Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
C 15
Trúum tví að fram-
kvæmdirnai verði mikil
lyftistðng fyrir miðbæinn
- segir Margrét Hallgrímsdóttir
borgarminjavöróur
Margrét Hallgrímsdóttir borgarmiiyavörður segist trúa því að fyrir-
hugaðar framkvæmdir við Aðalstræti verði mikil lyftistöng fyrir
miðbæinn og veki athygli ekki einungis innanlands heldur einnig
utanlands. Hún vonar að frumkvæði Reykjavíkurborgar að endur-
gerð og lagfæringu húsa meðal annars við Aðalstræti og í Grjóta-
þorpi verði ríkinu hvatning til þess að lagfæra hús í eigu þess á
ióðunum Kirkjustræti 8a, b og 10.
argrét segir að borgar-
stjóri hafi átt hug-
myndina að því að
minna á sögu Aðalstrætis með
framkvæmdum í þessum dúr og
um leið undirstrika þá merku stað-
reynd að svo til á sama bletti hafi
orðið fyrsta byggð í Reykjavík, og
jafnvel á landinu, og síðar fyrsti
vísir að myndun þéttbýlis á tímum
Innréttinga Skúla Magnússonar.
„Fomleifarannsóknir á árunum
1971-1975 hafa leitt í ljós fom-
minjar frá landnámsöld, þ.e. 9.-10.
öld, á lóðunum Aðalstræti 14 og
18 og Suðurgötu 3-5. Á þeim tíma
var Aðalstræti sjávargata Víkur-
sem þessar em ekkert áhlaupa-
verk. Þær verður að undirbúa
vandlega og gera húsin eins sönn
og hægt verður. Þá trúum við því
að þau verði mikil lyftistöng fyrir
miðbæinn og veki athygli, ekki ein-
ungis innanlands heldur einnig
utanlands," segir Margrét.
Aðspurð segir hún að svipaðar
framkvæmdir hafi verið gerðar í
Danmörku og margir kannast við
víkingaaldarþorpið í Jórvík. Mar-
grét segir að þar hafi fomleifaupp-
gröftur aflað mikilvægra upplýs-
inga sem byggt hafi verið á. Ekki
hafa fengist jafn ítarlegar upplýs-
ingar við rannsóknir á rústum
Morgunblaðið/Svernr
Guðrún Harðardóttir, forvörður, og Margrét Hallgrímsdóttir, borg-
armiiyavörður, setja upp sýninguna í Gallerí Borg.
bænda, sem byggðu jörðina, en af
einskærri tilviljun var ákveðið að
reisa á svipuðum slóðum verk-
smiðju Innréttinganna á 18. öld.
Með þessum framkvæmdum var
kominn fyrsti vísirinn af þéttbýlis-
myndun en ásamt þætti verslunar-
sögunnar leiddu þær til myndunar
höfuðborgar síðar,“ segir Margrét
þegar hún er innt frekar eftir sögu
götunnar.
„Markús vildi minna á þessa
sögu og datt í hug að hægt væri
að byggja á fornleifarannsóknum
á svæðinu og skjallegum heimild-
um um Innréttingarnar," segir
Margrét og bætir við að í fram-
haldi af því hafi hann falið Borgar-
skipulagi og Árbæjarsafni að vinna
úttekt á málinu og tillögur að út-
færslu. „í úttektinni er meðal ann-
ars stungið upp á því að endur-
reist verði tvö hús í stíl Innrétting-
anna á lóðunum Aðalstræti 12 og
14 enda er mikið heimildaflæði til
um húsin. Við vitum nokkurn veg-
inn hvar þau stóðu, hvernig þau
litu út að utan og innan og hvers
konar starfsemi fór þar fram.
Útfrá því var síðan ákveðið að
stinga upp á því að í húsunum
færi fram starfsemi í anda Innrétt-
inganna þ.e. vefnaður, textílvinna
og tóvinna. Þannig getur fólk
fræðst um vinnubrögð Innrétting-
anna á 18. öld.
Undirbúningsvinna við verkið er
mikil og nefnir Margrét í því sam-
bandi að fara þurfi í gegnum mik-
ið magn frumheimilda áður en
hafist verði handa. „Framkvæmdir
landnámsbyggða í Aðalstræti og
Suðurgötu. „Það er alls ekkert ein-
falt verk að byggja upp hús á
grundvelli fornleifarannsókna en
með samanburðarrannsóknum og
niðurstöðum uppgraftarins ætti
það að vera mögulegt. Alltaf þarf
að geta í einhveijar eyður en mis-
jafnlega mikið.“
Margrét minnir á að tilgangur
fornleifarannsókna hljóti að vera
að komast nærri mannlífi fyrri
alda. „Að þeim loknum er eðlilegt
að niðurstöðumar séu birtar í ein-
hveiju formi. Má þar nefna ítarleg-
ar útgáfur, sýningar eða jafnvel
með því að endurgera byggðina í
fyrri mynd eins og nú er stefnt
að,“ segir hún. „í húsunum á svo
að verða sýning á vinnubrögðum
og sögu Innréttinganna sem eins
konar útibú frá Árbæjarsafni. Þá
verður hægt að ganga götuna og
skynja sögu Reykjavíkur í hnot-
skurn. Fyrst eru það landnámshús-
in, þá 18., 19. og 20. öldin, allt í
sömu götunni."
Framkvæmdirnar vonar Margr-
ét að verði ríkinu hvatning til þess
að lagfæra hús sín við Kirkju-
stræti 8a, 8b og 10 og auk þess
öllum öðrum eigendum gamalla
húsa að færa þau í fyrra horf.
Margrét leggur áherslu á að þann-
ig fái húsin notið sín. „Gömul hús
eru ekki falleg nema þannig sé
staðið að viðhaldi þeirra. Timbur-
hús er, sem betur fer, yfirleitt
hægt að laga þótt seinni tíma
breytingar og skortur á viðhaldi
hafí skaðað þau.
NIÐURHENGD LOFT
■ CMC kerfi fyrir niðurhengd loft, er úr
galvanfseruðum málmi og eldþollð.
■ CMC kerfi er auðvelt I uppsetnlngu og mjög sterkt.
■ CMC kerfi er fest með stillanlegum upphengjum
sem þola allt að 50 kg þunga.
■ CMC kerfi fæst i mörgum geröum bæði sýnilegt og
falið og verðlð er ótrúlega lágt
EINKAUMBOÐ
co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
LUTZ GÖRNER
les og túlkar
Heinrich Heine - Vetraræfintýri
(Deutschland - Ein Wintermárchen)
Mánudaginn 2.3. 1992 kl. 20.30.
í Norræna húsinu
Allir velkomnir Goethe-lnstitut.
ms
glæsilegt úrval af
15091
Svart leður
Brúnt Ieður
Rauðbrúnt leður
Stærðir 36-41
Svart leður
Stærðir 36-41
Svart leður
Svart rúskinn
Stærðir 36-41
Svart leður
Stærðir 37-41
Brúnt leður
Svart rúskinn
Brúnt rúskinn
Stærðir 36-41
15191
Svart leður
Brúnt leður
Rauðbrúnt leður
Stærðir 35-41
Svart Ieður
Svart rúskinn
Brúnt rúskinn
Stærðir 40-45
Svart rúskinn
Brúnt rúskinn
Stærðir 36-41
SKEIFUNNI-KRINGLUNNIfAKUREYRI
_________- ■: ■■ ■ ' • ■■ ■ ' _
NÝR DAGUR AUGL ÝSINGASTOFA