Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 C 9 1% PC-tölva sem er smitað í dag. En þó þetta sé ekki alvarlegt í þessu ljósi, þá getur það verið mjög alvar- legt fyrir þá sem verða fyrir barðinu á veiru.“ Friðrik segir að stórslys vegna veira séu fátíð hér á landi, þ.e. að það hafi komið örsjaldan fyr- ir að fyrirtæki hafí lent í erfiðleikum vegna þess að veira hafi komist í tölvur þeirra. „Þetta er eins og bíl- slys, líkumar á að hver og einn lendi í bílslysi eru mjög litlar, en það get- ur verið njög alvarlegt fyrir þann sem lendir í slíku." Ruslhugbúnaður Friðrik segist fá veirur sendar reglulega að utan og síðan sjái kon- an hans, sem hann segir að sé út- lærður „tölvuveirusmittæknir", um að smita forrit, sem hann síðan rann- saki til að fínna spor eftir veiruna til að geta samið leitar- og lækninga- forrit. Hann segir að það sé lífseig þjóð- trú að veirur séu yfirleitt smíði snjallra forritara. „Flestar veirur eru afskaplega illa skrifaðar, ruslhug- búnaður. Það er ekki nema von þeg- ar haft er í huga að flestir höfund- anna em á bilinu tólf til fímmtán ára. í sumufn tilvikum þegar náðst hefur í þá hefur ekki verið hægt að lögsækja þá þar sem þeir em langt undir lögaldri. Það er algjör blekking að þetta sé merkilegur hugbúnaður, þetta er smáplága, sem vekur áhyggjur og svo em margir í veiru- bransanum sem vilja ýkja hættuna iíil að selja fleiri forrit. Það þarf í faun afskaplega litla þekkingu til að geta búið til tölvuveim, minnsta ÐOS-veiran er 25 bæti og það má semja veiru á fimm mínútum. Það eina sem veimhöfundar hafa upp úr sinni iðju er að gera okkur sem semjum forrit til að eyða veimm vellauðuga." g Friðrik segist eiga von á því að veirur heyri brátt sögunni til, því það hljóti að koma að því að hönnuð- ir DOS-stýrikerfisins, sem er algeng- asta stýrikerfi á einmenningstölvum, endurhanni stýrikerfið og geri það veiruheit. Hann nefnir sem dæmi að annað stýrikerfí, UNIX, sem gjarnan er notað á stærri töívur, sé þeim kostum búið að sé það rétt sett upp sé nánast ógjömingur að smita það af víms. Espólín Friðrik selur ekki bara veimvam- aforrit, því hann er höfundur ætt- fræðiforritsins Espólín, sem hann hefur selt mjög vel af og selji reynd- ar alltaf vel af til bænda eftir slátur- tíðina. „Notendur Espólíns eru mjög áhugasamir við að skrá í forritið og ég þekki einn á Akureyri sem hefur ætlað sér að skrá inn í forritið alla Eyfirðinga frá örófi og hefur skráð inn í það tugþúsundir." Friðrik seg- ist hafa búist við því á sínum tíma að í kringum forritið myndi spretta upp skiptimarkaður, þar sem menn skiptust á þeim upplýsingum sem þeir hefðu fært inn í forritið, en svo iræri ekki, þetta virtust vera það persónulegar upplýsingar í augum þess sem skráði að hann gæti ekki hugsað sér að aðrir berðu þær aug- um. Þeir hafí kannski verið að setja inn einhverjar fylleríssögur af öfum sínum, eða upplýsingar um lausa- leikskróga. Ekki tími fyrir neitt nema veirur Friðrik segist hafa ýmis forrit á pijónunum, en það gefíst ekki mik- ill tími fyrir veiruvinnunni. Hann hafi verið með í smíðum forritið Staf- set, sem ætlað hafi verið að lesa yfír texta, en ekki lokið við það enn. „Ég byijaði á því 1981 að flokka íslenska beygingarfræði á þann hátt sem ég vildi flokka hana fyrir forrit- ið og 1987 var ég búinn að koma því inn. Líklega fer um Stafset þann- ig að ég felli það inn í Púka og þá líka orðaskiptingaforrit, sem ég á klárt í grunnatriðum. Ég er með grúa af forritum í huga, sem ég myndi drífa í ef ég gæti fjölfaldað mig, því ég hef ekki tíma fyrir neitt annað en veiruvinnu. Það er gaman að fást við veirurnar, en það er óneitanlega þreytandi til lengdar." HEILDVERSLUN HF VHOBART7 FAKAFENI9 P O BOX 122. 121 REYKJAVlK. TEL » SS4-1-6782O0. FAX . 354-1-678S66 BOÐUM TIL STÓRÚTSÖLU í MARS-MÁNUDI Veittur verður 20-40% afsláttur af eftir- töldum vörum: Schönwald kristalglösum, Fissler stálpottum og eldhúshnífum, Dua- lit brauðristum, stál- og plastbökkum, kopar- og stálpönnum. Félag barmoníku- unnenda í Reykjavík heldur skemmtifund í Templarahöllinni við Eiríksgötu kl. 15.00 í dag. Félagar úr Harmoníkufélagi Reykjavíkur koma í heimsókn. Margir góðir spilarar. - Allir velkomnir. Skemmtinefndin. TILBOÐ ÓSKAST í Saab 900S árgerð '88, Wrangler 4x4 Sahara H.T., árg. ’88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 3. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA FERMINGA RFÖ T Herra Jakkarfrá ...8.900,- Dömu Blússurfrá ....3.900,- Skyrtur frá ...2.900,- Stuttbuxurfrá..., ....3.900,- Buxurfrá ...4.900,- Blúnduveski. ....5.500,- Skór frá ...4.900,- Vesti m/belti ....6.900,- Slaufurfrá 990,- Kjólarfrá ....9.900,- Skórfrá Sérsaumum einnig Ljósm: Sigþór H. Mark Hár: Evrópa Förðun: Ingibjörg Hilmarsd. ....5.800,- Laugavegi, s. 17440/29290 Kringlunni, s. 689017

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.