Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 6
? n 6 C <-f.o i yjiA.N! r m MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUIVIAR (TOIATRVniOHOM SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 '4- ÁFÆNGIÍS'TFLDUtl/Hvargefur aó líta svo fjölbreytt mannlíjf Á svátaballi suðurafRíó „ERUÐ ÞIÐ MEÐ á þorpskrána?" spyr smávaxni, brasilíski farar- stjórinn sem talar skiljanleg'a dönsku. Meira en hægt er að segja um ferðafélaga okkar, Dani sem koka svo ofan í sig, að lítið skilst. Danir silja eftir með danska heimabrandara á lofti yfir hótelbar. Islendingar slást í fylgd með Juan. Stefna á kráarrölt í brasilísku smáþorpi. Brasilísk ungmenni standa úti í kvöldinu og heilsa okkur brosandi. Renna ýmist inn í rökkr- ið eða skera sig út úr því. Ung og falleg sýnishom af kynþáttablöndu Brasilíumanna. Þama er liðleiki og mýkt indíán- ans, hrokkið hár og dökk augu Afr- íkumannsins og ljósi Portúgalinn. 011 vinna við hótel- ið og koma frá ýmsum hlutum þessa stóra, unga þjóðlands. Með þeim og hinum smávaxna Juan göngum við út í myrkrið. Að baki uppljómað sveitahótel við „póstkorta-baðströnd“. Að baki ein dagstund, þegar við máttum sigla milli óbyggðra eyja. Liggja í sól á þilfari undir þöndum segl- um. Stinga okkur í blágrænt haf, tært eins og gler og synda í land. Skynja einveru á sandströnd, með fmmskóg handan við, óravíddir hafs framundan. (Ævintýri Róbinsons Krúsó.) Draumaveröld hreinnar náttúru og lífríkis sem maðurinn hefur ekki enn náð að spilla. Já, við emm búin að sjá þá hlið sem snýr að ferðamönnum á þess- um slóðum. Nú er gengið á vit íbúanna. — Hvernig skyldi vera að vakna á hveijum morgni inn í slíka náttúrafegurð? En bakhlið sviðsins er framundan. Og við fet- um okkur eftir dimmum moldar- stígum, eins og á bernskudögum í þorpinu heima. Regnúði og ég svo náttblind, að ég hnýt um steina, hlammast ofan í polla í opnum bandaskóm. Húsin í þorpinu birtast eins og skuggamyndir, með luktartýrur við hveija útihurð. Engin götuljós. Og mér bregður, þegar hundahóp- ur stekkur að okkur og geltir frekjulega. í fjarska má greina fjarlægan glymskratta. Við göngum á hljóðið og erum stödd á aðalgötu þorpsins. Opnar framhliðar skuggsælla kráa með lúið yfirbragð. Slitrur af ,jólaskrauti“ í lofti, trúlega frá síðustu kjötkveðjuhátíð. Inn á milli glittir í fábrotnar sölubúðir, lokað- ar á bak við stálrimla. Sóðalegt krot á veggjum. Við stiklum á milli polla á göturíni. Erum skyndi- lega orðin hluti af þorpsbúum á kráarrölti. Já, við rennum inn í þennan sérkennilega „kynþátta-suðupott". eftir Oddnýju Sv.Björqvins ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Ber ekki ab rannsaka ásakanir um stríbsglcepi? r Islenski ættar- faðmurinn ÍSLENSKT þjóðfélag er mikið fjölskyldusamfélag. Frá ómunatíð hafa ættarböndin verið sterk. Menn hafa jafnframt talið sér skylt að veita ættingjum sínum allt það liðsinni sem þeir hafa mátt. Þetta hefur í mörgum tilvikum gilt jafnvel þótt ættingjarnir héldu sig ekki réttu megin við ríkjandi lög og reglur. íslendingar eru mjög fámenn þjóð, vegna fámennisins finna þeir sterkt til innbyrð- istengsla. Að hitta landa í útlöndum er nærri því eins og að hitta nákominn ættingja á íslandi. Með vissum hætti höfum þannig yfirfært ættartengslin yfirvá alla íslendinga þegar við stöndum andspænis öðrum þjóðum. Þá hefur oftar en ekki gilt regl- an: Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Þetta hefur tekið á sig und- arlegar myndir á stundum. Safnað hefur verið fé hérlendis til þess að koma hingað heim Islendingum sem framið hafa afbrot erlendis og eiga að taka af- leiðingum af því. Helsta röksemdin fyrir slíku er: Þetta er jú íslend- ingur, og það skilja allir. Stundum hefur þessi samfélagslega ættrækni þó geng- ið undarlega langt, t.d. þegar ís- lensk stjórnvöld hlutuðust til um að fá framseldan íslending sem □ eftir Guðrúnu Guðlaugsdótf ur sannað þótti að sekur væri um stríðsglæpi í Noregi á stríðsárun- um. Eitt af fórnarlömbum þessa manns var Leifur Muller, sem saklaus sat af hans völdum í hin- um illræmdu fangabúðum nasista í Þýskalandi. Þeir sem lesið hafa ævisögu Leifs og þannig skynjað allar þær yfirgengilegu hörmungar sem hann mátti saklaus líða, undrast þessa ákvörðun íslenskra stjórn- valda. Fleirum en mér hefur vafa- laust þótt hún ámælisverð. Eftir að hafa lesið lýsingar Leifs hef ég fyrir mitt leyti enga samúð með nasistum eða handbendum þeirra, né stríðsglæpamönnum yfírleitt. Mér varð hugsað til þessa þegar mál Eðvalds Hinrikssonar Draumaveröld hreinnar náttúru — Sú hlið sem snýr að ferðamanninum. Enginn veitir okkur sérstaka at- hygli. Ljóshært fólk er inn á milli, með norrænt yfirbragð. Gætu ver- ið afkomendur evrópskra gullgraf- ara. Krakkamir em kurteis og áhugasöm að kynnast fólki frá Ijarlægasta norðurhjara veraldar, eins og Brasilíumenn líta á ísland. Fjögur tungumál hljóma yfir bjór- kollum. Portúgalska og íslenska. Juan bablar sína „góðu“ dönsku. Og enskan er alltaf ómissandi. „Eg var einu sinni 2 daga í Reykjavík og hvílíkur kuldi,“ segir Juan. (Spurningar um snjóhús og ísbirni?) — Af hveiju talar Bras- ilíumaður dönsku? „Ég kem úr fátækrahverfinu í Ríó (skýring á rýrum líkamsvexti!) og fór fljótt að leita að mat og tækifærum. Fjórtán ára rakst ég á skipstjóra á dönsku flutningaskipi. Hann réði mig sem vikapilt og með Dönunum sigldi ég um heimsins höf. Þeir styrktu mig í danskan háskóla. En ég var aðeins einn vetur í Kaupmannahöfn. Heimþráin og kuldinn voru að drepa mig. Ég var heppinn. Flestir Brasiliu- menn eiga enga möguleika á að komast út fyrir landsteinana. Bandaríkin eru gósenlandið sem unga fólkið dreymir um. En Evr- ópa er í óraijarlægð, ekki inni á ferðakortinu!" Krakkamir taka undir: „Veistu að það er ólöglegt að eiga erlend- an gjaldeyri. Spariféð okkar er læst inni í 1 1/2 ár. Við megum aðeins taka 10% út eftir þann tíma. Hugsaðu þér fólk sem ætlaði að spara fyrir bíl, húsi eða ferðalagi. Verðbóígan ijötrar okkur við átt- hagana! — Hvort heldurðu að sé betra að borga, þegar þú ferð inn eða út úr strætisvagni?" Mér vefst tunga um tönn. Þau hlæja og segja: „Auðvitað er betra að borga á eftir, þá verður gengið á gjald- eyrinum betra!“ (Brasilískur brandari!) Fjör færist í leikinn þegar líður á nóttina. Vinsælasta kráin brátt yfirfull. Allar kynslóðir á dansgólf- inu. Þorpskarlar standa fyrir utan. Taka í nefið og fylgjast með. Gjammandi hundar í slagsmálum ofan í forarpollum. Og eini sjáan- legi þorpsbíllinn, fornfáleg, blá Volkswagen-bjalla skröltir fram og tilbaka. Af og til ískra hemlar og valdsmannslegir lögregluþjónar stika inn. Og sama senan endur- tekur sig: Kráareigandinn stingur einhveiju að yfirvaldinu undir borðið og réttir þeim fleytifullar bjórkollur. Og leyfið er endurnýjað! Hvílíkt svið. Ég hafði ætlað strax aftur á hótelið. En mannlífið svo litríkt, að erfitt er að slíta sig frá því. Þarna sitja uppáklæddar eldri konur þorpsins, stinga saman nefjum og fylgjast vel með öllu. Fá sér smádansspor inn á milli bjórglasa. Þorps-alkinn dansar við sjálfan sig. Af og til er honum hent út á strætið, en hann laum- ast jafnóðum inn aftur! Menn em góðglaðir, en eru almennt ekki til vandræða. Andlit koma og fara. Afrísk, evrópsk, indíánsk eða allt í senn. Hvergi hef ég séð svo sterka kyn- þáttablöndun. En margt í um- hverfinu minnir mig á Grænland, þó að lofthitinn hér sé meiri. Lát- bragð fólksins. „grænlensk“ and- lit. Og hvernig fólkið reynir að klæða sig í vestrænum stð. Á upp- hækkuðum palli yfir dansgólfi sit- ur gamall, blindur maður. Svitinn bogar af honum, en hann spilar samfellt á gítarinn sinn og syngur af mikilli innlifun. Tónlist hans kallar á eftir okkur að dansa nú lengur. Dansa fram á rauðan morgun. Við erum stödd í framtíðarlandinu Brasilíu. Og ég spyr sjálfa mig, þegar ég staulast tilbaka í náttblindu minni. — Skyldi kynþáttablöndunin eiga eft- ir að verða slík eftir nokkra ára- tugi? — Skyldi kynþáttahatrið þá heyra sögunni til? SIDFRÆDI/ Hvab erlygi? Kenning um fygi kom upp um daginn. Þá heyrði ég raddir sem sögðu: Hann er jú orðinn íslendingur og á hér börn og barnabörn. Sekt þessa manns hefur ekki verið sönnuð, en það er vafalaust heppilegast fyrir hann og afkomendur hans að rannsókn á máli hans fari fram. Sé hann saklaus sannast það væntanlega, sé hann sekur eru glæpir hans þess eðlis að hann á refsingu skilda. Fyrir nokkrum árum var sýnd hér í sjónvarpinu mynd um gyð- ingafjölskyldu sem leitaði hér hælis skömmu fyrir seinna stríð, en var hrakin á brott og mátti líða hinar verstu píslir. Það er sannarlega dapurlegt ef svo hefur farið að við höfum hrakið héðan hundelta sakleysingja. Það væri óskandi að rannsókn færi fram á máli Eðvalds svo úr sekt hans eða sakleysi megi skera. Víst er aldrei geðfellt að bjóða fólki í heimsókn undir vináttuyfir- skyni, en notfæra sér svo grun- leysi gestsins til þess að misbjóða honum. Þetta vilja margir meina að Israelar hafi gert gagnvart Davíð Oddssyni forsætisráðherra. í því sambandi skiptir engu þó skilja megi að þetta var líklega áhrifaríkasta aðferðin sem ísrael- ar gátu fundið til þess að vekja athygli á hjartansmáli sínu. Menn mega hins vegar ekki láta þetta glepja fyrir sér. Mál þetta er tví- þætt og ber að meðhöndla sem slíkt. Annars vegar era ásakanir um stríðsglæpi sem ber að rann- saka, óháð öllum kurteisisreglum. Hins vegar umdeilanleg fram- koma við forsætisráðherra sem er í opinberri heimsókn í öðm ríki. Við því þarf að bregðast óháð ásökun vegna stríðsglæpa. ZARAÞÚSTRA VAR PERSNESKUR spámaður, sem líklega flaugst á við lygina I kringum 600 f. Kr. Hann sagði, að guð héti Ahura-Mazda og væri góður, en andstæðan við guð væri Druj, eða lygin. Lygin er hið illa afl sem stendur í stöðugu stríði við hið góða, sagði spámaður- inn, en andlit lyginnar er þjónninn illi. Þjónninn lýgur að fólki og kemur þvi til að vinna ill verk, en án lyginnar megnar hann ekkert. Zaraþústra sagði, að hið góða og lygin þreyttu fangbrögð sín með mönnum og í lokaglímunni myndu hinir dauðu rísa upp til þátt- töku. En eftir að mönnum hefur ■■■iHa verið bylt niður á völlinn, verði þeir að fara yfir þrönga brú, til að komast til Paradísar, og þá muni koma í ljós hvort þeir hafi lifað í lygi eða sann- leika. Ef lygin veg- ur þyngra falla þeir í gínandi hyldýpið undir bnínni. Sókrates (469-399 f. Kr.) sagði, að þekkingarskorturinn væri meg- inástæða illrar breytni. Hann sagði, J eftir Gunnar Hersveinsson að þekkingin ætti að leiða til góðs og gera menn dyggðuga. Þetta er ekki rétt hjá honum nema að hálfu leyti. ímyndum okkur að ástand mannshugans sé þekkingarleysi. Ef við fyllum hugann af þekkingu, ætti það að leiða til góðs, en þekkingar- leysið sjálft er ekki uppspretta ills, þeldur lygin. Ef við fyllum hugann af lygi, gæti það hæglega leitt til illra verka. Þekkingarleysið, fáviskan og dómgreindarleysið hafa löngum hlotið þann „heiður“ að vera talin Speki. Lygaskærin klipptu manninn út dýraríkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.