Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
FÉLAG ÍSLENSKRA HUÓMLISTARMANNA 60 ÁRA
TAKMARKIÐ ER
BETRITÓNLIST
- SEGIRBJORN
TH. ÁRNASON
FORMAÐUR FÍH
eftir Svein Guðjónsson
Myndir: Sverrír Vilhelmsson
ÁRIÐ 1932 var ár mikilla umbrota í íslensku
atvinnulífi. Þetta var árið sem Hannibal
slóst við atvinnurekendur í flæðarmálinu á
Súgandafirði og var fluttur með valdi frá
Bolungarvík til Isafjarðar þar sem hann var
settur í tugthús fyrir „óspektir", sem verka-
lýðsbaráttan var kölluð í þá daga. Bæjar-
stjórn Reykjavíkur hélt fund undir lögreglu-
vemd og bæjarfógetinn á Akureyri safnaði
liði til að beija á verkalýðnum. Um þetta
ortu byltingarskáldin Jóhannes úr Kötlum
og Steinn Steinarr ódauðleg Ijóð og greini-
legt var á öllu að íslenskir launamenn voru
að vakna til vitundar um samtakamátt sinn,
þar á meðal hljómlistarmenn, sem höfðu
lengi staðið í ströngu við að tryggja rétt
sinn gagnvart erlendum hljómlistarmönn-
um. Sunnudaginn 28. febrúar 1932 blésu
þeir til stofnfundar félagsskapar, sem
standa átti vörð um hagsmuni þeirra. Enn
í dag berst FÍH fyrlr hagsmiinuin íslenskra
hljómlistarmanna, þótt baráttan hafi ef til
vill tekið á sig annan svip en í árdaga. Um
þá baráttu og margt fleira í sögu og starfi
félagsins fjallar Björn Th. Árnason, núver-
andi formaður FIH, í eftirfarandi samtali
við Morgunblaðið, í tilefni af sextíu ára af-
mæli félagsins, sem haldið er hátíðlegt í
dag, sunnudaginn 1. mars 1992.
Björn Th. Árnason formaður FÍH í tónleikasal félagsins við Rauðagerði. Fyrir aftan glittir í stórsveit Tónlistarskóla FÍH.
Hyómsveit Bjarna Böðvarssonar frá árinu 1932, stofnári FÍH, en
Bjarni var einmitt fyrsti formaður félagsins. Frá vinstri: Kaj Nielsen
á trommur, Bjarni Böðvarsson með altó-saxófón, Guðlaugur Magnús-
son á trompet, Aage Lorange á píanó og Lárus Ástbjörnsson á fiðlu.
Ljúfir tónar berast út í
kvöldkyrrðina þegar
komið er í hlað í
Rauðagerði 27, þar
sem Félag íslenskra
hljómlistarmanna er
til húsa. Það ríkir
þarna dálítið sérkennileg og jafn-
framt skemmtileg stemmning, sem
gefur fyrirheit um betri tíð í íslensku
tónlistarlífi. „Hér er spilað næstum
allan sólarhringinn," segir Bjöm og
það vottar fyrir stolti í röddinni. Úr
hveiju herbergi berast tónar nem-
anda úr Tónlistarskóla FÍH, og í
tónleikasalnum í bakhúsinu er stór-
sveit skólans að æfa „Early Aut-
umn“, sem stórsveit Woody Herman
gerði ódauðlegt á fimmta áratugn-
um. Piltamir fara fimlegum höndum
um hljóðfæri sín, eins og þeir hafi
aldrei gert annað en að spila í fræg-
um stórsveitum, og af svip
stjómandans, Edward Frederiksen,
má ráða að tónlistamám þeirra
félaga er að skila sér.
„Þeir eru að æfa fyrir afmælis-
hátíðina," útskýrir formaðurinn, og
bætir við að á hátíðinni í Gamla bíói
verði tónlistarþróun siðustu sextíu
ára og saga FIH rakin í tali og tón-
um. „Við munum kappkosta að gera
þessa hátíð sem glæsilegasta og
þama koma fram margir af okkar
fæmstu atvinnumönnum í tónlist-
inni. Við verðum einnig með hátíðar-
dagskrá um kvöldið á Hótel sögu
þar sem mjög verður vandað til
skemmtiatriða," sagði Björn.
MARGIR LAGT HÖND Á
PLÓGINN
Eins og áður segir var Félag
íslenskra hljómlistarmanna stofnað
28. febrúar 1932, og var fyrsti for-
maður þess Bjami Böðvarsson. Aðr-
ir í stjórn vom Theodór Árnason rit-
ari og Guðlaugur Magnússon gjald-
keri. Varamenn vora kosnir Þórhall-
ur Ámason og Láms Ástbjömsson.
Um aðdragandann að stofnun
félagsins segir Bjöm meðal annars:
„Hagsmunir íslenskra hljómlist-
armanna á þessum ámm snemst
fyrst og fremst um að tryggja rétt
þeirra gagnvart erlendum tónlistar-
mönnum sem hér voru nokkuð fjöl-
mennir og tóku frá þeim vinnu. Þetta
sést meðal annars á tillögu sem
Bjami Böðvarsson bar fram í lok
stofnfundarins þar sem kveðið var
á um að banna félagsmönnum FÍH
að spila á móti útlendingum nema
fyrir fullt gjald samkvæmt gjaldskrá
félagsins.
Enn þann dag í dag er eitt af
hlutverkum félagsins að standa vörð
um atvinnulögsögu íslenskra hljóm-
listarmanna gagnvart útlendingum,
þótt vissulega hafi fleira bæst við
og verkefnalistinn er stöðugt að
lengjast. Launabaráttan er þar auð-
vitað fyrirferðarmikil eins og í öllum
verkalýðsfélögum og eilíft baráttu-
mál okkar er að bæta aðstöðu ís-
lenskra tónlistarmanna og búa í
haginn fyrir framtíðina.
Á þessum tímamótum er mér
bæði ljúft og skylt að minnast þeirra
manna, sem barist hafa fyrir hagsm-
unum félagsins frá upphafi, en þeir
em margir og sjálfsagt of langt mál
að nefna þá alla hér. Ég læt því
nægja að nefna hér fyrmm formenn
félagsins þótt auðvitað hafi margir
fleiri lagt hönd á plóginn. Bjarni
Böðvarsson var fyrsti formaður FÍH
og sat fyrst frá áririu 1932 til 1943,
en þá tók Sveinn Ólafsson við í eitt
ár. Bjarni tók svo aftur við 1944 til
ársins 1949, en þá varð Svavar Gests
formaður aðeins 22 ára gamall og
sat í eitt ár. Bjarni var svo frá 1950
til 1951 og síðan Svavar frá 1951
til 1953, en þá tók við Þorvaldur
Steingrímsson frá 1953 til 1955.
Bjarni var þá kjörinn formaður í
fjórða sinn, en hann var þá orðinn
veikur og var meira og minna rúm-
fastur síðari hluta sumarsins það ár.
Stjórnarfundir vom haldnir við
sjúkrabeð hans, því þrátt fyrir veik-
indin áttu félagsmálin hug hans all-
an. Bjarni lést á árinu, á 55. afmæl-
isdegi sínum þá um haustið 1955.
Gunnar Egilsson, sem hafði unnið
mest með Bjarna í veikindum hans,
gegndi hlutverki formanns fram að
næsta aðalfundi og var þá kjörinn
formaður og sat til ársins 1960. Þá
tók Svavar Gests aftur við stjórnar-
taumunum og var formaður FÍH til
ársins 1968, en þá var Sverrir Garð-
arsson kjörinn formaður og sat hann
samfleytt í tæp tuttugu ár, eða til
ársins 1987. Allir þessir menn hafa
markað djúp spor í sögu félagsins,
svo og fjölmargt samstarfsfólk
þeirra og á þessum tímamótum
minnumst við alls þessa fólks með
þakklæti fyrir það starf sem það
hefur unnið í þágu félagsins."
HÚSNÆDISKAUPIN VIÐ
RAUDAGERDI
GÆFUSPOR
Hér gefst ekki tóm til að rekja
sögu FÍH í smáatriðum eða baráttu-
mál í gegnum árin, en við spyijum
Björn um starfið síðustu árin, frá
því hann tók við formennsku árið
1987:
„Það hefur vissulega margt áunn-
ist á liðnum ámm. Eg er til dæmis
sannfærður um að það hafi verið
mikið gæfuspor þegar ákveðið var á
félagsfundi árið 1989 að festa kaup
á þessum húseignum hér í Rauða-
gerði. Með því var starfsemi Tónlist-
arskólans sameinuð annarri starf-
semi FÍH og þetta hefur gjörbreytt
ásýnd og ímynd félagsins útávið, auk
þess sem þetta hefur þjappað tónlist-
armönnum saman. Menn sjá nú hvað
samtakamátturinn fær áorkað ef
honum er beint í ákveðinn farveg,
þótt enn séu nokkrir, því miður, sem
streðast við og telja hag sínum betur
borgið utan félagsins. En það er
önnur saga.
Sannleikurinn er nú samt sá, að
við höfum verið að koma til móts
við sérþarfir hinna ýmsu ólíku hópa
innan félagsins til að auðveldara sé
að vinna að sérhagsmunamálum og
þá um leið að um þau verði fjallað
á faglegan máta. Nýverið stofnuðum
við til dæmis rokkdeiid innan félags-
ins, til viðbótar við kennaradeild,
djassdeild og einleikaradeild, sem
fyrir voru. Rokkdeildin er undir for-
mennsku Stefáns Hilmarssonar
söngvara og aðrir í stjórn hennar
em Grétar Örvarsson, Magnús
Kjartansson, Andrea Gylfadóttir og
Gunnar Hrafnsson, sem er jafnframt
fulltrúi rokkdeildar í aðalstjórn fé-
lagsins. Starf þessarar deildar er
þegar farið að skila árangri, sem
kemur meðal annars fram í sam-
vinnu við Æskulýðsráð um rekstur
á „Hinu húsinu“, þar sem innréttuð
hafa verið æfingaherbergi. Starfs-
maður hefur verið ráðinn til að hafa