Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 m--:_____________________________________________________ AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR MYRTIBONDA SINN Á ROTTUEITRI Á síðustu öld vakti morðmál eitt mikla athygli í Frakk- landi, og enn er hægt að finna Frakka, sem hafa svo ákveðn- ar og andstæðar skoðanir á því, að þeir geta rifist um það endalaust. Það er ekki aðeins deilt um það, hvort frú Laf- arge hafi fargað bónda sínum með rottueitri, heldur ekki síður um ætt hennar og raunverulegan uppruna. Málið hafði margt við sig, sem höfðaði til forvitni almennings. Um sama leyti voru dagblöð og vikublöð að ná mikilli útbreiðslu i Frakk- landi, og grimmileg samkeppni var milli þeirra. Ritstjórar sáu fljótt, að þarna var feitt á stykkinu og sáu til þess, að fréttaþorsta lesenda yrði svalað jafnóðum. Marie Lafarge fyrir rétti, sökuð um að hafa fyrirkomið eiginmanni sínum með rottueitri. Hún vildi giftast fáguðum og ríkum aðals- manni, en þessi reyndist skuldugur durtur og durgur. etta var eiturmorð. Fram undir þetta hafði reynst örðugt að sanna neitt í slíkum málum, en nú hafði læknavísindurn fleygt fram. Hér var í fyrsta skipti stuðst við óyggjandi úrskurð eiturefnafræð- ings, þegar dómur var upp kveðinn. Einnig kitlaði það forvitni almenn- ings, að morðinginn var ung kona, sem hugsanlega var náskyld konungsættinni. Nákvæmar lýsing- ar á uppeldi hennar og samkvæmis- lífi veittu fólki smávegis innsýn inn 5 líf „fína fólksins", þar sem allt var ekki eins fínt og það átti að vera. Fólki hefur alltaf þótt gott að smjatta á slíku. Ofan á allt saman var þetta virki- legt „sálfræðidrama", og voru sál- fræðingar og skáldsagnahöfundar þeirra tíma meira en fúsir til þess að láta ljós sitt skína í „álitsgerð- um“, sem blöðin birtu ... gegn góðri borgun. Marie Fortunée Capelle Lafarge fæddist á Picardie, nyrst í Frakk- landi, árið 1816 og lést í Ussat-les- Bains, syðst í Pýreneafjöllum, árið 1852. Faðir hennar var ofursti í franska hemum, en móðir hennar var af lágaðli og bar barónessutitil. Capelle-hjónin litu stórt á sig og vildu láta aðra líta upp til sín sakir ættgöfgi. Móðirin vildi teljast til gamla háaðalsins og gerði til þess fremur hæpna kröfu. Þannig var mál með vexti, að móðir frúarinar var af ýmsum álitin vera laundóttir hertogans af Chartres, sem var af hinni allra göfugustu Orléans-ætt, og meintrar frillu hans, greifynjunn- ar af Genlis. Madame de Genlis sá um fræðslu og uppeldi bama í Orlé- ans-Qölskyldunni og gaf út um dag- ana hvorki meira né minna en átta- tíu bækur og bæklinga eftir sig um kennslumál, uppeldisfræði, kven- réttindi og margt fleira. Þegar einn fóstri greifynjunnar af Genlis, Louis- Philippe af Orléans („Egalité"), var konungur Frakka 1830, hampaði Capelle-frúin því óspart, að hún hefði ekki aðeins hertogablóð heldur einnig konunglegt blóð í æðum. Konungsfjölskyldan lét þetta af- skiptalaust, hafnaði þessu hvorki ná samþykkti það, og kom sér með lagni undan því að þurfa að taka afstöðu til málsins. Almennt þótti ættartala frúarinnar hæpin og a.m.k. ekki sér- lega fín, þar eð hún studdist aðeins við órökstuddan orðróm um meintan saurlifnað löngu látins hertoga, að vísu mjög kvenholls, með ungri kennslukonu í höllinni. Ýmsir urðu til þess að taka þetta trúanlegt, eða þóttust gera það, og auðsýndu hjónunum mikla virðingu í umgengni. Aðallega var það fólk, sem langaði til þess að umgangast háaðalinn, en var ekki í aðstöðu til þess að komast nálægt honum í sam- kvæmislífínu. Þá voru Capelle-hjónin betri en engin. Sumir vildu líka sýna fulla aðgát í þessum efnum, til þess að njóta þess síðar, yrði ættarrakn- ingin viðurkennd. Þetta ýtti enn undir hégómagimi frúarinnar. ttir hjónannna, Marie, var í raun alin upp á fölskum forsendum. Móðirin vildi láta líta á hana sem eins konar prinsessu og tók hana með sér í allar veislur, sem hún gat troðið sér í, og öll heimboð, sem hún gat sníkt sér út. í reynd var staða Capelle-hjónanna í þjóðfélaginu lág, væri raunsætt á málin litið, og efna- hagur þeirra leyfði alls ekki þátttöku í lífí hinna svokölluðu æðri stétta. Öllu var samt kostað til, til þess að reyna að fá að vera innan um „fína fólkið". Þannig liðu æskuár Marie Capelle í heimi ímyndana og sjálfsblekkinga allrar fjölskyldunnar. Um leið og Marie litla komst á giftingaraldur, fór móðirin á stúfana til að útvega henni ættgöfugan og auðugan eigin- mann. Reyndar mun hún hafa farið að leggja net sín, meðan Marie var enn mjög ung. Væntanlegur eigin- maður varð að vera vel fjáður, því að efnahagur íjölskyldunnar var orð- inn bágur. Samt tókst frúnni alltaf að krafsa sig einhvern veginn fram úr peningavandræðum, og síðar kom í ljós, að hún hafði á laun lagt til hliðar allverulega upphæð, ósnertan- lega, sem átti að verða heimanmund- ur Marie. i Marie dreymdi stóra drauma um framtíð sína. Henni kom aldrei annað til hugar en að hún myndi giftast fríðum og glæsilegum aðals- manni, vellauðugum. Smám saman rann hinn hræðilegi sannleiki upp fyrir henni: Hún var alls ekki út- gengileg! Margir urðu til þess að líta á hana og daðra lítillega við hana, en þegar þeir komust að því, að hún lifði í óraunverulegum heimi dag- drauma og ímyndana, hafði aldrei verið viðurkennd af Orléans-ættinni og var sennilega skínandi fátæk að auki, þótt erfítt reyndist að afla nákvæmra upplýsinga um raunveru- legan fjárhag fjölskyldunnar, fæld- ust þeir, flýttu sér í burtu og komu aldrei aftur. Og vonbiðlum fækkaði, meðan tíminn hélt áfram að líða ... Árin liðu, hvert á fætur öðru, og enn sat Marie biðlalaus í meydómi sínum. Þegar hún var komin tölu- vert á þrítugsaldur, án þess að nokk- ur sómasamlegur biðill væri í aug- sýn, hljóta þær mæðgur að hafa verið orðnar all-áhyggjufullar. Marie var fyrst undrandi, en nagandi efa- semdakvíði hlýtur að hafa sest að í hjarta hennar. Spilaborgin var að falli komin. Síðan létust foreldrar hennar báðir. Þá var það, að gömul og vitur frænka, de Garat að nafni, greip til sinna ráða. Hún hafði fylgst með Capelle-frænkum sínum og alltaf vitað, hve heimur þeirra var falskur og öryggislaus. Eina takmark þeirra í lífínu virtist vera að finna ríkan aðalsmann handa Marie í hjóna- sængina. Frænkan var raunsærri. Hún lét skrá Marie hjá skrifstofum hjóna- bandsmiðlara í París. Ungmeynni þótti hin mesta hneisa að þessari aðferð, en nú hafði frænka gamla tekið öll ráð í sínar hendur. Þegar de Garat hafði athugað nöfn og að- stæður ýmissa „lysthafenda", stað- næmdist hún við Charles Joseph Pouch Lafarge. Hún tilkynnti Marie, að nú væri „sá rétti" fundinn og kom fyrir ekki, þótt Marie mótmælti kröftulega og fengi reiðiköst og gráthviður til skiptis. Samkvæmt upplýsingum, sem hjónabandsmiðl- arinn hafði tekið góðar og gildar, átti Lafarge óðal og miklar jarðeign- ir í Suður-Frakklandi, auk þess sem hann ætti og ræki stóreflis járn- smiðju og hefði verulegar tekjur af henni. Hann var sagður maður vell- auðugur. Þarna hefur einhver verið UngfrúRRi mistúkst að verða fín hefðarfrú - en vai múðir hennar hálfsystir konungs? fljótfær og óaðgætinn í upplýsinga- öflun, annað hvort miðlarinn eða frænkan. Sannleikurinn var sá, að Joseph Lafarge átti Iitla og illa rekna járnsmiðju, sem var að gjaldþroti komin. Oðalið var jörð í niðumíðslu og höllin hrörlegur steinkumbaldi, sem vanrækt hafði verið að halda við, og þar bjó hann með gamalli móður sinni. Hann var því hálfgerð- ur „Arni í Botni“, stórskuldugur og var nú að leita sér að ríku kvon- fangi. Brúðurin átti að flytja auð í garð þessa vanhæfa járnsmiðs og kotbóndadurgs og leysa hann úr skuldafjörtum. En Marie treysti upp- lýsingunum og féllst að lokum á að ganga að eiga þennan ríka óðals- bónda og verksmiðjuforstjóra, að því er hún hugði. Þegar Marie sá tilvonandi brúð- guma sinn, féll henni allur ketill í eld. Þetta var þá mikill rumur, digur og tröllslegur, hálfgerður aulabárður og ómenntaður, klunnalegur í fram- göngu, og af honum lagði langar leiðir hvítlauksstybbu og rauðvíns- fýlu. Skárri var það nú aðalsmaður- inn! Ekki vottur af „fínesse" (fínheit- um)! Hún fékk svo mikið ógeð á honum við fyrstu sýn, að hún ætlaði að hætta við allt saman. Frænkunni tókst hins vegar að leiða henni fyrir sjónir, að hjónaband mætti ekki dragast lengur. Hún væri eignalítil munaðarleysingi, dæmd til þess að pipra og veslast upp í fátækt, eymd og volæði. Þetta væri skásti kostur- inn, sem henni byðist. Biðlarnir myndu ekki skána með tímanum, kæmu þeir þá nokkrir. Aumingja Marie gafst upp fyrir raust skynsem- innar í munni frænkunnar, og innan hálfs mánaðar héldu þau brúðkaup 'sitt. Þau héldu nú saman suður á Frakkland, en á leiðinni gekk Laf- arge svo fram af Marie með gróf- gerðri hegðun og groddalegri fram- komu við hana og aðra, að hún fékk óafturkallanlegan og varanlegan viðbjóð á honum. Henni bauð reynd- ar svo mjög við honum, að þegar þau komu á áfangastað, þar sem enn ein vonbrigðin biðu hennar, neitaði hún með öllu að ganga í eina sæng með honum. Hún valdi sér herbergi í „höllinni", dró farangur sinn þang- að inn og læsti að sér. Þangað lét hún færa sér mat, en hún neitaði að tala við nokkum mann, og þaðan vildi hún ekki fara út. Þótt Marie geti þess ekki í endurminningabrot- um sínum, herma aðrar heimildir (vinnuhjúa), að hávaðarifrildi hafí orðið milli hennar og mæðginanna, þegar þau neituðu henni um koppa- þjónustu, svo að hún varð að ganga til kamars, en að öðru leyti hafí hún lokað sig inni og ekki ansað neinum tilmælum eiginmanns og tengda- móður. Illa var nú komið högum frökenar- innar fínu, sem var allt í einu orðin innilokuð jámsmiðsfrú langt úti í sveit. Þegar henni hafði gefíst gott tóm til þess að íhuga ráð sitt í nokkra daga, skrifaði hún manni sínum bréf og smeygði því undir hurðina. í því sárbændi hún Lafarge um að lofa sér að fara alfarin burtu. Hún kvaðst hafa átt sér elskhuga, sem hefði elt sig suður til Le Glandi- er, en svo hét jörðin, og hefðist hann nú við í nágrenninu og væri til alls vís. Hún skrifaði, að leyfði Joseph henni að fara óáreittri í friði, án nokkurra óþægilegra eftirmála, skyldi hún taka á sig alla sök af misheppnuðu hjónabandi og allan kostnað af hjónaskilnaði. Eignir hennar höfðu færst yfír á nafn hans við giftinguna, samkvæmt frönskum lögum, og kvaðst hún ekki mundu hrófla við því eða reyna að endur- heimta þær. Hann mætti líka halda heimanmundinum, en hann var fjár- hæð, sem hana munaði um og hann munaði í. Svo klykkti hún út með því að skrifa, að hún ætti rottueit- ur, arsenik, í fórum sínum, og myndi hún sálga sér, með því að taka það inn, fengi hún ekki að fara í friði. Tengdamóðirin las bréfíð og tók síðan að reyna að vingast við Marie undir yfírskini samúðar og skilnings á högum hennar. Framan af töluð- ust þær við með hurðina á milli sín, en þar kom, að þær voru farnar að sitja saman í stofu. Ekki leið á löngu, uns gamla frú Lafarge þóttist vita, hvemig allt væri í pottinn búið. Elskuhuginn væri uppspuni. Arsenik ætti hún kannski falið, en myndi tæpast alvara með að taka það inn. Henni fyndist hún hafa tekið niður fyrir sig; Joseph væri henni ekki samboðinn. Hana langaði til að leika menntaða og ríka hefðarfrú, en sæi ekki fram á tækifæri til þess. Gamla frúin ráðlagði nú syni sínum að ná sáttum við Marie með öllum ráðum. Hann fór að mýkja hana með orðum, sem móðir hans lagði honum í munn. Hann hét því að endurnýja húsið og hefja Le Glandier til fyrri vegs og virðingar. Hann lagði fram margvís- legar áætlanir um þátttöku hennar í samkvæmislífí í héraðinu. Á hans kostnað myndi hún gangast fyrir hvers kyns góðverkum, samkomum og menningarlegum viðburðum, sem hún myndi stjórna. Hún gæti stofnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.