Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
Barist við
ruslhugbúnað
eftir Árna Matthíosson, Ijósmynd Kristján
G. Arngrímsson
TÖLVIJR eru ómissandi hluti
af daglegu lífi og allvíða eru
tölvur til á heimilum, þar sem
þær eru notaðar í námi, leik
eða sem skraut. Það hefur löng-
um þótt eftirsóknavert að
kunna á slík apparöt og þeir
sem það geta gjarnan álitnir
meiri en aðrir menn. Eftir því
sem tölvunum fjölgar fjölgar
vandamálunum og flestir tölvu-
eigendur hafa heyrt af hinum
ógnvænlega vírus, Michaelang-
elo-vírusnum, sem verða á virk-
ur 6. mars næstkomandi og
eyða þá gögnum í þeim tölvum
sem hann leynist.
Friðrik Skúlason tölvu-
fræðingur hefur verið í
sviðsljósinu í tengslum
við frásagnir af Michae-
langelo-veirunni, enda
fremsti tölvuveirubani
landsins og með þeim
fremstu í heimi. Friðrik rekur eigið
fyrirtæki í einu herbergi, þar sem
hann glímir við tölvuveirur allan
daginn, „átta daga á viku“, eins
og hann orðar það sjálfur, en hann
hóf að framleiða veiruvamaforrit
sitt, Lykla Pétur, fyrir þremur árum
og hefur fengist við fátt annað síð-
an.
Friðrik Skúlason segist hafa hrif-
ist af tölvum þegar og hann hóf
tölvunám í Menntaskólanum við
Hamrahlíð í desember 1980, en þar
var þá til mikill dýrgripur á þeirra
tíma mælikvarða, tölva með 8 Kb
minni. „Síðan hef ég setið fyrir
framan tölvu,“ segir Friðrik, en
hann lauk námi í tölvunarfræði frá
Háskóla íslands og stundaði sam-
hliða nám í sálfræði, sem hann lauk
þó ekki. Sálfræðina segir hann til
komna vegna þess að tölvuáhugi
hans falli mikið til saman við áhuga
hans á gervigreind og því skarist
þessi tvö fræðasvið, en til viðbótar
segist hann hafa mikinn áhuga á
málvísindum. Friðrik setti á markað
þrjú forrit sem hafa selst vel á ís-
lenskan mælikvarða, Púka, forrit
sem pípir á menn ef þeir slá inn
villu, Espólín, sem er ættfræðifor-
rit, og Lykla Pétur, sem er veiru-
vamaforritið fræga.
Friðrik segist ekki gera sér grein
fyrir því hvers vegna hann hafi
heillast af tölvum, en gefur lítið
fyrir þá alþýðuspeki að þeir sem
eigi afskaplega gott með að um-
gangast tölvur séu alla jafna óhæf-
ir til að umgangast fólk. „Spurðu
bara konuna mína,“ segir hann og
kímir, en bætir svo við: „Víst eru
margir sérvitringar í tölvuheimin-
um, en það eru þá líka einstakling-
ar sem hefðu talist með sérvitring-
um sama við hvað þeir hefðu feng-
ist. Ef þessir menn hefðu verið
uppi fyrir 400 árum hefðu þeir ver-
ið kallaðir stjömuglópar og spáð í
himintungl. Vinna við tölvur breytir
mönnum ekki.“
Útrás fyrir sköpunarþörf
„Það er mjög skapandi að vinna
við tölvur," segir Friðrik. „Þú sest
niður og gefur tölvunni skipanir og
það gerist eitthvað samstundis;
stundum það sem átti að gerast.
Umfjöllunin fjölgar veir-
um
Friðrik tekur undir það að tölvu-
veirur vekji óþarflega mikla athygli
í fjölmiðlum og segir að öll þessi
umfjöllun verði til að fjölga veirum.
„Það er allt of mikið af veirum skrif-
að í dag. Ég fæ í hendurnar tvær
og þrjár veirur á hveijum degi, sem
ég þarf svo að vinna á, sem tekur
mig allt frá fímm mínútum upp í tvo
daga.“ Friðrik sýnir mér gríðarmikið
veirusafn, sem hann hefur komið sér
upp, en alls eru í því 1177 veirur,
sem eru þeir veirur sem Lykla Pétur
leitar að, auk þess sem hann sé með
á diskum 20—30 veirur sem hann
eigi eftir að setja inn. Hér á landi
sé þó ekki að búast við nema 20
veiranna. Nýja útgáfu af Lykla Pétri
sendir hann frá sér á tveggja mánr
aða fresti.
„Fjölmiðlafár eins og nú er risið
af Michaelangelo-veirunni er hættu-
legt að því leyti að menn geta hald-
ið að þetta sé bara loftbóla. Dæmi
um slíkt er æðið sem greip um sig
haustið 1989 út af DataCrime-veir-
unni. Menn keyptu ógrynni af veirur
leitarforritum, enda var mikið um
veiruna fjallað í fjölmiðlum. Ég get
svo sem ekki kvartað, því ég seldi
mikið af forritum, en um leið vissi
ég að þessi veira væri ekki til á land-
inu og reyndar fannst hún ekki víða
í heiminum. Því er viss hætta á því
að menn ætli sem svo að þetta sé
allt ys og þys útaf engu. í dag eru
veirur kannski ekki mikið algengari
en þær voru þá, en þær eru hættu-
legri.
Ég fann fyrir því þá að fólk héldi
að ég væri að koma þessari umræðu
af stað til að geta grætt á öllu sam-
an, og til að fyrirbyggja það setti
ég forritið á markað að þessu sinni
ókeypis, en í því er tímasprengja,
þannig að það verður óvirkt eftir
15. mars.
Málið er að Michaelangelo-veiran
er til staðar og getur skapað vanda-
mál, þó hún sé að vísu ekki algeng-
asta veiran. Þær veirur sem mest
ber á í dag og eru hættulegastar
eru frönsk veira sem heitir FICHV,
útgáfa 2.1, og spænska símaveiran.
Þær og Micaelangelo-veiran eiga það
sameiginlegt að þær leyna á sér,
virðast ekki gera neitt, þar til allt í
einu að þær fara að eyðileggja gögn.
Við verðum þó að átta okkur á því
að það eru í raun mjög fáar tölvur
sem eru smitaðar, jafnvel ekki nema
Rœtt viö
Friörik
Skúlason
tölvuveiru-
bana
Þegar ég sest niður og sem forrit
sem vinnur nákvæmlega og það á
að gera finn ég sömu tilfinningu og
málari sem stígur frá trönunni og
sér að málverkið er nákvæmlega
eins og það á að vera, ég er að full-
nægja sköpunarþörf. Hins vegar
gildir það sama um forritun og mál-
verk, það er alltaf einhveijir drættir
sem má breyta og færa til betri
vegar."
Friðrik segir að forrit hafí ákveð-
inn líftíma. Hann fái hugmynd sem
hann vinni áfram og prófí og setji
loks á markað. Það þróist í nokkur
ár, en síðan hætti það að gegna til-
gangi sínum og deyi út. Dæmi um
það sé villuvamaforritið Púki, sem
hann sendi frá sér 1987. Með þróun
í ritvinnslu og notendaskilum hafí
Púkinn úrelst, en nú er nýkomin á
markað Windows-útgáfa hans.
Hugbúnaðarútflutningur
er erfiður
Friðrik segist hafa sent frá sér
þijú forrit sem hafa selst í um 1.000
eintökum, en segist ætla að fyrir
hvert selt forrit sé þremur til fjórum
stolið, sem honum finnist mjög lítið.
Þó þetta sé góð sala á íslenskan
mælikvarða, þá sé það engin millj-
ónavelta. Útflutningur sé erfiður, en
íslenskur markaður er svo smár í
sniðum að menn verði að leita út til
að afla Qár.
„Ég hef verið að reyna að selja
forrit úr landi í nokkurn tíma, en
fyrsta forritið seldi ég úr landi, til
Færeyja, 1987. Eina forritið sem ég
hef reynt að selja úr landi að ein-
hveiju marki er Lykla Pétur, sem
selst en ekki í neinu gríðarupplagi.
Ég er enn ekki kominn á það stig
að geta borgað fjárlagahallann með
sköttunum mínum.
Það er grundvallarmunur á að
Hvað er
tðlvuveira?
EFTIRFARANDI er m.a.
byggt á handbók Friðriks
Skúlasonar með fyrstu Ot-
gáfu hans á Lykla Pétri.
Friðrik gefur þá skilgrein-
ingu að tolvuveira sé „for-
ritsbútur sem getur sýkt for-
rit með því að breyta þeim
þannig að þau innihaldi afrit
af veirunni".
Til eru tvær gerðir tölvu-
veira. Annars vegar eru veir-
ur sem sýkja ræsigeira á
disklingum og hörðum disk-
um. Veiran kemur sér fyrir í
minni tölvunnar og sætir
lags að smita ræsigeira
disklinga sem settir eru í
tölvuna.
Hins vegar eru veirur sem
leggjast á forrit, þ.e.a.s.
.EXE- og .COM-skrár og
skrifa sig framan við, aftan
við eða inní upphaflegt for-
rit.
Varnir gegn tölvuveirum
eru ýmsar, en sú þó helst
að setja aldrei inn í tölvu
diskling sem ekki er örugg-
lega ósmitaður. Alla jafna
má treysta því að forrit sem
keypt eru beínt frá framleið-
enda séu ósmituð, en það
er þo ekki óbrigðult. Einnig
getur verið varasamt að
kaupa forsniðna disklinga
úr opnuðum pökkum í versl-
unum, þvf nýlega lenti kunn-
ingi þess sem þetta tók
saman í því að hann keypti
sér disklinga í ritfangaversl-
un og var einn þeirra sýktur.
selja hugbúnað hér á íslandi og ytra.
Kostnaður við dreifíngu og kynningu
hér er hverfandi. Það er ódýrt að
dreifa hugbúnaðinum um land allt
og það er hægt með fáeinum vel
völdum auglýsingum að ná til nán-
ast allra sem eitthvert gagn hefðu
af hugbúnaðinum. Úti er þetta allt
annað mál. Þar þarftu að eyða
skuggalegum upphæðum í auglýs-
ingar.“ Friðrik segist hafa nýtt sér
að dreifa Lykla Pétri ytra sem deili-
hugbúnaði, það er að hver sem er
geti fengið eintak til að kynna sér
forritið og ef honum líki það sé ætl-
ast til þess að hann skrái sig sem
notanda og greiði fyrir. Þessa leið
segir Friðrik hafa reynst vel, en það
sé mjög mismunandi eftir löndum;
t.a.m. reynist hún vel í Bandaríkjun-
um, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjá-
landi, en sé ómöguleg í Evrópu, það
skili sér ekki króna þar. Deilihug-
búnaður hafi sína kosti, þar á meðal
að auglýsinga- og dreifíngarkostn-
aður sé enginn, en á móti sé þetta
stundum eins og að senda flösku-
póst, hann hafí ekki hugmynd hvar
flaskan lendi eða yfírleitt hvort hún
nái landi. Til viðbótar við þetta hafí
vaknað sú hugmynd að semja við
fyrirtæki ytra sem vildi leggja fé í
auglýsingar og markaðssókn. Hann
færi sér þó hægt í slíku, því ýmsir
hefðu brennt sig á því að vera að
gera slíka samninga og lent á slæm-
um fyrirtækjum.
„Loðdýraævintýri" í
uppsiglingu?
„Stjórnmálamenn tala á hátíðis-
stundum um íslenskan vitundariðn-
að,“ segir Friðrik, „en það er ógjöm-
ingur fyrir okkur að vera að keppa
við hugbúnaðarrisa erlendis. Eina
sviðið sem við gætum sótt inn á
væri að velja einhver verkefni sem
eru svo sérhæfð og fyrir svo lítinn,
en oft mjög sterkan, markað að stóru
fyrirtækin hafí ekki áhuga á að sinna
honum. Við gætum ekki heldur kom-
ist að sem undirverktakar í hugbún-
aðargerð, því t.a.m. í fyrrum Sovét-
ríkjunum eða Indlandi er til grúi af
vel menntuðu fólki sem til er í að
vinna fyrir brot af þeim launum sem
við gerum kröfu til. Ég er hræddur
um að íslenskur hugbúnaðariðnaður
gæti orðið næsta loðdýraævintýri;
að stjórnvöld færu að moka pening-
um í einhver verkefni, sem aldrei
eiga eftir að skila sér að neinu
marki."