Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 31
tcm xsíam .r HfJDAuuvíVíua 014^*1 aM/rtíivtuoaow Q ()<J MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 C 31 Biskup íslands, Sigurgeir Sigurðsson, í Hólakirkju. Skrúðgangan kemur til Hólakirkju. Forsætisráð- herra og biskup í broddi fylkingar. Minnismerki Jóns Arason- ar á Hólum. SÍMTALIÐ... ER VIÐ RAGNAR SIGURÐSSONNUDDFRÆÐING Gildi sœrtingar 620616 Það er Ragnar sem talar. - Jú komdu sæll, þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Maija Baldursdóttir, þú auglýstir hér í blaðinu nuddnámskeið? Rétt er það. - Mig langaði nú kannski helst að vita hvað hafi orðið til þess að þú ákvaðst að kenna fólki að nudda? Hugmyndin hefur lengi verið fyrir hendi, en það er snertingin sem ég legg áherslu á. Ég hef lengi haft áhuga á gildi snertingar í mannlegum samskiptum, því segja má að hún sé ein af frumþörfum mannsins. Ég komst að því eftir að ég fór að vinna við nuddið, að með þeirri snertingu sem nuddið skapaði mynduðust öðruvísi tengsl milli mín og þess sem ég nuddaði. Þetta átti fyrst og fremst við um fólk sem ég þekkti. Svo virðist sem nuddið skapi ákveðið jafnvægi milli manna, fjarlægðin minnkar. Þá fór ég að veita því fyrir mér hversu snjallt það væri ef fólk átt- aði sig á því hvaða möguleika það hefði með markvissri snertingu, einkum pör og hjón. Snerting get- ur haft mjög jákvæð áhrif á sam- skiptin, jafnvel fækkað rifrildum og komið í veg fyrir ósamkomulag. Þetta var nú grunnhugmynd- in, en hún þróað- ist síðan þegar ég fór að heyra að þörf væri fyrir námskeið sem þessi. - Hafa nuddnámskeið verið haldin áður? Ekki með áherslu á snert- ingu sem slíka, en þau hafa verið haldin jú. Ég fer kannski aðra leið í þessum efnum, reyni að benda fólki á að nuddið sé ákveðinn lykill að bættum sam- skiptum. - Hvernig er svo námskeiðún- um háttað? Þau fara fram á hefðbundinn hátt, allar grunnstrokur í almennu slökunarnuddi eru kenndar. Ég kenni líka meðferð á minni vöðva- bólgu, sem algengt er að fólk hafi í öxlum og hnakka. Tilgangurinn er sá að fólk geti hjálpað sér sjálft. - Kannski náð því versta úr herðunum eftir daginn. Nú ert þú nuddari á Nuddstofu Reykjavíkur, eru námskeiðin haldin þar? •Nei, ég held þau á eigin vegum. - Veistu hvort eitthvert lesefni er til um snertingu og gildi hennar? A íslensku er mjög lítið efni til um snertingu, en það eru til erlend- ar bækur um þetta efni og ber flestum saman um að snerting sé mjög mikilvæg og þá einkum í sambandi við þroska barna. í hinu vestræna þjóðfélagi virðist snert- ing verða forboðin þegar við eld- umst og í daglegum samskiptum er hún ekki mikil. Jafnvel er til fólk sem haldið er snertifælni. Einnig eru til menn sem þjást af snertiþörf, finna hvernig þessi þáttur tilfinningalífsins hefur verið vanræktur. - Nuddið og snertingin ætti þá að geta unnið á móti streitunni? Já, einn af mörgum þáttum sem gerir það. En einkum held ég að það bæti sam- skipti fólks sem er í sambúð. Ann- ars er öll snerting til bóta, jafnvel klór á bakið er betra en ekkert! - Það tek ég vissulega undir. En þakka þér fyr- ir upplýsingarnar og spjallið. Sömuleiðis. Ragnar Sigurðsson Á tónleikum hjá Grýlunum. Átti „Tröllaþvaður hjá Grýlunum Inga Rún var sögð vera ýmist á Sauðárkróki eða í Reykjavík eða á fleygiferð milli landsfjórðunga. En loks náðist samband við hana, þar sem hún var í óða önn að koma sér fyrir í Breiðholtinu. A Eg er að flytja verslun mína Leiðist. Þó ég sé fædd þar og frá Sauðárkróki yfir í uppalin og foreldrar mínir og Völvufell 17,“ segir hún. „Já, við systkini búi á Sauðárkróki. Ég fjölskyldan erum að flytja til hef alltaf verið þannig, að ég vil Reykjavíkur. Égþrífstekki álitl- geta haft mikið í kringum mig. um stað eins og Sauðárkróki. Annars er ég búin að vera á HVAR ERU ÞAU NÚ? Inga Rún Páltnadótiir, gítarleikari í Grýlunum Sauðárkróki síðastliðin sjö ár. Elsti strákurinn okkar fæddist þar ’85. — Hvað ég var að gera á Sauðárkróki? Ég rak þar verslunina „Fersku“ og seldi heilsuvörur, gjafavörur, snyrti- vörur og varning frá Betra lífi eins og heilsuarmbönd o.fl. Nú er ég að flytja þetta allt saman yfir í Völvufellið. Ég kenndi líka klassískan gítarleik í plássinu. En varð að hætta þegar ég gekk með yngsta strákipn, sem er núna 10 mán- aða. Ég er komin með 3 stráka. Þeir eldri eru sex og fjögurra ára. Að hafa nóg að gera fær tímann til að líða. Ég er að springa af krafti. En mér líður ekki vel án tónlistar. Gríp örugg- lega fyrsta tækifærið sem gefst til að vinna í henni. Ég byrjaði á að syngja með Upplyftingu, þegar ég var 15 ára. Var ekki lengi að uppgötva hvað ég vildi“. segir Inga Rún hlæjandi. „En þá kom babb í bátinn. Ég lenti í að skadda radd- böndin með því að syngja ofan í skemmda hálskirtla. Og kirtla- takan tókst ekki vel. En ég fór Inga Rún Pálmadóttir í verslun sinni í Völvufellinu. samt í söngskóla, tók 5 stig, lærði að beita röddinni og er núna alveg búin að ná mér. Þeg- ar ég byijaði með Grýlunum, lét ég mig hafa það að syngja með og radda, þó að ég væri kannski þegjandi hás.“ — Hver stóð á bak við Grýlurnar?„Það var hún Ragga, fullu nafni Guðmunda Ragnhild- ur Gísladóttir. Bróðir hennar átti hugmyndina að Grýlu- nafninu. Ragga stofnaði hljómsveit og fékk mig til liðs við sig. Og við byijuðum fjórar saman í kring- um ’79. Hinar voru Linda Björk Hreiðarsdóttir sein var trommu- leikari og Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari. Ragga söng og spil- aði á hljómborð. Ég lék á gítar. Það gekk æðislega vel hjá okkur. Og við ætluðum svo sannarlega að halda lengur áfram. Þá hætti bassaleikarinn okkar, hún Herdís. Við ætluðum að fá nýja í hópinn. En Ragnhild- ur tók saman við Jakob og þau fóru að vinna saman. Við Grýlurnar höfðum tónlist- ina mest frá okkur sjálfum. Flest lögin okkar voru frumsamin. Önnur útsettum við upp á nýtt. Við unnum lögin mest í sameiningu, þó Ragga hafi kannski komið með mikið af lögunum og ég með textana. Við gáfum út tvær plötur og alltaf heyrast lög- in af og til, þó að langt sé um liðið. Og enn eru þau tekin upp. Til dæmis út- settu Gísli og Herdís „Tröllaþvaður" upp á nýtt í Islandíka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.