Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR gJJIfflVPAGUR 1. MARZ 1992 IBIO Bíóstjórinn í Stjömu- bíói, Karl Schiöth, segir að aðsóknin á Böm náttúrunnar hafi tekið mikinn kipp eftir að fréttist af útnefningu hennar til óskarsverð- launa sem besta erlenda myndin 1991. Sagði hann að fyrsta helgin eftir að tilkynningin barst hafí verið „aiveg meiriháttar“ aðsókn og að á annað þúsund manns hefðu séð hana á þremur dögum. Alls hafa um 30.000 manns séð myndina hingað til, sem er svipað og Tortlmandinn 2 hefur fengið í aðsókn, og sagði Kari að meira af yngra fólki hefði komið til að sjá hana um síðustu helgi en áður. Er ljóst að fólk hefur tekið vel við sér eftir Óskarsverð- iaunaútnefninguna og ákveðið að kynnast þessari mynd sem vakið hefur svo mikla hrifn- ingu hjá Óskarsakadem- íunni vestra. Scorsese; „Cape Fear“ frumsýnd 12. mars. 7.000 HAFA SÉÐ PRAKKARANN 2 Alls hafa um 7.000 manns séð gaman- myndina Prakkarann 2 með John Ritter í Laugarásbíói að sögn Grétars Hjartarson- ar bíóstjóra. Þá hafa um sex þúsund manns séð glæpamyndina Glæpagengið með Christian Slater, um 7.000 manns sáu hryllingsmyndina Freddi er dauður og um 5.000 manns hafa séð sakamálamyndina Barton Fink eftir þá Ethan og Joel Coen. Næstu myndir Laugarás- bíós verða spennumyndin „Cape Fear“, með Nick Nolte og Robert De Niro undir leikstjóm Martin Scorsese en bókin kemur út í íslenskri þýðingu undir heitinu Víghöfði. Síðan frumsýnir Laugarásbíó nýj- ustu mynd Gus Van Saint, „My Own Private Idaho" og einnig er hryllingsmyndin „Child’s Play 3“ á dagskrá fljótlega. Grétar sagði bíóið hafa keypt sýningarréttinn á annarri af tveimur Kólum- busarmyndum, sem nú eru í framleiðslu. Sú heitir „The Discovery" og er framleidd af þeim feðgum Ilya og Alexander Salkind en á meðal leikara í myndinni má nefna Marlon Brando og Tom Selleck. UTNEFNINGAR TIL ÓSKARSINS Hér á eftir fer listi yfír útnefningar í átta helstu flokkum Óskarsverð- launanna: Besta mynd. Beauty and the Beast, Bugsy, JFK, The Prince of Tides, Lömbin þagna. Besti leikstjóri. John Singleton (Boyz ’n the Ho- od), Barry Levinson (Bugsy), Óliver Stone (JFK), Jonathan Demme (Lömbin þagna), Ridley Scott (Thelma og Louise). Besta erlenda myndin. Börn náttúmnnar (ísland), Grunnskólinn (Tékkósló- vakía), Miðjarðarhafið (ít- alía), Uxinn (Svíþjóð), Rauða ljóskerið (Hong Kong). Besta leikkonan. Geena Davis (Thelma og Louise), Laura Dem (Rambling Rose), Jodie Foster (Lömbin þagna), Bette Midler (For the Boys), Susan Sarandon (Thelma og Louise). Besti leikarinn. Warren Beatty (Bugsy), Robert De Niro (Cape Fear), Anthony Hopkins (Lömbin þagna), Nick Nolte (The Prince of Tides), Robin Williams (Bil- un í beinni útsendingu). Besta leikkona í auka- hlutverki. Diane Ladd (Rambling Rose), Juliette Lewis (Cape Fear), Kate Nelligan (The Prince of Tides), Mercedes Ruehl (Bil- un í beinni útsendingu), Jessica Tandy (Fried Green Tomatoes). Warren Beatty leikur Bugsy ar útnefningar. Besti leikari í aukahlut- verki. Tommy Lee Jones (JFK), Harvey Keitel (Bugsy), Ben Kingsley (Bugsy), Michael Lemer (Barton Fink), Jack Palance (Fjörkálfar). Besta frumsamda handritið. John Singleton (Boyz ’n the Hood), James Toback (Bugsy), Richard LaGravenese (Bilun í beinni útsendingu), Lawrence Kasdan og Meg Kasdan (Grand Canyon), Callie Khouri (Thelma og Louise). KVIKMYNDI /Erhún ekkigjaldgeng? Salomon í Hitlersæskunni ÞJÓÐVERJAR sendu enga mynd í keppnina um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu mynd ársins 1991. Þó vann þýsk mynd „Golden Globe“ verðlaun- in sem besta erlenda myndin og sömu verðlaun gagnrýnenda í New York. Hún heitir Salomon í Hitlersæskunni („Hitlerjunge Salomon") og þótti langlíklegust til að verða útnefnd af Þjóðverjum til Öskarsins. En í stað þess að setja hana í slaginn kaus þýska dómnefndin að sleppa því að senda mynd í ár. Málið hefur vakið talsverðar deilur bæði austan hafs og vestan. M’ yndin fjallar um hið viðkvæma tímabil stríðsáranna í sögu Þýska- lands. Hún segir sanna sögu gyðingadrengsins Salomons Perels og fjöl- skyldu hans sem flýr til Pól- lands árið 1939 og síðan lengra austur sovéskt á Eftir Arnald Indriðason landsvæði þar sem fjöl- skyldan tvístrast. Atvikin haga því svo til að foringi í þýska hemum ættleiðir drenginn og sendir í einka- skóla fyrir Hitlersæskuna. Samkvæmt fréttum í er- lendum blöðum hafnaði þýska dómnefndin, sem velur í Óskarskeppnina, myndinni á þeim foresend- um að leikstjóri og megnið af fólkinu sem stendur að baki hennar er frá Pól- landi. Einnig borguðu Frakkar í henni ásamt Þjóðveijum og þannig mætti hún ekki kröfum bandarísku óskarsakadem- íunnar um þjóðemi mynda í keppninni. Meðlimur í þýsku dómnefndinni sagði myndina „rusl“ en annar sagði hana vera „neyðar- lega“. Leikstjóri myndar- innar, Agnieszka Holland, segir að sameining Þýska- lands, andstaða við sögur úr helförinni og hennar eig- in staða sem Pólveiji, kona og gyðingur, séu ástæðurn- Salomon vekur deilur; úr mynd Agnieszka Holland. ar fyrir því að myndin var ekki send í keppnina. Þýsk- ir leikstjórar og leikarar hafa mótmælt með auglýs- ingu í biblíu bandaríska skemmtiiðnaðarins, „Vari- ety“. Þjóðveijar hafa reyndar hingað til ekki séð ástæðu til að sitja á myndum sem fjalla um nasismann og sendu t.d. Stelpukvikindið og Eins og maðurinn sáir í Óskarskeppnina. Hins vegar sendu þeir ekki Kaf- bátinn („Das Boot“) árið 1982 í keppnina um bestu erlendu myndina en hún var tilnefnd til verðlauna af akademíunni í sex öðrum flokkum. Mynd Hollands hefur vakið deilur um reglur keppninnar vestra er snúa að vali á bestu erlendu myndunum. Löndunum er í sjálfsvald sett hvaða mynd þau senda í keppnina, aka- demían fær engu ráðið um það. Þannig er valið alfarið í höndum erlendra dóm- nefnda. „Við höfum verið ritskoðaðir," er haft eftir framleiðanda Hitlersæsk- unnar, Arthur Atze Braun- er. „Það er fáheyrt að aka- demían skuli ekki sjálf bjóða myndum i keppnina, sérstaklega þeim sem hafa ekki átt upp á pallborðið í viðkomandi löndum," er haft eftir leikstjóranum Paul Bartel, sem sæti á í dómnefnd akademíunnar um bestu erlendu myndina. Aðrir segja þetta ekkert hafa með Oskarinn að gera. „Ég harma að Hitlersæ- skan lenti utan við,“ er haft eftir dómnefndarform- anni akademíunnar, „en það er mál Þjóðveija, ekki okkar.“ í samnefndri mynd; flest- fÓlK ÍOÐ Sjónvarpsmynd Hrnfns Gunnlaugssonar, Allt gott, eftir handriti Dav- íðs Oddssonar, hefur ver- ið afhent ríkissjónvarpinu þar sem hún býður sýn- inga. Með helstu hlutverk fara Ragnar Nikulásson, Guðlaugur Hrafn Ólafs- son, Hólmfríður Þór- hallsdóttir, Már Magn- ússon, Theódór Kr. Þórðarson, Jón Tryggv- ason og Þórunn Páls- dóttir. Uni kvikmynda- töku sá Ari Kristinsson, tónlist er eftir Hilmar Örn Hilmarsson og Karl Júlíusson sá um búninga og leikmynd. mNýjastn mynd Johns Carpenters heitir Minn- ingar ósýnilegs manns eða „Memoirs of an In- visible Man“ og er gerð eftir sögu H.F. Saint en handritið er m.a. eftir William Goldman. Með aðalhlutverkin fara Chevy Chase og Daryl Hannah en Sam Neill fer með aukahlutverk. Gam- anleikarar eins og Chase eru sjaldséðir í Carpenter- hrollvekjum svo líklega er um gamanspennumynd að ræða. WiAimar hrollvekjumeist- ari er Stephen King og nú er búið að gera enn eina myndina eftir sögu hans. Það er reyndar smá- saga, heitir Garðyrkju- maðurinn eða „The Lawnmower Man“, og fara Jeff Fahey og Pi- ercc Brosnan með aðal- hlutverkin en leikstjóri er Brett Leonard. Segir hér frá vísindamanni sem breytir garðyrkjumanni í snilling með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. mí næsta mánuði verður „Howards End“ frum- sýnd í Bandaríkjunum en hún er þriðja myndin sem framleiðandinn Ismail Merchant og leikstjórinn James Ivory gera eftir sögum breska rithöfund- arins E.M. Fosters. Með aðalhlutverkin fara Ant- hony Hopkins og Emma Thompson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.