælis- hátíðinni. þar sem atvinnuleysi hljómlistar- manna er ríkjandi, svo sem Þýska- landi, Portúgal og Bretlandi. Við verðum auðvitað að búa okkur undir þessa innrás og tryggja hag okkar manna og einmitt þetta verður að öllum líkindum brýnasta hagsmuna- mál félagsins á næstu árum. Það er auðvitað af nógu öðru að taka. Við þurfum til dæmis að gera myndarlegt átak til að bæta aðstöðu íslenskra tónlistarmanna og í því sambandi nefni ég byggingu tónlist- arhúss. Og ég verð að segja alveg eins og er að ég undrast tómlæti stjórnvalda í þessu máli. Það virðist aldrei skorta fé til að byggja íþrótta- mannvirki, myndlistarsöfn og alls kyns samkomuhús og auðvitað ekki nema gott eitt um það að segja. En að íslendingar, sem telja sig vera mikla menningarþjóð, skuli ekki enn hafa komið sér upp myndarlegu sér- hönnuðu tónlistarhúsi er auðvitað til skammar. Gamli Hljómskálinn er eina húsið sem byggt hefur verið hér á landi og er sérstaklega hannað sem tónlistarhús og þótt hann hafi verið ágætur til síns brúks fyrr á árum er það því miður liðin tíð. En það sem kannski fer mest fyr- ir bijóstið á mér er þegar ég heyri félagana sjálfa gagnrýna starfsemi FÍH-skólans á þeirri forsendu að við séum að mennta menn sem síðan komi út á vinnumarkaðinn í beina samkeppni við þá sem fyrir eru. Ef svona sjónarmið eiga að ráða er eins gott að leggja niður alla tónlistar- kennslu í landinu. Okkar takmark hlýtur alltaf að vera betri tónlist og það er auðvitað markmiðið með kennslunni. Auk þess veitir skólinn um 30 manns atvinnu við kennslu. Stofnunin er í miklum uppgangi og þarna stunda um 180 nemendur nám. Starfið þar er líka þegar farið að bera ríkulegan ávöxt í betri lif- andi tónlist. í því samþandi vil ég sérstaklega benda á djassinn, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu hér á landi á undanförnum árum. í rokk- tónlistinni eigum við íslendingar einnig fólk sem stendur útlendingum fyllilega á sporði og ég er viss um að ef sá akur er rétt plægður eru þar miklir framtíðarmöguleikar, sem gætu jafnvel fært okkur dágóðar útflutningstekjur. Við eigum líka mjög góða sinfóníuhljómsveit sem við verðum að hlúa vel að í framtíð- inni.“ ÁRSHÁTÍD ENDURVAKIN Björn Th. Árnason stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síðan í framhaldsnám til Vínar- borgar. Um margra ára skeið lék hann á fagott með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og kom einnig fram með hljómsveitinni og víðar sem ein- leikari. Hann var einnig þekktur knattspyrnumaður hér fyrr á árum og lék að sjálfsögðu með KR, enda fæddur Vesturbæingur. Hann lék með unglingalandsliðinu og var kominn með annan fótinn í aðal- landsliðið, en varð að leggja skóna á hilluna þegar hann fór í framhalds- nám til Austurríkis. Sú saga er sögð af Birni frá þess- um árum að eitt sinn hafi borið upp á sama tíma próf í Tónlistarskólan- um og æfingaleikur með unglinga- landsliðinu. Björn valdi leikinn, en svo óheppilega vildi til að hann var háður á gamla Framvellinum við Skipholt, beint á móti Tónlistarskó- lanum, þar sem prófið fór fram. Björn lét sig samt hafa það og fylgdi það sögunni að hann hefði staðið sig afburðavel í leiknum. í næsta tíma spurði kennarinn, Þorkell Sigur- björnsson, hvers vegna Björn hefði ekki mætt í prófið, en Björn kvaðst hafa verið veikur. „Jæja karlinn, það var nú ekki að sjá að þú væri and- skoti mikið veikur, spriklandi þama úti á vellinum í gær,“ sagði Þorkell þá, en lét svo málið niður falla og Björn slapp með skrekkinn í þetta skipti. Eftir að Bjöm hætti að leika knattspyrnu stundaði hann þjálfun um skeið, en hefur nú einnig orðið að leggja það áhugamál á hilluna vegna anna hjá FIH, því að auk þess að vera formaður félagsins er hann framkvæmdastjóri þess og skólastjóri Tónlistarskóla FÍH. Það er því í nógu að snúast og síðustu vikurnar hafa að miklu leyti farið í undirbúning afmælishátíðarinnar, sem haldin verður í Gamla bíói og á Hótel Sögu, eins og áður segir. „Við verðum með hátíðardagskrá í íslensku óperunni um daginn, þar sem stiklað verður á stóru í sögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.