Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
ÆSKUMYNDIN ...
ERARÖGMUNDIJÓNASSYNI, FORMANNI BSRB
Ljúfmenni en
fylginn sér
„HVERNIG barn ég var? Ætli ég hafi
ekki bara verið eins og í dag; rólegur
og yfirvegaður," segir pgmundur Jónas-
son og hlær dátt. „Ég held það Iýsi
Ömma best hvað hann var góður vinur
og skemmtilegur félagi,“ segir vinur
hans, Egill Einarsson efnaverkfræðing-
ur. „Það var alltaf eitthvað spennandi
að gerast í hans návist. Hann var Ijúf-
menni en ef honum sinnaðist við ein-
hvern gat það þó setið lengi í honum. í
skóla var hann ekki fyrirferðarmikill en
fylginn sér og hópsálarskapur var mjög
fjarri honum. Hann hafði gaman af að
tuskast en hann valdi sér verðuga and-
stæðinga og niddist aldrei á minnimáttar.
Ég minnist þess að hafa oft þurft að
bíða eftir honum. Hann var t.d. alltaf sá
sem kom seinastur út úr sturtuklefanum
í leikfimi.“
ÚR MYNDASAFNINU...
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Iminningu
JónsArasonar
Ogmundur fæddist 17. júlí 1948,
annar í röð fjögurra systkina.
Foreldrar hans eru Guðrún Ö.
Stephensen, sem er Reykvíkingur,
og Jónas B. Jónsson, fyrrverandi
fræðslustjóri, frá Torfalæk í Húna-
vatnssýslu. Ögmundur ólst upp á
Melunum sem þá voru að byggjast
upp. Þar voru stór, opin svæði þak-
in njóla og stórgrýti sem buðu upp
á óteljandi möguleika til leikja sem
ekki voru allir hættulausir. Helstu
leikirnir voru fótbolti og skylmingar
og aðrir þeir leikir sem tíðkuðust á
þessum árum, áður en sjónvarp og
myndbönd komu til sögunnar. „Mér
finnst að bernskan hafi verið eitt
óslitið ævintýri og tilveran marg-
breytileg. Umhverfíð bauð upp á
svo marga möguleika sem örvuðu
hugmyndaflugið. Börn og unglingar
voru gerendur. Leikirnir hafa breyst
nú og það er meira gert til þess
að hafa ofan af fyrir bömum en
áður tíðkaðist. Þau eru þiggjendur
í ríkara mæli en áður.“
A tímabili var Ögmundur mikill
áhugamaður um dúfnarækt og fékk
að hafa dúfur í garðinum, öllum til
ama. Hann var mjög þakklátur for-
eldrum sínum fyrir að leyfa sér að
stunda dúfnaræktina. „Þau hafa
sennilega vitað að þessi áhugi
myndi taka enda.“ Annars segist
Ögmundur alltaf hafa haft áhuga
á dýrum. Hann fór nokkur sumur
í sveit í Víðidalstungu í Víðidal.
„Sveitastörfm hafa alltaf heillað
mig,“ segir hann. „Draumurinn var
lengi vel að verða bóndi, og það fór
seint af mér.“
Egill Einarsson segir að ótal at-
vik séu minnisstæð frá þessum
árum. „Við vorum saman í skátun-
um og fórum í margar útilegurnar
saman. Nú fyrir utan allar könnun-
arferðirnar um Melana og Gríms-
staðaholtið þar sem óvinir voru á
hverju strái. Það var eins gott að
hafa Ömma með sér ef sló í brýnu
við einhveija úr þeirra flokki.“
Jón biskup Arason er ein eftir-
minnilegasta persóna íslands-
sögunnar og minning hans lifir í
hjörtum þjóðarinnar þótt hann hafi
nú legið rúm 400 ár í
gröf sinni. í ágúst
1950 voru liðin ná-
kvæmlega 400 ár frá
því er hann og synir
hans voru vegnir í
Skálholti og var þess
minnst með minning-
arhátíð á Hólum í
Hjaltadal. Veður var
hið fegursta þennan
dag, sól og blíða og samkvæmt
samtímaheimildum fóru hátíðahöld-
in vel og virðulega fram. Mikið fjöl-
menni var samankomið að Hólum
þegar klukkur dómkirkjunnar
hringdu inn hátíðina og var gengið
í skrúðgöngu í kirkju. Fremstir
gengu biskup landsins, Sigurgeir
Sigurðsson, og Steingrímur Stein-
þórsson forsætisráðherra. Því næst
komu vígslubiskupar og þar á eftir
um þrjátíu hempuklæddir prestar
og síðan aðrir hátíðargestir. Er bæn
hafði verið lesin í kórdyrum las
Guðbrandur Björnsson prófastur
afhendingarbréf minn-
ingarturns þess, sem
Skagfirðingar og fleiri
landsmenn reistu Jóni
Arasynþ á Hólum.
Biskup íslands, Sigur-
geir Sigurðsson, hélt
ræðu, Friðrik Rafnar
vígslubiskup flutti
prédikun og Bjami
Jónsson vígslubiskup
þjónaði fyrir altari. Magnús Jónsson
prófessor flutti erindi um Jón biskup
Arason og samtíð hans, og í ræðu
Steingríms Steinþórssonar forsætT
isráðherra kom fram, að ríkisstjórn
Islands hefði ákveðið að Hólar
skyldu á ný verða aðsetur prest-
vígðra manna. Var það mál manna
að hátíðin hefði tekist með miklum
ágætum, en myndirnar voru einmitt
teknar við þetta einstæða tækifæri.
Kennimenn í kór Dómkirkjunnar.
SVEITIN MÍN ER...
LUNDUR í L UNDARRE YKJADAL
„Mér finnst að viðbrögð mín við skriðu-
föllunum 1981, lýsi best hvaða tilfinn-
ingar ég hef til sveitarinnar," segir
Bragi Gíslason, ganga- og dyravörður
í Melaskóianum. Hann bjó á Lundi í
Lundarreykjardal frá 1952 til 1966.
Bróðir hans býr á Lundi ogþangað fer
hann á sumrin. „Ég flutti þangað árið
sem ég fermdist svo að æskuminning-
arnar eru ekki svo margar þaðan, en
þegar að skriðan féll á útihúsin 1981,
kipptist ég við og þá kom berlega í ljós
hvaða hug ég bar til sveitarinnar og
Lundar.
Bragi Gíslason.
að hafa náttúrlega orðið gíf-
urlegar breytingar á sveit-
inni síðan ég bjó þarna. Það var
skrýtin tilfinning að koma í tijá-
lundinn sem, ungmennafélagið
gróðursetti fyrir ofan kirkjuna á
Lundi 1955. Ekki hugsaði ég út
í það þá hvað yrði úr þessum
plöntum sem ég var að gróður-
setja.
Eitt af því sem að maður lærði
í sveitinni var að spá í veðrið.
Þegar norðanáttin var að ganga
niður sá maður hvernig Snæfells-
jökull hreinsaði sig og bar við
endann á dalnum hvítur og fagur.
Þegar var von á austanátt heyrði
maður stundum í logni hvérnig
vindurinn sópaði hljóðinu í fossun-
um niður dalinn. Einnig vissi
maður að þegar var kominn var
skúr á Kvígindisfell, þá var von á
rigningu á Lundi.“
ÞANNIG...
FLYTUR VALTÝR GUÐMUNDSSON
Undirbúningur í tuna
Flest þurfum við einhvern tím-
ann að flytja okkur um set og
nær óhjákvæmilega fylgir sís-
tækkandi búslóðin okkur. Fyrstu
árin er hún jafnan fyrirferðarlít-
il og inniheldur aðeins það allra
nauðsynlegasta en eftir því sem
árin líða, sönkum við að okkur
húsgögnum og munum af öllum
stærðum og gerðum. Og því
stærri og fyrirferðarmeiri sem
búslóðin er, því mikilvægara er
að vel sé frá henni gengið fyrir
flutninga.
Þegar um flutninga innanbæjar
er að ræða, þarf ekki að
pakka öllu inn en að sjálfsögðu
verður alltaf að ganga frá við-
kvæmum munum og smáhlutum,"
segir Valtýr Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri sendibílastöðvarinn-
ar Þrastar. „Flestir hafa gengið
ágætlega frá búslóðinni fyrir
flutningana en við lendum þó ann-
arslagið í því að fólk er ekki farið
að huga að því að pakka niður
þegar við mætum á staðinn. Við
höfum ekkert á móti því að að-
stoða fólk við að pakka niður en
það verður að gera sér grein fyrir
því að á meðan tifar gjaldmælirinn
í bílnum. Fólk verður að gefa sér
þetta þijá til fjóra daga til að
pakka niður, sem ætti að vera
nægur tími fyrir flesta.“
Morgunblaðið/KGA
Valtýr við upphaf flutninga. Ekki skiptir meginmáli hvaða
húsgögn og hlutir fara fyrst, heldur að vel og þétt sé raðað
svo búslóðin haggist ekki á ferð.
Að sögn Valtýs hefur það borið
við að sendibílstjórar hafi setið
uppi með búslóð hluta úr degi og
allt upp í sólarhring. Þá sé yfir-
leitt um að kenna misskilningi
milli seljanda og kaupanda hús-
næðis um tímasetningu. Slíkt leið-
réttist jafnan fljótt.
Valtýr segir að þegar smáhlut-
um, sérstaklega bókum, sé pakkað
niður, verði að gæta þess að kass-
arnir séu ekki of þungir. Óæski-
legt sé að þeir séu þyngri en 40-50
kíló, eða svo þungir að tvo þurfi
til að bera þá. Þá pakka margir
smámunum niður í þvottabala og
plastkassa. „Það er ákaflega mis-
jafnt hversu skipulagt fólk er*
sumir merkja nákvæmlega inni-
hald kassanna og í hvaða herbergi
þeir eigi að fara eða hvort þeir
eigi að fara í geymslu. Margir eru
búnir að ákveða í hvaða herbergi
hvert húsgagn eigi að fara, jafn-
vel hvar í herbergið.“